Morgunblaðið - 08.02.1996, Page 15

Morgunblaðið - 08.02.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 15 Vemdunarkrem sem á að þola end- urtekinn handþvott NÝKOMIN er á markað froða sem heitir Proderm. Hún á að vernda húðina fyrir vatnsleysanlegum efn- um og einnig fyrir efnum sem ekki leysast upp í vatni. „Við líkamshita umbreytast efnin í Proderm í kristalkennd efni“, seg- ir Anna Björg Hjartardóttir, eigandi Celsus sem flytur Proderm til lands- ins. „Efnablandan Proderm er gerð úr risastórum lífrænum frumeind- um sem gerir að verkum að það festist í hornhimnu húðarinnar. Þar myndar efnablandan tvöfalda raka- fyllta óleysanlega himnu sem starf- ar þar eins og frumuveggur sem gerir húðinni k'.aift að anda um leið og aðgangur skaðlegra efna er hindraður að húðinni.“ Að sögn Önnu vara áhrifin í 4-6 klukkustundir og endurtekinn handþvottur með sótthreinsi eða sápuefnum dregur ekki úr virkni efnablöndunnar. Anna segir að Proderm myndi enga fitukennda filmuáferð á yfirborði húðarinnar og smiti því ekki út frá sér, til dæmis í matvæli, pappír og filmur. Vörn gegn húðertandi efnum Froðan sem er sænsk framleiðsla hefur verið prófuð og viðurkennd af 25 ieiðandi húðlækningastofnun- um í Evrópu. „Efnablandan var fundin upp í bytjun sjöunda áratug- arins en ekki hefur verið unnt að markaðssetja hana fyrr en nýlega vegna umfangsmikilla rannsókna og strangra krafa frá lyfjaeftirliti," segir Anna. Barnfóstru- námskeið Rauða krossins Á vormánuðum heíjast hjá Rauða krossi íslands námskeið fyrir verðandi barnfóstrur á aldrinum 11-14 ára. Fjallað er m.a. um æskilega eiginleika barnfóstru, þroska barna, val á leikföngum, mikilvægi fæðu- tegunda, mataræði, umönnun ungbarna, pelagjöf, veik börn, slys í heimahúsum og rétt við- brögð við þeim. Námskeiðið er í umsjá leikskólakennara og hjúkrunarfræðings. Það stendur yfir 4 kvöld og er bæði fyrir stráka og stelpur. í lok námskeiðs fá allir þátt- tökuviðurkenningu, en á sl. ári gaf RKÍ út um 400 slíkar við- urkenningar. Námskeiðin eru haldin í mars, apríl, maí og júní af deildum RKÍ um land allt. Proderm froðan er sögð veita vörn gegn öllum húðertandi efnum á PH bilinu 1-12 þar á meðal sýr- um, alkali, málningu, gúmmíi, prentsvertu og hreinsiefnum. Þá verndar froðan einnig húðina gegn vatni, þvagi, matvælum og svo framvegis. Auk þessa er talað um að froðan eigi að veita vörn gegn bakteríum. Að sögn Önnu kemur froðan sér vel fyrir þá sem þjást af sprungum á höndum, frostskaða á andliti, lík- ama og höndum, smásárum, þurrki af völdum kulda eða efnasambanda, kláða, sviða, snertiexem og útbrot. Þá á froðan að henta þeim sem eru með nikkel eða krómofnæmi svo og á brunasár. Anna segir að Proderm sé notað á heilsugæslustöðvum og sjúkra- húsum í Skandinavíu, í matvælaiðn- aði, landbúnaði, við fiskvinnslu og á fiskiskipum og sé öflug vörn á heimilum gegn ertingu af völdum hreinsiefna og annarra ofnæmis- valda. Þá segir hún að efnið hafi reynst mjög vel á lítil börn sem hafa bleiuofnæmi og útbrot. Hér á Islandi segir Anna ýmsa aðila vera að skoða efnið, jafnt aðila í heil- brigðisgeiranum sem og í at- vinnulífinu. „Mótttökur eru jákvæð- ar og efnið er til dæmis komið í smásölu í flestar lyijaverslanir ásamt Slippfélaginu og málningar- verslunni Hörpu,“ segir hún. Proderm froðan er seld í 160 ml brúsum og eru að sögn Önnu 180 skammtar í brúsa. Nýtt sjávar- réttakrydd HAGKAUP hefur nú hafið sölu á Old Bay-kryddi. Kryddið þykir henta fisk- og sjávarréttum afar vel og er eitt mest selda sjávar- réttakryddið í heiminum, segir í frétt frá umboðsaðila kryddsins, Sláturfélagi Suðurlands svf. Framleiðandi kryddsins er McCormick. Kryddið er til sölu í matvöruverslun Hagkaups í Kringlunni. VERIÐ Loðnu- frysting á Seyðisfirði LOÐNUFRYSTING er nú komin í fullan gang á Seyðisfirði. Hrá- efnisöflun í frystinguna hefur verið nokkuð slitrótt fyrstu dag- ana en þrátt fyrir það hefur frysting verið nánast samfelld frá því hún hófst. Á Seyðisfirði er fryst loðna hjá þremur fyrtækjum. Strandarsíld, Fiskiðjunni Dvergasteini og SUA. Hjá Strandarsíld verða um 50 manns á tveimur vöktum og eru þar fryst um 60 tonn á sólar- hring. Hjá Fiskiðjunni Dverga- steini starfa um 50 manns við loðnufrystinguna og er frystiget- an þar um 70 tonn á sólarhring. Hjá SUA starfa um 30 manns við frystinguna og eru þar fryst um 70 tonn á sólarhring. Hráefnið í frystihúsin kemur að langmestu leyti úr flokkunarstöð SR-Mjöls á staðnum. Loðnufrystingin skapar mörg störf og er langur vegur frá því að bæjarbúar geti mannað þau öll. 20 þúsund tonnum landað á Eskifirði „Loðnuveiðarnar hafa gengið vel eftir að þær byrjuðu," sagði Haukur Björnsson, rekstrarstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar. „Það hefur verið landað hjá okkur um 20 þúsund tonnum. Það er ágæt- is gangur í veiðunum núna. Hrognafyllingin er um 12% í dag, en loðnan er full af átu og ekki er hægt að frysta hana. Við erum þó búnir að frysta 900 tonn Morgunblaðið/Sigurgeir LOÐNUFRYSTING hófst í Vinnslustöðinni í Eyjum um síðustu helgi og var þá oft handagangur í öskjunni eins og sjá má. Morgunblaðið/Pét'ur Kristjánsson STARFSMENN Strandarsíld- ar á Seyðifirði í óða önn við að pakka loðnu til frystingar. fyrir Rússland og Taiwan fyrir þennan dag.“ Hann segir að það ætti að vera hægt að hefja frystingu á Japans- markað um helgina, ef loðnan verður orðin átulaus. „Sölusamn- ingar gera ráð fyrir að hrogna- fyllingin verði 15%, en það verð- ur ef til vill hægt að byrja eitt- hvað fyrr.“ Um hádegisbilið í gær landaði Jón Kjartansson 1.100 tonnum og Guðrún Þorkelsdóttir landaði um 700 tonnum seinnipartinn. Búist var við að Hólmaborgin landaði 1600 tonnum núna í morgun. Ekkert hefur verið fryst af loðnu hjá Vinnslustöð Vest- mannaeyja síðan um síðustu helgi þegar að Kap VE og Sig- hvatur Bjarnason VE komu með loðnu að landi. Að sögn Inga Júlíussonar, verksljóra hjá Vinnslustöðinni, eru skip þeirra útbúin fremur grunnum nótum og því ekki fengið mikinn afla undanfarna daga en sagðist reikna með að veiði glæðist þeg- ar að nær líði helginni. NÝJA loðnuvinnslukerfið, sem sett hefur verið upp í Granda fækkar, störfum um tíu og sparar umframvigt. Nýtt loðnuvinnslu- kerfi í Granda hf. LANDSSMIÐJAN í samstarfi við Samey hf. hefur sett upp loðnu- vinnslukerfi fyrir Granda hf. Norð- urgarði. Kerfið er hannað af Lands- smiðjunni og byggir á Hraðpökkun- arkerfi SL-2. Loðnuvinnslukerfið hjá Granda hf. afkastar 15 tfl 20 tonnum af pakk- aðri loðnu á klukkustund. „Við pökk- un vinna níu starfsmenn í stað nítján við fyrri vinnsluaðferð og sparast því tíu störf sem verður að teljast um- talsverð framleiðniaukning,“ segir Birgir Bjamason, framkvæmdastjóri Landssmiðjunnar. Meiri nákvæmni í vigtun „Einnig er mun meiri nákvæmni í vigtun og þar með sparnaður í umframvigt. Hluti af kerfinu er úrt- ínslubönd fyrir allt að þrjátíu starfs- menn sem gera Granda kleift að uppfylla óskir kaupenda um hrein- leika flokkunar og tryggja þannig hæsta afurðaverð hvemig sem lönd- uð loðna flokkast." Birgir segir að í vinnslukerfinu sé samtengdur stjórnbúnaður allra vinnslurása frá flokkun að pökkun og séu afköst þannig hámörkuð á meðan vinnsla standi yfir. Fjárfest- ingarkostnaður Granda hf. vegna vinnslubúnaðarins hafi numið 10 milljónum. „Hraðpökkunarkerfi SL-2 var hannað af Samey og Landssmiðjunni í samvinnu við Borgey hf. á Höfn,“ segir Birgir. „í upphafi kviknaði hugmyndin þegar rætt var hvernig mæta ætti fyrirsjáanlegri þróun umbúða frá hefðbundinni plastfilmu í kartonöskju til plastpoka beint í frystipönnu." Samhliða lausn umbúðabreyting- anna nefnir Birgir nokkur atriði sem skilgreind voru fyrir hönnun SL-2 hraðpökkunarkerfisins: „Að ná fram við frystingu loðnu, síldar og makr- íls sem mestum vinnsluhraða án þess að skerða nákvæmni vigtunar. Halda í lágmarki samtímis því starfs- mannafjölda og því húsnæði sem þarf til vinnslunnar." Landssmiðjan og Samey hafa af- greitt tólf Hraðpökkunarkerfi SL-2 fyrir síld og loðnu á undanförnum mánuðum, m.a. til Kaupfélags Hér- aðsbúa Reyðarfirði, SÚA Seyðis- firði, Borgeyjar hf., Isfélags Vest- mannaeyja, Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar og Granda hf. Kerfið hefur verið kynnt í Noregi og Skotlandi og er vonast til að það skili sér i viðskiptum á næstu síldar- og makr- ílvertíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.