Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opal í staö umbúðaframleiðslu til Akureyrar: Ópal er rétta svarið strákar. Þið takið fyrst eina og síðan tvær . . . Kaup ráðuneytanna á sérfræðiþjónustu Akvörðunartöku og eftirliti í mörgu áfátt Viðskipti verði rannsökuð HELGA Siguijónsdóttir bæj- arfulltrúi í Kópavogj hefur ákveðið að fara fram á rann- sókn á viðskiptum bæjarsjóðs og Gunnars Birgissonar vegna framkvæmda í Kópavogshöfn en Gunnar er formaður bæjar- ráðs. Þá segir Helga að skulda- staða bæjarsjóðs sé alvarleg. Heildarskuldir séu um fímm milljarðar en tekjur aðeins tæp- ir tveir. Breytt um stefnu í fréttatilkynningu frá Helgu kemur fram að hún telji stutt í að félagsmálaráðuneytið þurfí að hafa afskipti af fjármála- stjóm bæjarins. Ljóst hafí verið hvert stefndi um áramótin 1994/1995 og að þá hafí meiri- hlutinn heitið því að hægja á framkvæmdum og byija að greiða niður skuldir. „Einhvem tíma á árinu - líklega um það bil sem var tekin ákvörðun um tugmilljónaframkvæmdir við höfnina utan við fjárhagsáætlun - var breytt um stefnu. Fram- kvæmdum skyldi haldið áfram á fullu og ekkert slegið af.“ AÐ mati Ríkisendurskoðunar er óheppilegt að ráðherrar hafi bein afskipti af ráðningu sérfræðinga sem ráðnir eru til ráðuneytanna vegna ýmis konar sérfræðiþjónustu. Dæmi eru um að einstakir ráðherrar hafi haft bein afskipti af ráðningum sérfræðinga og sagt fyrir um hvaða kjör slíkum aðilum væru boðin, að því er fram kemur í skýrslu yfírskoð- unarmanna ríkisreiknings og Ríkis- endurskoðunar vegna ríkisreiknings 1994. Á árinu 1994 keyptu ráðuneytin séfræðiþjónustu fyrir 59,4 milljónir króna, en samsvarandi upphæð var hærri á árinu 1993 eða 65,6 milljón- ir króna. Ríkisendurskoðun segir að ákvörðunartöku og eftirliti í sam- bandi við þessi mál sé I mörgum til- fellum áfátt. í sumum tilvikum hafi ekki verið sannfærandi rök fyrir því að leita til utanaðkomandi sérfræð- inga, yfirleitt hafi ekki verið leitað verðtilboða, skrifiegir samningar sjaldnast gerðir, verkefni illa skil- greind, tímamörk óljós og eftirlit með kostnaði áfátt. Mest á viðskiptasviðinu Kaup á sérfræðiþjónustu nema um 3-4% af útgjöldum vegna aðal- skrifstofa ráðuneytanna. Fram kem- ur að mest sérfræðiþjónusta, eða um fjórðungur, var keypt af viðskipta- fræðingum, hagfræðingum, rekstr- arráðgjöfum, löggiltum endurskoð- endum eða öðrum sérfræðingum á viðskiptasviðinu, en um 12% sér- fræðiþjónustu sem keypt var, var lögfræðilegs eðlis. Þá kemur einnig fram að á ýmsa safnliði sem ráðuneytin hafi yfir að segja hafi verið færð kaup á sér- fræðiþjónustu fyrir mun hærri upp- hæð eða sem nemur 351 milljón króna. Kostnaður ráðuneyta við kaup á sérfræðiþjónustu árið 1994 Upphæðir í þús. kr. S A M T A L S Heilbrigðisr. 3.168 60 50 1.060 45 929 163 792 6.267 Menntamálar. 737 801 0 35 958 630 300 876 4.337 Landbúnaðarr. 2.029 1.664 0 23 20 17 0 186 3.939 Umhverfisr. 1.723 143 461 11 89 25 13 1.460 3.925 Víðskiptar. 561 788 1.160 1 480 224 0 504 3.718 Samgöngur. 1.929 70 16 123 367 410 0 754 3.669 Dómsmálar. 1.324 244 670 0 1.206 27 0 136 3.607 Forsætisr. 194 902 851 0 261 106 79 1.191 3.584 Fjármála r. 2.296 56 127 3 157 525 103 211 3.478 Félagsmálar. 1.311 17 137 19 394 108 60 1.374 3.420 Iðnaðarr. 772 243 191 0 160 52 25 491 1.934 Sjávarútvegsr. 132 243 0 22 617 0 0 112 1.126 Samtals 16.507 7.725 5.161 6.651 5.755 3.711 3.540 10.300 59.350 Skýrmæltasti fjölmiðlamaðurinn valinn Tíundi hver hef- ur skerta heyrn Jóhanna S. Einarsdóttir Félagið Heyrnar- hjálp hefur ákveð- ið að velja þann ijölmiðlamann sem hefur skýrasta framsögn og veita honum viðurkenn- ingu. Er almenningur beðinn um að koma skrif- legum ábendingum til fé- lagsins á Snorrabraut 29. Tilkynnt verður um nið- urstöðuna 1. mars nk. Með þessu vill félagið stuðla að því að þeir sem koma fram í útvarpi og sjónvarpi temji sér metn- að, tali skýrt og greini- lega og verði þar með áheyrilegri. Þannig njóti hinir heyrnarskertu, svo og þeir sem hafa fulla heyrn, hins talaða máls betur. Framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar er Jóhanna S. Einarsdóttir. Hvaða félagsskapur er Heyrn- arhjálp? „Heyrnarhjálp eru samtök heyrnarskertra og markmið þeirra er að gæta hagsmuna fé- lagsmanna sinna og vinna að réttindamálum þeirra. Félagið var stofnað árið 1937 en baráttu- mál þess fyrstu árin var að út- vega heyrnarskertum heyrnar- tæki og að koma þeim út úr þeirri einangrun sem heyrnarskerðing veldur. Heyrnarhjálp flutti inn heyrnartæki og úthlutaði til margra ára. Heyrnar- og tal- meinastöð íslands hefur tekið við þessari þjónustu. Starf okkar nú felst í því að miðla fróðleik um þá fötlun sem heyrnarskerðing er en með því getum við bætt þjónustuna og um leið réttarstöðu okkar. Við viljum njóta jafnræðis á við aðra hópa fatlaðra. Við viljum að fötl- un okkar sé viðurkennd, jafnvel þó að hinn heyrnarskerti beri það ekki utan á sér að vera fatlaður. En vegna þess hversu falin þessi fötlun er, hefur baráttunni miðað skammt á veg. Eitt af því sem við höfum gert til að vera sýni- legri, er að útbúa svokölluð „vísa- kort heyrnarskertra". Á þeim stendur „Ég heyri ekki vel, horfðu á mig þegar þú talar, tal- aðu hægt og skýrt.“ Heyrnar- skertir lenda oft í þeirri aðstöðu að misskilja og vera misskildir, þeir fara leynt með fötlun sína og reyna hvað þeir geta til að vera fullgildir í heimi heyrandi fólks." Hver eru helstu hagsmunamál heyrnarskertra ? „Að allir heyrnarskertir fái heyrnar- og hjálpartæki við sitt hæfi og að þeir fái þau frí eins og annars staðar á Norðurlönd- um. Einnig að þeir fái að njóta nýjasta og besta tækjabúnaðar sem völ er á. Þá leggjum við áherslu á aðgengi heyrnarskertra. Það felst m.a. í því að svo- kölluðum tónmöskva verði komið fyrir í öllum opinberum bygging- um. Hann gerir heyrnarskertum kleift að stilla heyrnartæki sín inn á búnaðinn og heyra það sem fram fer. Tónmöskvi er nú þegar í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhús- inu, mörgum kirkjum og í minni sölum Háskólabíós. Þegar rætt er um aðgengi fatl- aðra, kemur mönnum fyrst í hug hreyfihamlaðir. En aðgengi felst ekki aðeins í því að komast inn í og út úr byggingu, heldur einn- ig að hafa aðgang að samfélagi ► Jóhanna S. Einarsdóttir er fædd í Stykkishólmi árið 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1977 og þaðan lá leiðin í Kennaraháskóla íslands. Jó- hanna var veðurathugunarmað- ur á Hveravöllum 1981-1984, starfaði um tíma hjá Náttúru- verndarráði og gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sambands íslenskra myndlistarmanna á árunum1987-1994.Jóhanna hefur verið framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar frá 1994. Hún er gift Ólafi Jónssyni forstöðu- manni og eiga þau tvær dætur, Úlfhildi og Sólkötlu. fólks. Til þess að heyrnarskertir geti haft aðgang að menntun, menningu og þjónustu, þurfa þeir að heyra. Margir heyrnar- skertir nemendur hafa hætt námi vegna ónógs stuðnings. Eins og málum er háttað nú, á heyrnar- kennari í 50% starfí að aðstoða sextíu heyrnarskerta nemendur vítt og breitt um landið og það sér hver maður að það er engan veginn nægjanlegt.“ Heyrnarskertir vilja vera metnir til örorku eins og aðrir hópar fatlaðra. Þá þarf að leggja áherslu á endurhæfíngu heyrnar- skertra, því það þarf seiglu til þess að verða ekki undir í samfé- lagi sem miðar allt við það að fólk hafi fulla heyrn.“ Fyrirhversu stóran hóp vinnur Heyrnarhjálp? „Félagar eru um 200 en hópur- inn sem við vinnum fyrir er miklu stærri. Það lætur nærri að heyrn- arskertir séu um 10% af íslensku þjóðinni, um 25.000 manns. Þetta eru tölur sem Heyrnar- og talmeinastöð íslands hefur stað- fest en svipað hlutfall heyrnar- skertra er á Norðurlöndunum. Við vitum því miður ekki hvernig þessi hópur er sam- settur en verið er að vinna að því að skrá heyrnarskerta til að fá sem besta hugmynd um það. Heyrnarlausir eru aðeins lítill hluti þessa hóps. Ég nefni rokktónlistarmenn sem dæmi um fólk sem tapað hefur heyrn og jafnvel starfsfólk á veit- inga- og dansstöðum sem vinnur að jafnaði í miklum hávaða. Á hinum Norðurlöndunum eru sam- tök heyrnarskertra mjög öflug. Þar eru til dæmis þekktir rokk- tónlistarmenn virkir í starfi heyrnarskertra og fara ekki leynt með það að þeir hafí beðið heyrnarskaða vegna tónlistariðk- unar sinnar." í hálfu starfi með 60 nemendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.