Morgunblaðið - 08.02.1996, Page 38

Morgunblaðið - 08.02.1996, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ t Faðir minn, tengdafaðir og afi, LEÓ JÓNSSON, Hverf isgötu 11, Siglufirði, lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar miðviku- daginn 31. janúar sl. Útför hans verður gerð frá Siglufjarðar- kirkju laugardaginn 10. febrúar nk. kl. 14.00. Minný Leósdóttir, Guðbjörg Stefónsdóttir, Leó R. Ólason, Fanný Gunnarsdóttir, Sæunn Óladóttir, Hafþór Gunnarsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Bæring Gunnarsson, Elfn Gunnarsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR TRYGGVI PÉTURSSON, Grænagarði, sem lést 3. febrúar sl., verður jarðsung- inn frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 14.00. Gunnar Pétursson, Sigríður Sigurðardóttir, Oddur Pétursson, Magdalena Sigurðardóttir, Unnur Pétursdóttir, Hjálmar Torfason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sambýlismaður minn, KRISTJÁN ODDSSON, Víðivöllum 2, Selfossi sem lést á heimili sínu 4. febrúar, verð- ur jarðsunginn frá Selfosskirkju föstu- daginn 9. febrúar kl. 13.30. Rósanna Hjartardóttir. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLGRÍMS P. ÞORLÁKSSONAR frá Dalbæ, verður gerð frá Selfosskirkju laugardag- inn 10. febrúar kl. 13.30. Eiríkur Hallgrfmsson, Maria Leósdóttir, Gunnþórunn Hallgrímsdóttir, Jón Ólafsson, Steinunn Hallgrímsdóttir, Egill Örn Jóhannesson, Hörður Vestmann Árnason, Jóhanna Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYJÓLFUR ELÍASSON frá Reyðarfirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Brynjar Eyjólfsson, Ríkey Guðmundsdóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir, Kristinn Grímsson, Jarþrúður Eyjólfsdóttir Karlsson, Bo Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON, Espigerði 20, Reykjavík, sem lést 4. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudagínn 9. febrúar kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðrún Halldórsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Pétur Björnsson, Guðrún Ösp Pétursdóttir, Jón Helgi Pétursson. MINNINGAR OLOF AÐALHEIÐ UR FRIÐRIKSDÓTTIR + Ólöf Aðalheiður Friðriksdóttir fæddist á Selabóli í Önundarfirði 7. nóvember 1914. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. janúar siðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Friðrik Guð- mundsson, bóndi og smiður á Selabóli í Breiðadal og síðar á Flateyri, f. 3. nóv. 1875, d. 29. mars 1960, og Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Súganda- firði, f. 15. apríl 1880, d. 3. júlí 1960. Þau áttu 13 börn og var Ólöf níunda í röðinni. Hin voru: Stefán, Ólöf (lést í bernsku), Torfi, Guðmundur Einar, Sig- rún, Una, Maria, Össur, Jón, Oddur, Magnús og Björgvin. Þau eru nú öll látin nema Una sem býr á Flateyri. Ólöf giftist 6. júlí 1940 Aðal- steini Einarssyni, síðar aðal- gjaldkera Kaupfélags Eyfirð- inga á Akureyri, f. 2. maí 1906 á Eyrarlandi, d. á Akureyri 8. maí 1985. Foreldrar hans voru Einar Arnason, bóndi, alþingis- maður og ráðherra á Eyrar- landi, og kona hans, Margrét Eiríksdóttir. Börn Ólafar og Aðalsteins eru: 1) Einar tækni- fræðingur, f. 1941, fyrri kona hans var Halla Ólafsdóttir, eiga þau tvö börn og tvö barnaböm, þau skildu. Síðari kona Einars er Anna S. Bjömsdóttir, eiga þau tvö böm auk þess sem Anna á tvö böm frá fyrra hjónabandi og tvö baraabörn. 2) Erlingur Friðrik tæknifræð- ingur, f. 1946, kvæntur Lám Maríu Ellingsen, þau eiga tvö böra. 3) Margrét hjúkrunar- fræðingur, f. 1946, gift Matthí- asi Matthíassyni, þau eiga tvö böra. 4) Gunnar Víðir smiður, f. 1947, d. 1977. 5) Gylfi hag- fræðingur, f. 1950, kvæntur Nönnu Kristínu Christians- en, eiga þau þrjú böm. en eitt þeirra er látið. Einnig á Gylfi dóttur úr fyrri sambúð með Sigrúnu Proppé. Ólöf ólst upp í Önundarfirði, fyrst hjá foreldrum sín- um en þegar móðir hennar veiktist af spænsku veikinni var hún send á fimmta aldursári í fóstur til ættingja. Þar var hún til tiu ára aldurs en fór þá til foreldra sinna á Flateyri. Ólöf lauk námi við Hjúkrunarskóla íslands vorið 1939 og starfaði þá hálft ár við Kleppspítalann og veturinn 1939-40 við Sjúkrahúsið á ísafirði þar til hún flutti til Akureyrar og hóf hjúskap með Aðalsteini. Þau reistu sér hús við Helgamagra- stræti 24 og bjuggu þar frá árinu 1949. Arin 1956 til 1962 starfaði hún við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, vann síðan við skólahjúkrun í Barna- skóla Akureyrar árin 1962- 1964 er hún tók við starfi hjá Heilsuverndarstöð Akureyrar við ungbarnaeftirlit. Við það vann hún þar til hún fór á eftir- laun I okt. 1980. Meðfram hjúkrunarstörfum annaðist hún heimilis- og uppeldisstörf og tók virkan þátt í félagsstarfi. Ólöf var félagi í Guðspekifélagi Islands í um 50 ár. Einnig starf- aði hún í marga áratugi með Sam-frímúrarareglunni og í Stúkunni Brynju á Akureyri, en þar var hún gerð að heiðurs- félaga. Hún var í félagsskap postulínsmálara og síðustu árin söng hún með Kór aldraðra. Olöf verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún amma mín er nú búin að kveðja þetta líf. Hún kenndi mér að eftir þetta líf tekur annað til- verustig við og því er ég sannfærð um að nú líður henni vel og að við munum um síðir hittast aftur. Hún kveður viðburðaríkt líf, líklega hef- ur engin kynslóð fengið að upplifa aðrar eins umbyltingar í lífsháttum og hennar. Ég er full af söknuði vegna þess að hún var sterkur per- sónuleiki sem hafði mikil áhrif á alla sem í kringum hana voru. Hún var líka vön að segja að sterkasta fólkið kæmi frá Vestfjörðum, þar sem rætur hennar liggja og hún var svo stolt af. Hana einkenndi mikil þörf fyrir sjálfstæði, sem m.a. lýsti sér í því að hún braust áfram til náms í hjúkrun áður en hún gifti sig. Það var hennar trygg- ing fyrir því að geta alltaf staðið á eigin fótum í lífsins ólgusjó. Ég man þegar ég var lítil hvað það var alltaf gaman að fara norður í heimsókn í Helgamagrastrætið og heimsækja ömmu og afa. Þar var ávallt margt um manninn því fjöl- skyldan safnaðist alltaf saman norður á Akureyri á sumrin. í minn- ingunni er því húsið í Helgamagra- strætinu fullt af fólki og þar vorum við frændsystkinin að leika okkur inni eða úti í garðinum hennar ömmu þegar veðrið var gott. Amma ræktaði svo falleg blóm í garðinum og á sumrin þegar jurtirnar voru í blóma var garðurinn svo fallegur. Ég man sérstaklega eftir rósunum, en amma var mjög natin við rækt- un þeirra. Á haustin þegar kominn var tími til að taka upp matjurtim- ar fengum við bamabömin rabarb- ara sem við dýfðum ofan í sykur til að smjatta á. í garðinum framan við húsið er klettur. Þar vorum við barnabömin vön að klifra í óþökk foreldra okk- ar. Amma var sannfærð um að í þessum kletti byggju álfar enda hefur þeim alveg áreiðanlega liðið vel í návist hennar. Amma var líka afar listræn kona og hún átti mörg áhugamál. Ég hef fáum manneskj- um kynnst sem hafa verið eins orkumiklar og framkvæmdasamar og hún amma. Hún pijónaði lopa- peysur á okkur öll barnabörnin og mér er minnisstætt þegar ég fór aftur til Svíþjóðár eitt haustið hve sænsk vinkona mín öfundaði mig af lopapeysunni sem amma hafði pijónað á mig um sumarið. Henni var fleira til lista lagt. Hún málaði líka á postulín og við börnin, bama- bömin og barnabamabömin höfum öll fengið postulín sem hún hefur málað. Ég á enn diskinn með mynd- inni af Dísu ljósálfi sem ég fékk í afmælisgjöf þegar ég var lítil. Hún iðkaði þetta áhugamál sitt alveg til hins síðasta og mér þykir því alveg óskaplega vænt um ketilinn sem hún málaði óstyrkri hendi og gaf mér í jólagjöf um síðustu jól. Ketillinn var sennilega eitt það síð- asta sem hún málaði, en það eru þessir hlutir, sem hún skapaði til að gleðja aðra, sem em nú eftir þegar hún er farin. Hún amma var líka afar smekk- leg kona. Hún var ávallt glæsileg og hafði ánægju af því að klæðast fallegum fötum. Hún átti líka mik- ið af fallegum skartgripum en sá eftirminnilegasti er gullmenið sem hún bar alltaf um hálsinn með tákni Guðspekifélagsins og hringrásar lífsins. Amma kveikti áhuga minn á andlegum málefnum strax þegar ég var lítil stúlka. Við áttum löng samtöl um lífið, tilgang þess og leiðir. Hin kristnu siðgæðisviðhorf og trú var sterkur þáttur í lífi henn- ar og uppeldi barnanna en þetta óf hún með hugmyndafræði guð- spekinnar og elsti sonur hennar, Einar, er nú forseti Guðspekifélags íslands. Það má að vissu leyti segja að amma hafi verið langt á undan sinni samtíð því sem ung kona fór hún að hafa mikinn áhuga á and- legum málum. En hugrækt og karma, auk skyldleika sálnanna, voru hlutir sem hún hóf að kynna sér fyrir hálfri öld og hafði hún tileinkað sér mikinn fróðleik á því sviði. Hin sterka sannfæring henn- ar hjálpaði henni mikið þegar Gunnar sonur hennar dó aðeins þrítugur að aldri af slyssförum. Hún amma var virk í Guðspekifé- lagi íslands auk þess sem hún var félagi í Sam-frímúrarareglunni og stúkunni Brynju. Amma varð grænmetisæta fyrir mörgum ára- tugum og ég hef oft velt því fyrir mér hversu erfitt það hlýtur að hafa verið að borða aldrei kjöt né fisk þegar fáar grænmetistegundir voru á boðstólum á íslandi. Þrátt fyrir þetta eldaði hún alveg hreint dásamlegan mat handa okkur hin- um og fiskibollurnar hennar ömmu eru frægar í fjölskyldunni. Við barnabörnin bárum alla tíð virðingu fyrir hugleiðsluherberginu hennar ömmu, en þangað hvarf hún ávallt stund úr degi til að hugleiða. Þá vissum við að ekki mátti trufla. í seinni tíð þegar ég hef farið norður og búið hjá ömmu hef ég fengið að sofa í þessu herbergi og þar líð- ur mér ávallt mjög vel, það er greinilega góður andi sem hefur skapast eftir áratuga hugleiðslu og jákvætt hugarfar þar inni. Það var þegar amma kom suður til að sækja fundi í margvíslegu félagsstarfi sem hún bjó oft hjá okkur pabba, Nönnu og litlu systkinum mínum. Þá spjölluðum við oft saman um táknfræði og drauma og hún hafði alltaf margt að segja um þau mál. Ég sá hana ömmu mína í síðasta sinn í fyrravor heima hjá pabba og Nönnu. Þar áttum við saman ánægjulegan dag, amma, börnin, barnabörnin, barnabarnabörnin og tengdafólk. Einn sonarsonur henn- ar, hann Addi sem er menntaður óperusöngvari frá Bandaríkjunum, kom ásamt japanskri konu sinni yfír hafið og söng fyrir okkur fjöl- skylduna við undirleik píanóleikara. Þetta var afar hátíðleg stund sem ég mun seint gleyma. Þessi fallegi vordagur var sá síðasti sem við hittumst öll saman á meðan amma var á lífí. Það var við hæfí að hlusta á fallegan óperusöng þennan eftir- minnilega dag vegna þess hve amma sjálf var mikill fagurkeri. Tónlistin var hluti af fjölskyldulíf- inu og fengu öll börnin hennar og afa að læra á hljóðfæri í bemsku. Sjálf var hún síðustu árin í Kór aldraðra. Ég man að hún amma var orðin ósköp lúin í lok dagsins, enda átti hún ekki lengur til það þrek sem hafði einkennt hana alla tíð. Hún hafði átt við veikindi að stríða um allnokkurt skeið og undanfarna mánuði vissum við öll að hún amma gæti kvatt þetta líf hvenær sem væri. Eftir að afí dó árið 1985 bjó hún ein í Helgamagfastrætinu. Eg fann að fráfall hans fékk á hana þó hún bæri sig alltaf vel, því þau voru svo góðir félagar síðustu árin eftir að börnin fluttu að heiman. Þá var gott til þess að vita að Erl- ingur sonur hennar og fjölskylda hans voru á Akureyri og alltaf var hægt að treysta því að þau litu til með henni. Síðustu mánuðina dvaldi hún í öiyggi heima hjá þeim í Þórunnarstrætinu og var búin að koma sér vel fyrir með hluta af búslóð sinni. Það leið ekki sá dagur að Margrét dóttir hennar hringdi ekki til að spjalla við hana og var hún alltaf fljót að fara til Akur- eyrar ef eitthvað bját.aði á hjá mömmu hennar. Undir það síðasta var sérhver dagur í raun gjöf en hún amma var vel búin undir brott- förina. Það er skrýtið að hugsa til þess að daginn áður en ég hélt aftur til náms í Englandi eftir jólin var síðasta skiptið sem ég fékk að tala við hana ömmu. Það var þung-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.