Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ALAN BOUCHER + Alan Estcourt Boucher fædd- ist í Frolesworth í Leicester-skíri á Englandi 3. janúar 1918. Hann lést á Borgarspítalanum 10. janúar síðastlið- inn. Faðir hans var Robin Estcourt Bo- ucher, deildarstjóri í breska flotamála- ráðuneytinu í Lond- ' on, sonur Charles Estcourt Bouchers, sóknarprests í Frol- esworth. Móðir hans var Katherine Veronica Manton de Rable, barónessa, dóttir Thomasar Burns, bryta hjá P&O-gufuskipafélaginu í Lightwater, Surrey. Hinn 28. febrúar 1942 kvænt- ist Alan eftirlifandi eiginkonu sinni, Aslaugu, dóttur Þórarins skipstjóra frá Ananaustum í Reykjavík Guðmundssonar og konu hans, Ragnheiðar Jóns- dóttur. Eignuðust þau þrjú börn: 1) Alice Kristínu, f. 7.5. 1944. 2) Robin Gunnar, f. 15.9. 1947, d. 26.3. 1992. 3) Antony Leif, f. 8.5. 1956. Alan stundaði nám til stúd- entsprófs í Winchester College, Winchester, Hampshire 1932-36 og las að því búnu til embættisprófs í enskri tungu og bókmenntum við Trinity College í Cambridge næstu þijú árin. Utskrifaðist hann frá há- skólanum í Cambridge 1939 og hlaut magistertitil þaðan 1941. í síðari heimsstyijöldinni gegndi hann her- þjónustu í stór- skotaliði breska hersins 1939-46, síðast sem kapteinn við herforingjaráð- ið, og dvaldist þá m.a. á Islandi árin 1940-42. Eftir að hafa fengið lausn úr her- þjónustu kenndi Alan við Ample- forth College i Jór- vík 1946-47, var stundakenn- ari við Námsflokka Reykjavík- ur 1948-50 og Háskóla íslands 1949- 50, hafði umsjón með kennslu í íslenskum fræðum við háskólann í Cambridge 1950- 51, og kenndi útlending- um ensku við West London College í Lundúnum 1958-60. Jafnframt var hann við fram- haldsnám _ og rannsóknir við Háskóia íslands 1948-50 og Cambridge-háskóla 1950-51 og lauk doktorsprófi frá slðar- nefnda skólanum 1951, með rit- gerð um Hallfreðarsögu vand- ræðaskálds. Alan starfaði sem dagskrár- stjóri og leiksljóri við skólaút- varpsdeild breska útvarpsins (BBC) 1951-64, en fluttist til Islands ásamt fjölskyldu sinni 1962 og gerðist síðar íslenskur ríkisborgari. Gegndi hann stundakennslu við Kennara- ♦.„MANNERS Makyth Man“. Þessi vísu einkunnarorð valdi William of Wykeham, biskup í Win- chester' og ríkiskanslari tveggja Englandskonunga þeim tveim menntastofnunum sem hann kom á fót til hagsbóta fyrir fátæka skóla- sveina og stúdenta og varði til mestum hluta eigna sinna, þ.e. New College í Oxford (1379) og Win- chester College (1382). Orðskviður þessi hefir þótt stinga nokkuð í stúf við einkunnarorð flestra sambæri- legra menntastofnana á Bretlandi sem yfirleitt særa æðri máttarvöld sér til veraldlegs fulltingis og fram- dráttar. Hefir hann orðið öðrum slíkum frægari og yfirleitt talinn -. merkja að betra sé drenglyndi og siðfágun til orðs og æðis en eftir- sókn eftir völdum og frægð. Sá er hér er kvaddur hlaut ein- mitt í æsku framhaldsskólamennt- un sína við hinn síðarnefnda latínu- skóla, hinn elsta meðal frægustu „public schools" á Englandi. Ætla ég að flestir sem kynntust Alan Boucher geti tekið undir það með mér að þar fór háttprúður mann- kostamaður sem í allri framgöngu og viðkynningu bar með sér margt hið besta úr menningu og siðum stéttar sinnar og ættlands. Líklegt má telja að Alan hafi fyrst haft kynni af íslandi og íslend- ingum við lestur frásagna og þýð- inga landa sinna á fornum og nýjum bókmenntum sögueyjarinnar á mennta- og háskólaárum sínum, en forsjónin hagaði því svo, að hingað til lands kom hann fyrst 1940 sem þátttakandi í hrikalegum hildarleik heimsstyijaldarinnar síðari. Mun raunar hafa hvarflað að honum að gerast atvinnuhermaður fyrir stríð, en menntunarþráin og bók- menntaáhuginn varð yfirsterkari þeirri fyrirætlan. Sem betur fór slapp Alan við meiri háttar kárínur af völdum stríðsins, ef frá er talið að heyrn hans skaddaðist að marki. Hernámsárin á Islandi verða naumast talin neinn dans á rósum fyrstu árin. Veturinn 1940-41 var óvenju kaldur og snjóþungur, og hafðist Alan þá við í tjaldi á Álfta- nesi innan um loftvarnarbyssur og snjóskafla við þröngan kost. Hefir hann Iýst þessu að_ nokkru í sjón- ■* varpsþáttum um ísland í síðari heimsstyijöld. Ekki voru viðhorf ýmissa landa vorra til samskipta - sér í lagi kvenna - við hernámslið- ið alltaf ýkja hlýleg, en af framan- nefndum þáttum og viðtölum við Alan má ráða, að hann hafi sýnt þeim mun meiri skilning en ýmsir vopnabræður hans munu hafa gert. En hér kom fleira til: eins og fram kemur að ofan kynntist hann um þessar mundir konuefni sínu, Ás- laugu, og kvæntist henni áður en hann hélt af landi brott. Tilviljun réði því að snemma sum- ars 1947 vorum við Alan viðstaddir athöfn í hátíðasal ráðhússins í Leeds, er Sigurður Nordal var gerð- ur þar að heiðursdoktor við Leeds- háskóla, sá fyrrnefndi þá orðinn ráðsettur menntaskólakennari við Ampleforth College í Jórvík og í þann veginn að hefja doktorsnám sitt - undirritaður hins vegar „busi“ að ljúka fyrsta námsári sínu í ensku við háskólann. Hvorugur vissi af hinum, enda tókust kynni okkar löngu seinna. Við þetta tækifæri mun Sigurður hafa hvatt Alan til að leita fanga á sviði íslenskra forn- bókmennta og sögu, þar sem enn væri mikið verk að vinna' fyrir fræðimenn, og mun það hafa orðið kveikjan að doktorsritgerð Alans um Hallfreðarsögu vandræða- skálds. Þá munu starfsár Alans við skólaútvarpsdeild BBC hafa átt dijúgan þátt í því að hann gerðist afkastamikill kynnir íslenskra forn- sagna og ævintýra bæði á þeim vettvangi og í fjölda endursagna í formi unglingabóka, þar sem efni þetta var uppistaðan, og margar eru skrifaðar af miklum hagleik og ást á viðfangsefninu, enda hafa þær notið verðskuldaðra vinsælda og hlotið lofsamlega dóma. Það mun einkum hafa verið eftir 4ð Alan Boucher fluttist til íslands að hann haslaði sér völl sem af- kastamikill, vandvirkur og oft af- burðasnjall þýðandi íslenskra bók- mennta, fornra og nýrra, á enska tungu. Var þar jöfnum höndum um að ræða bundið sem óbundið mál, sögur og ævintýri, leikrit, ljóð og aðrar ritsmíðar. Ætla ég að honum hafi látið sérstaklega vel að þýða ljóð, enda skáldmæltur í besta lagi á móðurmáli sínu. Mega sumar MINNIIMGAR skóla íslands 1962-63 og 1964-66, og við Háskóla ís- lands 1965-66, auk þess að kenna á sumarnámskeiðum fyr- ir íslenska enskukennara. Hann var dósent í hlutastarfi við há- skólann 1967-70, lektor í fullu starfi 1970-72, uns hann var skipaður prófessor í ensku við heimspekideild síðla árs 1972. Gegndi hann því embætti þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1988. Jafnframt kennslu- og fræðastörfum stundaði Alan umfangsmikil ritstörf og liggur eftir hann fjöldi frumsaminna ritverka í bundnu og óbundnu máli, bókmenntaverka, fræði- og kennslurita, auk fjölda þýð- inga aðallega úr íslenskum bók- menntum, fornum og nýjum, á ensku. Alan var deildarritari í sam- tökum starfsmanna breska út- varpsins á starfsárum sínum þar, sat um hríð í stjórn Anglíu (formaður 1974), var um tíma í stjórn Félags enskukennara á íslandi og starfaði I Félagi kaþ- ólskra leikmanna á Islandi. Forseti heimspekideildar var hann árin 1979-81 og var fyrsti forstöðumaður Rannsókna- stofnunar í erlendum tungu- málum 1982-85. Jafnframt sótti hann fjölda ráðstefna og funda í fræðigrein sinni eriend- is. Var hann sæmdur íslenskum og breskum heiðursmerkjum fyrir störf sín að menningar- tengslum íslendinga og ensku- mælandi þjóða. Utför Alans Bouchers verður gerð frá Landakotskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ljóðaþýðingar hans teljast falla und- ir það besta sem gert hefur verið á þessu sviði og vænti ég að fáir hafi staðið honum þar á sporði. Eiga íslendingar honum ómælda þakklætisskuld að inna fyrir þá fá- gætu kynningu á bókmenntum sín- um á erlendum vettvangi. Við Alan Boucher vorum sam- kennarar í ensku við heimspekideild Háskóla íslands frá því í ársbyijun 1973, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1988. Var hann eini prófessorinn í fræðigrein sinni og jafnframt „höfuðsmaður" hennar og í fyrirsvari fyrir hana á tímabili þegar segja má að náms- skipan, kennsluhættir og efnistök hafi í aðalatriðum færst í það horf sem þar er að finna nú, þótt að hluta til_ hafi verið byggt á eldri grunni. Á þessu skeiði bættist m.a. nám til kandídatsprófs (nú M.A.- prófs) ofan á grunnnám til B.A.- prófs, námsval jókst til muna, stór- efla tókst sérbókasafn í greininni og kennurum fjölgaði til muna enda þótt fáliðaðir væru í samanburði við aðrar veigamestu fræðigreinar í heimspekideild. Enska varð ein þeirra greina sem mestan stúdenta- ijölda höfðu. Að frumkvæði Alans var komið á fót Rannsóknastofnun í erlendum tungumálum við heim- spekideild og tengsl við enskukenn- ara í öðrum skólum efldust, m.a. með því að auðvelda þeim að sækja framhaldsmenntun í grein sinni. Var Alan fyrsti forstöðumaður stofnunarinnar. Undirritaður var kennari í ensku við HI að mestu á árunum 1950-67 og síðan frá 1973 þar til á síðasta ári og hefir því öðrum fremur yfirsýn yfir þær stór- stígu framfarir sem þar hafa orðið síðan á „frumbýlisárum" greinar- innar. Á engan er hallað þótt hlut Alans hér verði einna helst líkt við Grettistak, ekki síst í háskóla þar sem fjárveitingar hin síðari ár virð- ast hafa tilhneigingu til að verða í öfugu hlutfalli við fjölgun í röðum kennara og stúdenta. Hér er ekki rúm til að gera skil þeim margvíslegu fræðiritum sem Alan samdi og gaf út, að hluta handa nemendum sínum við háskól- ann. Eru þar veigamestar sýn- isbækur bókmennta og yfirlitssöfn kveðskapar með skýringum, svo og handbækur og kennsluefni í stíl- fræði. Rétt er að geta þýðinga hans á ensku á Lilju og Sólarljóðum, með formála hans og skýringum sem Stofnun í erlendum tungumálum gaf út, og úrvals hans úr ferðaminn- ingum enskumælandi gesta sem ísland sóttu heim á 18. og 19. öld og út kom eftir að hann lét af störf- um við háskólann. Alan var farsæll háskólakennari óg vinsæll jafnt af stúdentum sínum og samkennurum. Þótt hann fengist við að kenna flestar tegundir enskra bókmennta, mun áhugasvið hans einkum hafa verið enskur kveð- skapur, stílfræði og þýðingar, og raunar undir lok kennsluferils hans barnabókmenntir. Hygg ég að á þessum vettvangi hafi hann talið sig ná hvað bestum árangri með kennslu sinni. Hann rækti vel tengsl við erlendar háskóladeildir og há- skólakennara í fræðigrein sinni, m.a. á ráðstefnum og fundum við háskóla í enskumælandi löndum, svo og í rannsóknaleyfum sínum frá HÍ, og hafði forgöngu um að fá hingað rómaða upplesara og fyrir- lesara, og nægir að nefna þar John Betjeman, Iris Murdoch og Margar- et Drabble. Alan Boucher var fremur smá- vaxinn maður, fíngerður og fríður sýnum, kvikur á velli og yfir honum aðlaðandi heiðríkja og mildur höfð- ingsbragur. Hann var alþýðlegur og alúðlegur í viðmóti, laus við alla tilgerð og stærilæti. Hann var af- burða ritfær og sérdeilis vel máli farinn á tungu feðra sinna, og náði alhliða tökum á íslensku, þótt nokk- urs ensks hreims gætti í tali hans. í einkalífi sínu var Alan Boucher gæfumaður, enda þótt síðustu æviárin yrðu honum næsta erfið vegna sonarmissis og þungbærra veikinda. Hér sem endranær naut hann afburðagóðrar umhyggju og stuðnings hinnar ágætu eiginkonu sinnar, Áslaugar, sem mjög létti honum síðustu sporin. Ég tel það til forréttinda að hafa notið samfylgdar og vináttu þessa mæta manns og góða drengs og kveð hann klökkur í hug með djúp- um söknuði að leiðarlokum. Ás- laugu og eftirlifandi börnum þeirra votta ég dýpstu samúð mína og hluttekningu í harmi þeirra. Heimir Áskelsson. Elsku afi. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það var tómlegt á aðfangadags- kvöld án þín. Það vantaði afa í sætið þar sem þú varst vanur að sitja. Það var gaman að heimsækja þig og ömmu þegar þið voruð í Englandi, en þar dvölduð þig alltaf á sumrin. Þar fórum við í ferðalög og var mjög gaman þegar við fórum í ferðalög um England. Þegar ég var yngri fórum við stundum í sund saman og oft kom ég í heimsókn til ykkar á Tjarnar- götuna áður en ég fór á fótboltaæf- ingu út í KR. Þá drukkum við sam- an te og fengum okkur ristað brauð. Þegar pabbi dó fyrir fjórum árum var það mikið áfall fyrir okkur öll, því enginn hefði trúað því að pabbi skyldi veikjast og deyja ungur. En nú tekur hann á móti þér og þið verðið saman á ný. Það verður tóm- legt að koma á Tjarnargötuna og horfa á auða stólinn þinn, en við mamma munum hugsa vel um ömmu. Mamma þakkar þér einnig fyrir þær stundir sem við áttum öll saman. Elsku afi, ég ætla að kveðja að sinni og þakka þér fyrir allt. Kristófer. Þegar gamla árið kveður og nýtt gengur í garð leitar hugurinn gjarnan til baka. Á þessum tíma- mótum blandast saman söknuður og eftirvænting og ég fyllist þakk- læti fyrir öll árin sem eru að baki og hlakka til að takast á við nýtt ár sem framundan er. Á síðastliðnu gamlárskvöldi þegar ég horfði á flugeldana fylla loftið öllum regn- bogans litum leitaði hugurinn til góðs vinar sem lá fársjúkur á sjúkrahúsi, en mér var þá orðið ljóst að kveðjustundin nálgaðist óðum. Alan Boucher er látinn 78 ára gamall. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. janúar sl. Það var eins og almættið hefði valið honum ferðaveður til þessarar hinstu ferð- ar, með hliðsjón af persónuleika hans, því fegurra janúarveður var ekki hægt að hugsa sér, hlýtt og stillt eins og hann jafnan var sjálf- ur. Hann hafði átt við veikindi að stríða síðastliðin ár, en einhvern veginn hvarflaði það ekki að manni að tíminn væri svo stuttur. Minningarnar streyma fram og ég sé myndina skýra. Virðulegur eldri maður, rólegur í fasi, glettinn í augum og með alveg sérstaklega skemmtilega kímnigáfu. Það eru ákveðin forréttindi að hafa fengið að kynnast slíkum manni sem Alan var. Hann bar með sér birtu og yl hvar sem hann fór. Ég kynntist fyrst Alan og Ásu þegar ég ásamt Álice dóttur þeirra stundaði nám í Söngskóla Reykja- víkur. Þar urðum við mjög góðar vinkonur og hefur sú vinátta okkar haldist síðan þrátt fyrir að langt sé á milli, en hún flutti til Eng- lands skömmu eftir að námi lauk. Það var mjög notalegt að koma í heimsókn til Alans og Ásu á Tjarn- argötuna og ræða um lífið og tilver- una. Alan var mjög fróður og skemmtilegur maður og hafði gott lag á því að sjá hinar spaugilegu hliðar lífsins og skreyta þær réttum búningi. Alan var hamingjusamur maður. Hann kvæntist yndislegri konu og eignaðist þijú mannvæn- leg börn. Og árin liðu. Eftir að Alan hætti kennslu við Háskóla íslands sat hann ekki auðum höndum. Hann notaði tíma sinn vel við þýðingar og skriftir sem veittu honum mikla ánægju. En svo dró ský fyrir sólu. Fyrir tæpum fjórum árum lést Rob- in sonur þeirra úr hvítblæði. Það er mikið áfall að missa son sinn í blóma lífsins langt um aldur fram. Þetta markaði djúp sár og mér fannst sem Alan'yrði aldrei samur eftir. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar bæði hérna heima og eins úti í Linton. Elsku Ása, Alice og Antony. Ég veit að söknuður ykkar er mikill, en minningin um einstakan eigin- mann og föður mun ylja ykkur um ókomin ár. Þóra Einarsdóttir. Frá stofnun heimspekideildar árið 1911 - þegar Háskóli íslands leit dagsins ljós - hafa margir fræðimenn og kennarar lagt gjörva hönd á plóg. Hlutverk deildarinnar er að dýpka skilning okkar á menn- ingarfyrirbærum og miðla þeim skilningi til annarra. Alan Boucher var einn ötulasti kennari deildar- innar í því að rækja þetta hlutverk. Deildin naut krafta hans um ára- bil. Hann kom fyrst til starfa við deildina árið 1967 sem dósent í ensku, en var skipaður prófessor í ensku árið 1972 og gegndi því embætti til ársins 1988 er hann lét af störfum. Á árunum 1979 til 1981 var hann forseti heimspeki- deildar og innti það starf af hendi af stakri natni og samviskusemi. Alan Boucher naut mikillar virð- ingar bæði sem fræðimaður og kennari. Um leið og hann byggði upp kennslu og rannsóknir í sinni grein, enskunni, skapaði hann mik- ilvæg menningartengsl á milli Bret- lands og íslands. Hér bera verk hans öll vitni vandvirkni og glögg- skyggni. Hann var góður kennari, hugmyndaríkur og hvetjandi og þeir eru margir nemendur hans - sumir nú starfsmenn deildarinnar - sem hugsa ævinlega til hans með þakklæti í huga. Kostir hans nutu sín í öllum samskiptum við aðra: Hann var traustur, hógvær og hlýr - sannur heiðursmaður og drengur góður. Fyrir hönd heimspekideildar þakka ég honum fyrir það sem hann gaf deildinni og sem lifir áfram í starfi hennar. Áslaugu-, eig-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.