Morgunblaðið - 08.02.1996, Síða 3

Morgunblaðið - 08.02.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 3 Næsta sunnudag verða kaflaskipti íferðasögu Islendinga Plúsferðir ehf. er ný ferðaskrifstofa. Plúsferðir byggja starfsemi sína á fyrirkomulagi sem óþekkt er hér á landi en vel þekkt og afar vinsœlt í öðrum löndum. Lykilorð þessa fyrirkomulags eru: Einföldun og sparnaður. Markmið fyrirkomulagsins hjá Plúsferðum er eitt: ÓDÝRARIFERÐIR FYRIR ÍSLENDINGA. Markmiðunum hyggjast Plúsferðir ná m.a. með eftirtöldum aðferðum: 1. Ný tækni Með nýjum og sérhæfðum tölvubúnaði Plúsferða sparast mikil vinna og fjármunir. Þessir fjármunir munu skila sér beint í lægri ferðakostnaði til viðskiptavina. Við verðum m.a. á Intemetinu og þar geta allir fengið upplýsingar og gengið frá bókunum sínum. Netfangið er: plusf@skima.is 2. Hraðari afgreiðsla I nýju skrifstofunni okkar að Faxafeni 5 verða engir djúpir stólar. Við munum afgreiða viðskiptavini okkar með öryggi, hraða og jákvæðu viðmóti en við munum ekki hjala alltof lengi við þá! Við viljum frekar bjóða lægra verð. 3. Einfaldari þjónusta Hjá Plúsferðum spömm við einnig með því að bjóða viðskiptavininum sjálfum að annast hluta af vinnunni, svo sem eins og að fylla út eyðublað vegna bókunar. Við teljum að flestir séu tilbúnir að spara sér hluta af fargjaldinu með þessu móti. 4. Einfaldara ferðaframboð, færri ferðamöguleikar I stað þess að bjóða ótal áfangastaði og enn fleiri hótel eins og aðrar ferðaskrifstofur, höldum við hjá Plúsferðurti okkur einungis við þá staði sem við getum boðið á hagkvæmu verði. Hinum sleppum við. Því bjóðum við takmarkað úrval ferða. 5. Færri fararstjórar Fjölmargir íslenskir ferðalangar notfæra sér lítið þjónustu fararstjóra í hópferðum þó þeir hafi greitt fyrir hana. Við ætlum að spara með því að leyfa fólki að treysta örlítið meira á sjálft sig. Við verðum með trausta og góða fararstjóra, en þeir verða mun færri og munu veita takmarkaðri þjónustu en hjá öðrum ferðaskrifstofum. 6. Ódýrari gisting Frændur okkar á Norðurlöndunum, og aðrir Evrópubúar, láta sér yfírleitt nægja einfaldari gistingu en íslenskar ferðaskrifstofur hafa boðið upp á. Islendingar eru þekktir fyrir að vera svolítið flottir á því. Við ætlum að lækka verðið og bjóða ódýrari og látlausa gististaði, en samt góða og snyrtilega. 7. Engir dýrir glansmyndabæklingar Verulegur hluti rekstrarkostnaðar venjulegra ferðaskrifstofa felst í auglýsingum og markaðsstarfi t.d. gerð dýrra litmyndabæklinga. Við ætlum aðrar leiðir og gerum t.d. enga slíka bæklinga. Hjá okkur liggja frammi einföld upplýsingablöð. 8. Hagstæðari innkaup Þó Plúsferðir séu sjálfstæð, ný ferðaskrifstofa, þá hefur hún öfluga bakhjarla. í þeirra krafti geta Plúsferðir gert hagstæða samninga á ferðamarkaðinum, og tryggt viðskiptavinum einstök kjör. 9. Umfram allt fagleg þjónusta og öryggi Þótt áhersla sé lögð á lágt verð þjónustunnar, er ekki slakað á kröfum um fagmennsku og öryggi viðskiptavinanna á ferðum sínum erlendis. Við tökum ekki áhættu á að fljúga með hvaða flugfélagi sem er. Plúsferðir munu fljúga allt sitt leiguflug með glæsilegum farkostum Flugleiða. Niðurstaðan er sú að með þessum nýju aðferðum í rekstri ferðaskrifstofu geta Plúsferðir einfaldlega boðið ódýrari ferðir en aðrar ferðaskrifstofur - ódýrari ferðir en áður hafa verið í boði hér á Iandi. Okkar fólk leggst í sólbað undir sömu sólinni, við sama hafið og fólkið frá hinum ferðaskrifstofunum. Bara fyrir mun lægri upphæð. Þetta er ekki innantómt auglýsingahjal, tölur munu tala. Við færum sannanir fyrir máli okkar á næstu dögum. FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavíh. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.