Morgunblaðið - 26.03.1996, Side 8

Morgunblaðið - 26.03.1996, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÉVAÐUR subbuskapur er þetta. Hver ykkar hefur skilið hausinn á sér eftir úti á tröppum strákar? Héraðsdómur dæmir í deilu VSÍ og Hafnarfjarðarbæjar Hafnarfjarðarbær greiðir vegna vanefnda á skuldabréfi HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt Hafnarfjarðarbæ til að greiða Vinnuveitendasambandi íslands 6,5 milljónir króna í máli þar sem deilt var um hvort Hafnarfjarðarbær hefði tekist á hendur einfalda ábyrgð á skuldabréfí sem Vinnuveitenda- samband íslands keypti fyrir milli- göngu verðbréfafyrirtækisins Hand- sals af Hagvirki-Kletti. Auk Hafnarfjarðarbæjar var Þor- steini Steinssyni, fjármálastjórabæj- arins, stefnt persónulega í málinu en hann var sýknaður með dómi héraðsdóms. Málið var sprottið af 8 milljóna króna skuldabréfi til 4 ára sem Hyrningarsteinn hf., hlutafélag starfsmanna Hagvirkis-Kletts, gaf út til Hagvirkis-Kletts 17. desember 1993 til greiðslu á hlutafjárloforðum starfsmanna Hagvirkis-Kletts í fyrirtækinu í tengslum við íjárhags- lega endurskipulagningu þess í kjöl- far nauðasamninga. Á eintak VSÍ af skuldabréfinu er Hyrningarsteinn skráður útgefandi, Hagvirki-Klettur kröfuhafi og jafn- framt er ritað á skuldabréfið að bæjarsjóður Hafnarfjarðar muni endurkaupa bréfið ef greiðslufall verði, sbr. meðfylgjandi yfirlýsingu þess efnis. Á bréfi í vörslu Hafnar- fjarðarbæjar er ekki slíka yfirlýsingu að fínna og þar er Hagvirki-Klettur ekki skráður kröfuhafi. í yfírlýsingu með skuldabréfínu er rakið að Hafnarfjarðarbær muni sjá um að greiðslur samkvæmt verk- samningi bæjarins við Hagvirki- Klett vegna hönnunar og byggingar dælu- og útrásarstöðva í bænum á næstu tveimur árum muni renna til að greiða skuldabréfíð. Verði vanskil á bréfínu muni Bæj- arsjóður sjá til þess að bréfið verði greitt upp á gengi og öðlist bærinn þá rétt á að nýta sér bréfíð til skulda- jöfnunar á móti áðumefndum verk- samningi. Undir yfirlýsinguna rituðu fjármálastjóri Hagvirkis-Kletts, fjár- málastjóri Hafnarfjarðarbæjar og framkvæmdastjóri Handsals. Ekki var hafíst handa við fram- kvæmdir samkvæmt fyrrgreindum verksamningi og lá fyrir að efndir hans féllu niður af ástæðum sem vörðuðu Hafnarfjarðarbæ en ekki Hagvirki-Klett. Hyrningarsteinn hf. greiddi þijá gjalddaga af skuldabréfmu, síðast 3. október 1994, þremur dögum fyr- ir gjaldþrot Hagvirkis-Kletts. Eftir- stöðvar bréfsins námu þá um 6,5 milljónum króna. Þá fjárhæð krafð- ist VSÍ að Hafnarfjarðarbær greiddi sér í samræmi við túlkun sambands- ins á ábyrgðaryfírlýsingu þeirri sem fylgdi skuldabréfinu. Heræfingum lokið Hafnarfjarðarbær hafnaði því að hafa tekist á hendur ábyrgð á greiðslu skuldabréfsins. Yfírlýsingin hafi aðeins haft þá þýðingu að Hag- virki-Klettur heimilaði bæjarsjóði að láta greiðslur, sem fyrirtækinu bar vegna verksamningsins um útrásirn- ar, renna til niðurgreiðslu á skulda- bréfínu. Ábyrgð bæjarins hafi ekki verið önnur en sú að sjá til þess að greiðslur rynnu ekki til verktakans heldur til greiðslu á skuldabréfinu. í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjaness segir að fyrir liggi að verð það sem VSÍ greiddi fyrir skuldabréfíð hafi ekki verið í sam- ræmi við gengi á skuldabréfum sem Hafnarfjarðarbær og sveitarfélög með svipað lánstraust seldu á þess- um tíma, heldur hafi ávöxtunar- krafan verið um 2 prósentustigum hærri en almennt á sveitarfélaga- bréfum. Sá munur verði vart skýrður með öðru en því að áhætta sú sem VSÍ tók við kaupin hafi verið metin meiri en ef um venjulegt sveitarfélagabréf hefði verið að ræða. „Áhætta [VSÍ] gat einkum falist í því, að [Hagvirki-KIettur] stæði ekki við sinn hluta samningsins [um hönnun og byggingu dælu- og útrás- arstöðva í bænum], en [VSI] hlaut með hliðsjón af verksamningnum og yfírlýsingu fjármálastjóra Hafnar- fjarðarbæjar, að mega treysta því, að öflugt sveitarfélag sem Hafnar- fjörður stæði við verksamninga sína undanbragðalaust," segir í dóminum. Þá segir að yfírlýsingin með skuldabréfínu feli m.a. í sér að greiðslur til Hagvirkis-Kletts sam- kvæmt 240 milljóna króna verksamn- ingi skuli renna til handhafa þessa 8 milljóna króna skuldabréfs og því hafí einungis verið um það að ræða að hluti verksamningsgreiðslna rynni til greiðslu skuldabréfsins. „Telja verður að fjármálastjóri bæjarins hafi haft umboð til að gefa yfírlýsinguna, enda jók hún ekki á skuldbindingar bæjarsjóðs, miðað við að bærinn stæði við verksamn- inginn," segir í dóminum. Hafnarfjarðarbæ hafi hins vegar ekki verið í sjálfsvald sett að feila niður greiðsluskyldu sína samkvæmt yfirlýsingunni með viðtökudrætti á framkvæmdum samkvæmt verk- samningnum. Ef greiðslur til verktakans hefðu fallið niður vegna atvika sem verk- takinn bar ábyrgð á, hefði ekki ver- ið um frekari greiðsluskyldu Hafnar- fjarðarbæjar að ræða. Ástæða þess að ekki hafi orðið úr framkvæmd verksamningsins hafí hins vegar verið viljaleysi verkkaupans, bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar. Ekkert sé fram komið um að kaupandi skuldabréfsins hafi mátt ætla að nokkur skynsamlegur vafi léki á því að bærinn stæði við verk- samninginn að sínu leyti og að skuldabréfið mundi greiðast með greiðslum úr honum. Már Pétursson héraðsdómari og dómsformaður var ósammála niður- stöðu meirihluta dómenda, sem hér- aðsdómararnir Steingrímur Gautur Kristjánsson og Kristján Torfason mynduðu. í séráliti Más segir að hann telji að VSÍ geti ekki reist greiðsluskyldu Hafnarfjarðarbæjar á vanefndum bæjarins innan samninga gagnvart Hagvirki-Kletti á verksamningi. Þar sem hann telji að öðru leyti hvorki bótagrundvöll né bæjarábyrgð fyrir hendi telji hann að sýkna beri Hafn- arfjarðarbæ af kröfum VSI. Islendingar nýti sér hugvitið Miðstöð skap- andi hugsunar ALLT frá upphafí hefur maðurinn aðskilið sig frá öðrum dýrum með hugs- un sinni og uppfinninga- semi. Með þessum hætti hefur maðurinn tryggt viðurværi sitt og bætt lífsskilyrði sín smám saman. Marsh Fisher taldi hins vegar að það væri ekki aðeins á færi snillinga á borð við Ein- stein eða Bell að fá góðar hugmyndir. Slíkt væri á allra færi ef þeir aðeins hefðu rétta verkfærið. Hann réðst því í hönnun á hugbúnaði sem aðstoða á fólk við hugmyndasmíð. Búnaðurinn byggir á tengslum orða og slær notandinn inn orð og töl- van gefur honum upp nokkur hundruð orð sem tengjast því á einn eða annan hátt. Alls er um 65 þúsund orð og tengsl þeirra á milli að ræða. -Hvernig gagnast þessi hug- búnaður fóiki? „Tilraunir okkar hafa sýnt að fólk geti í mesta lagi munað 50-60 slík tengsl áður en hug- myndaflug þess er þurrausið. Að auki eru það yfirleitt sömu orðin sem fólki dettur í hug. Rannsókn- ir sýna að mannshugurinn flokkar vitneskju okkar eftir tengslum og geymir hana í slíkum tengslaskýj- um. Nýjar hugmyndir eru gjarnan ekkert annað en ný tengsl milli gamalla hugmynda. Við þurfum bara að finna þau. Til þess þurf- um við að beita langtímaminninu, sem geymir þorra allrar vitneskju okkar. Þar er þó sá hængur á að það getur reynst erfitt að nálgast hana. Við vitum svo margt i tengslum við hluti sem við höfum upplifað, lesið í bókum eða lært af samtölum við fólk og það er erfitt að kalla fram allt sem við vitum um tiltekinn hlut þegar við þurfum á því að halda.“ -Er þessi búnaður einungis hugsaður til markaðssetningar á nýjum vörum eða hefur hann meira notagildi? „Fjöldi fólks hefur nýtt sér þennan hugbúnað og raunar erum við alltaf að heyra af nýju nota- gildi. Meðal þeirra sem hafa notað hann eru auglýsingastofur, verk- fræðingar, lögfræðingar og lista- menn. Þá var búnaðurinn notaður til skrifa á handriti kvikmyndar- innar Ace Ventura II og við höf- um spurnir af geimfara hjá NASA sem notaði forritið til að skrifa ljóð.“ Fisher segir þetta þó ekki að- eins snúast um hugbúnað sinn og bendir á rannsókn sem rann- sóknarstofnun Nomura Securities var falið að vinna. Þar hafi verk- efnið verið að kanna á ________ vísindalegan hátt hvar mannkynið yrði statt að 50 árum liðnum og hvernig Japanir gætu búið sig undir þá framtíð. „Rannsóknin ■ tók rúm 2 ár, náði til þúsunda fyrirtækja og stofnana. Niðurstaðan var sú að maður- inn væri verkfærasmiður að eðlis- fari. Verkfærin sköpuðu síðan þær framfarir sem ættu sér stað. Þeir líktu núverandi stöðu við þrjú megintímabil mannkynssög- unnar. Hið fyrsta var landbúnað- artímabilið og verkfærið var plóg- urinn. Næsta bylting var iðnbylt- ingin og verkfærið gufuvélin. Þriðja og yfirstandandi tímabilið Marsh Fisher ► Bandaríkjamaðurinn Marsh Fisher er með BA-próf í fjöl- miðlafræði, auk þess sem hann var flugmaður í seinni heims- styijöldinni, var söngvari í kjölfar stríðsins og gerðist loks fasteignasali. Árið 1971 stofn- aði hann ásamt félaga sínum, Art Bartlett, fasteignasöluna Century 21, sem átti eftir að verða ein stærsta fasteigna- sölukeðja í Bandaríkjunum. Árið 1977 fór hann hins vegar á eftirlaun og hefur æ síðan unnið að rannsóknum á hugsun manna. Utkoman er kenning hans um tengsla-hugsun og hjálpartæki sem hann hefur hannað til þess að hjálpa fólki við hugmyndasmíðar. Fisher er giftur Marlee Fisher. Tímabil sköp- unar tekur við af upplýsinga- byltingunni er upplýsingabyltingin þar sem tölvan er verkfærið. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar erum við nú að stíga inn í fjórða tímabilið, tímabil sköp- unar. Þar höfum við hins vegar engin verkfæri enn. Niðurstaða Nomura var sú að þetta tímabil tæki öllum hinum fram. Þau tíma- bil hefðu byggst á ákveðnum hug- myndum, plógnum, gufuvélinni og tölvunni. Með betri skilningi á því hvaðan þær hugmyndir eru sprottnar sjáum við fram á mikil- vægasta tímabilið í sögu mann- kyns til þessa. Það er mjög spenn- andi að hugsa til þess að við séum að upplifa þetta tímabil." - Sérðu fyrir þér eitthvert sér- stakt notagildi hér á landi? „Við ræddum við forseta ykkar og hún var mjög áhugasöm um sköpunargáfu og menntun barna. Okkar markmið er að skapandi hugsun verði kennd í skólum líkt og eðlisfræði eða stærðfræði. Með þessum hætti öðlast börnin aukna trú á því að þau geti beitt skap- andi hugsun. Þetta er hlutur sem við kennum ekki í dag en ættum að gera. Þetta er öflugasta verk- _________færi sem til er, grund- völlur alls þess sem leitt hefur til framfara í sögunni. Við getum kennt sjimpansa að skúra ef við fáum hann til að hlusta á okkur en að finna upp ryksuguna kallaði á uppfinningasemi. íslendingar ættu að nýta sér smæðina í þessu samhengi og stefna að því að verða sú þjóð sem skari fram úr í skapandi hugsun. Slíkt ætti að vera mjög einfalt, þjóðin er vel menntuð og því ætti hún auðveldlega að geta státað af flestum hugsuðum í heimi mið- að við höfðatölu. Þar gæti smæðin nýst vel. Slík stefna gæti skapað hér auðlind sem aldrei yrði tæmd.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.