Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 23 AÐSEIMDAR GREINAR Fram þjáðir menn SÁ GÓÐI rithöfund- ur Agatha Christie samdi einu sinni leikrit sem heitir Músagildr- an. Leikrit þetta hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í sama leikhúsinu í meira en 50 ár. Sumir áhorfendur hafa séð það oft og mörgum sinnum, enda textinn vel skrifaður og áhrifa- mikill. Við Dagsbrúnar- menn eigum líka svona leiksýningu sem hefur verið á fjölunum síðan 1942 og hafa sumir leikararnir tekið þátt í sýningunni í meira en 40 ár. í upphafi vega Sigurður Rúnar Magnússon er nánast allur gamli textinri glataður og hæfileikinn til að semja texta sem fellur áhorf- endum í geð er líka glataður. En leikararnir hafa komið sér upp góð- um og hagnýtum rammatexta sem enda- laust er hægt að spinna í kringum ár eftir ár. Eftirlætið er t.d. þetta: Við náðum ekki meira af því að: a) ASÍ sveik okkur b) Siggi T. í Hafnar- firði sveik okkur c) Krisján í Keflavík sveik okkur þetta „Allt fyrir verkamanninn" og var textinn hnitmiðaður, harður og svo beiskur að undan sveið og svo mikil var stemmningin í salnum að erfitt var að henda reiður á því hveij- ir voru í sal eða á sviði. En nú er öldin önnur, leikararnir virðast ekki ná saman og textinn úr upphaflega handritinu forgenginn eða glataður. Nafnið góða er líka komið á botn glatkistunnar, en ann- að komið í staðinn sem er „Verka- maðurinn plataður". Hvernig þetta má allt verða er kannski því helst að kenna að leikararnir hafa gleymt rullunni og því skáldað inní og bætt við eftir eigin geðþótta án þess að ráðfæra sig nokkuð við höfundinn enda kannski erfítt um vik þar sem hann er líklega löngu dauður. Leikrit þetta er yfirleitt í tveimur þáttum, en oft geta Iiðið vikur eða mánuðir á milli þátta. 1. þáttur sem heitir „Verkfalls- heimildar aflað“, heppnast yfirleitt vel, enda er þar einna minnst glatað af upphaflega textanum. Leikararnir komast yfirleitt vel frá sínu og einn þeirra nær sér jafnvel á flug í harm- rænni einræðu í sjeikspírskum stíl og með tilfinningaþrungnum radd- brigðum gefur hann áhorfendunum tilefni til mikillar eftirvæntingar í síðasta þætti, og áhorfendurnir klappa einum rómi og fara glaðir í hjarta heim. Þá er komið að 2. þætti, en hann heitir „Afgreiðsla samninga". En nú kveður við nokkuð annan tón, enda hét leikrit d) Dagsbrún stendur ekki ein í verkfalli e) Nú er ekki rétti tíminn til átaka Og þannig mætti lengi telja, og svo má heldur ekki gleyma því, að leikararnir hafa fyrir fram tryggt sér stuðning frá nokkuð stórum hópi áhorfenda, sem fá að launum að baða sig í frægðarljóma á sviðinu. En meðan stuðningsmennirnir sitja þögulir með hendur í kjöltu og að- dáun í augunum, þá er tæpur helm- ingur áhorfenda hávaðasamur, her- skár og steytir hnefa í átt að svið- inu. Fyrir löngu búnir að sjá í gegn- um tilgerðina og falsið og að hin raunverulega ástæða fyrir fátækt þeirra og örbirgð er þarna holdi klædd á sviðinu. Það má kannski segja að þetta sé dramatísk lýsing á verkamannafélag- inu Dagsbrún í dag þegar félagið er að verða 90 ára en hún er sönn, því miður allt of sönn. Það sem einu sinni var háfleygur örn með víðsýni til allra átta og tók það sem honum bar af gnægtaborði samfélagsins, er nú lítil korrandi dúfa étandi brauðmylsnu, sem fyrir hana er kastað. Það sem einu sinni var glæsilegt ljón, sem skellti perluhvítum beittum tönnum að hálsi þess, sem reyndi að ögra því, er nú grábröndóttur geltur högni í gluggakistu, sem bíður þess að vera skammtað á disk. En er ekki nóg komið, ár eftir ár hafa þeir komið og sagt með þunga í röddinni að nú verði barist og nú lögum við kjörin. Og ár eftir ár höf- um við veitt þeim styrk okkar og Endurvekjum gamla Dagsbrúnarandann, segir Sigurður Rúnar Magnússon, á níutíu ára afmæli félagsins. samstöðu. Við höfum ljáð þeim vængi arnarins og hugrekki ljónsins en samt aftur og aftur koma þeir til baka sem kurrandi dúfa og mjálmandi köttur og fleygja fyrir okkur brauðmylsnu og fiskbeinum. En góðir féíagar, er ekki mál að linni áður en niðurlægingin er alger? Við erum aðhlátursefni út um allt þjóðfélagið. Fjölmiðlar grínast með Dagsbrúnarstorminn í vatnsglasinu sem er jafnárviss og jafnhættulegur og lóan. Það eru skrifaðar lærðar ritstjórnargreinar í víðlesnustu blöð landsins þar sem Dagsbrún er lýst sem steinrunnu afturhaldi og að for- ystan haldi dauðahaldi í völd sín í krafti úrelts vinnuskipulags og laga. Og stjórn félagsins sögð vera helsti dragbítur á bætt kjör verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Enda er sagt að Vinnuveitendasambandið og ýms- ir yfirmenn hjá Reykjavíkurborg eigi sér þæga málsvara innan stjórnar- innar. Það er því illa komið fyrir hinni níræðu Dagsbrún. Illt er því hlut- skipti þeirra örfáu verkamanna í stjórninni sem enn hafa hjartað á réttum stað og velja málstaðinn frekar en vegtyllur. Þeir eiga samúð mína alla í baráttunni við hina veru- leikafirrtu einstaklinga sem verma leðurstólana á Lindargötu 9. Þessi félagsstjórn fær ekkert umboð frá mér til neinna verka, hver sem þau eru. Hún er rúin öllu trausti. Hún hefur fengið allt upp í hendurnar frá verkafólki en engu skilað til baka nema því að við verð- um sífellt fátækari og skattpíndari. Sú var tíðin að Dagsbrún samdi um þúsundir íbúða fyrir verkafólk, braut lög frá Alþingi á bak aftur og lét hrikta í stoðum ríkisstjórna. En það er löngu liðin tíð. Þess vegna skulum við endurvekja gamla Dagsbrúnarandann. Reisa félagið úr öskustónni, gefa því nýtt líf, nýja stefnu og nýja forystu, end- urvekjum örninn og ljónið sem sofa í brjósti okkar og látum þau leiða okkur í anda nýs bræðralags inní 21. öldina. Þetta skulum við gefa félaginu okkar á níræðisafmælinu. Höfundur er Dagsbrúnarmaður. Sérhver Dagsbrúnarfélagi sé virkur í kjarabaráttunni HVAÐ ætlar þú sem trúnaðarmaður að gera til að bæta minn hag? - Ég vil biðja þig sem trúnaðarmann að ganga í það að fá launa- hækkun fyrir mig, betri bónus, hærra óþrifa- álag og hærri ábata. - Hvað ætlar stjórn Dagsbrúnar að gera til að gera okkur lífið létt- ara, beija í gegn hærra kaup, o.s.frv? Kannast Dagsbrún- armenn við spurningar af þessu tagi? Eg þori að fullyrða að þetta eru allt spurn- ingar og kröfur sem trúnaðarmenn Dagsbrúnarmanna á vinnustöðunum kannast allir mætavel við en þeir eru í sífellu, og með réttu spurðir: -Hvað ætlar félagið að gera fyrir mig? Verum allir þátttakendur Þó að spurningar af þessu tagi séu fyllilega réttmætar og trúnað- armönnum detti ekki í hug að víkja sér undan þeim fremur en að þeim Albert Ingason. detti í hug að víkja sér undan skyldum sínum gagnvart vinnufélögum sínum, þá má ekki síður snúa þessari hugsun upp á félagsmenn sjálfa og spytja þá spurninga eins og: - Hveiju getur þú, Dagsbrúnarmaður, áorkað ef þú mætir á fundi og tekur þannig virkan þátt i þeim fé- lagsstörfum og þeirri baráttu sem á sér stöð- ugt stað alla daga, allt árið um kring. Sannleikurinn er sá að það þarf stöðugt að halda utan um áunnin réttindi og varpa fram hugmyndum um bættan hag verkamanna og það er ekki bara stjórnarinnar og trún- aðarmanna einna að inna þetta stöð- uga starf af hendi, heldur félags- manna allra á vinnustöðunum og á félagsfundum. Ég spyr því þig Dags- brúnarmaður góður, hvað getur þú gert fyrir sjálfan þig og félaga þína? Mæting á félagsfundi skiptir miklu máli í þessu sambandi, að þú komir Ég hvet Dagsbrúnar- menn, segir Albert Ingason, til virkrar þátt- töku í félagsstarfinu. og látir í ljósi skoðun þína, takir af- stöðu. Þú og þitt álit skiptir máli fyrir þinn eigin hag og fyrir hag félaga þinna. Ég verð að segja það, af fenginni reynslu af þátttöku í trúnaðarráði félagsins og öllum samskiptum mín- um við stjórn Dagsbrúnar, að allar hugmyndir og tillögur eru vel þegnar og ræddar af alvöru. Ég fullyrði að sérhver rödd og sérhvert atkvæði skiptir máli. Sérhver félagsmaður og skoðun hans, hver sem hún kann að vera, er mikilvæg. Þess vegna hvet ég sérhvern Dagsbrúnarmann að taka framvegis virkan þátt í félags- starfinu. Höfundur er trúnaðarmaður Dagsbrúnar hjá Sorpu og einn frambjóðenda A-Iista tíl stjórnar- kjörs í Dagsbrún. Meðal annarra orða ... sem eiga góðan vilja En hvort sem nú er um að ræða velþóknun eða góðvild, þá er svo að sjá, segir Njörður P. Njarðvík, að sumir þjónar kirkjunnar hafi ekki alls kostar áttað sig á þeim friðarboðskap, sem boðaður var við fæðingu frelsarans. OKKUR er kennt að jól séu hátíð friðar og fagnaðar. Engill birtist fjárhirðum og tilkynn- ir fæðingu frelsarans. Og með honum birtast himneskir herskarar er syngja Drottni lof og boða frið „á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á“. Ekki veit ég hvort það táknar ófrið með þeim sem hann hefur ekki velþóknun á. Þýðingin er ónákvæm, en er svipuð á dönsku og frönsku. Á þýsku er sagt: friður á jörðu með mönnum, því hann elskar þá. Og á ensku: and on earth peace, good will toward men. í hinni latnesku Biblia Vulg- ata stendur: Et in terra pax hominibus bonae voluntatis (og á jörðu friður með niönnum sem eiga góðan vilja). En hvort sem nú er um að ræða velþóknun eða góðvild, þá er svo að sjá sem sumir þjón- ar kirkjunnar hafi ekki alls kostar áttað sig á þeim friðarboðskap, sem boðaður var við fæðingu frelsarans. Yfirráð og völd Nú skal strax tekið fram, að ég þekki hvorki prest né organista í Langholtssöfnuði og get enga afstöðu tekið til þess, hvort annarhvor eða báðir eiga sök á persónulegum deilum þeirra. En hún snertir ekki aðeins þá tvo og hefur undið svo upp á sig, að ef til vill má segja, að hún skipti nú minnstu. Hún hefur að því er virðist breyst í einhvers konar átök sem afhjúpa djúpstæðan ágreining innan ís- lensku þjóðkirkjunnar. Og það kemur öllum við, sem ekki stendur á sama um boðskap Krists og hvernig með hann er farið. Biskup reynir að leysa deilu innan safnað- ar. Formaður prestafélagsins ræðst á hann og talar um trúnaðarbrest. Félag prófasta ræðst gegn formanni prestafélagsins og sömu- leiðis fyrrverandi formaður prestafélagsins og hluti af núverandi stjórn. Og þjóðin horfir forviða á þjóna Drottins. Það var ekki að ófyr- irsynju að biskup bað þjóðina afsökunar fyrir hönd kirkjunnar. Mér sýnist að undirrótin að þessum deilum sé spurning um yfirráð og völd. Prestur telur sig eiga að ráða öllu í kirkju sinni og þar skipti mestu boðun orðsins, ekki tónlist. Og víst er það rétt, að boðun orðsins skiptir mestu. En hvernig ber að skilja það? Er það einasta ritningarlestur og hið talaða orð sem fram gengur af munni prestsins? Svo mætti ætla af ummælum prefets, _en það finnst mér alltof einfaldur skilningur. Ég skil það sem boðskap „Orðsins" - þess orðs sem varð hold, er Drott- inn talaði til manna með því að senda þeim son sinn til að sýna þeim hvernig þeir ættu að vera. Og boðun þess „Orðs“ er sannarlega meira en hið talaða og ritaða orð. Sú boðun birtist ekki síður í breytni, í kærleika til ann- arra manna, þótt það virðist gleymast í sjálfs- réttlætingu. Og sú boðun birtist áreiðanlega ekki í þrefi um yfirráð og völd. Að vísu sagði Kristur að sér væri gefið allt vald á himni og jörðu, en hann beitti því valdi aldrei í eigin þágu. Og þröngvaði boðskap sínum ekki upp á nokkurn mann. Og boðun „Orðsins" getur sannarlega einn- ig verið fólgin í listum. Nú er það svo, að helgihald íslensku þjóðkirkjunnar er í raun harla fábrotið. Guðsþjónustur eru ritningar- lestur, sálmasöngur, blessunarorð og prédik- un. Messurnar hafa verið sviptar mystík - hinu óræða, djúpa orðlausa máli, sem tjáir trú bet- ur en nokkurt orð. í kaþólskri messu er messu- formið sjálft ritúal, þar sem hver athöfn hefur táknræna merkingu, og þá merkingu „les“ sá kirkjugestur sem þekkir táknmálið. Og sá sem hefur sótt guðsþjónustur í ensku biskupakirkj- unni ætti ekki að þurfa að velkjast í vafa um ómetanlega þýðingu tónlistarinnar í trúarlegri athöfn og trúarlegri tjáningu. Listin - ljóðlist- in, myndlistin og tónlistin, eru óijúfanlegur þáttur í innri leit mannsins að sínu guðræna eðli. Án listarinnar væri kirkjan býsna snauð. Listsköpun er eðlisskild trúartjáningu og þess vegna ber að efla tengsl listar og kirkju. Með áherslu lúterskra á prédikunina er í raun gerð sú mikla krafa til prestsins, að hann með orðkynngi sinni leysi allt annað af hólmi. Og ég verð að segja það eins og er, að þegar ég fer í kirkju hér, þá gerist það því miður of sjaldan að mér finnist presturinn standa undir þeirri kröfu. Oftar snýr maður burt svona hálfgert innantómur, ef satt skal segja. En þegar rödd Bachs hljómar, þá er það andlega snauður maður, sem ekki verður djúpt snortinn. Það er ekki út í bláinn að Bach hefur verið nefndur fimmti guðspjalla- maðurinn. Mál er að linni í þessari makalausu kirkjudeilu hafa mörg orð fallið, sem betur væru ósögð. Einn prestur sagði til dæmis eitthvað á þá leið, að Guð nennti ekki að fara í allar kirkjur í Reykjavík. Ekki var mér kunnugt um, að einstakir prest- ar fylgdust svona grannt með ferðum hans. Og enn síður vissi ég, að Guð væri svona eins konar ígildi mannveru sem væri á rölti á inilli kirkna til að athuga hvar væri þess virði að líta við. Mér finnst það undarleg smækkun á innsta eðli alheimsins. Sannast að segja er átakanlega dapurlegt að verða vitni að eins konar hanaati kirkjunn- ar manna í fjölmiðlum. í stað þess að leysa deilu tveggja manna, sem ekki virðast hafa siðferðiskennd til að láta þjónustu við aðra ganga fyrir persónulegum metnaði á jólahátíð- inni, þá skiptir nú mestu að henda á lofti hvað hver hefur sagt við hvern af hvaða til- efni. Biskupar, prófastar og prestar gera hróp hver að öðrum. Halda þeir að þeir séu að þjóna kirkjunni eða boðskap Krists með þessu hátta- lagi? Finnst þeim við hæfi að gera kirkjuna að athlægi frammi fyrir þjóðinni? Mál er að linni. Kominn er tími til að láta af slíkum dárskap og snúa sér að því sem máli skiptir: að reyna að sýna boðskapinn mikla í verki. Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan, sagði Kristur, og - gjörið þeim gott sem hata yður. Slíkur boðskapur verður ekki ræktur með sjálfsréttlætinu, heldur einungis með auðmýkt. Höfundur er prófessor í íslenskum bók menntum við Háskóla Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.