Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.02.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON + Þorsteinn Guðmundsson fæddist á Syðstu-Fossum í Andakíl 31. maí 1901. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 5. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lundarkirkju 13. janúar. HÉRAÐSHÖFÐINGINN Þorsteinn Guðmundsson, fv. bóndi og hrepp- stjóri á Skálpastöðum í Lundar- reykjadal, er fallinn í hárri elli. Þorsteinn mun samtíðarfólki, frændum og vinum minnisstæður sem virðulegur, greindur og höfðing- legur stórbóndi og þá ekki síður fyr- ir ljúfmennsku, glatt geð og skemmtilegar samverustundir. Hann var maður fróður, minnugur og víð- lesinn, fluggreindur, hagmæltur, rit- fær og sagnamaður góður. Hann var náttúrunnar bam, mikill unnandi ís- lenskrar sveitar, hestamaður góður, dýravinur hinn mesti, stórhuga rækt- unarmaður og búhöldur mikill. Lax- veiðimaður var hann slyngur og mik- ill félagsmálamaður, léttur og ljúfur í viðmóti, prúður og virðulegur. Hann var hár vexti, sívalur og beinvaxinn, hinn snotrasti maður, sem bauð af sér góðan þokka. Þegar ég hafði lesið fyrri bókina hans, Glampar í fjarska á gullin þil, skrifaði ég í blað mitt álit á þessum hugljúfu sögum. Stuttu seinna komu þau hjónin í heimsókn til okkar hjóna og áttu með okkur ánægjulega stund, vottuðu okkur vinarhug sinn og hlýju, mæltust til að þetta skyldi upphaf að vináttu og nú mættum við til með að heim- sækja þau að Skálpastöðum. Ekki vorum við kunnug fyrir. En þegar við Þorsteinn fórum að ræða ættir Borgfirðinga sást að ættir okkar lágu saman til beggja handa, sem sé Ari móðurafi hans og Oddný móðuramma mín voru alsystkini. En í föðurættina, Vilborg föður- amma Þorsteins og Rögnvaldur móðurafi Jóns föður míns voru systraböm. Þó í fjarlægð sé eru þetta ættleggirnir. Þetta glæddi samræðuna. Eftir þetta var ávarp Þorsteins: Sæll frændi. Þá skrifuð- umst við á að gömlum sið og höfðum ánægju af. Það geymist. Rétt síðar urðu fagnaðarfundir þegar við mættum þeim hjónum á Hvanneyri. Vomm þar mætt á or- lofsviku eldri borgara, reyndar tvö ár í röð. Þá buðu þau okkur með sér til Skálpastaða og sýndu okkur höfuðbólið sitt, hús og víðáttumiklar túnekrur. Hann ók bíl sínum um túnið og fræddi um örnefni, en hver slátta átti sitt rómantíska nafn, sem bar vott um glaða, frumlega hugs- un. Túnið er stórt og glæsilegt. Þá var boðið til stofu og veitingar þegn- ar. Gestrisnin er enn í gildi og verð- ur vonandi. Þorsteinn og Guðmund- ur, synir þeirra hjóna, voru teknir við búskapnum, voru báðir búnir að byggja sér einbýlishús yfir fjölskyld- ur sínar. Það leyndi sér ekki að þama var vel haldið í horfinu og vel það. Búið af stórhug og hyggind- um. Þetta var sannarlega ánægjuleg heimsókn. Hluta úr tveimur summm 1944- 1945 ók ég vörubíl í vegavinnu í Borgarfirði. Yfirverkstjóri var Ari Guðmundsson frá Skálpastöðum, bróðir Þorsteins. Kynni okkar Ara urðu allnokkur því ég naut nokkuð oft veitinga heima hjá honum. Hann var gestrisinn, fróður og skemmti- legur maður, prúður en glaðsinna. Þeir virtust líkir bræður að mörgu leyti, drengir góðir. Þetta voru borgfirskir heiðursmenn, sem lifa í minningunni, nú fallnir til foldar. Þorsteinn og hans gæðakona, Þór- unn Vigfúsdóttir, sýndu mikinn manndóm, vit og manngæði. Besta þökk fyrir góð kynni. Valgarður L. Jónsson. RAÐAUGÍ YSINGAR Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf. Starfsfólk óskast til fiskvinnslustarfa. Upplýsingar gefur Þórður í síma 456-2524. Sölumaður Áramótaspilakvöld Varðar Hið árlega áramótaspilakvöld Varðar verð- ur haldið sunnudaginn 11. febrúar í Súina- sal Hótels Sögu og hefst kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20.00. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, flytur ávarp. Fjöldi glaesilegra vinninga, m.a. utanlands- ferðir. Miðaverð kr. 600. Nefndin. Aðalfundur Félag íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag íslands heldur aðalfund á Hótel Holti fimmtudaginn 15. febrúar kl. 17. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Stórt og öflugt verslunar- og þjónustufyrir- tæki óskar eftir að ráða sölumann í eina verslun þess, sem staðsett er í Kringlunni. Starfið felst í sölu og innkaupum fyrir búsá- haldadeild verslunarinnar. Viðkomandi þarf að hafa góða reynslu í sölu á búsáhöldum og gott auga fyrir þörfum við- skiptavinarins. Við leitum að starfskrafti á aldrinum 30-40 ára. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Með allar umsóknir verður farið sem algjört trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. Vinsamlegast skilið inn upplýsingum um nafn, reynslu og fyrri störf á afgreiðslu Mbl. fyrir 18. febrúar, merktar: „Sölumaður - búsáhöld". Bílstjóri Okkur vantar snöggan og snaran bílstjóra sem ratar um Reykjavík, getur unnið sjálf- stætt og hefur bein i nefinu. Viðkomandi þarf að hafa góða enskukunnáttu, reynslu af tölvum og helst stúdentspróf. Starfsmaður ítolladeild Við leitum að nákvæmum, duglegum og sam- vinnuliprum starfsmanni, sem hefur góða kunnáttu og reynslu í tollskýrslugerð, er lipur á tölvu, býr yfir góðri enskukunnáttu og hefur stúdentspróf. Umsóknir, með mynd og upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist til DHL Hraðflutninga efh., Faxafeni 9. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. WORLOW/DE EXPRESS ® VIÐ STÖNDUM VIÐ SKULDBINDINGAR ÞÍNAR Til leigu eða sölu 100 fm húsnæði í verslunarmiðstöð í Breið- holti. Hentar fyrir verslun eða léttan iðnað. Fyrirspurnir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 14. febrúar, merktar: „J - 505". Hvaðveistþú um stjórnmál? Þú getur áttaö þig á þvi og öðlast meiri þekkingu á námskeiði Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, sem verður haldið í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, 19., 20., 26. og 27. febrúar og 4., 5., 11. og 12. mars nk. kl. 19.00-23.00. innritun og upplýsingar f sfma 568-2900. Fræðslu- og útbreiðsludeild Sjálfstæðisflokksins. Reykjaneskjördæmi Kjördæmisþing laugardaginn 10. febrúar 1996 Stjórn Kjördæmisráðs Sjálfstaeðisflokksins í Reykjaneskjördæmi boð- ar stjórnir félaga.Nulltrúaráða, sveitarstjórnarmenn og kjördæmis- ráðsfulltrúa flokksins í kjördæminu til kjördaemisþings í Gafl-inum, Dalshrauni 13, Hafnarfirði, laugardaginn 10. febrúar nk. kl. 09.00 árdegis. Dagskrá: 09.00 Morgunkaffi. 09.20 Setning. Ávarp formanns fulltrúaráðs Hafnarfjarðar. 09.40 Hópar starfa.* 12.00 Léttur hádegisverður. 12.40 Hópar starfa.* 15.30 Samantekt. 17.00 Þingslit. Þingstjóri: Mjöll Flosadóttir. *Hver þingmaður er 30 mínútur með hverjum hópi og ræðir ákveðin málefni. Gestir fundarins og þátttakendur í hópstarfi verða Björn Bjarna- son, menntamálaráðherra, og Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Þinggjald kr. 1.500 (veitingar innifaldar). Aðalfundur Aðalfundur Félags ræstingastjóra verður haldinn í Scandic Hótel Loftleiðir (kjallara) fimmtudaginn 15. febrúar 1996 kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Önnur mál. Stjórnin. I.O.O.F. 5 = 1772088 = I I.O.O.F. 11=17708028'Á = Bk □ EDDA 5996020819 II 5 □ HLÍN 5996020819 IV/V° 2 Frl. Landsst. 5996020819 VII Hvítasunnukirkjan Fíladeifía Bænastund i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Lofgjörðarvaka kl. 20.30 f umsjá Erlings Nielssonar. Allir velkomnir. Aðaldeild KFUM, Holtavegi Fundur f kvöld kl. 20.30. „Hvað breytti Páli?“ Umsjón hefur Halla Jónsdóttir. Upphafs- orð: Ársæll Aðalbergsson. Allir karlmenn velkomnir. Sktðagöngunámskeið laugardaginn 10. febrúar kl. 10.30 á Miklatúni, áður Klambratún. Kennari Valur Valdimarsson. Ekkert þátttökugjald. Dagsferð sunnud. 11. feb. kl. 10.30: Víðisnes - Naustanes, létt ganga um Álfsnes. Helgarferð 10.-11. febrúar kl. 10.00: Vestan undir Hengil. Gengið á skíðum frá Kolviðar- hóli vestan við Hengilinn. Gist f Nesbúð á Nesjavöllum. Matur innifalinn í verði kr. 5.000/5.500. Fararstjóri: Jósef Hólmjárn. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.