Morgunblaðið - 10.03.1996, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.03.1996, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MARZ 1996 39 FÓLK í FRÉTTUM Bjartmar búsettur í Oðinsvéum „MAMMA beyglar alltaf munninn, hún er að fara á ball“ er þekktur slagari sem hljómaði heima á Fróni fyrir nokkrum árum, en höfundur þess lags er Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður, sem nú er búsettur hér í Óðinsvéum í Danmörku. í síð- ustu viku opnaði hann sína fyrstu opinberu sýningu á málverkum í boði „Filosofgangen" eða Fyns ud- stillingsbygning for kunst og de- sign, sem er ný listamiðstöð í hjarta borgarinnar, ásamt 5 öðrum lista- mönnum. Fjöldi gesta var mættur þegar konsúll íslendinga hér í borg, Magrethe Hansen, opnaði sýning- una, en hún tók við starfinu af manni sínum Harald Hansen sem nú er nýlátinn. Bjartmar, sem hefur starfrækt eigin vinnustofu síðan námi lauk, sýnir hér nokkur verk unnin bæði með olíu og olíukrít og blandaðri tækni á striga og pappír en hann lauk á síðasta ári þriggja ára námi í klassískri listmálun og listasögu hjá þekktum dönskum listamanni, Bent Veber. Að sögn Bjartmars er „rosa sveifla á þessu öllu“ og mikil að- sókn að listamiðstöðinni síðustu daga, en sýningin stendur til 10. mars nk. Framundan er svo sýning í júní í sumar og önnur á sama tíma að ári þannig að fjöllistamaðurinn Bjartmar Guðlaugsson hefur í nógu að snúast á vinnustofu sinni á næstu mánuðum, og til gamans má geta þess, að hann er ekki enn hættur í tónlistinni. ——— —’ SYSTKININ Albert og Vala léku á als oddi. Morgunblaðið/Hilmar Þ6r Borghildur Fjóla söng lagið Litla systir. Nemendur Iðnskólans brýna raust sína SÖNGKEPPNI Iðnskólans í Reykjavík var haldin í Vörðu- skóla fyrir skömmu. Þátttak- endur voru fleiri en nokkru sinni fyrr, eða tíu talsins. Keppnin var hörð, en Oddur Karl bar sigur úr býtum með lagið Líf. BJARTMAR og Magrethe Hansen. „Han er dejlig“ segir konsúllinn okkar um Bjartmar. FRÁ opnun sýningarinnar. Bjartmar ásamt konu sinni Maríu og dótturinni Berglind á spjalli við hjónin Margréti Ólafsdóttur og Gunnar Pét- ursson. Glæsilegt páskatilboð tn Kanarí trá 49.932 49.932 Verð kr. m.v. hjón með 2 böm, 2-14 ára, 3. apríl. Parque Nogal 59.950 Verð kr. m.v. 2 í íbúð, 3. apríl. Skattar innifaldir. Parque Nogal Bókaðu strax °g tryggðu þér síðustu sœtin. Við höfum nú fengið viðbótargistingu á Kanaríeyjum um páskana á hreint frábæru verði og getum boðið 8 hús á þessu einstaka verði. Falleg smáhýsi með öllum aðbúnaði, öll méð einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi, baði, svölum og verönd. Fallegur garður við hótelið. Tryggðu þér síðustu sætin og HEIMSFERÐIR •kSIWPP njóttu þess að vera í yndislegu veðri um páskana. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. Jatoba 10 mm stafir 2.300,- fullklárað gólf með allri vinnu og eíhum 4.890,- Jatoba 8 mm mosaik 1-996, ■KT fullklárað gólf með allri vinnu og efnun Parkethúsið sérverskm með gegnheHt perket suðurlandsbraut 4a * sími: 568 5758 ■ fax: 568 3975

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.