Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 B 31 Neyðar- númerið misnotað London. Reuter. MIKIÐ er um að fólk hringi í neyðarnúmerið í Bretlandi í allt öörum tilgangi en því er ætlað. í nýrri skýrslu segir að það færist í vöxt að menn hringi í neyðarnúmerið, 999, í þeim til- gangi að fá að vita hvaða lyfja- verslanir séu opnar eða úrslitin í tilteknum knattspyrnuleik. Númerið er ætlað þeim sem þurfa að ná til lögreglu, sjúkra- eða slökkviliðs og hefur það verið til reiðu um langt skeið. Á undan- förnum 15 árum hefur álagið hins vegar margfaldast ekki síst sök- um þess að menn hringja í hinum undarlegustu erindagjörðum. „Mörg þeirra símtala sem til lögreglu berast varða á engan hátt löggæslu t.a.m. þau sem lúta að opnunartíma lyfjabúða eða úr- slitum knattleikja," segir í skýrsl- unni. Til greina þykir koma að opnað verði nýtt símanúmer þar sem unnt verði að nálgast margt það sem flokkast undir almennar upplýsingar. I skýrslunni segir að númerið 333 gæti komið til álita í þessum tilgangi. Flestir kenna Karli um London. Reuter. MEIRIHLUTI Breta er þeirrar skoðunar að kenna beri Karli Bretaprins um að hjónaband hans og Díönu prinsessu fór í hundana. Samkvæmt könnun sem breska dagblaðið The Guardian birti eru 59% Breta ákveðið þeirrar skoð- unar að ríkisarfinn beri ábyrgð á þvi að þau hjónin hafa nú loks ákveðið að skilja eftir öldungis misheppnað hjónaband. Um 37% þeirra sem þátt tóku kváðust þeirrar hyggju að ábyrgð prins- essunnar væri meiri í þessu efni. Bretar eru aukinheldur gjör- samlega andvígir því að ástkona Karls til margra ára, Camilla Parker Bowles, geti með nokkru móti orðið drottning sameinist þau tvö frammi fyrir Guði og mönnum. Um 76% létu þessa afstöðu sína í ljós. Díana mun hins vegar njóta stuðnings og samúðar þjóðarinnar ákveði hún að feta einstigið á ný og ganga í hjónaband. í könnun sem glanstímaritið Hello birti töldu átta af hverjum tíu að sjálf- sagt væri fyrir hana að leita hjónabandssælunnar. Dæmd fyr- ir reyking- ar í þotu London. Reuter. 33 ÁRA bresk kona, sem neitaði að' verða við tilmælum um að reykja ekki í farþegaþotu, hefur verið dæmd til að greiða jafnvirði 40.000 króna í sekt vegna athæf- isins. Konan var handtekin á Heath- row-flugvelli eftir atburðinn, sem varð í þotu Virgin Atlantic í áætl- unarflugi frá New York. Konan kveikti í sígarettu eftir flugtak og hafði í heitingum við áhöfn þotunnar þegar hún var beðin um að hætta reykingunum. Hún hélt síðan á salerni og hélt þar áfram að reykja. Fiugstjórinn reyndi að fá kon- una til að láta af reykingunum en hún hafði tilmæli hans að engu. Dómari í London kvað upp sekt- ardóminn og hafnaði beiðni kon- unnar um að hún yrði sýknuð á þeirri forsendu að hún væri haldin mikilli flughræðslu og hefði ekki vitað að bannað væri að reykja í þotunni. Tækið sér um sölumennina BANDARÍSKT fyrirtæki í Salt Lake City hefur sett 1 markað tæki sem gerir almenningi kleift að verjast ágangi símasölumanna. Að sögn tímaritsins Newsweek er tækið þeirrar náttúru að eig- andinn getur slitið símtali sem hann kærir sig ekki um en samt sýnt kurteisi í hvívetna. Ef t.a.m. tungulipur sölumaður hringir er stutt á takka á tækinu og tólið síðan lagt á. Sá sem hringir fær þá eftirfarandi skilaboð: „Því mið- ur tekur þetta númer ekki við sím- tölum sem þessu. Vinsamlegast lítið á þessi skilaboð sem ábend- ingu um að yður beri að fjarlægja þetta númer úr skrá yðar. Kærar þakkir.“ Síðan slitnar sambandið fyrir tilstuðlan galdratækisins. Þessi búnaður mun kosta um 1.300 krónur í Bandaríkjunum. Sjáftu hlutina í víftara samhengi! - kjarni málsins! Tilkynning frá Tryggingastofnun ríkisins: Sjúklingar fara alfarið á eigin kostnað í segulómrannsóknir hjá Læknisfræðilegri myndgreiningu Læknisfræðileg myndgreining ehf. hefur á eigin ábyrgð hafið segulóm- rannsóknir á sjúklingum, án þess að semja um það við Tryggingastofnun. Þetta hefur fyrirtækið gert þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir síðan í ágúst 1995. Samkvæmt lögum um almannatryggingar er það skilyrði fyrir greiðsluþátt- töku Tryggingastofnunar ríkisins, að fyrir liggi samningur við stofnunina um viðkomandi læknisverk. Því getur Tryggingastofnun því miður ekki greitt þessar rannsóknir Læknisfræðilegrar myndgreiningar. Þetta gildir einnig um þá sjúklinga, sem kunna að greiða fullt verð fyrir segulómrannsóknir hjá fyrirtækinu úr eigin vasa. Ekki verður um endurgreiðslur á þeim kostnaði að ræða. Jafnframt bendir Tryggingastofnun á, að segulómrannsóknir eru fram- kvæmdar á Landsspítalanum og að bráðatilfelli ganga þar fyrir. Máli Læknisfræðilegrar myndgreiningar ehf. hefur nú verið vísað til gerðardóms. TRYGGINGASTOFNUNjgþ RÍKISINS © .'.MÖRGUNVERÐARFUNDUR . INNSKYGGNIR - SJNLpSMflT Þriðjudaginn 19. mars kl. 8.15-9.30 Skála - Hótel Sögu GSFÍ hefúr þróað sjálfsmatslíkan sem hlotið hefur nafnið Innskyggnir. Líkanið byggir að hluta til á líkani sem Evrópusamtökin (EFQM) hafa þróað sem grundvöll fyrir evrópsku gæðaverðlaunin. Á fúndinum munu Guðrún Ragnarsdóttir og Haraldur Á. Hjaltason kynna sjálfsmatslíkanið og skýra frá notkunarmöguleikum þess. Þátttökugjald: Kr. 900 fyrir félagsmeim og kr. 1.200 fyrir aðra. Morgunverður innifalinn. GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS .............................^■........ RAD/A UGL YSINGAR Skrifstofuhúsnæði til leigu Fullbúið skrifstofuhúsnæði til leigu á Höfða- bakka 9. Á 6. hæð 450 fm, á 4. hæð 380 fm. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu- tíma í síma 577 1000. Til leigu Til leigu er skrifstofuhúsnæði í Skipholti 50, stærðir 46 fm og 57 fm. Upplýsingar veitir Hanna Rúna í síma 515-5516 frá kl. 9-17. Til leigu í gamla miðbænum húsnæði í nýuppgerðu, gömlu húsi, ca 115 fm. Hentar fyrir ýmsa starfsemi. Upplýsingar í síma 587-4939 eftir kl. 18.00. Verslunarhúsnæði Til leigu er húsnæði (stærð ca 45 fm) í versl- unarmiðstöð við Háaleitisbraut. Heppilegt fyrir t.d. úra-, skartgripa-, barnafataverslun eða aðra litla sérverslun. Upplýsingar í síma 557 5115. Garðabær - skrifstofuhúsnæði Til leigu ca 800 fm húsnæði á 2. hæð í miðbæ Garðabæjar(verslunarmiðstöðinni). Góð loft- hæð. Má skipta í smærri einingar. Næg bíla- stæði. Hentar vel fyrir líkamsræktarstöðvar, listagallerí o.fl. Hagstæð leiga. Listhafendur sendi nafn og símanúmer í pósthólf 1100, 121 Reykjavík, merkt: „Garðabær - skrifstofuhúsnæði". Atvinnuhúsnæði til leigu Til leigu á góðum stað í austurbæ, Bolholti, 70-90 fm skrifstofuhúsnæði. Leigist í einu lagi eða í einingum. Gott útsýni, góð bflastæði. Tilboð sendist Mbl. merkt: „H - 15592“ fyrir 24. mars nk. Til leigu Fyrirtaks húsnæði fyrir heildsölu eða hrein- legan iðnað til leigu. Símkerfi og þjófavarnar- kerfi geta fylgt með. Húsnæðið á tveimur hæðum samtals 288 m2, stórar innkeyrsludyr. Áhugasamir sendi inn upplýsingar til af- greiðslu Mbl. með nafni, rekstri og símanúm- eri, merktar: „F - 288“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.