Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 B 11 Sameínast sitt á hvað VISIMATORG * A Vísnatorgi er farið yfír bréf sem þætt- inum hafa boríst, litið við í þingveislu og varpað fram vísnagátu. Einnig fá Skag- fírðingar sendan tóninn. Pétur Blöndal er umsjónarmaður þáttarins. FRAM að þessu hefur verið farin sú leið að hafa ákveðið meginþema þegar safnast er saman á Vísna- torgi á sunnudögum. Að þessu sinni verður brugðið út af þeim vana og reynt að gera þeim fjöl- mörgu bréfum skil sem borist hafa á torgið. í leiðinni skal það ítrekað að eina leiðin til að halda uppi stemmningu á Vísnatorgi er að allir sem vettlingi geta valdið leggi sitt af mörkum. I bréfi frá Árna Helgasyni í Stykkishólmi kemur fram að mik- ið hafi verið rætt um hófdrykkju í gamla daga og að kenna fólki að fara varlega með áfenga drykki. Oftast hafi þeir sem þann- ig töluðu síðar meir orðið illa fyr- ir barðinu á áfenginu. Árni sendir vísu sem varð til af því tilefni: Vísa um misgjöfula skáldskap- ariðju var send á torg af Óla Kr. Jónssyni: Við mótun brags er leirinn lakur listin sönn í fáum býr. Margir plægja andans akur þótt uppskeran sé stundum rýr. Guðbjörg Tómasdóttir sendi fyrir allnokkru vísu á torg, sem henni flaug í hug þegar hún sá mynd af verðlaunakjól í fatahönn- unarkeppni sem unninn var úr vömbum: í tískunni ósvikið tollum í tilsniðnum keppum úr rollum, en seinna við óefað sútum og sérhönnum húðpart úr hrútum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg „í TÍSKUNNI ósvikið tollum/í tilsniðnum keppum úr rollum,“ yrkir Guðbjörg Tómasdóttir. Grannur og þéttur en gætinn í orðum góður að elda og taka af borðum, með örlítinn húmor og innrætið fína elska og tilbiðja konuna sína. Hún sendir kveðju í Skaga- fjörð: Það er ekki illa meint frá okkur Þingeyingum aldrei hef ég getað greint gáfur í Skagfirðingum. Þá er komið að vísnagátunni. Þórarinn sendi: Herra forseti, heill sé yður! Hafðu þökk fyrir teiti slíka! Það er gamall og góður siður að gleðjast saman, eta líka heilagfiski og hörpuskel. Hunangsgljáðan síðan fæ ég lambahrygginn ljúfan vel. Líka í kökustuðla næ ég, ' kaffi, te og konfektið. Kemur að því að dönsum við. Að því loknu tók Hjálmar Jóns- son til máls fneð kveðju til Vigdís- ar Finnbogadóttur, forseta ís- lands, en þetta var hennar síðasta þingveisla: Hófdrykkjan er heldur flá og henni valt að þjóna. Hún er bara byijun á að breyta manni í róna. Vísur eftir Stefán Aðalsteinsson bárust á torg. Þar á meðal var eftirfarandi vísa undir yfirskrift- inni „Mannrækt": Þreytt er orðin þjóðarsá! á þrefi um kjörin bágu, þrasi um kvóta, afla og ál, eymd i stóru og smáu. > „Megi Vísnatorg vaxa og dafna með hveijum þætti,“ segir í bréfi frá Ásjóni í Hafnarfirði og hlýtur umsjónarmaður að taka undir þau orð. „Litið í spegil" er yfirskrift einnar vísu Ásjóns: Fellur skuggi forlög á, fremd og lukka hrynur. Þrautir hrukka þína brá, þú ert gugginn, vinur. Kristinn Gísli Magnússon segir í bréfi til þáttarins að andrúmsloft- ið sé „þokukennt í kristnihaldi þjóðar vorrar“. Vísan er eftir því: Fór í messu maðurinn mælti þaðan snúinn: „Nú er á uppleið andskotinn og þá niður trúin.“ í einu andstreyminu varð þessi vísa til hjá Pétri Stefánssyni: Oft ég verð af veiðinni, vonir glæstar hníga. En aldrei lífs á leiðinni læt ég deigan síga. Ósk Þorkelsdóttir kom fram á vísnakvöldi á Akureyri um síðustu helgi. Að hennar mati á hinn full- komni karlmaður að vera: Oft hann fyrir augu ber, ótal mörgum huggun ljer, plága í heimahúsum er, hefð sem margir óska sér. Þingveisla var haldin fyrir skömmu. Bar þar margt á góma og er það orð manna að veislan hafi verið með líflegra móti. Sú hefð hefur skapast að Halldór Blöndal ræði fyrst um matseðilinn í bundnu máli. Ræðir þjóðar rétta þörf, ræktar sprota nýja. Einkennt hafa öll þín störf alúð, rækt og hlýja. Hugsjónunum trygg og trú, trega jafnan bættir. Kvíði ég fyrir þegar þú á þessu ári hættir. Eftir þetta hófu þingmenn og aðrir veislugestir að kveðast á. Það Astin einráð Kvæðalaunin kýs ég mér kossa vara þinna og að lesa úr augum þér efni vísna minna. „Ég vel eina af fjölmörgum vísum sem Páll Ólafsson orti til Ragnheiðar konu sinnar,“ segir Þórður Helgason í heim- sókn á Vísnatorgi. „Vísan er afar vel kveðin svo sem Páls var von og vísa og þrungin heitri tilfinningu. Páll var að margra mati liprasta skáld 19. aldarinnar og sumir fullyrtu að hann hefði þegið slíka hag- mælsku í vöggugjöf að hún hefði beinlínis staðið djúpum skáldskap fyrir þrifum. Vísan minnir á að Páll er langmesta ástaskáld sem ís- lendingar hafa eignast. Skáld 20. aldarinnar eru í samanburði við hann líkastir guðs- geldingum. Ragn- hildur, síðari kona Páls, nýtur þeirrar virðingar meðal ís- lenskra kvenna að engin önnur hefur þegið jafnmikla ást í bundnu máli. Sé hugað að rím- inu í vísunni sést vel hversu snilldarlega það leikur undir með meginefni hennar. Vísan er um tvo elskendur og rímið leggur áherslu á að ekkert annað er til: mér/þér — þinna/minna.“ Að lokum segir Þórður: „Efni vís- unnar lýsir veröld þar sem ástin er einráð og ytri heim- ur ekki til, einungis elskendurnir, skáldið og konan. Páll lýsir í vísu sinni að laun ástarinnar hljóta ævin- lega að verða ástin sjálf.“ hafði 'komið fram í setningu hátíð- arinnar að Ólafur G. Einarsson og Ragnar Arnalds hefðu lengsta þingsetu allra þingmanna. Ragnar hefði sest fyrst á þing árið 1963. Um það orti Þorvaldur T. Jónsson, varaþingmaður á Vesturlandi: Vel berð þú aldurinn, Ólafur minn, og eigi þarf Rapar að hræðast. Hann var að stíga á Alþingi inn árið sem ég var að fæðast. Þegar sameiningarmálin bar á góma kvað Sighvatur Björgvins- son: Nú sameinumst við sitt á hvað svona í einu slengi, eins er vist, að endist það, ekkert voða lengi. Valgarður Egilsson orti um Halldór Blöndal og séra Hjálmar þegar líða tók á veisluna: Halldór er.að hækka flug. Hjálmar er í stuði, eiga störf hans allan hug hjá Alþingi og Guði. Páll Pétursson frá Höllustöðum sendi Ólafí G. Einarssyni, þingfor- seta, kveðju í lokin með þökkum fyrir röggsamlega veislustjórn: Með sitt vald af frómleik fer hann frekar laus við skæklatog, ráðsnjallur og réttsýnn er hann riddarinn af Dannebrog. í síðasta þætti var kastað fram fyrripartinum: Þingmenn vinna þarfaverk sem þjóðin illa skilur Björn Magnússon, Bíldudal, botn- ar: sum eru þeirra málin merk sem mikill hnðar bylur. Kolmunni kvað: Heyrast orðin hrópa sterk hæst í tómu bylur. Kveðja barst að norðan: Ingibjörg ris upp og sterk á’enni hriðin bylur. Að lokum barst eftirfarandi botn á torg frá Halldóri J. Einars- syni í Stokkhólmi með hlýjum kveðjum: Utan dagskrár orðin sterk allt of marpr þylur. Öllum þeim sem lögðu leið sína á Vísnatorg og hinum sem hafa sýnt því sem þar fer fram áhuga kann umsjónarmaður bestu þakkir fyrir. Hittumst aftur á torginu innan tíðar. Að síðustu er borinn fram fyrripartur: Lagaverðir skátum skutu skelk í bringu á dögunum •ssojif J9 Q!QJOjnusm:q • Póstfang þáttarins er: Vísnatorg/Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Netfang: pebl@mbl.is Ljósmynd/Krissý Grunnskólanemar á sinfóníutónleikum KÓPAVOGSBÆR bauð öllum hljómsveitar íslands í íþrótta- í þremur hópum og troðfylltu grunnskólanemum Kópavogs- húsinu að Digranesi á föstu- húsið í öll skiptin, eins og glögg- bæjar til tónleika Sinfóníu- dagsmorgun. Krakkarnir komu lega má sjá á myndinni. Glerlistanámskeið Jónas Bragi.glerlistamaður heldur námskeið í steindu gleri, glerbræðslu og slípun. Vinnustofan.Auðbrekku 7 verður opin almenningi í dag frá kl. 14-18. Nánari upplýsingar í símum 562 1924 og 554 6001. Ný sending ar töskum fyrir dömur og herra Laugavegi 58,101 Reykjavík, sími 551 3311

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.