Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 B 21 RAÐGJAFARSTOFA Ferðafélag íslands Skrifstofustarf - landvarsla * 1. Leitað er að góðum starfskrafti til skrif- stofustarfa frá 15. maí 1996 til 31. ágúst 1997. Þekking og áhugi á ferðalögum inn- anlands er skilyrði. Umsækjendur skulu hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun, gott vald á ritvinnslu, ensku og einu Norðurlandamáli. 2. Við leitum að samstilltu fólki með land- varðarréttindi, tveimur eða fleirum til að annast land- og skálavörslu á góðum stað á hálendinu í sumar. Tímabil júlí-ágúst og hugsanlega fram í september. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „F.í.“ í síðasta lagi 22. mars. Forstöðumaður Skólaþjónustu Eyþings Stjórn Eyþings auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns Skólaþjónustu Eyþings í Norðurlandskjördæmi eystra. Þjónustan verður með skrifstofu á Akureyri og útibú á Húsavík. Verkefni þjónustunnar verða eftirfarandi: • Ráðgjöf samkvæmt 42. og 43. gr. grunn- skólalaga nr. 66/1995. • Ráðgjöf samkvæmt 15. og að hluta 16. gr. laga um leikskóla nr. 78/1994. Sú ráð- gjöf nær til sálfræðiþjónustu og sér- kennsluráðgjafar, en ekki til almennrar ráðgjafar eða rekstrarráðgjafar. • Aðstoð við þróunar- og nýbreytnistarf í grunnskólum og tilboð til endur- og sí- menntun fyrir kennara. • Skýrslugerð og upplýsingagjöf til skóla, sveitarstjóra og annarra opinberra aðila og umsjón með gagna- og upplýsinga- safni fyrir skóla og sveitarstjórnir. • Úrvinnsla vinnuskýrslna kennara fyrir sveitarstjórnir. Menntun og starfsreynsla: Umsækjendur skulu hafa sérmenntun og starfsreynslu á einhverju því sviði sem skrif- stofan mun sinna. Stjórnunarreynsla er nauðsynleg. Umsóknarfrestur og upplýsingar: Umsóknarfrestur er til 9. apríl næstkomandi og skulu umsóknir berast til skrifstofu Ey- þings, Strandgötu 29, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar veita formaður Eyþings, Einar Njálsson, í síma 464 1222 og fram- kvæmdastjóri Eyþings, Hjalti Jóhannesson, í síma 461 2733. Stjórn Eyþings. |UM fjármálIheimilannai Fjármálaráðgjöf Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna óskar eftir að ráða fjármálaráðgjafa til starfa sem fyrst. Starfið felst í því að veita einstaklingum sem eiga í greiðsluerfiðleikum aðstoð við að fá yfirsýn yfir fjármál sín, hjálp við að gera greiðsluáætlanir, velja úrræði og að semja við lánardrottna. Leitað er eftir starfsmanni með viðskipta- menntun er hefur starfsreynslu á sviði fjár- málaráðgjafar. Launakjör samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknir sendist Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna fyrir 23. mars nk. Allar nánari upplýsingar veitir Elín Sigrún Jónsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Frá Fræðsluskrif- stofu Austurlands- umdæmis Lausar kennarastöður við eftirtalda grunnskóla í Austurlandsumdæmi. Umsóknarfrestur til 14. apríl: Seyðisfjarðarskóli: Almenn kennsla, mynd- og handmennt, íþróttir og heimilisfræði. Eskifjarðarskóli: Almenn kennsla, heimilisfræði, smíðar, stærðfræði, íþróttir og sérkennsla. Grunnskólar í Neskaupstað: Almenn kennsla, heimilisfræði, mynd- og handmennt. Grunnskólinn á Bakkafirði: Almenn kennsla, smíðar og íþróttir. Vopnafjarðarskóli: Almenn kennsla, mynd- og handmennt, sér- kennsla, tungumál og raungreinar. Skjöldólfsstaðaskóli: Almenn kennsla, tímabundið til áramóta. Fellaskóli: Almenn kennsla. Grunnskóli Borgarfjarðar. Almenn kennsla og sérkennsla. Egilsstaðaskóli: Almenn kennsla, handmennt, tónmennt og sérkennsla. Grunnskólinn á Eiðum: Almenn kennsla og raungreinar. Grunnskóli Reyðarfjarðar: íþróttakennsla. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar: Meðal kennslugreina: Handmennt, mynd- mennt og danska. Grunnskólinn á Stöðvarfirði: Almenn kennsla. Grunnskólinn í Breiðdalshreppi: Almenn kennsla. Grunnskólinn Djúpavogi. Meðal kennslugreina: íþróttir, kennsla yngri barna og raungreinar. Grunnskólinn Kerhömrum: Almenn kennsla - hlutastarf. Grunnskólar Hornafirði: Sérkennsla og handrhennt. Grunnskólinn í Hofgarði: Almenn kennsla - hlutastarf. Upplýsingar veita viðkomandi skólastjórar og ber að skila umsóknum til þeirra. Fyrir hönd sveitarstjórna í Austurlands- umdæmi. Fræðslustjóri. ATVINNUA UGL YSiNGAR RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN auglýsir eftir: Sölustjóra fyrir bílasölu Fyrirtækið: Bílasalan Ásinn, Egilsstöðum. Starfið: Daglegur rekstur, sala nýrra og not- aðra bíla. Kröfur: Framtíðarstarf fyrir framsækinn og sjálfstæðan starfskraft sem hefur haldgóða menntun og reynslu í viðskiptum. Upplýsingar: Umsóknarblöð og frekari upp- lýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni. Umsóknarfrestur er til 22. marz. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Jón Buldvinsson Háaleltlsbraut 5S-60. 108 Reykjavik Síml 588 33 09. fax 588 36 59 Veitingastaðurinn Astro óskar eftir starfs- fólki í eftirtaldar stöður: Þjónustufólk í sal - barþjóna Reynsla æskileg. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. merkt- ar: „ASTRO - 535“ fyrir 22. mars ’96. Engar uppiýsingar veittar á staðnum Veitingastaðurinn Astro, Austurstræti 22. Bókhald Framsækið verslunarfyrirætki á sviði tækni- búnaðar leitar eftir dugmiklum starfsmanni til að sinna bókhaldi. Helstu verkefni: Starfsmaður mun sjá um og bera ábyrgð á merkingum og skráningu bókhaldsgagna, innborgunum, stöðu reikninga, leiðréttingum og afstemmingum. Kröfur um hæfni: Starfsmaður þarf að hafa viðeigandi mennt- un. Góð reynsla á sviði bókhalds er mikil- væg. Viðkomandi þarf að vera þægilegur í samskiptum, nákvæmur í vinnubrögðum og tilbúinn að leggja sig allan fram. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með aliar upplýsingar sem trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir, er boðið að senda inn umsókn til KPMG Sinnu efh., fyrir 22. mars I—1| | - u— 1996. IkpAæGI Sinna ehf. Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf Vegmúla 3, Sími 588-3375. 108 Reykjavík. Myndriti 533-5550. KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á ýmsum sviðum stjórnunar- og starfsmannamála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu. KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPAíGManagement Consulting. Gula bókin - guli síminn Sölumaður Vegna aukinna verkefna vantar sölumann til stafa strax. Framtíðarstarf. Reynsla af sölu- mennsku er æskileg. Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða. Viðkomandi situr 3ja daga kynningarnámskeið í upphafi starfs. Verkstjóri kvöldsölu Leitað er að kröftugum sölumanni sem hefur mannlegu samskiptin á hreinu. Mikil ábyrgð fylgir starfinu. Stjórnun og þjálfun símasölu- manna, frágangur samninga, þátttaka í sölu, símsvörun þjónustusíma og svo frv. Vinnu- tími mánudaga-fimmtudaga kl. 17.00- 22.30. Þátttaka í sölustjórnun fer fram á dagtíma. Viðkomandi þarf að vera vel að sér í fyrirtækjaþjónustu og hafa góða reynslu til að miðla til annarra. Kvöldsala - aukavinna Röskir símasölumenn óskast til starfa strax. Seldar eru skráningar til einyrkja. Nýtt launa- kerfi. Vinnutími mánudaga-fimmtudaga kl. 18.00-22.00. Umsækjendur um ofangreind störf eru beðnir að koma á skrifstofu Gulu bókarinn- ar á Suðurlandsbraut 20 og fylla út umsókn- areyðublöð. Upplýsingar eru veittar um störfin í síma 588 1200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.