Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ *(o)M Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár i • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878 - fax 567 7022 tJOCKEY Jockey THERMAL nærfötin eru úr tvöföldu efni. Innri hluti efnisins er til helminga úr polyester og viscose en ytri hlutinn er úr hreinni búmull. Þetta tryggir THERMAL nærfötunum einstaka einangrun og öndun. IfflMilllilBKI Söluaðilar: Andrés Skólavörðustíg Ellingsen Ánanaustum Maxhésið Skeifunni Fjarðarkaup Hafnarfirði Kaupf. Suðurnesja Miðvangi Hafnarfirði Vöruland Akranesi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Apótek Ólafsvíkur Kaupf. Vestur-Húnvetninga Hvammstanga Versl. Haraldar Júlíussonar Sauðárkróki Kaupfélag Þingeyinga Húsavík Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum Viðar Sigurbjörnsson Fáskrúðsfirði Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn Kaupfélag Rangxinga Hvolsvelli Grund Fjúðum Vöruhús K Á Selfossi Paléma Grindavík Heildsölubirgðir: Oavíð S. Jónsson & Co. hf. sími 552 4333 GÆÐAfljSARÁGÓöUVERÐÍ má Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sínii 567 4844 FJÖLMIÐLUN Hundrað ljósmyndarar úr öllum heimshornum önnum kafnir Sólarhringnr í netheimi Kodak og Japanar kynna umbyltingu í ljósmyndun BÓKAFLOKKURINN A Day in the Life er mörgum kunnur, en í honum er reynt að gefa mynd af landi eða landshluta með miklu myndefni og texta. Aðstandendur bókafiokksins hafa smám saman fært sig inn á rafrænt svið, meðal annars gefið út tvo magmiðlunardiska, og í dag fer fram söfnun mynda í verkefnið 24 Hours in Cyberspace, eða Sólarhring- ur í netheimi. Þátttakendur í því eru hundrað ljósmyndarar úr öllum heimshomum, þar á meðal þrír ís- lenskir. Upphafsmaður verkefnisins er Rick Smolan, sem meðal annars hefur gef- ið út bækur undir A Day in the Life heitinu, en einnig margmiðlunardisk- ana Alice to Ocean og Passage to Vietnam, en sá síðamefndi er marg- verðlaunaður. Undirbúningur að Sól- arhring í netheimi hefur svo staðið síðan í september, en í verkefninu er sagt frá fólki sem nýtir sér tölvur og tækni á ýmislegan hátt. Ljósmyndar- amir sem taka þátt eru frá fjölmörg- um löndum, þar á meðal íslandi, en fulltrúar íslands eru Einar Falur Ing- ólfsson og Ragnar Axelsson Ijós- myndarar Morgunblaðsins og Páll Stefánsson ljósmyndari Iceland Revi- ew. Einar Falur Ingólfsson myndar þijú verkefni; hann fylgist með 12 ára bömum í Villingaholtsskóla í Kidl- ink verkefni á alnetinu um umhverfis- vemd með bömum frá 50 löndum. Hann myndar netverslun Hagkaupa, Netkaup, meðal annars með blindum einstaklingi sem kaupir inn í Netkaup- um með aðstoð tölvunnar. Að lokum myndar Einar Falur siðan myndlista- konuna Huldu Hákon, sem alla jafna vinnur verk sín í tré, en hún hefur einnig unnið myndlist á alnetinu. Ragnar Axelsson fer í Fjölbrauta- skóla Akraness og fylgist þar með nemendum sem eru að setja saman heimasíðu um Snorra Sturluson. Þá fer Ragnar í heimsókn í tölvufyrir- tækið OZ og kynnir sér starfsemi fyrirtækisins á alnetinu. Að lokum heimsækir Ragnar Bjöm Bjamason menntamálaráðherra. Páll Stefánsson fylgist með degi f lífi Friðriks Skúlasonar hugbúnað- arsmiðs og fer meðal annars með honum í fyrirlestrarferð í Hvalfjörð. Einnig kynnir Páll sér skynjara þá sem Vegagerðin hefur komið fyrir til að fylgjast með færð og veðri, mynd- ar uppsetningu mæla og starfsmenn við úrvinnslu upplýsinga. Eftir því sem verkefnunum lýkur em þau send tii höfuðstöðvanna í Bandarílcjunum og sett inn á alnetið jafnóðum. Sex vikum síðan verður komið upp varanlegri heimasíðu sem helguð er verkefninu. Vegleg bók og margmiðlunardiskur koma út síðar á árinu. Slóð Sólarhrings í neithemi en http://www.cyber24.com/. Viðtal við Rick Smolan má finna á slóðinni: http://www.cnet.com/Content/Fe- atures/Dlife/Cyberspace/intervi- ew.html. Los Angeles. Reuter. EASTMAN Kodak og fjögur japönsk stórfyrirtæki hafa kynnt nýjar gerðir ljósmyndafílma og ljósmyndavéla, sem þau segja að muni valda byltingu og gerbreyta því hvemig fólk taki ljós- myndir. Vörumar verða markaðssettar 22. apríl í Bandaríkjunum, Japan og viss- um Evrópulöndum að því er forstjóri Kodak, George Fisher, skýrði frá á blaðamannafundi. Kodak og ijórir keppinautar fyrir- tækisins í Japan - Fuji Photo Film, Minolta, Canon og Nikon - lögðu ágreining sinn til hliðar og skiptu með sér kostnaði við gerð nýs kerfís, sem er ætlað að koma í stað þess sem nú er notuð. Hvert fyrirtæki um sig markaðsset- ur sína eigin vöru, sem byggist á nýrri tækni er kallast Advanced Photo System, eða APS, þar sem stafræn tækni er notuð jafnframt þeirri sem notuð hefur verið til þessa. Kaflaskil í yósmyndun „Þessi áfangi boðar byltingu í ljós- myndagerð sem er svo mikilvæg að hún mun breyta því hvemig við tök- um, geymum og framköllum ljós- myndir," sagði Fisher. „Þetta verður sá grundvöllur, sem byggt verður á langt fram á næstu öld.“ Brezka leikkonan Jane Seymour stjómaði kynningunni, sem var sjón- varpað til London, Tokyo and Roc- hester í New York-ríki, þar sem aðal- stöðvar Kodaks era. í yfirlýsingum frá Kodak og Fuj segir að með nýja kerfínu verði auð- veldara að stækka ljósmyndir og geyma fílmumar. Auk negatífrar myndar á fímunni verða á henni stafrænar upplýsingar um hvetja mynd. Stafræna tæknin gerir kleift að prenta hveija mynd með réttri lýsingu og réttum hraða og senda myndirnar um tölvur og alnetið. Hægt verður að fá Smartfilm frá Fuji og Advantix frá Kodak fyrir mismunandi hraða og hægt verður að nota þær í nokkrar APS ljós- myndavélar, meðal annars einnota vélar. Unnið hefur verið í fímm ár að hinum nýju Advantix-vöram Kodaks. Óteljandi tilraunir hafa verið gerðar til að ganga úr skugga um hvemig auðvelda megi fólki að taka ljósmynd- ir og kostnaðurinn nemur um 1 millj- arð dollara. Nýja fílman, sem er 24 mm í stað 35 mm nú, verður 15-20% dýrari að sögn Davids Biehns, eins af vara- stjómarformönnum Kodaks. Verð á nýrri línu Advantix ljósmyndavéla verður á bilinu „innan við 100 dollar- ar“ til 400 dollarar. Auðveldar í notkun Fisher sagði að álíka auðvelt yrði að nota Advantix vélamar og Kodak Brownie ljósmyndavélina, sem George Eastman kynnti fyrir réttum 96 árum. Hann kvaðst gera ráð fyrir að markaðssetning mundi ganga vel og að 10-20% þeirra Ijósmyndavéla, sem seldar yrðu fyrir árslok, yrðu af gerð- inni APS. Kodak áætlar að 80% ljósmynda- véla, sem seldar verða í Asíu fyrir árið 2000, verði af gerðinni APS. Þó mun Kodak halda áfram að selja 35 mm ljósmyndavélar. Markaðssetningu Advantix mun fylgja „umfangsmesta sjónvarps- og prentherferð í sögu fyrirtækisins“ að sögn Fishers. A vefvaktinni MEÐODD DE PRESNO NORSKI alnetsfrömuðurinn Odd de Presno sem var hér á landi ekki alls fyrir löngu, heldur úti þætti á netinu sem hann kallar Vef- vaktina. Þar tínir hann til ýmis at- hyglisverðustu vefsetrin og slóðirn- ar sem hann hefur rekist á á flakki sínu um veraldarvefinn. Morgun- blaðið hefur fengið heimild Odds til að birta þessar ábendingar hans hér á fjölmiðlunarsíðunni og annars staðar í blaðinu eftir því sem tilefni gefst til. í upphafi grípum við þar niður í þátt Odds de Presno, þar sem hann fjallar um fréttaþjónustu á vefnum: Heimsfréttirnar Það er auðvelt að fínna ókeypis fréttir á ainetinu, en ef þið ætlið að ná að fylgjast fullkomlega með því sem er að gerast, verður fólk að vera tiibúið að greiða fyrir þjón- ustuna. Einn kosturinn er World News Cormection (WNC), erlend fréttaþjónusta bandarískra stjórn- valda sem gerir fréttaþyrstum við- vart um markverð tíðindi utan Bandaríkjanna. Fyrir einungis um 50 dali á mán- uði er unnt að fá aðgang að nýjum fréttum sem safnað hefur verið sam- an frá þúsundum erlendra frétta- linda, þar á meðal má nefna ræður stjómmálamanna, texta sjónvarps- þátta og útsendinga útvarps, auk greina úr dagblöðum, timaritum og bókum. Innihaldið getur verið allt frá opin- beru hermálaefni, stjórnmálaefni, umhverfís- og þjóðfélagsmálum til visinda- og tækniupplýsinga ásamt skýrslum allsstaðar að. Allt efnið er þýtt á ensku. Svæðisbundir flokkar sem útgáfan nær til er: Mið-Evróas- ía, A-Asía, Austurlönd nær og S- Asía, Kína, A-Evrópa, V-Evrópa, S-Ameríka, Afríka sunnan Sahara. Upplýsingar frá Bandaríkjunum eru ekki þarna á meðal! Ákveðin áskriftarflokkun felur í sér úrklippuþjónustu sem kallast „profiling“. Skilgreinið tegund upp- lýsinganna sem þið viljið fá, og WNC mun þá skoða allar þær greinar sem bætast við þjónustuna og greina úr allar þær sem falla að skilgreining- unni. Daglega eru síðan þessar grein- ar sendar til ykkar í tölvupósti. Slóðin er: (http://wnc.fedworld.gov/). Aðrir fréttamiðlar sem heimsóttir hafa verið í þessum mánuði eru m.a. Reuter Business Alert Online (http://206.4.74.17/) fréttalind um Mexíkó með bæði hljóði og mynd - (http://eng.usf.edu/ " palomare/newspapers/html), heimasíða fyrir grísk dagblöð (http://www.spark.net.gr/ perip—e.html). Einnig má benda á ástralska síðu með upplýsingum um dagblöð á vefn- um frá hinum ýmsu löndum (http://www. intercom.com.au/ intercom/newsprs/index.htm). Á rússnesku fjölmiðlasíðunnni má finna slóðir til rússneskra dagblaða og tímarita sem hafa vefútgáfur og hvernig tengjast má gagnagrunnum á ensku. Slóðin er (http://www.hibo.no/ stud/sh4/media.html).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.