Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 08.02.1996, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 33 I I I ( ( < ( < < ( < < < < < < Seljum íslenskt ÞRÁTT fyrir að út- flutningsverslun skipti sköpum fyrir afkomu íslensku þjóðarinnar, hefur því miður ekki alltaf verið lögð nægi- leg rækt við að aðstoða íslenska útflytjendur. Þetta hefur þó verið að breytast hægt og síg- andi og nú er svo kom- ið að umtalsverður árangur hefur náðst á erlendum mörkuðum. Eitt mikilvægasta verk- efni útflytjanda á nýj- um markaði er að koma upp dreifingarneti, sem venjulega er gert í sam- starfi við þarlendan að- ila. Samstarfsaðilinn getur komið með ýmsum hætti að málinu, t.d. getur hann verið umboðsmaður sem vinnur á ábyrgð útflytjandans eða sjálfstæður dreifíngaraðili sem kaup- ir og selur á eigin áhættu. Þá eru einnig til svokallaðir nytjaleyfís- og sérleyfíssamningar, þar sem varan sjálf er ekki flutt út, heldur gefið leyfi til að framleiða vöruna erlendis. Erlendis hefur reynslan kennt mönnum að nauðsynlegt er að ganga tryggilega frá öllum málum þegar ákvörðun hefur verið tekin um að færa sig yfír á nýjan markað. Sér- staklega á þetta við gagnvart aðilum sem menn hafa ekki haft samskipti við áður. Lögð er áhersla á að gera skriflega og vandaða samninga við samstarfsaðilann, þar sem réttindi og skyldur hvors um sig eru tíundað- ar og einnig með hvaða hætti sam- starfíð á að vera. Ymis rök mæla með því að gera þetta strax í upp- hafi samstarfs. Þá eru aðilar oftast reiðubúnir til að aðlaga sig þörfum hvor annars og samn- ingurinn hjálpar mönn- um einnig að átta sig á stöðu hvors um sig, sem kemur í veg fyrir árekstra og misskilning síðar. Þá er hætta á að sé samningurinn ekki gerður í upphafí gleym- ist að gera hann. Fjöldi dæma er um að góður samningur hafi bjargað fyrirtæki frá verulegu ijárhagstjóni, t.d. ef samstarfsaðilinn reyn- ist ekki standast þær væntingar sem til hans voru gerðar. Því miður hafa alltof margir íslenskir útflytj- endur enn ekki áttað sig á mikilvægi vandaðrar samningagerðar. Dæmi eru um að menn hafí samþykkt óhag- stæða samninga vegna vankunnáttu varðandi samningagerðina eða efni samningsins. Stundum hafa menn gert það eitt að lesa lauslega yfír samning, sem gerður er af viðsemj- andanum, og oftar en ekki að meira eða minna leyti honum í hag. Síðar þegar upp koma vándamál er útflytj- andinn venjulega í þeirri stöðu að geta ekkert gert annað en að sam- þykkja kröfur viðsemjandans og taka á sig fjárhagslegt tjón, til að tapa ekki þeim fjármunum sem þegar hafa verið lagðir í uppbyggingu á viðskiptavild, viðskiptasamböndum og hugverkaréttindum. Tjóni sem hefði mátt koma í veg fyrir með því að sýna fyrirhyggju í upphafi. Útflytjendur bera því oft við að tillögur um breytingar á efni samn- ings gætu fælt samstarfsaðilann á brott. Þetta er hins vegar stórkost- legur misskilningur. Allir heiðarlegir Alltof margir útflytj- endur, segir Agúst Sindri Karlsson, hafa ekki áttað sig á mikil- vægi vandaðrar samn- ingagerðar. kaupsýslumenn gera ráð fyrir að samningar séu gerðir við upphaf við- skipta og þeir telja síður en svo ástæðu til að hætta við samninga vegna þess að gagnaðilinn fellst ekki á allt í þeirra samningi. Komi upp árekstar eru málin rædd og leyst úr ágreiningi. Auðvitað getur skeð að samningur strandi vegna þess að menn komast ekki að samkomulagi um efni samnings, en betra er að slíkur ágreiningur komi strax fram heldur en þegar viðskiptin eru hafin. Menn verða líka að trúa á getu sína og gæði vöru sinnar til að láta ekki bjóða sér hvað sem er í slíkum samn- ingum. Sjálfsagt er að halda fram þeirri skoðun að íslenskar vörar skari fram úr hvað varðar hreinleika og gæði og það komi viðsemjandunum í koll ef hann tryggir sér ekki sölu- réttinn áður en einhver annar grípur tækifærið. Það er því kominn tími til að ís- lenskir útflytjendur og samstarfsaðil- ar þeirra taki þessi mál föstum tök- um. Telji menn sig ekki hafa næga þekkingu til að sinna þessum málum sjálfír er hægur vandi að leita sér- fræðiaðstoðar. Sá kostnaður skilar sér fljótt. Höfundur er héraðsdóms- lögmaður. Ágúst Sindri Karlsson GAMLAR hefðir eru enn hafðar í heiðri. NÚTÍMINN kemur tii Pókot, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. beitarlönd, vandamál í hjónabönd- um fólks, hórdómsmál, þjófnaðar- mál og önnur brot á lögum samfé- lagsins. Varði mál stærra svæði, koma öldungar frá hlutaðeigandi svæðum saman til fundar. Rík áhersla er lögð á það í þessu samfé- lagi að menn lúti úrskurðum öld- unganna. Synd á meðal Pókot- manna er að brjóta reglur samfé- lagsins. Þegar menn bijóta af sér biðja þeir meðbræður sína fyrir- gefningar á opinberum fundum. Pókotmenn eru því miklu meiri fé- lagsverur en við íslendingar, án þess þó að sérkennum einstaklings- ins sé haldið niðri. í rauninni eru þeir líka miklir einstaklingshyggju- menn. Það er mjög auðvelt að taka ut- anaðkomandi hópa fólks inn í sam- félag Pókotmanna vegna þess hve einfalt þjóðskipulagið er. Einu kröf- urnar, sem gerðar eru til aðkomu- manna, ef þeir fá leyfi til að setjast að, er að þeir semji sig að siðum og háttum íbúanna sem fyrir eru. Menning Pókotmanna byggist mjög á nautgripum. Kýr eru æðsti ríkdómur, sem til er. Sá, sem á margar kýr á mikið undir sér og nýtur virðingar. Til að eignast konu verður að greiða svo og svo margar kýr. Háar sektir eru greiddar með kúm, þær eru áhrifamestu fórnirnar í átrúnaði og æðsta form fegurðar. Litir tilverunnar miða við liti kúnna og þannig mætti áfram telja. Nán- ari grein verður gerð fyrir þessu síðar. Tímahugtak þessa samfélags er gjörólíkt okkar. En Pókotmenn eru ekki einir í heiminum. Nútíminn kemur til þeirra, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Skólar eru reistir, vegir koma, fjölmiðlar orka á sam- félag þeirra og nýtt verðmætamat verður til. Unga fólkið elst margt upp í tvenns konar menningu, þ.e. hinni gömlu og þeirri nýju. Hið kenýska þjóðfélag kemur með rétt- arkerfi sitt og þjóðskipulag. Án efa er erfitt að vera miðaldra og gam- all í þessu samfélagi á tímum hraðra breytinga. Mörg gildi hins gamla samfélags eru á undanhaldi. Hvað verður um þetta samfélag? Mun það halda velli eða hverfa inn í hið stóra samfélag Kenýu? Er hægt að hjálpa þessu fólki á ein- hvern hátt á þessum örlagatímum? Lygi, hauga- lygi og hag- tölur „SVO GENGUR það til í heiminum að sumir hjálpa vitleysum á gang og aðrir leitast við að útryðja aftur þeim hin- um sömú vitleysum. Hafa svo hverir tveggju nokkuð_ að iðja.“ Svo mælti Árni Magnússon handritasafnari á sín- um tíma að gefnu til- efni. Nú er ég óvænt í sporum hans. Á sunnudaginn var hóf Morgunblaðið, í sér- blaði fjármál fjölskyld- unnar, feril sinn í fag- legri umræðu um söfn- unartryggingar með samanburði á framboði fjögurra tryggingafélaga. Töluleg niðurstaða er gefin í fagurlega skreyttum og litprúðum ramma. Innihaldið gefur hins vegar kolranga mynd af því sem yfirskriftin lofar og ég sé mig til- neyddan að vara við villum sem í því leynast. Kostnaður um sjóði eða ávöxt- unarstaði, áhersla er lögð á einfalt og trú-*“ verðugt yfírbragð. Bresku tryggingarn- ar eru fjölbreyttar og sveigjanlegar. Líf- trygging er gjaman höfð sem léttust til að trufla söfnunina sem minnst. Þannig minnk- ar Friends-tryggingin smám saman og eyðist út eftir því sem hækkar í sjóðnum. Neytendur eiga margra kosta völ og aðang að mismun- andi sjóðum. Aðeins aðalsjóður (With Profit) er gjaldfrír og ábyrgist 3% ávöxtun. Einingasjóðir hreyfast upp og niður, - en fjárfesting í atvinnulífmu gefur einnig mjög góða ávöxtun á löngum tíma. Bresku félögin miða dæmi sín þó almennt ekki við meira en 10% ársávöxtun. Ef við stækkum nú örlítið töfluna frá því á sunnudag og bætum við Ami Reynisson Yfirskrift töflunnar er „Ávöxtun söfnunartrygginga“. Síðan er ákveð- ið fast ávöxtunarhlutfall og kannað- ar tölur sem þá koma upp. Mismun- andi tölur í þeim samanburði ráðast því ekki af ávöxtun heldur kostnaði félaganna, sem þau leggja á með mismunandi hætti. Þetta fær les- andinn enga hjálp við að skilja, yfir- skriftin vísar honum í þveröfuga átt. Rannsókn á mismunandi kostnaði er hins vegar jafn þýðingarmikil og á ávöxtun, því allur kostnaður sem dreginn er frá höfuðstól lækkar end- urgreiðslur. Skoðum þetta nánar. Tvö bresk félög, Friends Provid- ent og Sun Life, starfa eftir sömu reglum í heimalandinu. Af þeim er Friends þekktara fyrir lágan kostn- að. Upplýsingar sem fram koma í viðtölum staðfesta þetta, bæði stofn- kostnaður og umsýslugjald eru lægri hjá Friends. Þá er miðað við hærri líftryggingu hjá Sun og það kostar líka sitt. Út frá þessarri staðreynd ætti afkoman að vera lakari hjá Sun en hjá Friends. Talan sem Sun gefur upp er þó hærri. Við fljótlega athug- un sýnist einboðið, að þeir frádrátt- arliðir, sem samviskusamlega era taldir upp í viðtalinu, séu ekki tekn- ir með í dæmið. Ef það er rétt er hér gróflega farið að. Ég hef gert ráðstafanir til að fá mínar eigin tölur frá Sun Life, enda fæst sú trygging einnig hjá miðlun minni, en hér er annað dæmi sem sýnir áhrif kostnaðar. Sá sem fjár- festir í aðalsjóði Friends greiðir ekki umsýslugjaldið og þá kemur þetta út miðað við 30 ára mann í 35 ár, og berið nú saman við tölurnar frá því á sunnudag: Friends Provident einingasjóðir 13.351.800 (sjá Morgunblaðið). Sun Life tryggingin 14.565.600 (sbr. Morgunblaðið). Friends Provident aðalsjóður 15.071.350. Það hefði á hinn bóginn verið rangt að gefa upp hærri töluna, þar sem viðskiptavinir mínir taka venju- lega aðeins um fjórðung í aðalsjóði, en þijá fjórðu í einingasjóðum vegna ávöxtunar og áhættudreifingar. Ávöxtun Breskar og þýskar söfnunar- tryggingar eru um margt ólíkar. Þjóðveijar leggja mikla áherslu á fasta ávöxtun (4-5%), sem fyrirtæk- ið ábyrgist, og háa líftryggingu, sem heldur verðgildi sínu út tryggingar- tímann. Aftur á móti fer sjálf ávöxt- unin aldrei hátt, talað er um allt að 7% vexti. Neytendur eiga ekki val Samanburðartöflur, segir Arni Reynisson, eru einskis virði fyrir neytandann. nokkrum dæmum um hærri ávöxtun kemur þetta i Ijós. í fremri dálki Friends eru einingasjóðir (Unit Link), í aftari dálki aðalsjóður (With Profit): Samlíf Allianz Friends 5% 15.230.279 5% 16.626.945 7% 23.093.746 5% 13.351.800 15.071.350 7,5% 22.455.300 25.621.100 10% 38.942.750 45.056.250 Ávöxtun aðalsjóðs hefur verið um 13% undanfarin 25 ár. Jafnan ber að hafa verðbólguna í huga og að fortíð er ekki ávísun á framtíð. Hér sést vel að mjög mismunandi reiknireglum er beitt, þar sem til- hneigingin hjá Þjóðveijum er sýni- lega að veija botninn og setja þá um leið þak á árangurinn. Með því að setja þakið jafnlágt og raun ber vitni skapast væntanlega miklir va- rasjóðir, sem um leið má nota til að lækka kostnað, t.d. afgjald af líf- tryggingunni. Þetta gæti skrifstofa Allianz skýrt nánar. Niðurstaðan af þessum saman- burði er sú, að litprentuð saman-^ _ burðartafla Morgunblaðsins frá því á sunnudaginn er einskis virði fyrir neytandann ef hann er að bera sam- an kostnað og ávöxtun ásamt mis- munandi sveigjanleika og valkostum söfnunartrygginga frá erlendum fé- lögum. Frægur breskur stjórnmálamað- ur, Benjamin Disraeli, sagði einu sinni: „Það er til þrenns konar lygi, það eru lygi, haugalygi og hagtöl- ur.“ Það er rétt hjá honum að illa unnar og rangt skýrðar tölur, sem birtar era með fagmannlegu yfir- bragði, eru hættulegasta form hálfs- anninda og ósanninda. Ég skora á Morgunblaðið, sem þekkt er fyrir vönduð vinnubrögð, að leggja meiri vinnu og alúð í umfjöllun um þessi mál. Samstarf mitt við blaðamann- inn var með ágætum og ég hef full- an skilning á erfiðri aðstöðu hans. Höfundur er löggiltur trygginga- miðlari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.