Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Heimildarmynd um afleiðingar kjarnorkutilrauna Frakka í Suður-Kyrrahafi Paradísareyjan Rairoa framleidd afíslendingi HELGI Felixsson við vinnu sína á Raroia. FYRIRTÆKI Helga Felixsonar kvikmyndagerðarmanns, IDE- FILM í Stokkhólmi, hefur tekið að sér að framleiða heimildar- mynd um afleiðingar kjarn- orkutilrauna Frakka á líf íbúa á Raroia-eyju í Suður-Kyrra- hafi, sem er á sama svæði og Mururóa-eyjar. Helgi er stadd- ur á Raroia-eyju við gerð mynd- arinnar. Kvikmyndatakan tekur um mánuð og verður væntan- lega lokið í byrjun mars. Heim- ildarmyndin er kostuð af nor- rænum aðilum og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn nemi um 23 milljónum íslenskra króna. Sveinn Magnússon, markaðs- ráðgjafi Auglýsingastofunnar ESSEMM, sem hefur verið í samstarfi við IDE-FILM, segir að hugmyndin af myndinni hafi orðiðtilárið 1991. „Helgi fékk hugmyndina eftir að hann kynntist Bengt nokkr- um Danielsson. Bengt er þekkt- ur fyrir að hafa ásamt Thor Hayerdal og fleirum siglt á svo- kölluðum Kon-Tiki fleka frá Suður-Ameríku til Pólynesíu á 101 degi árið 1947. Tveimur árum eftir siglinguna sneru Bengt og eiginkona hans Marie- Thérése, blaðamaður og rithöf- undur, aftur til Raroia-eyju. Nú búa hjónin á Tahiti og starfa við rannsóknir og kennslu í pólynesískri sögu og menn- ingu,“ segir Sveinn. Hann segir að Bengt hafi gert kvikmynd um Iífið á Raro- ia-eyju í samvinnu við hinn þekkta sænska leikstjóra, Torgny Anderberg, árið 1961. „Þegar Helgi kynntist Bengt höfðu Bengt og Torgny skrifað annað handrit að sex þátta heimildarmynd um innrásir út- lendinga í líf eyjaskeggja. Fyrstur var Kólumbus og svo komu kristniboðamir, heims- styrjöldin og kjarnorkutilraunir Frakka svo eitthvað sé nefnt. Handritið hafði verið lagt á hill- una og hefði trúlega ekki orðið að kvikmynd ef Frakkar hefðu ekki ákveðið að hefja kjarn- orkutilraunir í Suður-Kyrrahafi að nýju. Helgi ákvað að taka að sér framleiðsluna og handrit- ið var endurskrifað í eina heim- ildarmynd um sögu eyjarinnar síðustu 20 til 30 ár,“ segir Sveinn. „Stóra sólin“ Hann segir að heimildarkvik- myndin „Paradísareyjan Raro- ia“ byggist á endurminningum sögumannsins Tetohu frá árinu 1947. „Tetohu er borinn og barnfæddur á eyjunni og hefur frá ýmsu að segja. Hann segir t.a.m. frá því þegar talað var um að fyrsta kjarnorkusprengj- an eða „Stóra sólin“ myndi færa eyjaskeggjum mikinn auð. Fjöl- margir íbúar eyjarinnar fluttust til Taítí til að njóta auðsins. Hann lét hins vegar á sér standa og fólkið bjó og býr enn í fá- tækrahverfum borgarinnar. Nú búa aðeins um 40 manns á Raro- ia,“ segir hann og tekur fram að heilmikið af gömlum kvik- myndum og heimildum verði notað í myndinni. Helgi er nýfarinn til eyjanna og verður viðstaddur tökur fram í byijun mars. Aðrir í hópnum eru leiksljórinn Torgny Anderberg, finnskur kvikmyndatökmaður og norsk- ur hljóðmaður. Norræni kvikmyndasjóður- inn og ýmsir aðrir norrænir aðilar styrkja gerð myndarinn- ar. Hún hefur þegar fengið tölu- verða athygli og hefur Helga m.a. borist tilboð frá kanadísk- um dreifingaraðila, Great North, um heimsdreifingu. Heimildarmyndin verður um 50 minútna löng og verður væntan- lega frumsýnd næsta haust. Útlitshönnun og kynning á myndinni er í höndum ESSEM í Reykjavík. Félagsmálaráðherra um tilskipanir ESB um barnavinnu og vinnutíma Verð ekki uppnæmur þó Brussel reki á eftir Munum ekki komast hjá að fullgilda tilskipanirnar PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segir að á næstu vikum muni skýrast hvernig staðið verði að fullgildingu tilskipana Evrópusambands- ins um vinnu barna annars vegar og hámarksvinnutíma hins vegar. Nefndir sem unnið hafa að tillögugerð í þessu máli hafi ekki lokið störf- um, en ljóst sé að íslendingar muni ekki komast hjá að fullgilda þess- ar tilskipanir vegna aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu, þótt þær samrýmist illa íslenskum veruleika. Morgunblaðið/Egill Egilsson Jóhannes Ivar aftur á veiðar LÍNUBÁTURINN Jóhannes ívar frá Flateyri hélt aftur til veiða í gær eftir viðgerðir á smávægilegum skemmdum sem urðu á honum þegar hann fékk á sig hnút í fyrra- dag og varð að halda til hafn- ar. Sjórinn flæddi inn um lúguna og yfir háseta sem þar stóð með þeim afleiðing- um að maðurinn féll og vankaðist. Tilskipanirnar kveða annars vegar á um að meðalvinnutími megi ekki vera lengri en 48 stund- ir á viku nema með samþykki við- komandi starfsmanns og í hinni tilskipuninni er kveðið á um að vinna barna á skólaskyldualdri sé bönnuð nema í undantekningartil- vikum. Frestur fram á sumar Páll sagðist ekkert hafa verið að flýta sér í þessu máli og verði ekki uppnæmur þó eitthvað sé rekið á eftir því út í Brussel, eink- um þegar um sé að ræða íslenska sendimenn okkar sem gangi erinda Evrópusambandsins í þessu máli. Með því að taka sér góðan tíma til að athuga þessi mál vilji hann undirstrika að þessar tilskipanir henti illa í því samfélagi sem hér hafi þróast, þar sem vinna ungl- inga sé eðlilegur þáttur í samfélag- inu og gegni mikilvægu hlutverki í uppeldi þeirra, auk þess sem þjóð- félagshættir hér á landi séu með þeim hætti að þeir kalli á skorpu- vinnu um tíma í mörgum atvinnu- greinum. Hins vegar sé kannski ástæða til að taka á þessu þegar máiið hafi verið tekið upp í viðræð- um ráðherra. Hann ætli ekki að leggja fram tillögur um að íslend- ingar segi upp samningnum um Evrópska efnahagssvæðið til að komast hjá samþykkt þessara til- skipana. Við hljótum að taka af- leiðingum samningsins. Páll sagði að við hefðum frest fram á sumar til að fullgilda aðra tilskipunina og fram á haust til að fullgilda hina. Aðspurður hvort hann myndi sem félagsmálaráð- herra beita sér fyrir nauðsynlegum lagabreytingum til að fullgilda til- skipanirnar, en lagabreytingar varðandi fyrra tilfellið þurfa að koma fram á vorþingi nú, sagðist hann telja fullvíst að þetta endaði þannig. „Hins vegar hef ég ekkert verið að flýta mér í þessu máli og vil gjarnan að menn viti hvað þetta kostar og hvaða afleiðingar það hefur,“ sagði Páll. Hann sagði að sum þau atriði sem breyta þyrfti væri hægt að leysa með kjarasamningum, en í öðrum tilvikum þyrfti lagabreyt- ingar til. Æskilegast væri að gera það sem hægt væri með breyting- um kjarasamninga áður en kæmi til kasta löggjafans. Það væri eðli- legri og betri lausn. Til dæmis fyndist honum að það leiddi af sjálfu sér að eftir því sem vinnu- tíminn styttist þyrftu menn að hækka í kaupi til að bera það sem þeir þyrftu úr býtum fyrir styttri vinnutíma. Aðilar vinnumarkaðarins eiga fulltrúa í þeim nefndum sem fé- lagsmálaráðherra skipaði til að vinna tillögugerð vegna þessa. Olía flæddi úr tanki SVARTOLÍUTANKUR í Áburðarverksmiðjunni í Gufu- nesi yfirfylltist með þeim afleið- ingum að um 300 lítrar af svar- tolíu flæddu út úr tanknum. Samkvæmt upplýsingum frá mengunardeild Reykjavíkur- hafnar var það bilun í búnaði sem olli slysinu. Fenginn var dælubíll sem dældi upp olíunni og starfsmenn Áburðarverk- smiðjunnar unnu einnig að hreinsun. Þurftu að skila stolnum gaskútum PILTAR, sem lögreglan hafði afskipti af í fyrrinótt, urðu að tína saman þýfi, sem þeir höfðu kastað úr bíl sínum, og skila því til réttra eigenda. Lögreglan veitti bifreið pilt- anna athygli í Grafarvogi skömmu fyrir kl. 2 um nóttina. Þegar piltarnir urðu varir við lögregluna fóru þeir í ofboði að losa sig við þýfi og köstuðu því út um glugga bifreiðarinnar. Meðal annars var um að ræða gaskúta, sem piltarnir höfðu stolið frá OLÍS við Gullinbrú. Það voru heldur aumir þjóf- ar, sem röltu til baka eftir veg- inum í Iögreglufylgd, til að safna kútunum saman á ný og koma þeim aftur til OLÍS. Skáru í sófa og málverk BROTIST var inn í íbúð við Réttarholtsveg og uppgötvaðist innbrotið á þriðjudagskvöld. Þjófarnir létu greipar sópa og unnu mikil skemmdarverk. Svalahurð íbúðarinnar var brotin upp og tóku þjófarnir sjónvarp, myndbandstæki, hljómtæki og fleira. Þá ristu þeir í sundur áklæði á sófa- setti, auk þess sem þijú mál- verk voru skorin í sundur. Datt af snjóbretti DRENGUR slasaðist þegar hann féll af snjóbretti við Jað- arsel undir kvöld á þriðjudag. Við Jaðarsel eru skíðabrekk- ur Breiðholtsbúa og flykktust börn og unglingar þangað um leið og snjó festi. Drengurinn fékk högg á and- litið við fallið og braut þijár tennur. Hann var fluttur á slysadeild, þar sem gert var að meiðslum hans. Tvöfaldur fyrsti vinn- ingur næst í ÚTDRÆTTI í Víkingalottói í gærkvöldi var enginn með allar sex tölurnar réttar þannig að fyrsti vinningur verður tvöfald- ur næsta miðvikudag. Fyrsti vinningur var kominn í 54,4 milljónir í gær. Hann bætist við pottinn í næstu viku. Bónusvinningur á íslandi gekk ekki heldur út en hann var rúm- ar 1.740 þúsund krónur. Heild- arupphæð vinninga á íslandi var 2,5 milljónir. Tveir voru með 5 tölur réttar og fékk hvor þeirra 120.220 krónur. 184 voru með 4 tölur réttar af 6 og komu 2.070 krónur í hlut hvers. 675 manns fengu 240 krónur hver fyrir að hafa 3 tölur réttar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.