Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fyrirhuguð sala hlutabréfa bæjarins í UA Engin trygging að kaup- endur verði úr heimabyggð GERT er ráð fyrir að öll seljanleg hlutabréf í eigu Framkvæmdasjóðs Akureyrar, sem á hlutabréf bæjar- ins í atvinnufyrirtækjum, verði seld á þessu ári. Fjárhagsáætlun Fram- kvæmdasjóðs var til síðari umræðu á fundi bæjarstjómar á þriðjudag og var hún samþykkt en þar sem söluverðmæti seljanlegra hluta- bréfa í eigu bæjarins liggur ekki fyrir var miðað við skráð gengi þeirra nú í byijun febrúar að því er varðar hlutabréf sem skráð eru á verðbréfaþingi, en söluverð ann- arra er áætlað. Á fundi bæjarráðs á fimmtudag í síðustu viku var ekki rætt um breytingar á fjárhagsáætlun Fram- kvæmdasjóðs en áætlað hafði verið að selja eignir á þessu ári fyrir um 215 milljónir króna. Þegar dagskrá bæjarstjómarfundar var borin út til bæjarfulltrúa á föstudagskvöld hafði sú breyting verið gerð að eignasala var áætluð 1.450 milljón- ir króna. Innan bæjarstjómar er ekki stór ágreiningur um að létta þurfí skuldum af sjóðnum, en full- trúum minnihluta í bæjarstjórn þótti súrt í broti að svo afgerandi breyting á fjárhagsáætlun sjóðsins skyldi ekki kynnt á bæjarráðsfund- inum á fímmtudag. „Með því hefði mátt koma í veg fyrir vandræða- gang á fundi bæjarstjórnar," eins og Sigríður Stefánsdóttir orðaði það á fundinum. Hægt að ávaxta peningana betur Atvinnuleysi hefur verið mikið á Akureyri á liðnum árum og gjaldþrot iðnfyrirtækja í eigu Sambandsins á Gleráreyrum á sín- um tíma komu illa niður á bæjarfé- laginu. í varnarbaráttu síðustu ára hefur bærinn lagt mikið fé í atvinnufyrirtæki og er það gert í nafni Framkvæmdasjóðs. Skuldir sjóðsins sem eru umtalsverðar hafa lengi angrað bæjarfulltrúa og á liðnum árum iðulega verið til umræðu á fundum bæjarstjórn- ar. Um síðustu áramót var pen- ingaleg staða sjóðsins neikvæð um ríflega hálfan milljarð króna, en árið áður var hún neikvæð um 655 milljónir. Þá skuldaði bæjarsjóður um 977 milljónir króna í lok síð- asta árs. Jakob Bjömsson bæjarstjóri sagði á fundi bæjarstjómar þar sem sala hlutabréfanna var kynnt að mikil verðmæti væru bundin í hlutabréfaeign bæjarins í atvinnu- fyrirtækjum, en hægt væri að láta þessa peninga ávaxta sig mun bet- ur með því að selja eignimar og að bærinn hætti atvinnurekstri og láti aðra sjá um hann. Meirihluti bæjarstjómar hefur markað sér þá stefnu að selja þær 'ÞREKST/GAR TIL ATVINNUNOTA Líkamsræktarstöövar íþróttahús Iþróttafélög Skip Hótelogfl. Glómus hf. 462 3225 Framkvæmdasjóður Akureyrar- bæjar á eignarhlut í 12 fyrirtækjum Nafnverð hlutabréfa sjóðsins um 490 milljónir króna FRAMKVÆMDASJÓÐUR Akureyrarbæjar á eignarhlut í 12 fyrir- tækjum. Um síðustu áramót var nafnverð hlutabréfanna um 490 milljónir króna. Framkvæmdasjóður á hlut í eftirtöldum fyrirtækjum: 1. Útgerðarfélag Akureyringa hf. kr. 409.187.795 83,49% 2. Foldahf. 25.000.000 5,10% 3. Laxá hf. 21.187.900 4,32% 4. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. 15.646.000 3,19% 5. Fiskeldi Eyjafjarðar hf. 10.071.065 2,05% 6. Úrvinnslan hf. 3.600.000 0,73% 7. Bifreiðastöð Norðurlands hf. 2.500.000 0,51% 8. Kaupþing Norðurlands hf. 1.241.811 0,25% 9. Hlutabréfasjóður Norðurlands hf. 1.000.000 0,20% 10. Slippstöðin Oddi hf. 428.624 0,09% 11. Omak hf. 200.000 0,04% 12. Kísiliðjan hf. 35.000 0,01% Framkvæmdasjóður afskrifaði hlutafé í Foldu hf. á síðasta ári upp á kr. 37.000.000.- en keypti aftur hlutabréf fyrir kr. 25.000.000.-. Þá afskrifaði sjóðurinn hlutafé í Lindu hf. upp á kr. 1.000.000.-. Á síðasta ári átti Framkvæmdasjóður hlutabréf í Úrvinnslunni að andvirði kr. 4.000.000.-. Hlutafé sjóðsins í fyrirtækinu var skrifað niður um kr. 2.000.000.- og síðan keypt aftur hlutabréf fyrir kr. 1.600.000.-. eignir sjóðsins sem seljanlegar eru og er þegar farið að vinna eftir þeirri stefnumörkun. Hagnað af eignasölunni á fyrst og fremst að nota til að greiða niður skuldir framkvæmdasjóðs og bæjarsjóðs en þess jafnframt vænst að svig- rúm skapist til aukinna fram- kvæmda í kjölfarið. Hlutabréf í tveimur félögum seld Hlutabréf framkvæmdasjóðs í tveimur fyrirtækjum voru seld á liðnu ári, í Krossanesi og Skinna- iðnaði. Á seinni hluta síðasta árs var 80% hlutur bæjarins í loðnu- verksmiðjunni Krossanesi seldur á 150 milljónir króna og þá léttu kaupendur af ábyrgðum sem Akur- eyrarbær var í vegna verksmiðj- unnar að upphæð um 280 milljónir króna. Nafnverð hlutabréfa í Krossanesi var 110 milljónir króna. Þá hafa hlutabréf Akureyrarbæjar í Skinnaiðnaði, sem voru að nafn- verði 21,2 milljónir króna, verið seld og fengust fyrir þau 63,7 milljónir króna. Þá hefur bæjarstjóra verið veitt heimild til að selja hlutabréf Akur- eyrarbæjar í Slippstöðinni-Odda en tilboð bárust í bréfin, sem eru að upphæð tæplega 430 þúsund krón- ur á genginu 1. Tvö tilboð hafa borist í hlut bæjarins í fóðurverk- smiðjunni Laxá, en bærinn á tæp- lega 21,2 milljónir króna að nafn- virði í fyrirtækinu. Jakob Bjömsson bæjarstjóri hef- ur lýst þeirri skoðun sinni að bak- hjarlar Útgerðarfélags Akur- eyringa verði úr heimabyggð, en fram kom í máli nokkurra bæjar- fulltrúa að engin leið sé að tryggja að meirihluti félagsins yrði í hönd- um heimamanna eftir að bærinn hefði selt sinn hlut. Guðmundur Stefánsson, Framsóknarflokki, sagði í því sambandi óþarfa að mála skrattann á vegginn, menn þyrftu ekki að vera hræddir um að fyrirtækið yrði flutt úr bænum, „ef fyrirtækið eins og það stendur tryggir ekki sjálft að það verði áfram í bænum er eitthvað að,“ sagði hann. Eignaraðild bæjarins hamlandi á vöxt og viðgang Guðmundur velti því upp að Akureyrarbær væri kannski ekki sérstaklega góður eigandi að Út- gerðarfélagi Akureyringa og það væri almennt álit í atvinnulífínu að eignaraðild bæjarins virkaði frekar hamlandi fyrir vöx og við- gang félagsins. Dæmin sönnuðu að það hefði ekki skaðað fyrirtæki að fara út úr rekstrarformi bæjar- útgerðar, frekar væri að slík fyrir- tæki hefðu dafnað. Þórarinn E. Sveinsson, bæjarfull- trúi Framsóknarflokks, sagði að með því að stefna að sölu hlutabréf- anna væri verið að búa til svigrúm til að taka þátt í öðrum atvinnu- rekstri. Hann sagði ómögulegt að vita fyrr en eftir á hvort bréfín hefðu verið seld á réttum tíma- punkti, en það væri tímaskekkja að bærinn standi að reksti ÚA. Misvitrir stjórnarmenn Þórarinn B. Jónsson, Sjálf- stæðisflokki, tók í sama streng og Guðmundur og taldi bæinn ekki heppilegasta eiganda ÚA. „Það eina sem við erum að gera fyrir þetta fyrirtæki er að leggja því til misvirta stjórnarmenn og jafnvel stjórnendur,“ sagði hann og bætti við, „það er liðin tíð að verið sé að hampa gömlum bæjarfulltrúum með því að setja þá í stjórn fyrir- tækja." Morgunblaðið/Kristján GÍSLI Bragi og Þórarinn B. Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, ræddu um golfsveiflur í fundarhléi sem gefið var á bæjarsljórn- arfundi meðan fulltrúar komu sér saman um bókun vegna fyrir- hugaðrar eignasölu Akureyrarbæjar. Fékk undanþágu frá hægrihandaruppréttingu Vörumiðar hf * ÞAR SEM LÍMMIÐARNIR FÁST * Óskum eftir starfskrafti vanan vinnu í prentsmiðju. Sfmi 461-2909 - Fax 461-2908. Við Hvannavelli, 600 Akureyri. GISLI Bragi Hjartarson bæjar- fulltrúi Alþýðuflokks fór fram á undanþágu frá 29. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarsljórnar frá árinu 1988 þar sem segir að atkvæðagreiðsla á bæjar- stjórnarfundi fari að jafnaði fram með handaruppréttingu, forseti biðji þá bæjarfulltrúa sem samþykkja mál að rétta upp hægri hönd sína, leiti að því búnu mótatkvæða með sama hætti o g skýri loks frá úrslitum atkvæðagreiðslunnar. Ástæða þess að Gísli Bragi fékk undanþáguna er sú að hann handleggsbrotnaði illa um helgina þegar hann var að elt- ast við sonarson sinn, Andra Grétar, son Alfreðs Gíslasonar þjálfara KA. Afi var úti með strákinn þegar hann tók skyndi- lega á rás og stefndi fram af klettasyllu, en bæjarfulltrúinn náði taki á drengnum á síðustu stundu og bjargaði honum frá að falla fram af. Sjálfur féll hann við og skellti hægri hönd- inni niður á svellbunka og braut bein rétt neðan við olnboga. Skrifar ekki undir nein stórmál „Þetta kostar það að maður getur ekki skrifaði undir nein stórmál næstu fimm vikur,“ sagði Gísli Bragi, en sala á hlutabréfum bæjarins, m.a. í Útgerðarfélagi Akureyringa var til umfjöllunar á bæjar- stjórnarfundinum. Gísli Bragi og flokksfélagar hans hafa fram til þessa verið þeirrar skoðunar að bærinn ætti að eiga hlut sinn í ÚA. Leikfélag Akureyrar Æfingar hafnar á „Nönnu systur“ ÆFINGAR eru að hefjast hjá Leikfélagi Akureyrar á nýju íslensku leikriti eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnars- son. Leikritið er samið sérstak- lega fyrir LA en það heitir „Nanna systir". Höfundarnir kalla verk sitt óbeislað raunsæisverk en í því segir frá óvæntum aðstæðum sem upp koma í sjávarplássi úti á landi þar sem leikfélagið er að setja upp nýtískulega leikgerð af Fjalla-Eyvindi Jó- hanns Siguijónssonar. Óvenju- leg tengsl milli aðalpersón- anna í leikriti Einar og Kjart- ans gera það að verkum að upp koma margslungnar flétt- ur sem virka mjög spaugileg- ar, en leikritið er þó ekki án alvarlegs undirtóns. Andrés Sigurvinsson leik- stýrir uppfærslunni á „Nönnu systur“ og Úlfur Karlsson ger- ir leikmynd. Ingvar Björnsson hannar lýsingu í sýningunni og allir fastráðnir leikarar LA fara með hlutverk í þessari lokauppfærslu leikársins, þau Aðalsteinn Bergdal, Guð- mundur Haraldsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Skúli Gautason, Sunna Borg og Valdimar Flygenring. Auk þeirra munu þær Guðbjörg Thoroddsen og Harpa Arnar- dóttir fara með stór hlutverk í sýningunni sem og Drífa Arnþórsdóttir, sem nú fer með sitt fyrsta hlutverk i atvinnu- leikhúsi. Hún lauk námi frá leiklistarskóla í Lundúnum síð- asta vor. Áður hefur hún stig- ið á fjalir Samkomuhússins en hún var formaður Leikfélags Menntaskólans á Akureyri og fór þá með hlutverk í sýning- um MA-inga. Horft yfir landið af Bárð- arbungn Mývatnssveit. Morgunblaðið. FIMM menn á tveimur fjalla- bílum fóru héðan úr Mývatns- sveit suður á Vatnajökul á miðvikudag í síðustu viku. Lagt var af stað um hádegi og ekið sem leið liggur suður á milli Bláfjalls og Sellanda- fjalls, síðan áfram um Dyngju- fjalladal, og komið í skálann í Kistufelli um kvöldið og gist þar um nóttina. Morguninn 1. febrúar var ekið upp á Bárðarbungu og horft þaðan vítt og breitt um landið. Þegar komið var niður af jöklinum aftur var ekið vest- ur yfir Skjálfandafljót á ís, síð- an áfram norður í Bárðardal og yfir brúna hjá Stóru-Völl- um. Komið var heim um kvöld- ið eftir vel heppnaða ferð. Færi og veður var gott mið- að við árstíma. Rómuðu ferða- langarnir mjög víðsýni og feg- urð hálendisins, ekki síst af Bárðarbungu. Þátttakendur í þessari ferð voru Leifur Hall- grímsson, Jón Reynir Sigur- jónsson, Þórhallur Guðmunds- son, Þorlákur Páll Jónsson og Karl Emil Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.