Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 B 9 Kyrrðardagar í Skálholti á föstu ÁFORMAÐ er að bjóða tvisvar til kyrrðardaga í Skálholti á föstunni. Fyrri kyrrðardagurinn verður um helgina 29.-31. mars í umsjá Guð- rúnar Eddu Gunnarsdóttur guðfræð- ings og sr. Einars Sigurbjörnssonar prófessors. Föstudaginn 29. mars hefjast kyrrðardagarnir með aftansöng kl. 18 og þeim lýkur sunnudaginn 31. mars með aftansöng og kvöldverði. Umfjöllunarefni verður Píslarsagan og Passíusálmarnir. Nokkrir Passíu- sálmar verða lesnir og íhugaðir sér- staklega. Síðari kyrrðardagarnir verða á hefðbundnum tíina um bænadaga í dymbilviku 3.-6. apríl. Miðvikudag- inn 3. apríl hefjast kyrrðardagarnir einnig kl. 18 og þeim iýkur laugar- Rabb um líkn- arstörf reyk- vískra kvenna MARGRÉT Guðmundsdóttir, sagnfræðingur, verður gestur á rabbfundi Rannsóknarstofu í kvennafræðum þriðjudaginn 19. mars. Margrét er höfundur bókarinn- ar Aldarspor sem fjallar um sögu Hvítabandsins á árunum 1895- 1995 og kom út á liðnu ári. Mar- grét mun fjalla um óformlegar valdaleiðir kvenna og hlutskipti þeirra í mótun heilbrigðis- og fé- lagsmála á íslandi. Rabbið er á vegum Rannsókna- stofu í kvennafræðum við Háskóla íslands, fer fram í stofu 202 í Odda kl. 12-13 og er öllum opið. dag fyrir páska eftir hádegisverð. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup annast íhuganir en auk hans verða kyrrðardagarnir í umsjá Kristjáns Vals Ingólfssonar, rektors Skálholts- skóla, og Guðrúnar Eddu Gunnars- dóttur. Heita má fullbókað á síðari kyrrðardagana. Að venju eru þátttakendur vel- komnir í Skálh'olt frá hádegi fyrsta daginn til að njóta friðar og helgi staðarins, áður en formleg dagskrá hefst. Ákveðið hefur verið að halda kynningarfund um kyrrðardaga 18. mars kl. 20.30 í aðalbyggingu Há- skóla íslands, stofu V, á 2. hæð. Þar munu Kristján Valur Ingólfsson og Guðrún Edda Gunnarsdóttir kynna fyrirkomulag kyrrðardaga og gefa upplýsingar um tilhögun, skráningu, gjald og svara fyrir- spurnum. Þessum fundi lýkur með náttsöng í Háskólakapellunni. Upplýsingar um kyrrðardagana og skráning eru í Skálholtsskóla. Rættum fíkniefni á fundi í Ar- bæjarkirkju í ÁRBÆJARKIRKJU þriðjudaginn 19. mars kl. 20 verður haldinn fund- ur undir yfirskriftinni Hvað er að gerast í hverfinu þínu? Um er að ræða opinn fund íbúa í Selás-, Árt- úns- og Árbæjarhverfis. Fjallað verður um ástand fíkniefnamála ai- mennt og stöðu þeirra í hverfinu. Að þessum fundi standa ein tutt- ugu félagssamtök og stofnanir í hverfinu. Erindi flytja m.a. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, Björn Halldórsson, fíkniefnadeild lögregl- unnar, Vanda Sigurgeirsdóttir, for- stöðumaður Ársels, Ársæll Már Gunnarsson, verkefnastjóri foreldra- rölts, og Ólafur Már Guðmundsson, lögreglumaður í Árbæjarhverfi. í fréttatilkynningu eru íbúar hvattir til að láta sjá sig og hafa áhrif á þá áskorun og ályktun er fyrirhugað er að senda yfirvöldum um margt það er betur mætti fara í hverfinu. Vindhanar á sumarbústaðinn Frábærl verð - aðeins kr. 4.900.- Sendingarkostnaður bætist við vöruverð Pöntunarsími 567 5484 B.G.Á. HEILDVERSLUN Ævintýraferð um 7.-28. maí með Kínaklúbbi Unnar. Farið verður til: Beijing, Xian, Guilin, Shanghæ og Suzhou. Heildarverð kr. 265 þúsund. Upplýsingar hjá Unni Guðjónsdóttur, sími 551 2596. KINAKLUBBUR TILBOÐ OSKAST í Ford Super Cab F-150 4x4 árgerð ‘95, (ekinn 11 þús. mílur), Chevrolet Cavalier árgerð ‘91 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 19. mars kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. SALA VARNARLIÐSEIGNA — V ímuvar nir í skólum V ímuv arnaskólinn Kæru foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna. • Á næstu vikum mun Vímuvarnaskólinn ferðast á milli grunnskóla Reykjavíkur. • Tilgangur þess er að efla þekkingu og færni starfsfólks grunnskólanna í baráttunni gegn vímuefnum. • Þessa daga verður nemendum gefið frí frá hefðbundnu skólastarfi. • Foreldrar þurfa ekki að hafa áhyggjur af bömunum þessa daga því heilsdagsskólar verða starfræktir og fjölbreytt tómstundadagskrá verður sett upp fyrir aðra nemendur, m.a. í samvinnu við félagsmiðstöðvar, kirkjuna, íþróttafélög, skáta, fyrirtæki og stofnanir. • Kynningarbréf verða send heim með nemendum. • Það er von okkar að dagamir nýtist sem best, bæði starfsfólki og nemendum. Vímuvarnaskólinn verður í eftirtöldum skólum: mars 18. Ölduselsskóli 25. Fellaskóli Breiðholtsskóli Vogaskóli 19. Hólabrekkuskóli 27. Seljaskóli 20. Árbæjarskóli Æfingaskóli KHÍ 22. Álftamýrarskóli 29. Hlíðaskóli Foldaskóli Húsaskóli apríl 15. Fossvogsskóli 22. Vesturbæjarskóli Laugarnesskóli Selásskóli 17. Grandaskóli 23. Engjaskóli Breiðagerðisskóli 30. Melaskóli 19. Ártúnsskóli mai 2. Hvassaleitisskóli Hamraskóli 3. Langholtsskóli Réttarholtsskóli 6. Hagaskóli Laugalækjarskóli 7. Austurbæjarsskóli Vímuvamaskólinn er samstarfsverkefni eftirtalinna aðila: Bamavemdastofu, SÁÁ, Fræðslumiðstöðvar í fíknivömum, Rauða Krossins, Forvamardeild lögreglunnar auk íþrótta- og tómstundaráðs, Skólaskrifstofu og Unglingadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.