Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ t Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Tommi og Jenni Ljóska WHAT'5 THI5? A BILL FOR A HUNPRFP P0LLAR5? IT'5 FROM’ACE AlRLINESÍ'. THEV 5AY YOU NEVER. PAIP FOR YOUR TICKET... V 8-10 I NEVER 60T LUHERE I 0JA5 60IN6, EITHER! I NEVER60T0UT0F OUR BACK YARP! MAYBE YOU W'THE LAWYER IS^Í 5H0ULP HlRE b EVERMORE THE A 600P I LEAPER IN ATTORNE'rL/ X^SOCIETY' Hvað er þetta? Reikn- Hann er frá Flug- Ég komst heldur aldr- Þú ættir kannski að fá þér góðan ingur upp á 6.500 félaginu. Þeir ei þangað sem ég ætl- lögfræðing. „Lögfræðingurinn er krónur? segja að þú hafir aði! Ég komst aldrei ævinlega stjórnandi í þjóðfélaginu." ekki borgað far- út úr bakgarðinum? seðiiinn þinn. Fjölmiðlaslys? Frá Eiríki Óskarssyni: ÁSTÆÐA þess að ég sest nú niður og rita þessar fáu línur er að ég missti /föður minn og sambýliskonu hans í umferðarslysi laugardaginn 14. október á síðastliðnu ári. Að vísu er það ekki slysið sjálft sem er ástæðan, heldur fréttaflutningur sjónvarpstöðvanna af slysinu, tíma- setning myndbirtinga og niðurstaða siðanefndar Blaðamannafélags ís- lands, sem ég las í Morgunblaðinu 29. desember sl., og ég sætti mig engan veginn við. Þegar alvarleg slys verða, þar sem fólk lætur lífíð, hef ég vanist að aðstandendum sé tilkynnt lát nánustu ættingja á eins nærgætinn hátt og mögulegt er og af mönnum sem til þess eru valdir og treysta sér til þess. Að vísu var mér til- kynnt lát föður míns á eins nærgæt- inn hátt og mögulegt var, en svo var ekki með alla sem misstu sína nánustu í þessu slysi. Slysið gerist um kl. 18.10 og mér berast fregnir um að bíll föður míns hafi lent í árekstri við Kögun- arhól í Ölfusi um 10 til 15 mínútum síðar. Systir mín, hennar maður og börn, sem óku framhjá slysstaðn- um, þekktu bílinn og óku í snar- hasti heim til mín. Ég, mágur minn og tengdasonur fórum á slysstað, þar sem rannsóknarlögreglumenn stöðvuðu okkur og óku okkur á lög- reglustöðina á Selfossi. Þar var okkur skýrt fra því hvað gerst hafði og að allir, sem í þessum árékstri lentu, væru látnir. Við gáfum þær upplýsingar sem við gátum um börn sambýliskonu föður míns og var ákveðið að lögreglan í Hafnarfirði og prestur hefðu upp á þeim og tilkynntu þeim lát móður þeirra. Því næst fórum við heim til mín, þar sem við sögðum okkar fjölskyld- um frá því sem gerst hafði. Þá var klukkan u.þ.b. 19.30. Það eru varla liðnar nema 2 til 3 mínútur frá því að ég kom heim, að siminn hringir og stúlka kynnir sig og spyr: Er mamma dáin? Ég verð orðlaus augnablik, en játa því svo. Því næst spyr ég hvort prestur- inn hafi tilkynnt henni þetta. Nei, svarar hún, ég sá þetta á Stöð 2 og þekkti bílinn. Það eru ekki liðn- ar nema 80 mínútur frá slysinu og þá er búið sýna myndir frá slysstað í sjónvarpinu. Ég fékk það staðfest þá hjá lögreglunni á Selfossi, að þeir báðu myndatökumenn beggja sjónvarpstöðvanna að sjá til þess að þessar myndir yrðu ekki sýndar þá um kvöldið. Ég tel mig ekki hafa verið réttan aðila til að stað- festa lát foreldris, ekki í andlegu ástandi til þess og síst af öllu í gegnum síma. Ég sá ekki fréttir á sjónvarpsstöðvunum þetta kvöld, en það fór ekki á milli mála, á þessu símtali sem ég fékk að bíllinn þekkt- ist. Nokkrum dögum síðar sá ég frétt á Stöð 2, þar sem fjallað var um þetta slys og bíll föður míns var sýndur. Ég er ekki sérfræðing- ur um bíla, en ég sá þar greinilega hvaða tegund þessi bíll var og hversu margra dyra hann var, auk annarra auðkenna sem á honum voru. Ég fullyrði líka að fólk sem hafði séð þennan bíl daglega í mörg ár þekkti bílinn um leið og hann sást í sjónvarpinu. Það var svo mánudaginn 16. október sem ég hringi í Stöð 2 og óska eftir viðtali við fréttastjóra að endanlega gekk fram af mér. Það fýrsta sem hann sagði sér til afsök- unar var að Ríkissjónvarpið hefði sýnt miklu verri myndir heldur en Stöð 2. Ég sá ekki sjónvarp þetta hvöld og ætla ekki að blanda mér í það mat. Því næst segir frétta- stjórinn, að þeir hafi upplýsinga- skyldu gagnvart almenningi, vegna þess að Suðurlandsvegi hafi verið lokað og umferð beint annað. Þetta dæmir sig sjálft því þegar fréttin fer í loftið var búið að opna Suður- landsveg fyrir umferð og myndbirt- ing gagnslaus fyrir ökumenn á Suðurlandsvegi. Það skal tekið fram að ég talaði einnig við fréttastjóra Ríkissjónvarpsins og var ég þá beð- inn afsökunar á myndbirtingum á þeirri stöð. Þeir höfðu þó þá afsök- un, að Stöð 2 hefði verið búin að sýna myndir af slysstað. Ríkissjón- varpið hóf svo umfjöllun um þetta slys nokkrum dögum seinna, þar sem reynt var að gera lögregluna á Selfossi að blóraböggli, með því að hún segði ekki rétt frá aðdrag- anda siyssins. Þetta voru ósmekk- legar aðdróttanir og var greinilega verið að búa til frétt. Ég fékk marg- ar upphringingar frá fólki sem sagðist hafa verið vitni að þessu slysi og bar flestum saman við skýrslu lögreglunar. Þegar ég nú horfi til baka og skoða þessa fréttamennsku fínnst mér að ég og fjölskylda mín, og einnig lögreglan, hafi því miður verið fórnarlömb í samkeppni fréttastofa sjónvarpstöðvanna, um að vera fyrstir með myndir af vett- vangi og afleiðingin var t.d. að 9 ára gamalt barn kallaði: Er þetta ekki bíllinn hans afa? Og fólk sá bifreið foreldra sinna í umferðar- slysi og þetta og þetta marga látna. Þegar siðanefnd BÍ var kölluð saman og var beðin að gefa sitt álit finnst mér að nefndin hefði átt að kynna sér alla þætti þessa máls. Það var aldrei haft samband við mig og spurst fyrir um atburðarás þessa dags. Og svo eitt enn! Er eðlilegt að þáttagerðarmaður á Stöð 2 sé í þessari siðanefnd? Þessi grein er skrifuð í þeim til- gangi að svona fréttamennska verði ekki endurtekin. Fréttamenn ættu virða tilmæli lögreglunnar. Það á ekki þurfa að kalla saman almanna- varnanefnd til að setja á fréttabann þegar umferðarslys verða. Mér finnst að öllum aðstandend- um og fjölskyldum þeirra hafi verið sýnt ótrúlegt tillitssleysi og niður- læging af fréttastofum sjónvarp- stöðvanna. Að lokum vil ég koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra lög- reglumanna og lækna, sem komu að þessu máli á einn eða annan hátt, og einnig öllum öðrum sem sýndu okkur hlýju og''samúð á þess- um erfíða tíma. EIRÍKUR ÓSKARSSON, Birkivöllum 4, Selfossi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.; « - . í i í i i i ( ( ( ( ( ( ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.