Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 17 ERLENT Andófs- maður áfrýjar SAUDI-arabískur andófsmað- ur, Mohammed Masari, sem stjómvöld í Bretlandi vísuðu brott af ótta við að verða af vopnasölusamningi við Saudi- Arabíustjórn, hefur áfrýjað brottvísuninni. Verður úr- skurðað í málinu eftir tvær vikur en Masari var rekinn til Karíbahafseyjarinnar Dom- inica. Hefur hann sakað saudi- arabísku konungsfjölskylduna um spillingu og vill, að lögmál trúarinnar verði höfð í fyrir- rúmi við stjórn landsins. Bannað að koma til Burma ALÞJÓÐLEGRI eftirlitsnefnd, sem ætlaði að kanna mann- réttindabrot í Burma, var neit- að í gær að koma til landsins. Skýrði Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, frá því í Ósló. Var ferðin skipulögð eftir að friðar- verðlaunahafanum Aung San Suu Kyi var sleppt úr stofu- fangelsi en Bondevik sagði, að farið yrði til Tælands þar sem rætt yrði við útlæga Burmabúa. Valdaskipti í Sierra Leone VALDASKIPTI hafa orðið í Afríkuríkinu Sierra Leone og hefur Julius Naada Bio höfuðs- maður tekið við af Valentine Strasser höfuðsmanni sem leiðtogi ríkisins. Sagt var, að Strasser hefði verið „fjarlægð- ur“ vegna þess, að hann hefði viljað tryggja sér völdin áfram með bolabrögðum en kosning- ar eiga að fara fram í landinu í næsta mánuði. Lítilfjörlegt brúðkaup GESTIRNIR voru 10.000, brúðguminn reið hvítum hesti við undirleik hljómsveitar, fílar fóru fremstir í flokki og boðs- kortið var 48 blaðsíðna bók. „Fyrir jafn ríka fjölskyldu er þetta bara smáveisla," sagði einn gestanna. „Ekki er boðið upp á áfengi og maturinn er bara grænmeti." Ríka fjöl- skyldan er indversk og fór veislan fram í Bombay en auðnum hefur hún safnað með bankastarfsemi og sjónvarps- rekstri í Bretlandi. Fækkað í Kínaher STJÓRNVÖLD í Kína ætla að fækka í hernum um hálfa milljón manna eða úr þremur milljónum í hálfa þriðju millj- ón. Vonast er til, að með fækk- uninni fáist fé, sem unnt verð- ur að nota til að endurnýja úreltan búnað og bæta her- þjálfun. Grískir sósíalistar Aþena. Reuter. COSTAS Simitis, fyrrverandi iðnaðarráðherra Grikklands, greindi frá því í gær að hann gæfi kost á sér sem eftirmaður Andreas Papandreous, fráfarandi forsætisráðherra. Papandreou hef- ur legið alvarlega veikur á sjúkra- húsi undanfarnar átta vikur og greindi á mánudag frá því að hann hygðist láta af embætti, sem flokksformaður og forsætisráð- herra. Papandreou stofnaði sós- íalistaflokkinn PASOK árið 1974 og hefur verið í forystu hans síðan. Flokksbræður Papandreous jafnt sem pólitískir andstæðingar báru mikið lof á forsætisráðherr- ann eftir að greint var frá afsagn- arbréfi hans opinberlega. Mörgum var greinilega létt því veikindi for- sætisráðherrans hafa valdið pólit- ísku uppnámi í Grikklandi síðustu vikur. Valdabaráttan er þegar hafín innan PASOK en sósíalistar segj- ast staðráðnir í að velja sér leið- toga er geti viðhaldið stöðugleika í stjórnmálum landsins og komið í veg fyrir upplausn. „Það verður kominn nýr forsætisráðherra á föstudaginn,“ sagði Apostolos Kaklamanis, forseti þingsins en búist er við að þingmenn sósíalista muni velja eftirmann Papandreous á allra næstu dögum. Þeir sem helst eru nefndir sem hugsanlegir forsætisráðherrar eru Costas Simitis, fyrrverandi iðn- aðarráðherra, sem er menntaður í nýjum leiðtoga Reuter ANDREAS Papandreou á góðri stundu með Mimi konu sinni. Þýskalandi og telst til umbótasinna í flokkn- um, og Gerassimos Arsenis vamarmála- ráðherra, sem er menntaður í Banda- ríkjunum og telst hlið- hollur Papandreou. Simitis sagðist í gær, gefa kost á sér en hann er 59 ára gamall og samkvæmt skoð- anakönnunum sá leið- togi PASOK er nýtur mest hyllis meðal al- mennings. Skömmu Costas Simitis síðar lýsti Arsenis, sem er 64 ára, einnig yfir framboði. Kaklamanis hefur enn ekki gefið út yfír- lýsingu um hvort hann hafi hug á embættinu en nánir samstarfs- menn Yannis Chara- lambopoulos, fyrrum varnarmálaráðherra, er einnig hefur verið nefndur sem hugsan- legur frambjóðandi sögðu að hann myndi gefa kost á sér. Um 1.500 ijýjar stjörnu- þokur San Antonio. Reuter. VÍSINDAMENN sem vinna með myndir úr Hubble-sjónaukanum segjast hafa uppgötvað hundruð nýrra stjörnuþoka. Segja vísinda- menn hjá NASA, bandarísku geim- ferðastofnunninni í Maryland, að minnsta kosti 1.500 stjörnuþokur á hinum ýmsu myndunarstigum hafi komið í ljós myndum sem teknar voru með sjónaukanum í desember. Forstöðumaðurinn, Robert Will- iams, kveðst telja að um tíma- mótauppgötvun sé að ræða. „Við sjáum greinilega hvernig sumar stjörnuþokanna litu út fyrir meira en tíu milljörðum ára, þegar þær voru að myndast." Telur NASA að þær upplýsingar sem þegar hafa borist, svo mikilvæg- ar að þær hafa þegar verið sendar stjörnufræðingum um allan heim. Munu þær verða notaðar við rann- sóknir á aldri og þróun himingeims- ins. „Þegar myndirnar [úr Hubble] birtust á skjánum var ekki laust við að við veltum því fyrir okkur hvort að við myndum á einhvern hátt sjá uppruna okkar í öllu þessu,“ segir Williams. Lögð höfðu verið drög að mynda- tökunni í eitt ár, áður en af henni varð. Nú þegar hafa 342 myndir verið framkallaðar sem teknar voru á tímabilinu 18. - 28. desember en úr þeim verður unnið líkan sem sýn- ir fjarlægari hluta himingeimsins en áður hafa sést. Skýr fylgni efnahags- frelsis og hagvaxtar ELLEFU efnaha'gsstofnanir víða um heim hafa gefið út bók um rannsókn á efnahagsfrelsi í 102 ríkjum síðustu tvo áratugina. Breska vikuritið The Economist telur rannsóknina markverðustu tilraunina til þessa til að skilgreina og mæla þetta frelsi og segir nið- urstöðuna benda til þess að skýr fylgni sé á milli efnahagsfrelsis og hagvaxtar. Bókin „Efnahagsfrelsi í heimin- um: 1975-1995“ er eftir hagfræð- ingana James Gwartney, Robert Lawson og Walter Block og byggð á niðurstöðum sex ráðstefna á vegum Fraser-stofnunarinnar í Vancouver og Frelsissjóðsins í Indianapolis á árunum 1986-93. Margir af virtustu hagfræðingum heims sátu þessar ráðstefnur. Flókið hugtak Höfundarnir viðurkenna að erf- itt sé að skilgreina og mæla efna- hagsfrelsið. Til að mynda nægi ekki að taka aðeins mið af ríkisút- gjöldunum í hlutfalli við verga landsframleiðslu, umfangi ríkis- fyrírtækja eða vægi viðskipta- hamla. Efnahagsfrelsið ráðist af öllum þessum þáttum og mörgum öðrum. Segja má að efnahagsfrelsið snúist fyrst og fremst um eignar- réttinn og valfrelsi einstakling- anna. Þeir eru efnahagslega fijáls- ir ef eignir, sem þeim hafa áskotn- ast með löglegum hætti, eru varð- ar fyrir yfirgangi eða ágengni annarra og ef þeim er frjálst að nota, selja eða gefa eignir sínar svo fremi sem það bijóti ekki gegn réttindum annarra. Ríkisvaldið getur skert þetta frelsi, til að mynda með því að láta hjá líða að vernda eignarrétt- inn, gera eignir upptækar, eða setja reglur um hvað einstakling- arnir megi kaupa og selja og á hvaða verði. Fjármálastefna, sem leiðir til óðaverðbólgu, hefur einn- ig áhrif á efnahagsfrelsi einstakl- inganna. Frelsisskerðing ríkisvaldsins Til að meta þetta frelsi þarf fyrst að mæla hvernig ríkisvaldið skerðir það. Höfundar bókarinnar velja 17 slíka mælikvarða sem skiptast í fjóra flokka: • Peningar og verðbólga. Verndar ríkisvaldið verðgildi pen- inganna og heimilar það að þeir séu notaðir til gjaldeyriskaupa? Hér er m.a. miðað við verðbólgu- þróunina, peningavöxtinn miðað við áætlaða vaxtargetu efnahags- ins, og rétt einstaklinga til að eiga gjaldeyrisreikninga heima fyrir og bankareikninga í útlöndum. • Afskipti og reglur ríkisvalds- ins. Hver ákveður hvað er fram- leitt og hvað keypt? Hér er m.a. litið til ríkisútgjalda í hlutfalli við verga landsframleiðslu, stærðar opinbera geirans, verðlagshamla, frelsis til að hasla sér völl á mörk- uðum, og hamla á bankavexti. • Kvaðir og skattar sem mis- muna skattgreiðendum. Er mönnum frjálst að afla sér tekna og halda þeim? Hér er m.a. tekið mið af styrkjum hins opinbera og fjártilfærslum sem hlutfalli af vergri landsframleiðslu, áhrifum jaðarskatta og skyldu til þjónustu við ríkið. • Utanríkisviðskipti. Hér er m.a. miðað við skatta eða tolla á utanríkisviðskipti, mismun á opin- beru gengi og svartamarkaðs- gengi, umfang utanríkisviðskipta miðað við það sem telst eðlilegt og hömlur á fjármagnsstreymi. ísland í 43. sæti Hagfræðingarnir gáfu ríkjunum 102 einkunn á bilinu 0-10 fyrir hvern þessara 17 þátta; 0 merkti algjört ófrelsi en 10 algjört frelsi. Erfitt er að meta vægi þessara þátta þegar efnahagsfrelsi ríkj- anna er metið. Höfundar bókarinn- ar völdu þá leið að ákveða vægið með hjálp „dómbærra manna“, þ.e. hagfræðinga sem sátu þijár af síðustu ráðstefnunum um efna- hagsfrelsi og töldust því vel að sér í málinu. Slíkt mat er þó aldrei hafið yfir gagnrýni. Vísitala efnahagslegs frelsis 1993-1995 Sæti Riki 0 32. Frakkland 33. Danmörk 34. Ekvador 35. Perú 36. Mexíkó 37. Spánn 38. Chile 39. Austurríki 40. Trinidad 41. Noreaur 42. Dóminíkana 43. ísland 44. Ítalía 45. Malta 46. Finnland 47. Hondúras 48. Svíþjóð 49. Portúgal Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að efnahagsfrelsið á árun- um 1993-95 hefði verið mest í Hong Kong, sem fékk heildarein- kunnina 9. Næst kom Singapore, með einkunnina 8, síðan Nýja Sjá- land, Bandaríkin og Sviss. The Economist telur merkileg- ustu niðurstöðu rannsóknarinnar þá að fram hafi komið skýr fylgni milli efnahagsfrelsis og þjóðar- auðs. Ríkin, sem hafi tryggt mikið efnahagsfrelsi þau tuttugu ár sem rannsóknin náði til, hafi einnig verið á meðal þeirra ríkja þar sem landsframleiðslan var mest á hvern landsmann. Hins vegar hafi engin þjóð, sem hafi búið við lítið efnahagsfrelsi á þessum tíma, aukið framleiðsluna verulega. Á meðfylgjandi lista má sjá að ísland var í 43. sæti meðal ríkj- anna 102 á árunum 1993-95. Fyr- ir neðan ísland á listanum eru Vestur-Evrópuríkin Ítalía, Finn- land, Svíþjóð og Portúgal. Rekstrarvörur á mögnuðu innkaupsverði \- fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Allt að j ■ 50% sparnaður á innkaupum í magni. F M jftlCillVfll Innkaupadagar standa aðeins til janúarloka. . Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.