Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA! A YSINGAR FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA Ræstingar Félagsstofnun stúdenta vantar fólk til ræst- ingastarfa strax. Upplýsingar veittar í síma 561 5959 á skrif- stofutíma. Hársnyrtifólk athugið! Okkur vantar hárgreiðslusvein í hlutastarf. Þarf að geta byrjað 1. maí. Nánari upplýsingar í síma 557-7080. Vélstjóri 1. vélstjóra vantar strax á togarann Rauðanúp ÞH-160. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Jökuls hf., Raufarhöfn, sími 465 1200 og á kvöldin í heimasímum 465 1296 eða 465 1212. Konditorbakarar Skrifstofustarf Tækifæri Okkur langar til að fræða þig um tækifæri, sem við bjóðum. Þú getur verið þinn eigin herra; það er ekkert þak á tekjumöguleikum; það eru engin verkföll hjá okkur; þú færð faglega þjálfun; þú getur unnið þér inn spennandi bónusa og þér geta boðist spenn- andi ferðalög erlendis. Það kostar ekkert að spyrja. Pantið viðtal í síma 555 0350. Menntaskólinn á Laugarvatni auglýsir eftir kennurum í íslensku og nátt- úrufræðigreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skólameistara fyrir 12. apríl nk. Nánari upplýsingar í símum 486 1156 og 486 1121. Forritun - rafeindatækni Fyrirtæki sem vinnur að spennandi þróunar- verkefni á svið tæknibúnaðar leitar eftir áhugasömum starfsmanni. Helstu verkefni Starfsmaður mun aðallega vinna við þróun á nýjum búnaði og forritun örtölva á forritun- armálinu C. Kröfur um hæfni Starfsmaður þarf að hafa viðeigandi menntun og reynslu á sviði örtölvu- og rafeindatækni. Viðkomandi þarf að vera skipulagður í vinnu- brögðum og einnig að vera góður liðsmaður. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir er boðið að senda umsókn til KPMG Sinnu efh., fyrir 22. mars 1996. khJwb Sinna ehf. Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf Vegmúla 3, Sími 588-3375. 108 Reykjavík. Myndriti 533-5550. KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjórnunar- og starfsmanna- mála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu. KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management Consulting. Bakarí á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða konditor-bakara sem fyrst. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 23. mars merkt: „K - 16124“. Bakarí Óskum að ráða duglega og samviskusama manneskju til afgreiðslustarfa. Þarf að byrja í maí. Vinnutími kl. 13.30-18.30 ásamt nokk- urri helgarvinu. Umsóknum óskast skilað til afgreiðslu Mbl., merktar: „Bakarí - 4213“, fyrir 21/3. Öllum umsóknum verður svarað. Egilsstaðabær Laust er til umsóknar starf leikskólastjóra við leikskólann Tjarnarland á Egilsstöðum. Um er að ræða 100% stöðugildi frá 1. júní nk. Einnig vantar leikskólakennara við leikskólann. Upplýsingar um störfin og launakjör veita leikskólastjóri í síma 471 2145 og bæjar- stjóri í síma 471 1166. Kraftmikill sölumaður Rótgróið ráðgjafarfyrirtæki vantar vanan sölumann strax til að selja markaðs- og við- horfskannanir fyrirtækisins. Góð laun fyrir réttan aðila. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. merktar: „Kraftmikill 2“ sem fyrst. Vöruskráning Stórt innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða starfskraft í heilsdagsstarf til að sjá um toll- skjöl, verðútreikninga og tölvuskráningu. Æskilegt er að umsækjandi hafi góð tök á ensku og dönsku. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „Nákvæm - 4119“. Verslunarstjóri Verslun í sportvörum, Kringlan 8-12, leitar að ungum og dugmiklum verslunarstjóra. Starfið felst í daglegum rekstri verslunarinn- ar. Líflegt og skemmtilegt starf fyrir dugleg- an aðila. Umsóknir óskast sendar til afgreiðslu Mbl. fyrir 21.03’96 merktar: „Á - 15426“. Vegna barnsburðarleyfa vantar hjálp á skrif- stofu heildverslunarinnar. Starfið er mjög fjölbreytt, tövluvinnsla, gjaldkerastarf og samskipti við viðskiptamenn. Leitað er að starfsmanni sem er jákvæð, vinnur sjálfstætt og er ábyggileg. Umsókn sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 22. mars merkt: „Skrifstofustarf - 534. Bakarar - bakarar Óskum eftir að ráða bakara eða kökugerðar- mann í kökudeild. Upplýsingar gefur Guðmundur Hlynur í síma 557 3655. Breiðholtsbakarí, Völvufelli 13. Lögmaður í boði er samstarf við lítið sameignarfélag með hálfrar aldar starfsreynslu. Gott hús- næði fylgir fyrir lítið vinnuframlag. Einstakt tækifæri fyrir traustan og duglegan lögmann sem þarfnast aukinna verkefna. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 17, 21. mars nk. merkt: „Einstakt tækifæri - 15591“. Sérstæð gjafavöruverslun óskar eftir starfskrafti. Þarf að hafa þjónustu- lund og þekkja mikilvægi góðrar þjónustu. Heiðarleiki og gott lundarfar skilyrði. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 25. mars merktar. „Reyklaus - 38-40“. Leikskólar Garðabæjar Leikskólakennarar, þroskaþjálfar eða starfs- menn með aðra uppeldismenntun óskast til starfa á eftirtalda leikskóla: Bæjargil v. Bæjarþraut, sími 565 6470. Hæðargil v. Hæðarbraut, sími 565 7670. Kirkjuból v. Kirkjulund, sími 565 6322. Lundarból v. Hofstaðarbraut, sími 565 6176. Nánari upplýsingar veitir einnig leikskólafull- trúi í síma 565 6622. WtÆkÆ^AUGL YSINGAR BÁTAR — SKIP Tilboð óskast í endurnýjunarrétt af 9,9 tonna kvótabát ca. 41 m3. Skipasalan Bátar og búnaður, Sími 562 2554, fax 552 6726, erum fluttir á Barónsstíg 5. Fiskiskip Til sölu 110 tonna stálbátur, lítilsháttar kvóti, 53 tonna eikarbátur, 20 tonna eikarbátur, 17 tonna eikarbátur. Skipasalan Bátar og búnaður, sími 562 2554, fax 552 6726, erum fluttir á Barónsstíg 5. Hús og íbúðir á Spáni Til leigu ýmsar stærðir og gerðir af einbýlis- og raðhúsum á Costa Blanca-svæðinu, sunnan Alicante. Upplýsingar í síma (á Spáni) 00 34 08966327 (farsími) eða 00 34 65328261 (hs. og fax).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.