Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.1996, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 17. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUALÖ YSINGAR Við leitum að huqsuðum iWoí L* TMrrrr til að fást við hugbúnaðargerð Við bjóðum: 1 Tækniumhverfi sem spannar frá einmenningstölvu til ofurmiðlara. »Spennandi og ögrandi verkefni, þar sem nýjustu tækni er beitt. »Gæðakerfi sem stuðlar að öguðum og faglegum vinnubrögðum. • Símenntun (ekki bara á ári símenntunar), líka á næsta ári og næsta... ' Ánægjulegan og glaðværan fyrirtækjabrag. Hæfniskröfur: • Menntun: Tölvunarfræði, kerfisfræði, eðlisfræði, stærðfræði, verkfræði, tæknifræði, viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun. • Starfsreynsla er æskileg. • Áhersla er lögð á skapandi hugsun, öguð vinnubrögð og góða framkomu. Ef þessi lýsing á við þig þá hvetjum við þig til að sækja um fyrir 20. mars. Nánari upplýsingar veita; Þorsteinn Garðarsson eða Pálmi Hinriksson. Skriflegar umsóknir óskast sendar ofanrituðum eða starfsmannastjóra. Skýrr er öflugt og framsækið upplýsingafyrirtæki. Styrkur fyrirtækisins byggist á áratuga reynslu í að framleiða, þróa og reka stór upplýsingakerfi sem notuð eru á landsvísu (Landskerfi) og að dreifa upplýsingum, þróa og reka margmiðlunarkerfin Ask og Upplýsingaheima. Áhersla er lögð á öguð vinnubrögð, ánægjulegt samstarf og að ná árangri. þjúðbraut Upplvsinga Ármúla 2,108 Reykjavík, sími 569 5100, fax 569 5251 Akureyrarbær Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðing vantar til starfa frá 15. apríl nk. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumar- i afleysinga. Um hlutastörf getur verið að ræða. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 568 8500. UMSLAG ehf . OFFSETPRENTARI Umslag ehf. óskar að ráða oftstetprentara. Fyrirtækið er staðsett í hjarta borgarinnar í björtum og snyrti- legum húsakynnum. Við leitum að hressum og snyrtilegum starfsmanni sem passar vel inn í samstilltan og góðan hóp. Starfssvið Prentun, ísetning gagna og forvinna fyrir prentverk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. ' Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðu- blöðum sem þar liggja frammi merktar: „Umslag ehf.“ fyrir 23. mars nk. RÁÐGARÐURhf STföRNUNAR QG REKSIRARRÁÐGjÖF FUBUGEBBI 5 108 BEYKJAVÍK SÍMt 533-1800 netfang: radgard@ltn.ts SJÚKR.AHÚS REYKJAVÍKUR Hjúkrunarfræðingar Lausar eru fáeinar stöður hjúkrunarfræðinga á öldrunarlækningadeild B-4 í Fossvogi. Starfsemi deildarinnar er margþætt og bygg- ist á bráðainnlögnum og innköllunum aldr- aðra, meðferð og endurhæfingu. Þverfaglegt teymi hjúkrunarfræðinga, lækna, sjúkraþjálf- ara, iðjuþjálfara og félagsráðgjafa starfar á deildinni. Boðið er upp á aðlögun sem hæfir viðkom- andi starfsmanni. Komið og takið þátt í skemmtilegu og gef- andi starfi. Upplýsingar veita Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 569-6358 og Gyða Þorgeirsdóttir deildarstjóri í síma 569-6545. Lyfjafræðingur Apótek Sjúkrahúss Reykjavíkur óskar eftir lyfjafræðingi til starfa vegna nýrra verkefna við sjúkrahúsapótekið. Upplýsingar um starfið veitir Kristján Linnet, yfirlyfjafræðingur. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám, fyrri störf og fagleg verkefni, sendist Apóteki SJúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi, 108 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 1. apríl nk. Æskilegt er að hlutaðeigandi geti hafið störf sem fyrst. Nám íframreiðslu Óskum að ráða nema í framreiðslu til starfa nú á næstunni. Reglusemi og góð framkoma áskilin. Jafnframt óskum við eftir aðstoðarfólki þjóna í veitingasali í sumar. Upplýsingar gefa Stefán og Steinar milli kl. 15 og 17 mánudag og þriðjudag. Hótel Óðinsvé, Óðinstorgi, símar 552 8470 og 552 5090. Starfsfólk óskast Alþjóðastofnunin Friður 2000 var stofnuð á síðastliðnu ári af fleiri hundruð einstaklingum og félagasamtökum um allan heim. Stofnunin vinnur að því að gera ísland að leiðandi afli til friðar í heiminum. Við óskum að ráða sjálfstætt og drífandi fólk til starfa við kynningarátak. Lágmarks starfstími þrír mánuðir, sem hugs- anlega gæti leitt til fastráðningar. Kynningar og markaðsstörf Almenn skrifstofustörf Framkvæmdastjórn Þáttagerð fyrir sjónvarp og útvarp Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist til: Alþjóðastofnunin Friður 2000 Austurstræti 17, 101 Reykjavík. Fax: 561 0388. Ath. Opinn félagsfundur Friðar 2000 á Kaffi Reykjavík í kvöld kl. 20.00. Héraðsskjalasafnið á Akureyri Laus er til umsóknar 1/2 staða skjalavarðar frá 1. apríl nk. eða eftir nánara samkomulagi. Umsækjendur þurfa að hafa háskólapróf í sagnfræði, bókasafnsfræði eða sambærilega menntun. Tölvukunnáttu er krafist. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefa héraðsskjala- vörður í síma 461 1052 milli kl. 13.00-19.00 og starfsmannastjóri í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 27. mars nk. Starfsmannastjóri. Innanhússarkitekt Miklatorg hf. (IKEA á íslandi) óskar eftir að ráða til starfa innanhússarkitekt í stöðu deildarstjóra útstillingardeildar. Menntunar í innanhússarkitektúr er krafist, ásamt ein- hverri markaðs-/viðskiptamenntun og/eða reynslu. Stjórnunarreynsla æskileg. Góð tungumálakunnátta nauðsynleg vegna mik- illa erlendra samskipta. ( boði er ábyrgðar- mikið starf, en að sama skapi líflegt og skemmtilegt. Umsóknir þurfa að berast auglýsingadeild Mbl. fyrir 23. mars nk. merktar: „Úrval, hönnun, notagildi - 56“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.