Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Markaðs- setning hafnarinnar að skila sér AKUREYRARHÖFN hafa bor- ist tilkynningar um 36 komur skemmtiferðaskipa næsta sum- ar en sl. sumar voru skipakom- umar 38. Á bak við skipakom- umar standa 18 skemmtiferða- skip. Fyrsta skipið kemur 30. maí og er það óvenju snemma á ferð- inni. Síðasta skipið sem hefur boðað komu sína til Akureyrar kemur 15. september og er það einnig óvenju seint á ferðinni. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem heimsækir Akureyri á þessu ári heitir Victoria og er 28.000 tonn að stærð. Stærsta skipið sem kemur í sumar heitir Royal Princess, það er 45.000 tonn og 230 m að lengd og kemur til hafnar þann 9. ágúst nk. Stærsta skipið sem heimsótti Akureyri sl. sumar heitir Oriana og er 69.000 tonn að stærð. „Það gæti enn átt eftir að bætast við þessa tölu og ég reikna með að skipakomumar verði jafn margar og í fyrrasum- ar. Skipakomum hefur verið að fjölga síðustu ár og þetta er virkilega ánægjuleg þróun,“ segir Gunnar Arason, yfirhafn- arvörður. Árið 1993 voru skipakomum- ar aðeins 18 en þeim hefur ver- ið að fjölga síðustu ár. Gunnar segir að unnið hafí verið að því sl. 5 ár að markaðssetja höfnina. Dalvíkurbær Samningur við fjögur félög DALVÍKURBÆR hefur gert rammasamning við fjögur fé- lagasamtök á sviði íþrótta- og æskulýðsstarfs og eru þeir til næstu þriggja ára. Um er að ræða fram- kvæmdastyrki til félaganna samtala að upphæð 7,1 milljón króna. Félögin eru Skíðafélag Dalvíkur sem er að greiða niður nýjan skíðaskála og snjótroð- ara, Golfklúbburinn Hamar, sem er að byggja golfvöll ‘ í Svarfaðardal, Hestamannafé- lagið Hringur sem er að útbúa reiðvöll við Hringsholt og loks Ungmennafélag Svarfdæla sem staðið hefur í umfangsmiklum framkvæmdum á íþróttavelli. Rögnvaldur Skíði Friðbjörns- son bæjarstjóri sagði að gerð rammasamnings við íþróttafé- lög væri nýmæli, en auk þess sem kveðið er á um styrki til félaganna næstu þijú árin. HEILSA® HEILSUVERND ertu búinn að sjá það? Heilbrigði Líkamsrækt Viðtöl Þolfimi Lækningar Æfingar Uppskriftir tímarit sem á erindi til þín... og hefur eitthvað að segja á næsta blaðsölustað... áskriftarsími 4612828 Áhugi fyrir sameiningu hafnanna á Akureyri, Grenivík og Svalbarðseyri Æskilegt að sveitarfélög vestan fjarðar verði með DRÖG að stofnsamningi hafnasamlags hafnanna á Akureyri, Grenivík og Svalbarðseyri voru kynnt á fundi bæjarráðs Akureyrar í síðustu viku. Ráðið fól hafnarstjórn að kanna málið, en telur að ef til stofnunar hafna- samlags kæmi væri æskilegt að sveitarfélög vestan fjarðar, Glæsibæjar- hreppur og Arnameshreppur, yrðu þátttakendur í stofnun þess. Morgunblaðið/Kristján Einar Sveinn Ólafsson, formað- ur hafnarstjórnar Akureyrar, sagði að um nokkurn tíma hefði verið rætt um stofnun hafnasamlags og væri áhugi fyrir hendi á Akureyri, í Grýtubakkahreppi og Svalbarðs- hreppi á stofnun slíks samiags. „Menn telja það álitlegan kost að skoða þetta en telja jafnframt æskilegt að sveitarfélögin tvö norðan Akureyrar verði með í þeim viðræðum sem framundan eru,“ sagði Einar Sveinn. Nú á næstunni verður efnt til fundar með fulltrúum sveitarfélag- anna tveggja þar sem áhugi þeirra á að gerast þátttakendur í slíku samlagi verður kannaður. Peningamir betur nýttir „Ég tel að stofnun hafnasam- lags á þessu svæði verði til þess að menn standi þéttar saman og liðki jafnvel fyrir því að af samein- ingu sveitarfélaganna verði,“ sagði Einar Sveinn og einnig að tii lengri tíma litið gæti slíkt samlag haft hagræðingu og sparnað í för með sér. Fé til uppbyggingar yrði hægt að nýta betur þar sem hægt væri að byggja upp sérhæfðar hafnir. Forsvarsmenn Grýtubakka- hrepps hófu þessa umræðu fyrir nokkrum misserum, en eftir að Utgerðarfélag Akureyringa tók við rekstri frystihúss Kaldbaks varð hafnarsjóður af umtalsverðum fjármunum þar sem afla er jafnan ekið frá Akureyri þar sem skipin landa og til Grenivíkur. Með stofn- un hafnasamlags skiptir ekki höf- uðmáli hvar aflanum er landað. Skíðatíðin fer rólega Morgunblaðið/Margrét Þóra af stað TÍÐ skíðamanna í Hlíðarfjalli fór rólega af stað, en skíðasvæð- ið var opnað um liðna helgi. Þokkaleg aðsókn var á laugar- dag en færri voru á ferðinni á sunnudag. ívar Sigmundsson, forstöðu- maður í Hlíðarfjalli, sagði að mikil hálka hefði verið á vegin- um upp í fjallið og einhverjir þurft frá að hverfa af þeim sök- um. Fremur lítill snjór er í Hlíð- arfjalli og sagði Ivar að ekki myndi saka að fá svo sem eins og einn metra af snjó ofan á, einkum skortir snjó á neðri hluta skíðasvæðisins. Færið er hins vegar hið ákjósanlegasta. „Við ætlum að hafa opið áfram, svo framarlega sem ekki fari að rigna kynstrin öll,“ sagði Ivar. ATVINNUÞRÓUNARSJOÐUR Dalvíkurbæjar seldi töluvert af hlutabréfum í eigu bæjarins á síð- asta ári. Hlutabréfaeign bæjarins í Sölt- unarfélagi Dalvíkur að upphæð 50 milljónir króna var seld Samheija hf. á Akureyri. Þá seldi bærinn hlutabréf sín í Hamri hf. fyrir 7 milljónir. Sjóðurinn keypti húseign- ina Hafnarbraut 7 á Dalvík fyrir 21 milljón króna á liðnu ári en hef- Gunnarsbraut 4 í skiptum fyrir Grundargötu 9-11 og Sandskeið 26. Eignir björgunarsveitanna voru teknar á 7,5 milljónum króna hærra verði en Gunnarsbraut 4. Bærinn tók Sandskeið 26 undir rekstur veitna Dalvíkurbæjar en fyrirhugað er að selja húseignirnar að Grundar- götu 9-11, þegar hefur reyndar verið gengið frá sölu á húsinu núm- er 9 og var það selt á 4 milljónir króna. Tvö óhöpp Tvö óhöpp urðu í Hlíðarfjalli á fyrstu skíðadögum ársins. Ungur maður á skíðabretti féll og lenti á steini. Hann var á ferðinni utan hefðbundinna skíðaslóða. Þá meiddist kona sem skíðaði um neðri hluta svæðisins, hún datt út úr braut- inni og lenti úti í þúfum. Þau voru bæði flutt á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri. ur síðan selt 60% eignarinnar til 5 fyrirtækja og nemur andvirði söl- unnar 12,6 milljónum króna. Sá hluti húsnæðisins sem enn er í eigu sjóðsins er leigður Hreini hf. sem rekur þar sápugerð. Skipt á fasteignum Dalvíkurbær gerði makaskipta- samning við björgunarsveitirnar í bænum á síðasta ári sem fólust í því að bærinn afhenti húseignina Flugfélag Norðurlands Um 22 þús- und farþeg- ar í áætlun- arflugi ’95 FLUGFÉLAG Norðurlands flutti um 22 þúsund farþega í áætlunarflugi innanlands á liðnu ári. Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri félagsins sagði að fjöldi farþega hefði verið svipaður og á undanförn- um árum. Nokkuð dró úr fragtflutningum, en alls var 181 tonn af fragt flutt í áætl- unarflugi á síðasta ári. „Þetta er heldur minna en verið hefur sem kemur einkum til af því að samgöngur á landi eru betri en verið hefur, t.d. er veginum milli Akureyrar og Egilsstaða haldið opnum yfir vetrarmán- uðina en svo var ekki fyrir fáum misserum," sagði Sig- urður. Mikið um sjúkraflug Alls voru fluttir 6.500 far- þegar í ieiguflugi innanlands á síðasta ári og 2.000 farþegar í millilandaflugi. Þá flutti Flugfélag Norðurlands 135 tonn af pósti í áætlunarflugi sínu á liðnu ári. Óvenju mikið var að gera í sjúkraflugi hjá félaginu á síð- asta ári, en samtals var farið í 120 sjúkraflug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.