Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 19 LISTIR Fyrsta menningarárshelgin í Kaupmannahöfn Iðandi líf og vel sóttir listviðburðir Kaupmannahöfn. Morgunbladiö. KAUPMANNAHAFNARBÚAR og gestir þeirra tóku vel við sér um helgina, sem var sú fyrsta á kom- andi menningarári. 150 þúsund dagskrár fyrir janúarmánuð hafa runnið út og einnig er mikil eftir- spurn eftir dagskrá vorsins, sem spannar fyrstu íjóra mánuði ársins. Fjöldi manns var á rölti milli fjög- urra tjalda í miðborginni, þar sem spiluð var þjóðleg tónlist víðs vegar að úr Evrópu, jafnvel þó hrollkalt væri. Evrópskar rætur var yfirskrift tónlistarhátíðar um helgina. Hátíðin stóð yfir frá fimmtudagskvöldi fram á sunnudagskvöld í ijórum svoköll- uðum speglatjöldum í miðborginni, frá morgni til kvölds. Speglatjöldin eru belgískar timburbyggingar eins og víða voru notaðar í Evrópu í lok síðustu aldar og fram á þessa sem skemmtistaðir fyrir almenning. Byggingarnar hafa líka þann kost að tónlistina leggur frá þeim, svo þeir sem ekki vildu greiða aðgangs- eyri gátu reikað í kring og notið tónlistarinnar, þótt það væri ögn hráslagalegt í þokukaldri borginni. Hátíðin stóð aðeins stutt yfir, enda eiga borgarbúar að læra að nýta tilboðin. þegar þau gefast, ekki bíða og sjá til, því alltaf er eitthvað um að vera og sumt ekki auglýstar uppákomur. En hér er skipulags- hyggjan í hávegum höfð og því þegar farið að spyijast fyrir um miða á viðburði sumarins. Ein af fyrstu sýningum menning- arársins er sýning á ljósmyndum Man Rays í Kunstforeningen við Gammel Strand, andspænis Thor- valdsenssafninu við kanalinn. Á Bymuseet, safni Kaupmannahafn- ar, var opnuð sýning um bæjarlífið fyrr á öldum. Safnið er stór- skemmtilegt, eftir að því hefur ver- ið breytt og það bætt í tilefni menn- ingarársins. Um helgina voru sýn- ingar á sígildri þögulli kvikmynd þýska kvikmyndagerðarmannsins Fritz Lang, er sýnd var við undir- leik sinfóníuhljómsveitar í Turbin- hallerne. Staðurinn er eins og nafn- ið bendir til gömul túrbípustöð, sem nú hefur verið dubbuð upp í menn- ingarhús. Einn helsti akkur menn- ingarársins er einmitt að sama hef- ur verið gert við fleiri gamlar iðnað- arbyggingar. flaggskip menningarársins Næturbláa feijan Krónborg við Amalíukajann, skammt fyrir neðan Litlu hafmeyjuna, er nokkurs konar flaggskip menningarársins. Þar eru kaffihús og sýningar. Nú sem stendur er þar sýning á evrópskum andlitsmyndum og myndum fjög- urra franskra ljósmyndara frá Kaupmannahöfn. Um helgina komu þar saman nokkrir framkvæmda- stjórar evrópskra menningarhöfuð- borga og ræddu reynslu sína. Rob- ert Palmer, framkvæmdastjóri menningarársins í Glasgow 1990, var á því að einn helsti tilgangur ársins væri að fá fólk til að tala um menningu, jafnvel þótt það væri ekki til annars en að býsnast yfir umstanginu. Ef marka má fyrstu undirtektir Kaupmannahafn- arbúa virðast þeir þó fremur ætla að láta hrífast með, eins og Mar- grét Þórhildur Danadrottning hvatti þá til, en að agnúast út í menning- arfárið. Tíminn soðinn niður Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. 1996 plasthylkjum með mnihaldi sem gefa á til kynna lífið um þessar mundir verður safnað saman á næstu mánuðum. Hug- myndin er komin frá Banda- ríkjamanninum Thornwell Jacobs, sem kom upp safni tíma- hylkja um miðja öldina. Dönsku tímahylkin verða hluti af banda- ríska safninu og verða opnuð með hylkjum þess árið 8113. Það er því um framtíðarverkefni að ræða í orðsins fyllstu merkingu. Klukkan 10 á föstudag fékk Jens Kramer Mikkelsen borgar- sljóri Kaupmannahafnar afhent hylki. Síðan voru þúsund hylki keyrð út til þeirra þijátíu bæjar- félaga í Kaupmannahöfn og ná- grenni, sem taka þátt í verkefn- inu. I hverju bæjarfélagi eru hópar, sem dreifa hylkjunum til þeirra sem ætla að fylla þau. Hylkin eru úr plasti og taka fimm lítra, en eru ekki loftþétt. Enn hefur aðeins fengist fé fyrir þúsund hylki, en vonast er til að með viðbótarfé fylli hylkin að lokum þá táknrænu tölu 1996. 3-10 manns eiga að velja í hylkin hluti, sem á einhvern hátt lýsa lífi þeirra. Hugmyndin er að hylkin geti gefið síðari kyn- slóðum mynd af hvunndagslífi almennra borgara. Eftir að áfyll- ingu lýkur verða hylkin til sýnis í Kaupmannahöfn og víðar. Safn Jacobs, The Oglethorpe Atlanta Crypt of Civilization, er hvelfing er varðveitir hylki, sem safnað var saman í seinni heims- styijöldinni. Jacobs áleit að heimsendir væri í nánd og það væri skylda manna að varðveita muni er gæfu hversdagslífið til kynna. Safnið hefur skráð um tíu þúsund tímahylki víðs vegar um heiminn, en danska verkefn- ið er það stærsta sinnar tegund- ar hingað til. Mikil þátttaka í ljóðasamkeppni MIKIL þátttaka var í Ljóðasam- veitt, 1. verðlaun kr. 150.000, keppni Listahátíðar, en skila- 2. verðlaun kr. 100.000 og 3. frestur rann út um áramótin. verðlaun kr. 50.000. Alls bárust 525 ljóð í keppnina Dómnefnd skipa Silja Aðal- frá um 200 skáldum. steinsdóttir rithöfundur, skipuð Dómnefndin velur þijú verð- af framkvæmdastjórn Listahátíð- launaljóð' ásamt fleiri ljóðum til ar, Vilborg Dagbjartsdóttir skáld, útgáfu, en fyrirhugað er að gefa tilnefnd af Rithöfundasambandi út ljóðabók á hátíðinni með úr- Islands, og Kristján Árnason dós- vali ljóðanna. Úrslit verða kunn- ent, tilnefndur af Heimspekideild gjörð við setningu hátíðarinnar Háskóla íslands. 31. maí. Þrenn verðlaun verða. ur einroma ,Madama íiallcr/hj cfiir Paccini cr incóal bcsla aýninga Islennkn ópcranncir, mjög vclgerð og áhrifainikil.“ Sigurður Steinþórsson, Tímanum Askell Másson, DV „Olöf ■KolbrúnJ laróardóllir bœlir þcirna heldnr belni r iö ainn glcvHÍlega J'cril sci > i ópcrnsöi igkoi ici... “ Jón Ásgeirsson, Morgunblaðinu Islenska óperan hvetur alla til að sjá þessa einstaklega hrífandi sýningu. Ólafur Árni Bjarnason tenór heldur senn utan til annarra verkefna, þannig að einungis eru fáar sýningar eftir. ISLENSK4 OPERAN Miðapantanir í síma: 551 1475

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.