Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 18
ATVINNU/'RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR [ „ I- ATVINIIIIAI JGJl ÝSIhJC^AR SKOGRÆKT RIKISINS Aðalskrifa - Egilsstöðum Laust er til umsóknar starf fulltrúa á aðal- skrifstofu Skógræktar ríkisins. Umsóknarfrestur er til 29. mars 1996. Um er að ræða fullt starf við launavinnslu, skjalavörslu og önnur almenn skrifstofustörf. Góð tungumála- og tölvukunnátta nauðsyn- leg. Laun skv. kjarasamningum BSRB. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Skóg- ræktar ríkisins, sími 471 2100. Starfsmaður í tölvudeild Stór fyrirtæki í útgáfustarfsemi auglýsir eftir starfsmanni í tölvudeild. Starfsvið spannar daglegan rekstur tölvu- kerfisins, notendaþjónstu og kerfisgreiningu. Haldgóð reynsla á netkerfum (Novell), Fjölni og hugbúnaði á einmenningstölvum (Mac og Windows) er æskileg. Leitað er að áhugasömum aðila með menntun- og reynslu á tölvusviði sem hefur frumkvæði, getur starfað sjálfstætt og er lipur í mannleg- um samskiptum. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Tölvur - 4214“ fyrir 26. mars. Störf í Þýskalandi Umboðs- og fisksölufyrirtækin ISEY og Fimex f Bremerhaven óska eftir að ráða tvo starfsmenn. Aðalbókari (147) Starfssvið: Yfirumsjón og ábyrgð á bók- haldi. Merking fylgiskjala, afstemmingar, uppgjör, skýrslugerð og frágangur bókhalds. Starfið krefst haldgóðrar þekkingar á bók- haldi og reynslu í vinnslu og umsjón bók- halds. Sölumaður (148) Starfssvið: Sala á fiski og fiskafurðum. Starfsreynsla: Reynsla af fisksölu á erlend- um mörkuðum æskileg. Góð þekking á fiski og fiskafurðum nauðsynleg. Störfin gera kröfur um góða menntun hvort á sínu sviði. Góð þýskukunnátta er nauðsyn- leg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar númeri viðkomandi starfs fyrir 23. mars nk. Bakarí Dugleg og sjálfstæð manneskja óskast til afgreiðslustarfa í bakarí í Seljahverfi. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Vinnutími kl. 13.00-18.30 virka daga ásamt nokkurri helg- arvinnu. Umsóknum óskast skilað til afgrelðslu Mbl., merktar: „Sjálfstæð - 4212“, fyrir 21/3 nk. Öllum umsóknum verður svarað. THE CHANGE GROUP Gjaldeyrisskipti Fyrirtæki okkar er ungt, jákvætt og spenn- andi og við leitum að fólki af svipaðri gerð til að vinna við vaxandi umsvif í stofnuninni. Umsækjendur þurfa að vera félagslyndir að eðlisfari og hafa reynslu af gjaldkerastörfum eða gjaldeyrisviðskiptum. Unnið er 5 daga vikunnar með vaktafyrirkomulagi sem nær yfir kvöld, helgar og almenna frídaga. Einnig er óskað eftir fólki í hlutastörf í júní, júlí og ágúst. Þeir, sem hafa áhuga á ögrandi verkefni með möguleikum til skjóts frama, hafi samband þann 20. mars í síma 552 3735 til að ákveða viðtal þar sem umsækjandi veitir upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf. Einnig er óskað eftir meðmælum frá núver- andi vinnuveitanda og umsögn frá vini eða kunningja (á ensku). The Change Group ehf., íslandi. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími: 588-8500 - Fax: 568-6270 Hjúkrunarfræðingar Sjúkraliðar Leiðbeinendur í apríl mun verða opnuð dagdeild fyrir aldraða heilabilaða við Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra á Vitatorgi, Lindargötu 59. Dagdeildin verðurfyrir 18 einstaklinga. Opnun- artími frá kl. 8.00-17.00 alla virka daga. Leitað er að eftirtöldu starfsfólki: Hjúkrunarfræðingi (heil staða). Æskileg mennt- un: Framhaldsnám í öldrunarhjúkrun eða geð- hjúkrun. Sjúkraliðum (tvær stöður) Leiðbeinendum, við almenna handavinnu Umsóknarfrestur er til 27. mars nk. Umsókn- um skal skila á þar til gerðum eyðublöðum er liggja frammi á Félags- og þjónustumiðstöð- inni við Vitatorg. Allar nánari upplýsingar veita Edda Hjaltested, forstöðumaður og Marta Þálsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 561 0300. FLJUGLEIÐIR Verkfræðingur Flugleiðir óska eftir að ráða sem fyrst flug- véla- eða vélaverkfræðing í tæknideild fé- lagsins á Keflavíkurflugvelli. Starfið félst m.a. í viðhaldsstýringu á hreyfl- um og skrúfum flugvéla félagsins og eftirliti með viðhaldi þeirra. Félagið leitar eftir duglegum og metnaðar- fullum starfsmanni sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni. Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi: ★ Háskólamenntun, framhaldsmenntun í verkfræði æskileg. ★ Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg. ★ Þekking og reynsla í þotuhreyflum æski- leg. ★ Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. ★ Góð tölvuþekking. Skriflegar umsóknir óskast sendar starfs- mannaþjónustu félagsins, aðalskrifstofu, Reykjavíkurflugvelli, eigi síðaren 31. mars nk. Starfsmannaþjónusta Flugleiða. TÖLVUNARFRÆDINGUR Öflugt stórfyrirtæki með umfangsmikinn rekstur og fjölþætt upplýsingakerfi óskar að ráða starfsmann í tölvudeild Starfssvið • Uppsetning og umsjón með tölvu- og netkerfum. • Aðstoð og ráðgjöf til notenda. • Kerfisgreining og sérverkefni á tölvusviði. Viðkomandi mun bæði taka þátt í hópstarfi og sjálfstæðum verkefnum. Hæfniskröfur • Metnaður til að viðhalda og þróa skilvirk upplýsingakerfi. • Samstarfshæfni. • Tölvunarfræði eða sambærileg menntun æskileg. í boði er góð starfsaðstaða og starfsþjálfun. Hægt er að bíða eftir réttum aðila. Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon eða Auður Bjarnadóttir frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Öflugt stórfyrirtæki” fyrir 26. mars nk. RÁÐGARÐURhf STJÓRNUNAROGREKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI 5 1Q8 REYKJAVlK SÍMI 533-1800 natfang: radgardðltn.ia 2f. - trT - , -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.