Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KAMMERSYEIT Reykjavíkur. Meistarar tuttugustu aldar Menningarmálanefnd Reykjavíkur 30 milljónir til að styrkja menningar starfsemi Morgunblaðið/Sverrir GUÐRÚN Jónsdóttir, formaður Menningarmálanefndar Reykja- víkur, á blaðamannafundinum í gær, þar sem fyrirkomulag á styrkveitingum nefndarinnar fyrir árið 1996 var kynnt. Á TÓNLEIKUM í Listasafni íslands næstkomandi mánudagskvöld, 12. febrúar, kl. 20.30 teflir Kammer- sveitin saman nokkrum af meistur- um 20. aldarinnar. „Verk þessara meistara heyrast ekki oft hér á landi og munu sum verkin ekki hafa heyrst hér fyrr. Þessi tónskáld hafa öll nú þegar markað sín spor í tón- listarsöguna og teljast nokkur þess- ara verka tímamótaverk. Með þess- um heimsfægu nöfnum setjum við okkar meistara þessa tíma, Jón Leifs,“ segir í kynningu. Á efnisskránni eru eftirtalin verk. A. Webern: Konsert op. 24 (1934), E. Varése: Octandre (1923), Jón Leifs: Kvintett op. 50 (1960), L. Berio: Serenata I (1957) og G. Crumb: Madrigalar I-IV (1965- 1969). Einleikari í verki Berios er Martian Nardeau flautuleikari, Marta G. Hall- dórsdóttir syngur einsöng í Madrigöl- um Crumbs og stjómandi á tónleik- unum er Bemharður Wilkinson. í NÝSAMÞYKKTRI fjárhagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg er gert ráð fyrir að Menningarmálanefnd Reykjavíkur fái 30 milljóna króna fjárveitingu til að styrkja menningar- starfsemi í borginni. Er þetta sama upphæð og nefndin hafði úr að moða á liðnu ári. Nýlega auglýsti Menningarmála- nefnd eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi, það er styrki til listamanna, hópa og stofnana vegna liststarfsemi eða einstakra verkefna. Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi og ber umsækj- endum að gera grein fyrir tilefni umsóknar og fjármögnun til viðbótar umsóttum styrk. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Reykjavíkurborg 1995 var í fyrsta sinn gert ráð fyrir að styrkbeiönir sem flokkaðar yrðu eftir málaflokk- um væru afgreiddar beint frá þeirri nefnd sem fjallaði um viðkomandi málaflokk. Þannig voru allar styrk- umsóknir sem snertu menningarmál sendar beint til Menningarmála- nefndar sem fjallaði um þær og sendi tillögur sínar um úthlutun til borgar- ráðs til samþykktar. Áður hafði ýmist verið leitað eftir umsögn nefndarinn- ar um styrkbeiðnir eða þær verið afgreiddar beint frá borgarráði eða hvort tveggja. Styrkir voru veittir þrisvar á síð- astliðnu ári að undangengnum aug- lýsingum. Alls bárust 203 umsóknir frá 162 aðilum en veittir voru 90 styrkir til 82 aðila. Guðrún Jónsdóttir formaður Menningarmálanefndar Reykjavíkur sagði á blaðamannafundi í gær að litið hefði verið á árið 1995 sem hálfgert tilraunaár í þessu tilliti og fyrirkomulagið hefði þótt gefast vel. „Það er vissulega alltaf hægt að færa til en við teljum okkur hafa fundið fyrirkomulag sem geti gengið til frambúðar." Auglýst tvisvar I ár verður fyrirkomulag með sama sniði og í fyrra nema ákveðið var að auglýsa eftir styrkumsóknum tvisvar, í febrúar annars vegar og september eða október hins vegar. „Það gafst ekki nógu vel að auglýsa í þrígang," sagði Guðrún og bætti við að í ár yrði gengið meira eftir því að kanna hvernig styrkir hefðu komið að gagni. Formaðurinn sagði að engar fastar reglur væru um úthlutun til hinna ýmsu listgreina. „Styrkjum er úthlut- að þar sem þörfín er fyrir hendi.“ Á liðnu ári var hæstri upphæð, liðlega 12 milljónum króna, varið til tónlist- armála. Rösklega 6 milljónir runnu til leiklistar og annað eins til mynd- listar. Þá komu tæpar 5 milljónir í hlut bókmennta og annarra greina. Samkvæmt reglum borgarinnar um afgreiðslu styrkumsókna má út- hluta allt að 2/3-3/4 af fjárveitingu nefndarinnar strax í kjölfar sam- þykktar fjárhagsáætlunar borgar- innar en þriðjungur til fjórðungur heildarframlags skal notaður til að mæta úthlutun styrkja að hausti. Ennfremur mun Menningarmála- nefnd Reykjavíkur halda uppteknum hætti og auglýsa styrk til starf- rækslu strengjakvartetts hjá Reykja- víkurborg í aprílmánuði og starfslaun listamanna eigi síðar en 15. maí. Þá verður borgarlistamaður valinn og kynntur 17. júní. VERK Oliviers Debré. Olivier Debré gefur Lista- safni Reykjavíkur gjöf Söngleikurinn Grettir Tilhleyp- ingar SÝNING á lokaverkefnum nýút- skrifaðra arkitekta verður opnuð laugardaginn 10. febrúar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á 2. hæð í vesturenda byggingarinn- ar. Arkitektarnir sem sýna eru: Arnór Skúlason, Ásdís Ingþórs- dóttir, Ásmundur Hrafn Sturlu- son, Gunnar Stefánsson, Gunn- laugur Ó. Johnson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Hrefna Björg Þor- steinsdóttir og Jóhann Stefánsson. Sýningin er opin frá 11.-25. febrúar alla daga frá kl. 14-18 og lýkur 25. febrúar. Sýningin er öll- um opin og er aðgangur ókeypis. SÝNING Oliviers Debré á Kjar- valsstöðum sem opnuð var 13. janúar síðastliðinn hefur fengið góðar viðtökur og fjöldi gesta hefur sótt sýninguna heim. Sýn- ingin kemur frá Jeu de Paume listasafninu í París og er styrkt af AFAA (Stofnun fyrir franska myndlist erlendis). Olivier Debré fæddist í París árið 1920, þar sem hann hefur verið búsettur siðan og unnið að list sinni. Olivier Debré kom sjálfur til landsins i tilefni af sýningunni og dvaldi hér í nokkra daga. „Hann hreifst af fegurð iandsins og notaði meðal annars tímann til þess að mála úti í náttúrunni. Gjöf hans til Listasafns Reykja- víkur samanstendur af einu mál- verki og tveimur litógrafíum. Málverkið er eitt þeirra verka sem hann vann hér á meðan dvöl hans stóð. Koma hans hingað til lands og þessi höfðinglega gjöf er mikill heiður fyrir Listasafn Reykjavíkur og góð viðbót við hið alþjóðlega samhengi safns- ins,“ segir í kynningu. LEIKLISTARKLÚBBUR NFFA frumsýnir söngleikinn Gretti eftir Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi laugardaginn 10. febr- úar næstkomandi. Söngleikurinn Grettir var fyrst frumsýndur af Leikfélagi Reykja- víkur í Austurbæjarbiói árið 1980 og naut vinsælda. Síðan þá hafa þó nokkur áhugafélög „glímt“ við Gretti. „Söngleikurinn fjallar um Gretti Ásmundsson sem er u.þ.b. 16 ára unglingur í vafasömum félagsskap og býr í Breiðholti. Grettir lendir vegna ýmissa at- burða upp á kant við skólann og lögin og lendir í fangelsi. Þar er hann „uppgötvaður" og verður stórstjarna. En eins og með nafna hans í Grettissögu hinni fornu, þá verður ekki sagt um hann að gæfan elti hann,“ segir í kynn- ingu. Leikstjóri er Jakob Þór Einars- son og aðalleikarar eru Einar Karl Birgisson, Snæbjörn Sigurð- arson, Hulda Björg Sigurðardótt- ir, Rúnar Magni Jónsson, Val- gerður Jónsdóttir og Kristín. Stef- ánsdóttir. Söngstjóri er Flosi Ein- arsson. Allar sýningar hefjast kl. 20.30. LEIKLISTARKLÚBBUR NFFA frumsýnir söngleikinn Gretti í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.