Morgunblaðið - 26.03.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.03.1996, Qupperneq 1
64 SIÐUR B 72. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Málamiðlun Jeltsíns um stækkun Atlantshafsbandalagsins Kohl Hillary Clinton í Bosníu HILLARY Clinton, kona Banda- ríkjaforseta, kom í gær til Bosníu ásamt dóttur sinni, Chelsea, og heimsótti bandaríska hermenn í Tuzla og nágrenni. Forsetafrúin sá brunnin hús og önnur merki um átökin í Bosníu. Áður en Clin- ton, sem er í átta daga ferð um Evrópu, heimsótti hermennina ræddi hún við frammámenn í Bosníu um það hvernig hægt væri að koma á sátt i landinu eftir blóð- ugt stríð og hlýddi á lýsingar á þeim hörmungum, sem á undan eru gengnar. „Sarajevo er stærsti kirkjugarður í heimi,“ sagði einn viðmælenda hennar. Hér sést Clinton ganga með hermönnum við búðir nærri Donja Visca. ■ Pólitísk sprengja/29 Gangi í NATO án hernaðaraðildar Ósló. Morgunblaðið. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kom í opinbera heimsókn til Noregs í gær og sagði með þunga að mikil- vægasta málefni viðræðna við norska ráðamenn væri „hvers vegna þarf NATO að þokast í austur?" og lagði til að ríki Austur-Evrópu gengju í NATO án þess að taka þátt í hernaðarstarfi. Jeltsín var í góðu skapi við kom- una og virtist við góða heilsu, en hann hefur í tvígang slegið för til Noregs á frest vegna heilsubrests. Hann sló á létta strengi og sagði auðveldara að ferðast til Noregs en um Rússland. „Þetta er ekki langt, aðeins tvær klukkustundir," sagði Jeltsín. „Það tekur tólf klukkustundir að fara þvert yfir Rússland." Jeltsín hefur ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við að fyrrverandi Varsjárbandalagsríki gengju í Atlantshafsbandalagið, en virtist reiðubúinn til að draga eilítið í land þegar hann sagði að hann gæti sætt sig við að þau ættu aðild að stjórnmálanefnd bandalagsins ef þau héldu sig utan hernaðarþáttar þess; „Ég mundi leggja til að þau fylgdu dæmi Frakka, það er gengju í nefnd- ina, en ekki NATO,“ sagði Jeltsín. Jeltsín kvaðst einnig ætla að ræða heræfingar á vegum NATO þegar hann hittir Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, í dag. Á tímum kalda stríðsins settu Norð- menn takmarkanir á ferðir heija Reuter BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, gengur við hlið Haraldi Noregs- konungi í móttökuathöfn fyrir utan konungshöllina í Ósló í gær. bandamanna um Finnmörku, sem liggur að Rússlandi. Nú er það breytt og á föstudag lauk heræfingum á vegum NATO þar. „Til dæmis að hermenn NATO verði ekki á norsku landsvæði, vegna þess að Noregur er eina ríki NATO, sem á landamæri að Rússlandi," sagði Jeltsín þegar hann var spurður hvað yrði rætt í Ósló. bjartsýnn eftir signr Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði í gær að stjórn sín hefði náð „miðs- vetrarprófun- um“ í kosningum í þremur sam- bandslöndum um helgina, Slésvík-Holtsetalandi, Rheinland- Pfalz og Baden-Wúrttemberg, og nú gæti hann horft með eftirvænt- ingu til endurkjörs árið 1998 undir fána Evrópustefnu sinnar. „Sigrum 1998“ „Samsteypustjórnin mun sigra í kosningunum 1998, það er ekki nokkur vafi,“ sagði Kohl, sem hefur veitt stjórn kristilegra demókrata og systurflokks þeirra í Bæjaralandi (CDU/CSU) og fijálsra demókrata (FDP) forystu frá árinu 1983, á blaðamannafundi í gær. „í ykkar sporum myndi ég reyna að venjast þeirri tilhugsun." CDU og FDP unnu sigur í Baden- Wúrttemberg á sunnudag, en jafn- aðarmönnum (SPD) tókst naumlega að haida völdum í hinum sambands- löndunum tveimur þrátt fyrir nokk- urt fylgistap. Mest á óvart kom frammistaða FDP, sem fékk um 9% í tveimur landanna og,5,7 í því þriðja, en hann hafði hrasað um 5% þrösk- uldinn svokallaða í 12 af undanförn- um 13 kosningum í sambandslöndum Þýskalands. Wolfgang Gerhardt, for- maður FDP, ságði að kristilegir demókratar gætu nú reitt sig á flokk- inn í samstarfinu í Bonn. Oskar Lafontaine, formaður SPD, hafnaði því á blaðamannafundi með leiðtogum sambandsríkjanna þriggja að andstaða flokksins og áróður gegn evrópskri mynteiningu og innflytj- endum, sem eru af þýsku bergi brotn- ir, hefði leitt til fylgistapsins. Frakkar slátra nautgripum vegna gruns um kúariðu Bretar fordæma inn- flutnmgsbann ESB-ríkja London, Brussel, MUnchen. Reuter. BRESK stjórnvöld fordæmdu í gær- kvöldi þá ákvörðun embættismanna 14 ríkja Evrópusambandsins, ESB, að banna innflutning á öllum bresk- um nautgripaafurðum vegna hættu á kúariðusmiti. „Það er ekki tekið viðeigandi tillit til áhættumats. Við munum íhuga hver næstu skref okk- ar verða,“ sagði Douglas Hogg, landbúnaðarráðherra Bretlands, á fréttamannafundi. Fjallað verður um ákvörðun emb- ættismannanna á ný á fundi fram- kvæmdastjórnar ESB í dag en geysi- legir hagsmunir eru í húfi fyrir Breta sem flytja út nær þriðjunginn af nautgripaafurðum landsins. Franz Fischler, sem fer með landbúnaðar- mál í framkvæmdastjórn ESB, hvatti Breta til að grípa til hertra aðgerða með það að markmiði að útrýma kúariðu. Hann sagði að bannið við innflutningi á bresku nautakjöti tæki gildi á morgun, miðvikudag. Vísindamenn telja að ekki sé hægt að útiloka að kúariða geti bor- ist í menn og valdið heilahrörnunar- sjúkdómi er nefnist Creutzfeldt-Jak- ob, hættan sé þó afar lítil. Öruggar vísbendingar eru ekki um að þetta geti raunverulega gerst en mörg lönd hafa þegar bannað innflutning á bresku nautakjöti. Bresk stjórn- völd ákváðu í gær að ekki væri að svo komnu máli ástæða til að fella umtalsverðan hluta nautgripastofns- ins í landinu, sem er um 11 milljón- ir dýra, eins og áður hafði verið rætt um. Um 150 nautgripum var slátrað í Frakklandi í gær vegna gruns um kúariðu. Skyndibitakeðjan Burger King lýsti því yfir í gær að á laugardag yrði hætt að nota breskt nautakjöt í framleiðsluvörur fyrirtækisins en áður hafa helstu keppinautarnir í Bretlandi, McDonalds, Wendy’s og Wimpy, gripið til svipaðra aðgerða. Breskir vísindamenn telja að stökkbreytt afbrigði Creutzfeldt- Jakob veikinnar geti borist í menn með nautgripum sem sýktir eru af kúariðu og leggist nýja afbrigðið ekki einvörðungu á aldraða. 10 manns eru taldir hafa sýkst af þessu afbrigði og ollu þessi tilvik því að grunur vaknaði um tengsl milli kjöt- neyslunnar og veikinnar í mönnum. Talsmaður rannsóknastofu há- skólasjúkrahússins í Múnchen skýrði frá því í gær að sjúklingur með svip- uð einkenni og lýst var í Bretlandi hefði verið þar til meðhöndlunar. Sjónvarpsstöðin Focus sagði að um 36 ára gamla konu væri að ræða og henni virtist hraka hægar en tíðk- aðist um sjúklinga með hefðbundna afbrigðið. Bretadrottn- ing í Póllandi ELÍSABET Bretadrottning kom í gær í opinbera heimsókn til Pól- lands og hefur verið litið á komu hennar sem viðurkenningu á þeim umbótum, sem átt hafa sér stað í landinu frá hruni kommúnism- ans árið 1989. Elísabet er fyrsti handhafi bresku krúnunnar, sem heimsæk- ir Pólland í þúsund ára sögu þess. Breskir embættismenn sögðu að drottningin hefði ekki tíma til að fara til Auschwitz-Birkenau, þar sem nasistar reistu gereyð- ingarbúðir fyrir gyðinga. Þess í stað heimsótti hún hverfi gyðinga i Varsjá eins og sést á myndinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.