Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ljósmynd/Atli Steinarsson
ROBERT J. Sindelir, forsljóri listsýningadeildar Miami-Dade há-
skólans, sem átti frumkvæði að þessari háskólakynningu lista-
verka Louisu Matthíasdóttur milli tveggja verka listakonunnar;
kyrralífsmyndar og sjálfsmyndar sem gerð var 1993.
íslenskt sjávarloft
og sveitailmur í
sýningarsal í Miami
Miami. Morgunblaðið.
SÝNING á 46 verkum Louisu
Matthíasdóttur, hinnar 78 ára
gömlu og vel þekktu íslenzku
listakonu í Bandaríkjunum, var
opnuð í The Kendall Campus í
Miami-Dade Community-háskó-
lanum föstudaginn 5. janúar og
verður opin þar til 26. janúar.
ÖIl eru verkin máluð með olíu á
striga. Elsta myndin er frá árinu
1937 en sú yngsta er gerð 1993.
Þessi sama sýning verður í The
American háskólanum í Wash-
ington D.C. í október nk., í Wil-
kes háskólanum í Pensylvaníu í
janúar að ári, í The New York
Studio School of Drawing, Paint-
ing and Sculpture í New York í
mars og apríl á næsta ári og loks
í Norræna menningarsafninu í
Seattle í júlí og ágúst 1997.
Fleiri gestir voru við opnun
sýningarinnar í Miami en búist
var við og mátti þar bæði sjá
unga og^gamla, konur jafnt sem
karla - Islendinga sem annarra
þjóða fólk. Þarna var Þórir Grön-
dal ræðismaður íslands í S-
Flórida ásamt konu sinni Erlu
Ólafsson, þar var Úlfar Þórðar-
son augnlæknir, ásamt dóttur
sinni Eilen Klinger, sem býr í
Miami, Benjamín Þórði syni
hennar, tengdadóttur og sonar-
syni. Þar voru líka Þorsteinn
Steingrímsson fv. fasteignasali
og Elísabet Kristjánsdóttir.
Robert J. Sindelir, forstöðu-
maður sýningardeildar Kendall
háskólans, heilsaði gestum við
opnunina. Hann sagði að gamall
draumur sinn hefði ræst er samn-
ingar tókust um þessa sýningu,
því list Louisu Matthíasdóttur
ætti erindi til allra er mætu mál-
aralist. Verk hennar væru vel
kunn öllum sem vel fylgdust
með, en fólk á öllum aldri gæti
notið listar hennar og yngra fólk
gæti margt af henni lært.
Það er ferskur blær yfir þess-
ari sýningu og hin litsterku verk
listakonunnar njóta sín vel í sýn-
ingarsalnum ekki síst vegna frá-
bærrar lýsingar. Hestar hennar
og kindur í undurtærri íslenzkri
náttúru, og götu- og sjávarmynd-
ir hennar snerta sérstakan
streng í bijósti fólks - ekki síst
Islendinga. Það er eins og maður
finni sjávarilm þegar staðnæmst
er við eitt skemmtilegasta verk
sýningarinnar, „Reykjavíkur-
höfn“. Louisa Matthíasdóttir er
óumdeilanlegur meistari í lit-
byggingu verka sinna.
Glæsileg sýningarskrá var gef-
in út fyrir þessa sýningu og var
hún kostuð af Scandinavian Am-
erican Foundation. í henni eru
litmyndir af 12 þeirra verka sem
á sýningunni eru. Þar er og
fræðileg grein um líf og list Lou-
isu Matthíasdóttur eftir Steven
Harvey. I sýningarskránni kem-
ur fram að Louisa Matthíasdóttir
hefur haldið 33 einkasýningar
frá 1948 og tekið þátt í 32 sam-
sýningum. Myndirnar á sýning-
unni voru fengnar að láni frá
átta almenningssöfnum, þar á
meðal Listasafni Reykjavíkur-
borgar og Listasafni Kópavogs,
og einnig frá listasöfnum níu
fyrirtækja, þar á meðal Flug-
leiða.
Kennslustund og Sápa
SÝNINGAR á Kennslustundinni eftir
Eugene Ionesco og Sápu þijú og
hálft eftir Eddu Björgvinsdóttur eru
að hefjast að nýju í Kaffileikhúsinu
eftir jólafrí. Fyrsta sýning á Kennslu-
stundinni verður sunnudaginn 21.
janúar kl. 21 og á Sápu þijú og
hálft föstudaginn 19. janúar kl. 21.
Kennslustundin er einþáttungur í
leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur. Sápa
þijú og hálft er nýtt íslenskt skop-
leikrit og er það skrifað fyrir Kaffi-
leikhúsið og gerist þar. Leikstjóri er
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir,
en hún hefur leikstýrt öllum Sápum
Kaffileikhússins.
SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA FYRIR JÓLIN 1995. 1.
NÓVEMBER-24. DESEMBER 1995. UNNIÐ FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, RÍKISÚTVARPIÐ,
FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA.
Bóksölulisti
1KARLAR ERU FRÁ MARS, KONUR ERU FRÁ VENUS
Dr. John Gary: Útg. Bókaútgáfan Vöxtur
2MARÍA, KONAN BAK VIÐ GOÐSÖGNINA
Ingólfur Margeirsson. Útg. Vaka-Helgafell hf.
3EKKERT AO ÞAKKA!
Guðrún Helgadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf.
4AFREK BERTS
A. Jacobsson og S. Olsson. Útg. Skjaldborg hf.
5PAULA
Isabel Allende. Útg. Mál og menning
SEX AUGNABLIK
. Þorgrímur Þráinsson. Útg. Fróði
7ÁFRAM LATIBÆR!
Magnús Scheving. Útg. Æskan
8HIN HUÓÐU TÁR
Sigurbjörg Ámadóttir. Útg. Vaka-Helgafell hf.
9VILHJÁLMUR STEFÁNSSON LANDKÖNNUDUR
William R. Hunt. Útg. Hans Kristján Árnason
•§ A HRAUNFÓLKIÐ
■ Björn Th. Björnsson. Útg. Mál og menning
1MILLI VONAR OG ÓTTA
Þór Whitehead. Útg. Vaka-Helgafell hf.
4 O ÚTKALL - ÍSLENSKA NEYÐARLÍNAN
■ Óttar Sveinsson. Útg. íslenska bókaútgáfan
Æ HJARTASTAÐUR
I Steinunn Sigurðardóttir. Útg. Mál og menning
< V ÖRLÖG
i Stephen King. Útg. Fróði
■f R UFSILON
■ Smári Freyr og Tómas Gunnar. Útg. Skjaldborg hf.
Einstakir flokkar:
Skáldverk
1 HRAUNFÓLKIÐ
Bjöm Th. Björnsson.
Útg. Mál og menning
2 HJARTASTAÐUR
Steinunn Sigurðardóttir.
Útg. Mál og menning
3 ÖRLÖG
Stephen King.
Útg. Fróði
4 MYRKRANNA Á MILLI
Sidney Sheldon.
Útg. Skjaldborg hf.
5 VETRARELDUR
Friðrik Erlingsson.
Útg. Vaka-Helgafell hf.
6 KONAN SEM MAN
Linda Lay Shuler.
Útg. Vaka-Helgafell hf.
7 MUNDU MIG
Mary Higgins Clark.
Útg. Skjaldborg hf.
8 Á HÆTTUSLÓÐUM
Jack Higgins.
Útg. Hörpuútgáfan
9 DYR VÍTIS
Alastair MacNeill.
Útg. Iðunn
10 SÆKJANDINN
John Grisham.
Útg. Iðunn
Almennt efni
1 KARLAR ERU FRÁ MARS,
KONUR ERU FRÁ VENUS
Dr. John Gary.
Útg. Bókaútgáfan Vöxtur
2 MARÍA, KONAN BAK
VID GOÐSÖGNINA
Ipgólfur Margeirsson.
Útg. Vaka-Helgafell hf.
3 PAULA
Isabel Allende.
Útg. Mál og menning
4 HIN HUÓÐU TÁR
Sigurbjörg Árnadóttir.
Útg. Vaka-Helgafell hf.
5 VILHJÁLMUR STEFÁNSSON
LANDKÖNNUDUR
William R. Hunt.
Útg. Hans Kristján Árnason.
8 MILLI VONAR OG ÓTTA
Þór Whitehead.
Útg. Vaka-Helgafell hf.
7 ÚTKALL - ÍSLENSKA
NEYÐARLÍNAN
Óttar Sveinsson.
Útg. íslenska bókaútgáfan
8 ÞEIR BREYTTU
ÍSLANDSSÖGUNNI
yilhjálmur Hjálmarsson.
Útg. Æskan
9 RAGNAR í SKAFTAFELLI
Helga K. Einarsdóttir.
Útg. Höpuútgáfan
10 ÓTTALAUS
Jósafat Hinriksson.
Útg. Skerpla
Börn og unglingar
1 EKKERT AÐ ÞAKKA!
Guðrún Helgadðttir.
Útg. Vaka-Helgafell hf.
2 AFREK BERTS
A. Jacobsson og S. Olsson.
Útg. Skjaldborg
3 SEX AUGNABLIK
Þorgrímur Þráinsson.
Útg. Fróði
4 ÁFRAM LATIBÆR!
Magnús Scheving.
Útg. Æskan
5 UFSILON
Smári Freyr og Tómas Gunnar.
Útg, Skjaldborg hf.
6 POCAHONTAS
Ævintýrabækur Disneys.
Útg. Vaka-Helgafell hf.
7 SKORDÝRAÞJÓNUSTA
MÁLFRÍÐAR
Sigrún Eldjárn.
Útg. Forlagið
8 EPLASNEPLAR
Þórey Friðbjörnsdóttir.
Útg. Vaka-Helgafell hf.
9 SIMBI ÆFIR SIG
Walt Disney.
Útg. Vaka-Helgafell hf.
10 RÖNDÓTTIR SPÓAR
FUÚGA AFTUR
Guðrún H. Eiríksdóttir.
Útg. Vaka-Helgafell hf.
TÖNLIST
III jjó mdiskar
BRÉF AÐ NORÐAN -
ÍSLENSK SÖNGLÖG
Már Magnússon (tenór), Gerrit Schuil
(pianó). Hljóðritað á tónleikum í
LLstasafni Akureyrar 7. ágúst 1995.
Framleiðandi: List-Mynd Akureyri.
mjóðritun: Kristján Edelstein. Útgef-
andi: Már Magnússon MM 01 1995.
HÉR ER á ferðinni allsérstæður
hljómdiskur, ekki vegna efnis (ís-
F allegnr og fágaður söngur
lensk sönglög eru engin
sérstök nýlunda) heldur
vegna þess að hér er
um konsertupptöku að
ræða - í ákaflega
skemmtilegum og
vönduðum ytri búningi,
sem hannaður er af
Tengslum Akureyri.
Hitt er svo annað mál Már
að hljómdiskurinn Vill Magnússon
ekki blanda geði við
kollega sína í „diska-
skápnum" vegna
sköpulags umbúðanna,
og þykir mér það galli.
Engu að síður fallegt
og frumlegt.
Hvað svo um sjálfan
flutninginn? Því er
fljótsvarað: hann er í
einu orði sagt fallegur,
innilegur og fágaður. Már Magn-
ússon er menntaður söngvari,
með þann fína takt gagnvart við-
fangsefninu sem á sér hliðstæðu
í söng Einars Kristjánssonar og
Gunnars Guðbjörnssonar, þótt
röddin sjálf sé ekki jafn sérstök
- þó góð sé. Mörg sönglaganna
eru aldeilis yndislega sungin (t.d.
Sofðu unga ástin mín, Sofnar lóa
og mörg fleiri), aldrei oftúlkuð
en flutt með sannri innlifun.
Gerrit Schuil er enginn venju-
legur „undirleikari", píanóleikur
hans er mjög lifandi, karaktermik-
01 og nærfærinn í senn, lyftir og
styður en truflar aldrei. Músík-
alskur í besta lagi.
Textar og upplýsingar um lista-
mennina og höfunda eru á ís-
lensku, þýsku og ensku.
Hér er um ákaflega vel heppn-
aða og skemmtilega útgáfu að
ræða.
Indæl eign og falleg gjöf.
Oddur Björnsson