Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skíðamenn fagna snjónum TALIÐ er að milli U'ö og þijú þúsund manns hafi komið í Blá- fjöll í gær og rennt sér á skíð- um. Opið var til klukkan tíu í gærkvöldi og talsverður fjöldi kom undir kvöld. Allar lyftur nema tvær voru opnar. Að sögn Harðar Sverrissonar, húsvarðar í Bláfjallaskála, sýndi veðrið á sér ýmsar hliðar. Fram- undir hádegi var blíða og ekki ský á himni, síðan þykknaði upp og um fimmleytið var sest að þoka. Hörður segir að færið hafi verið mjög gott og vel líti út með framhaldið. Þennan snjó, sem nú er kominn, taki ekki svo glatt upp aftur, þótt enn meiri snjór væri bara til bóta. Tilsjónar- maður að Sogni REKSTRARSTJÓRN réttar- geðdeildarinnar að Sogni í Olf- usi óskaði eftir því á fundi í gær að heilbrigðisráðuneytið tilnefndi stofnuninni tilsjónar- mann. Að sögn Davíðs A. Gunnars- sonar ráðuneytisstjóra verður brugðist við þessari beiðni eins fljótt og auðið er. Hann sagði hlutverk tilsjónarmanns að vera stjómendum til halds og trausts. Yfirleitt væru fengnir utanaðkomandi aðilar, en ekki ráðuneytismenn, til að vera til- sjónarmenn heilbrigðisstofn- ana. Rekstur réttargeðdeildarinn- ar fór á síðasta ári fram úr fjár- lögum og verður því að hag- ræða þar í rekstri. Davíð sagði að stjórn stofnunarinnar hefði ýmsar hugmyndir til athugun- ar. Það væri eitt af hlutverkum tilsjónarmannsins að skoða þær hugmyndir. Morgunblaðið/Þorkell Fljótlega embættis- mannafundur um síldina HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að halda þurfi áfram að reyna að ná samningi við Norðmenn og Rússa um síld- arkvóta, og gert sé ráð fyrir fundi embættismanna um málið í Osló innan skamms tíma. „í öllum þeim tilkynningum sem við höfum sent frá okkur höfum við alls ekki lokað á samninga milli þjóðanna. Við erum þeirrar skoðunar að við þurfum að halda áfram og það komi til greina i því sambandi að breyta veiðimagninu. Við erum þeirra skoðunar að sú veiði sem nú er stefnt i sé allm- iklu meiri en æskilegt er,“ sagði Halldór. Sjö milljóna króna krafist í bætur vegna ásiglingar í Eyjum Hafnsögumann og skipsijóra greinir á Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. SJÓPRÓFUM vegna áreksturs lit- háiska skipsins Siauliai á Naust- hamarsbryggjuna á Eyjum lauk í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom fram við sjó- prófin að skipstjóra skipsins og hafnsögumann greindi á um hvor bæri ábyrgð á óhappinu. Hafnsögumaður segist ekki hafa verið við stjórnvölinn er óhappið varð þvi skipstjóri hefði tekið við stjóminni áður en lagst var að bryggju í Vestmannaeyjum. Skip- stjóri skipsins segir að hafnsögu- maðurinn hafí verið með stjórn á skipinu þegar óhappið varð. Jóhann Pétursson, lögmaður Hafnarsjóðs Vestmannaeyja, sagði í samtali við Morgunblaðið að sam- kvæmt mati Vita- og hafnamála- stofnunnar næmi tjónið á bryggj- unni um 7 milljónum króna. Hann sagði að krafa hefði verið sett fram um tryggingu fyrir ríflega þeirri upphæð og sagðist hann telja full- víst að útgerð skipsins myndi leggja fram þá tryggingu þannig að ekki kæmi til kyrrsetningar skipsins. Hann sagði að síðan ætti eftir að athuga hvort hafnaryfir- völd og útgerðin gætu komist að samkomulagi um bótagreiðslur eða hvort fara þyrfti dómstólaleiðina. Viðgerð hafin Viðgerð á þilinu hófst í gær og sagði Ólafur Kristinsson hafnar- stjóri að hann vonaðist til að búið yrði að loka þilinu að mestu í dag þannig að hægt yrði að fylla í skarðið og bryggjan gæti þá orðið nothæf til loðnulöndunar. Læknir Marínar kemur hingað TRYGGINGASTOFNUN hef- ur samþykkt að greiða kostnað við komu bandarísks sérfræð- ings í hjartasjúkdómum barna, Stantons Perrys, til að gera aðgerð á Marín Hafsteinsdótt- ur, 9 mánaða frá Eskifirði, á Landspítalanum. Sigurður Thorlacius trygg- ingayfírlæknir segir að Perry muni ekki þiggja laun fyrir að gera aðgerðina, kostnaðurinn liggi eingöngu í ferðum og uppihaldi hér. Landspítalinn sjái um kostnað við aðgerðina sjálfa. Sigurður segir að að- gerðin Verði gerð fljótlega. Sigurður segir kostina við þetta fyrirkomulag ótvíræða fyrir alla aðila. Þetta sé hag- kvæmara fyrir Tiygginga- stofnun og þægilegra fyrir fjölskyldu og sjúkling, auk þess sem læknir þessi flytji með sér þekkingu og reynslu sem geti nýst læknum hér. Búin að bíða í ofvæni Marín gekkst undir aðgerð hjá Perry í nóvember sl. á Children’s Hospital i Boston. Eftir þá aðgerð var ljóst að hún þyrfti að gangast undir aðra aðgerð fljótlega. Fyrir skömmu lýsti Perry sig síðan reiðubúinn að koma hingað til lands og framkvæma aðgerð- ina hér. Anna Óðinsdóttir, móðir Marínar, sagðist í gærkvöldi vera ákaflega fegin að af komu Perrys yrði. „Þú getur ímyndað þér, maður er búinn að bíða í ofvæni frá því að þessi möguleiki kom upp. Ég er fegin að það verður einni ferðinni færra. Þetta munar miklu fyrir okkur,“ sagði Anna. Olíuleki í affallsröri orsök elds- ins í Kofra ísafirði. Morgunblaðið. RANNSÓKN á eldsvoðanum um borð í Kofra ÍS 41, sem varð alelda á skömmum tíma snemma á sunnudagsmorgun er skipið var að veiðum á rækjumiðunum undan Norður- landi, lauk síðdegis í gærdag. Ljóst þykir að orsök elds- voðans sé að leita í olíuleka, sem varð á affallsröri frá elds- neytisolíukerfí aðalvélar skips- ins, en við nákvæma skoðun um borð í'skipinu fannst ann- ars vegar laus samsetning og hins vegar gat á affallsröri sem hefur orsakað olíuleka nálægt mjög heitum útblást- ursrörum. Yfirvöld vínna enn að skiptingu aflakvóta milli þýsku útgerðarfyrirtækjanna ÞÝSK yfirvöld munu næstu daga halda fundi með fjórum útgerðarfé- lögum, sem ekki hafa getað náð samkomulagi um skiptingu þýska úthafsveiðikvótans. Engar viðræður áttu sér stað í gær og enn er ekki ljóst hvenær yfirvöld ræða við fulltrúa útgerð- anna. Gúnter Drexelius, yfirmaður kvótamála í Þýskalandi, sagði á Úrslitalota í Hamborg þriðjudag að viðræður yrðu haldnar í Hamborg og haldið áfram til föstudags ef á þyrfti að halda. Tvö íslensk fyrirtæki eiga mikilla hagsmuna að gæta í kvótaskipting- unni. Samheiji á Akureyri á meiri- hluta í Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven og Útgerðarfélag Akur- eyringa á meirihluta í Mecklenburg- er Hochseefíscherei í Rostock. Mecklenburger hefur krafist þess að kvótaskiptingin verði tekin til rækilegrar endurskoðunar, en ráða- menn DFFU eru þeirrar hyggju að ekkert gefi tilefni til þess að horfið verði frá núverandi fyrirkomulagi. Útgerðarfyrirtækjunum var gef- inn frestur fram í miðjan janúar til að komast að málamiðlun og sá frestur var framlengdur til janúar- loka. Drexelius sagði á þriðjudag að engar nýjar tillögur hefðu korruð fram og nú yrði málið til lykta leitt, með hvaða hætti, sem það yrði. Lítill eldur í vélarrúmi Tiltölulega lítill eldur mun hafa verið í vélarrúminu, en hann borist hratt um efri hluta skipsins þar sem eldurinn varð hvað mestur. Rannsókn málsins var í höndum lögreglunnar á ísafirði, en henni til aðstoðar við vettvangsrannsókn komu tveir rannsóknarlögreglumenn frá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins og auk þeirra sérfræðingar frá Siglingamálastofnun ríkis- ins og rannsóknarnefnd sjó- slysa til að rannsaka málið. i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.