Morgunblaðið - 26.03.1996, Síða 28

Morgunblaðið - 26.03.1996, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞORF UMRÆÐA UM ÞJÓÐARATKVÆÐI FORYSTA Þjóðvaka hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytingar á stjórnarskránni. í frumvarpinu er kveðið á um að skylt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvarp, sendi þriðjungur kosningarbærra manna í landinu forseta íslands áskorun um slíkt. Rök Þjóðvaka eru þau, að lýðræðinu séu settar ákveðnar skorð- ur með því að fáar leiðir séu til að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál, ekki sízt vegna þess að samsteypustjórnir séu algengar hér á landi og þær geti oft komið sér hjá því að efna kogningaloforð flokkanna, sem að þeim standa. Þá telur Þjóðvaki að efna beri til þjóðaratkvæðis um mikilvæga alþjóðasamninga og segir að þjóðin hefði átt að greiða atkvæði um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði á sínum tíma. Þegar EES-samningurinn var til meðferðar hjá Alþingi tók Morgunblaðið afstöðu gegn kröfum um að efnt yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið, á þeirri forsendu að ekki væri hefð fyr- ir slíku hér á landi. Ekki hefði verið viðhaft þjóðaratkvæði um aðra milliríkjasamninga eða um mikilvæg innanlandsmál. Morgunblaðið hefur jafnframt fært rök að því að málskotsrétt- ur forseta af því tagi, sem nú er að finna í 26. grein stjórnarskrár- innar, sé óþarfur í ljósi hálfrar aldar reynslu og að tilefni sé til að afnema ákvæðið og létta þannig af forseta íslands þeim tillits- lausa þrýstingi, sem hann geti bersýnilega orðið fyrir vegna þess. Þrír forsetar lýðveldisins hafa verið beittir þrýstingi, um að taka beinlínis afstöðu gegn meirihluta Alþingis til þess að efna mætti til þjóðaratkvæðagreiðslu, án þess þó að þeir létu undan honum. Þetta breytir þó ekki því, að þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ýmsa kosti. Með þjóðaratkvæðagreiðslu er til dæmis hægt að höggva á hnúta og leysa deilumál, sem Alþingi virðist einhverra hluta vegna ekki ráða við, hvort sem það er vegna þess kerfis samsteypu- stjórna, sem hér hefur komizt á, eða vegna annarra þátta. Sumir kynnu að vilja gera út um áralangar deilur um t.d. eignarhald á fiskimiðunum eða fyrirkomulag landbúnaðarkerfisins með slíkri atkvæðagreiðslu. Annar kostur þjóðaratkvæðagreiðslu er sá, að þar hafa allir landsmenn jafnan atkvæðisrétt. Mál, sem nýtur raunverulegs meirihlutafylgis meðal kjósenda, getur strandað á því að þingheimur endurspegli ekki vilja þjóðarinnar vegna úrelts kjördæmakerfis. Morgunblaðið hefur talið að standi hugur þjóðarinnar til að taka upp þjóðaratkvæði í ríkari mæli en íslenzk hefð stendur til, með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði, þurfi að taka það til ræki- legrar umfjöllunar áður en af verður. Í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins um þetta efni 17. janúar 1993 sagði: „Hér á íslandi rík- ir engin hefð um þjóðaratkvæði um mikilsverð mál. Vilji menn hins vegar taka upp slíka reglu er sjálfsagt að fram fari umræð- ur um það, en þá er eðlilegt að það gerist án atbeina forseta ís- lands. Embætti þjóðhöfðingjans verður að vera hafið yfir pólitísk- ar deilur, ella getur hrikt í undirstöðum stjórnskipunar lýðveldis- ins.“ Frumvarp Þjóðvaka er jákvætt innlegg í umræður um þessi mál, sem eðlilegt er að séu rædd þegar kastljósið beinist að stöðu og hlutverki embættis forseta íslands. GREININ GARSTÖÐ FATLAÐRA * ARIÐ 1979 voru samþykkt lög um aðstoð við þroskahefta. I þeirri löggjöf var í fyrsta skipti hér á landi rætt um nauðsyn á greiningarstöð fyrir fatlaða. Fyrir tíu árum, árið 1986, tók síð- an endurskipulögð og endurskilgreind greiningar- og ráðgjafarstöð til starfa. Meginverkefni hennar hefur verið greining á fötluðum og ráðgjöf um hvernig bezt yrði staðið að meðferð, þjálfun og þjónustu við hvern einstakling. Margrét Margeirsdóttir, formaður stjórnar Greiningar- og ráð- gjafarstöðvarinnar, kemst svo að orði í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag: „Með lögunum frá 1979 kom fram ný hugmyndafræði sem felst í því að fatlaðir eigi rétt á við aðra landsmenn. Þá var landinu líka skipt í átta þjónustusvæði. Þetta fyrirkomulag gafst vel á þeim tíma, en breyttist við síðustu endurskoðun laga um málefni fatlaðara. Svæðisstjórnir heyra nú sögunni til. Svæðin eru eftir sem áður átta og Greiningarstöðin er ráðgefandi fyrir þau og fyrir stjórnvöld.“ Algengasta fötlun þeirra, sem til Greiningar- og ráðgjafarstöðv- arinnar leita, er þroskafrávik, þegar þroski viðkomenda er veru- lega undir meðallagi. Stöðin hefur verið viðkomendum og aðstand- endum mikil hjálparhella. Framkvæmdasjóður fatlaðra og ýmis iíknarfélög hafa síðan reynzt stöðinni góðir bakhjarlar. Stjórn greiningarstöðvarinnar ráðgerir að láta fara fram könn- un á starfi stöðvarinnar þau tíu ár sem hún hefur starfað, til þess að fá betri vitneskju um, hvern veg hún hefur skilað hlutverki sínu. Vinnubrögð af þessu tagi eru gott fordæmi fyrir aðrar þjón- ustustofnanir. Staða þroskaheftra í samfélaginu er allt önnur og betri en var fyrir nokkrum áratugum. Sitt hvað stendur þó enn til bóta. Starf- semi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins var farsælt og gott skref til réttrar áttar. Sami herafli en breyting á verktöku Morgunblaðið/Ásdís HALLDÓR Ásgrímsson svarar spurningum fréttamanna. ísland og Bandaríkin hafa náð samkomulagi um framkvæmd vamarsamnings ríkjanna næstu fimm árín. Vamarviðbúnaður á Kefla- víkurflugvelli verður óbreyttur, en einkaréttur tveggja verktakafyrirtækja á vamarfram- kvæmdum verður afnuminn á átta árum. Qlafur Þ. Stephensen sat blaðamannafund utanríkisráðherra í gær. HALLDÓR Ásgrímsson ut- anríkisráðherra kynnti í gær á blaðamánnafundi drög að samkomulagi ís- lands og Bandaríkjanna um bókun við varnarsamning íslands og Bandaríkjanna, sem kveður á um framkvæmd samningsins næstu fimm árin. Samkvæmt samkomu- laginu verður herafli Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli óbreyttur þennan tíma frá því sem nú er, en breytingar verða gerðar á verktöku fyrir varnarliðið í áföngum. Einka- réttur íslenzkra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka á framkvæmd- um verður endanlega afnuminn í byijun ársins 2004. Samkomulagið, sem nú liggur fyrir, er framhald samkomulags um framkvæmd varnarsamstarfsins, sem gengið var frá 4. janúar 1994 og átti að endurskoða að tveimur 'árum liðnum. Undanfarna mánuði hafa íslenzk og bandarísk stjórnvöld átt í viðræðum um framlengingu samkomulagsins, en það fól í sér nokkurn samdrátt í umsvifum í varnarstöðinni í Keflavík frá því, sem verið hafði. Samninganefndirnar hafa nú lok- ið störfum og hafa íslenzk stjórn- völd samþykkt samkomulagsdrögin fyrir sitt leyti. Sama á við um utan- ríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Atlantshaf sherstj órn Bandaríkj - anna. Búizt er við formlegri stað- festingu bandaríska varnarmála- ráðuneytisins, Pentagon, á næstu dögum. I samkomulaginu eru ítrekaðar skuldbindingar beggja ríkjanna um varnir íslands á grundvelli varnar- samningsins frá 1951 og aðildar að Atlantshafsbandalaginu. Áfram- haldandi vera varnarliðs Bandaríkj- anna í varnarstöðinni á Keflavíkur- flugvelli er staðfest og áréttað er áframhaldandi náið samstarf ríkj- anna í öryggis- og varnarmálum, bæði tvíhliða og innan Atlantshafs- bandalagsins. Nýja samkomulagið gildir til fimm ára, en ekki tveggja eins og það gamla. Endurskoðun þess getur hafizt á fimmta ári gildistímans. „Við höfum lagt mikið upp úr því að skapa meiri vissu í kringum þessi mál og auka þar með starfsöryggi fólks, en aðallega að tryggja eðlileg- an varnarviðbúnað hér á landi,“ seg- ir Halldór Ásgrímsson. Sami herafli í Keflavíkurstöðinni Utanríkisráðherra segir enga stefnubreytingu felast í samkomu- laginu hvað varði varnarviðbúnað; viðvera Bandaríkjanna á Kefla- víkurflugvelli verði sú sama næstu árin og nú er. í því felst að í varnar- stöðinni verða ævinlega að minnsta kosti fjórar F-15 orrustuþotur, og segir Halldór að aldrei hafi komið til álita í viðræðunum að þær hverfi úr landi. Með litlum fyrirvara sé hægt að auka varnarviðbúnaðinn hér á landi. Bandaríkja- menn hafi ekki gert kröf- ur um að viðbúnaðurinn yrði minnkaður. „Þetta er niðurstaðan og það er ánægjulegt að samstaða skuli vera um hana á milli þjóðanna," segir ráðherra. Orrustuþotunum fylgir þyrlu- björgunarsveit, og er staðfest í sam- komulaginu að rekstur hennar verði óbreyttur og hún rnuni veita sömu þjónustu og áður. í samkomulaginu frá 1994 var kveðið á um að kanna möguleika á að ísland axlaði aukna ábyrgð á sviði þyrlubjörgunarstarfa. Halldór segir að ekki hafi verið horf- ið frá því markmiði, og gert sé ráð fyrir því í nýja samkomulaginu að viðræðum verði haldið áfram um að íslendingar taki við björgunar- starfseminni í meira mæli. Loks verður heræfingunni Norð- urvíkingi haldið áfram á tveggja ára fresti, með áherzlu á að laga varnarsveitir og varnaráætlanir fyr- ir ísland sem bezt að ríkjandi að- stæðum hér á landi. Áherzla á að draga úr kostnaði Þótt varnarviðbúnaður verði óbreyttur, segir utanríkisráðherra að mikil áherzla sé á það af hálfu Bandaríkjanna að draga úr kostnaði í rekstri varnarstöðvarinnar. „Á því höfum við fullan skilning, ekki sízt vegna þess að mikill niðurskurður hefur verið til varnarmála í Banda- ríkjunum, um 40% á undanförnum árum, og mörgum stöðv- um hefur verið lokað,“ segir Halldór. Hann segir að kostnaðarlækkunar- nefnd, skipuð háttsettum embættismönnum beggja ríkja, verði áfram starf- rækt og muni áfram leita leiða til sparnaðar. Halldór nefnir sem dæmi að talið sé að varaflugvöllur fyrir a.m.k. hluta af flugflota varnarliðs- ins geti verið á Austurlandi, þ.e. á Egilsstöðum, í stað Skotlands. Þá sé aukið samstarf varnarliðsins og Suðurnesjamanna í heilsugæzlu til umræðu. „Menn gera sér jafnframt vonir um að kostnaður muni lækka vegna vaxandi útboða og meiri sam- keppni í kringum rekstur flugvallar- ins,“ segir utanríkisráðherra. Einkaréttur verktaka afnuminn 2004 Sá þáttur samkomulags íslands og Bandaríkjanna, sem mesta at- hygli vekur, snýr að fyrirkomulagi verktakaframkvæmda á Kefla- víkurflugvelli. Islenzkir aðalverk- takar og Keflavíkurverktakar hafa um áratugaskeið haft einkarétt á framkvæmdum fyrir varnarliðið. Síðastliðið vor var einkaréttur Aðal- verktaka á framkvæmdum, sem greiddar eru úr Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins, afnuminn og jafnframt var byijað að bjóða út kaup á ýmissi vöru og þjónustu fyrir varnarliðið. Um tugur þjón- ustuverkefna hefur verið boðinn út og eitt verkefni á vegum Mannvirkjasjóðsins. Verktakafyrirtækin tvö hafa hins vegar áfram setið ein að framkvæmd- um, sem greiddar eru úr ríkissjóði Bandaríkjanna. í samningaviðræðunum, sem farið hafa fram undanfarið, var megin- krafa Bandaríkjanna sú, að einka- rétturinn yrði afnuminn endanlega. í nýja samkomulaginu er ákveðið að stefna að afnámi einkaréttar fyrirtækjanna tveggja í áföngum. Akveðið er að árið 1998 verði lokið athugun á reynslu af útboðum á framkvæmdum fyrir Mannvirkja- sjóðinn og þjónustuverkefnum. Á grundvelli þeirrar athugunar verða settar reglur um samkeppnisútboð fyrir byggingaframkvæmdir og við- haldsverkefni á vegum varnarliðs- ins. Byijað verður smátt og breyt- ingar á núverandi ástandi verða í raun ekki fyrr en árið 1999, en þá verður eitt verkefni boðið út á al- mennum markaði á grundvelli hinna nýju reglna. Árið 2000 verða síðan tvö verkefni boðin út. Að því loknu mun herða á breytingunum og er gert ráð fyrir að verktaka á þessu sviði verði boðin út á almennum markaði í áföngum, allt fram til janúarmánaðar 2004, en þá verður einkaréttur íslenzkra aðalverktaka og Keflavíkurverktaka endanlega afnuminn. Sameiginlegt hagsmunamál Halldór Ásgrímsson segir að Bandaríkjamenn hafi verið ánægðir með þjónustu verktakafyrirtækj- anna. „Það er hins vegar alveg ljóst að þeim ber, samkvæmt þeim fjár- lagaheimildum, sem þeir hafa, að leitast við að lækka kostnað eins og frekast er kostur. Við hljótum að skilja það á þessum aðhaldstím- um á Vesturlöndum að við þurfum að verða við slíkum málaleitunum. Við teljum það þess vegna vera hagsmunamál okkar og þeirra að lækka kostnað við rekstur stöðvar- innar, þannig að hún geti skilað sömu markmiðum og áður fyrir minna fé og það verði jafnframt til þess að tryggja nauðsynlega viðveru þessa liðs hér á landi,“ segir hann. Utanríkisráðherra segir að þetta muni hafa margvíslegar breytingar í för með sér fyrir verktakafyrirtæk- in tvö. „Við höfum lagt áherzlu á að hér þyrfti alllangan aðlögunar- tíma, þannig að þau geti breytt áherzlum sínum í ljósi nýrra að- stæðna og mótað stefnu til lengri tíma,“ segir Halldór. „Þessi fyrir- tæki eru umfangsmikil í atvinnu- starfsemi á Suðurnesjum og mikill fjöldi fólks byggir afkomu sína á vinnu hjá þeim.“ Ráðherra bendir á að um 860 manns starfi hjá verk- taka- og þjónustufyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli, fyrir utan starfsfólk varnarliðsins sjálfs og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Halldór segir að íslenzk stjórn- völd hafi lagt megináherzlu á að þær reglur, sem settar verði um samkeppnisútboð, verði sambæri- legar við það, sem almennt gerist á íslandi. „Við viljum til dæmis ekki að notaðar verði sambærilegar útboðsreglur við það, sem gengur og gerist í Bandaríkjunum, heldur verði þær miðaðar við íslenzkar aðstæður. Það eru mörg mál, sem þarf að leysa áður en til þessa kem- ur, til dæmis að því er varðar skatta- mál og íslenzka löggjöf. Reglurnar þurfa að miðast við íslenzkar að- stæður til þess að fyrirtæki í land- inu geti treyst því að þarna ríki eðlilegar samkeppnisreglur,“ segir Halldór. Ráðherra segir að í huga ís- lenzkra stjórnvalda sé gert ráð fyr- ir að varnarliðsfram- kvæmdir verði fyrst og fremst boðnar út á innan- landsmarkaði. Enn hafi þó ekki verið gengið frá út- boðsreglunum. Ekki megi heldur gleyma því að gæta verði að reglum, sem gildi á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Halldór segir að viðhaft verði alþjóðlegt útboð á endurnýjun flugskýlis á Keflavíkurflugvelli, sem greidd er af Mannvirkjasjóði Atlantshafs- bandalagsins og hljóðar upp á um 20 milljónir dollara. Mannvirkja- sjóðurinn hafi ekki fallizt á að það verk yrði eingöngu boðið út hér á landi og því hafi ísland orðið að hlíta. Stöðin skili sömu mark- miðum fyrir minna fé Meiri vissa með sam- komulagi tii fimm ára íslenzkir aðalverktakar stofnaðir, fá einkarétt á varnarliðs- framkvæmdum Keflavíkur verk- takar stofnaðir, fá einkarétt á hluta fram- kvæmdanna, einkum viðhaldi Fallizt á kröfur Útboð á verkum Mannvirkja- Mannvirkjasjóðs sjóðs NATO og á þjónustu- um að verk á verkefnum hefjast, hans vegum einkaréttur Aðal- verði boðin út verktaka afnuminn AFNAM EINKARETTAR: Á næstu árum verður einkaréttur Islenzkra Núverandi ástand: ÍAV og Keflavíkurverk takar hafa einkarétt á framkvæmdum, sem greiddar em af Bandaríkjunum aðalverktaka og Keflavikurverktaka á framkvæmdum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugyelli afnuminn endanlega, samkvæmt samkomulagi íslands og Bandarikjanna: ástand nýjar útboðs- reglursamdar Einkaréttur verk verk Útboðum afnuminn boðið út boðin út fjölgað endanlega Þýsku stjórnarflokkarnir styrkja stöðu sína í kosningum í þremur sambandslöndum Pólitísk sprengja aftengd SEGJA má að pólitísk sprengja hafi verið aftengd í kosning- unum í þremur þýskum sam- bandslöndum, Slésvík-Holt- setalandi, Baden-Wúrttemberg og Rheinland-Pfalz, á sunnudag. Kristi- legir demókratar (CDU) hafa átt í vök að veijast að undanförnu en fóru með sigur af hólmi í mikilvægustu kosn- ingunum, í Baden-Wúrttemberg, og frammistaða þeirra þótti góð í hinum sambandslöndunum tveimur. Úrslitin eru ekki síður mikill sigur fyrir Ftjálsa demókrata og leiðtogar flokksins höfðu sagt að kosningarnar væru „spurning um líf eða dauða fyr- ir flokkinn". Frjálsir demókratar (FDP) geta varpað öndinni léttar þar sem þeir fengu verulegt kjörfylgi í sambandslöndunum þremur. Skoð- anakannanir höfðu bent til þess að flokkurinn næði ekki tilskildu fylgi, eða 5% atkvæða, til að fá menn kjörna á þing sambandslandanna og hann hafði ekki náð því marki í 12 af síð- ustu 13 kosningum í sambandslönd- um. Stjórnmálaskýrendur voru sam- mála um að ógjörningur hefði verið fyrir Helmut Kohl kanslara að halda stjórnarsamstarfinu með Fijálsum demókrötum til streitu ef þeir hefðu beðið enn einn ósigurinn. „Samsteypustjórnin í Bonn getur nú andað léttar,“ sagði dagblaðið Bild. „Sannfærandi sigur Frjálsra demó- krata tryggir frið og stöðugleika í rík- isstjórn Kohls kanslara." Kosningarnar kveða niður vanga- veltur um að Kohl kunni að neyðast til að mynda samsteypustjórn með jafnaðarmönnum til að stemma stigu við mesta atvinnuleysi í Þýskalandi eftir heimsstyijöldina síðari; „Vofa stóru samsteypustjórnarinnar er nú loksins horfin," sagði Norbert Blúm, vinnumálaráðherra Þýskalands. Guido Westerwelle, framkvæmda- stjóri Fijálsra demókrata, sagði að kjósendurnir hefðu umbunað flokkn- um fyrir að styðja skattalækkanir. Ósigur fyrir Lafontaine Úrslitin eru áfall fyrir jafnaðar- menn, sem hafa verið í stjórnarand- stöðu í þrettán ár og höfðu vonast eftir meira fylgi undir forystu nýja leiðtogans, Oskars Lafontaine. Jafnaðarmenn töpuðu verulegu fylgi, 4,3-6,4 prósentustigum, í öllum sambandslöndunum þremur. Mesta áfallið var í Baden-Wúrttemberg, þar sem jafnaðarmenn höfðu verið í stjórn með Kristilegum demókrötum. Kristi- legir demókratar og Fijálsir demó- kratar fengu þar samanlagt 50,9% atkvæðanna og geta myndað nýja stjórn. Jafnaðarmenn í Rheinland-Pfalz, undir forystu Kurts Becks forsætis- ráðherra, töpuðu einnig fylgi en héldu stöðu sinni sem stærsti flokkurinn og geta haldið áfram stjórnarsamstarfi við Fijálsa demókrata. Heidi Simonis, forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna í Slésvík-Holt- setalandi, missti hreinan meirihluta sinn á þingi sambandslandsins. Lík- legt er að hún myndi samsteypustjórn með Frjálsum demókrötum eða Græn- ingjum. Treysta stjórnarflokkunum betur Stjórnmálaskýrendur segja að þótt Helmut Kohl hafi átt í vök að veijast að undanförnu vegna efnahagsvand- ans séu vandamál hans harla léttvæg miðað við vanda jafnaðarmanna. Vinsældir Kohls meðal kjósenda hafa minnkað að undanförnu og hann hefur sætt gagnrýni fyrir að víkja sér undan því að taka erfiðar ákvarðanir um aðgerðir til að stemma stigu við atvinnuleysinu og blása lífi í efnahag- inn. Jafnaðarmönnum tókst þó ekki að hagnýta sér þessa erfiðleika kansl- arans. Kjósendurnir sýndu þvert á móti að þeir treysta Kristilegum dem- ókrötum og Fijálsum demókrötum betur til að leysa efnahagsvandann en vinstriflokkunum. Óljós stefna „Þeir sem kjósa Kristilega demó- krata vita að hveiju þeir ganga,“ sagði sína í mikilvægum kosningum í þremur þýsk- um sambandslöndum á sunnudag. Fijálsir demókratar héldu velli í kosningum sem leið- togar þeirra lýstu sem „spumingu um líf eða dauða fyrir flokkinn“. Úrslitin eru hins vegar mikið áfall fyrir jafnaðarmenn. Reuter RAINER Bruderle, frambjóðandi Frjálsra demókrata og efnahags- málaráðherra Rheinland-Pfalz, ásamt Kurt Beck, forsætisráðherra sambandslandsins og leiðtoga jafnaðarmanna. Stjóm Helmuts Kohls kanslara styrkti stöðu STJORN KOHLS EFUST STJÓRN Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, styrkti stöðu sína í kosningum í þremur sambands- löndum á sunnudag. Frjálsir demókratar héldu velli í kosning- unum sem var lýst sem spurningu um líf eða dauða fyrir flokkinn". Slésvík- Holtsetaland 0 Berltn Baden- Wúrttemberg ÚRSLIT KOSNINGANNA í prósentum 24. mars, 5. april, Baden-Wúrttemberg 1996 1992 Kristilegir demókratar (CDU) 41.3 39.6 Jafnaðarmenn (SPD) 25.1 29.4 Græningjar 12.1 9.5 Frjálsir demókratar (FDP) 9.6 5.9 Aðrir 11.9 15.6 Rheinland-Pfalz Jafnaðarmenn (SPD) 39.8 44.8 Kristilegir demókratar (CDU) 38.7 38.7 Frjálsir demókratar (FDP) 8.9 6.9 Græningjar 6.9 6.5 Aðrir 5.703 3.1 Slésvík-Holtsetaland Jafnaðarmenn (SPD) 39.8 46.2 Kristilegir demókratar (CDU) 37.2 33.8 Græningjar 8.1 5 Frjálsir demókratar (FDP) 5.7 5.6 Aðrir 9.1 9.4 Reuter HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, greiðir atkvæði í Rhein- land-Pfalz. Kohl var þar forsæt- isráðherra frá 1969 til 1976. dagblaðið Suddeutsche Zeitung. „Þeir sem kjósa Fijálsa demókrata vita að þeir eru óbeint að kjósa stjórnina í Bonn. En þeir sem kjósa jafnaðar- menn nú um stundir vita ekki við hverju þeir megi búast. Þetta er ein- föld en trúverðug skýring á kosninga- úrslitunum í öllum sambandslöndun- um þrernur." Sigur Kristilegra demókrata og Fijálsra demókrata í Baden-Wúrttem- berg þykir sérlega athyglisverður í ljósi þess að jafnaðarmenn notuðu kosningarnar þar til að kanna undir- tektir kjósenda við tveimur umdeild- um málum sem flokkurinn gæti sett á oddinn í næstu þingkosningum í Þýskalandi. Jafnaðarmenn í Baden- Wúrttemberg reyndu að höfða til hægrisinnaðra kjósenda í þessum tveim málum með því að krefjast þess að fyrirhuguðu efnahags- og mynt- bandalagi Evrópusambandsins yrði frestað og takmarkanir við innflutn- ingi fólks af þýskum ættum frá fyrr- verandi sovétlýðveldum yrðu hertar. Niðurstaðan varð sú að kjörfylgi jafnaðarmanna minnkaði um rúm fjögur prósentustig og fór í 25,1%, sem er minnsti stuðningurinn sem flokkurinn hefur nokkurn tíma fengið í Baden-Wúrttemberg. „Staða Jafnaðarmannaflokksins er hörmuleg," sagði þýski stjórnmála- fræðingurinn Peter Lösche. „Flokkur- inn valdi röng kosningamál," sagði hann og bætti við að jafnaðarmenn hefðu tileinkað sér mál sem róttækir hægrimenn hefðu hingað til einokað. Kjósendur í Baden-Wúrttemberg fengu það á tilfinninguna að jafnaðar- menn vildu bæði ganga lengra til hægri og vinstri en hinir flokkarnir. Oskar Lafontaine reitti t.a.m. hægri- sinnaða kjósendur til reiði með því að taka undir kröfu vinstrimanna í flokki Græningja um nýja náttúru- verndarskatta. Rudolph Scharping, sem Lafont- aine steypti af stóli í leiðtogakjöri jafn- aðarmanna í nóvember, gerði stefnu flokksins enn ruglingslegri með því að gefa til kynna að jafnaðarmenn myndu framfylgja miðjustefnu og beita sér fyrir samsteypustjórn með Kristilegum demókrötum. Kerstin Múller, leiðtogi Græningja, kvaðst hissa á ruglingslegri fram- göngu jafnaðarmanna. „Lafontaine var í fyrstu hlynntur bandalagi vinstriflokka með það að markmiði að koma Kohl frá árið 1998 og núna verður hann að útskýra hvað hann á við með því.“ Repúblikanaflokkurinn heldur velli Jafnaðarmenn eru taldir hafa farið illa að ráði sínu með því að setja inn- flytjendamálið á oddinn í kosninga- baráttunni og stuðlað þannig að því að róttækur hægriflokkur, Repúblik- anaflokkurinn, hélt velli í Baden- Wúrttemberg. Flokkurinn fékk 9,1% atkvæðanna en skoðanakanhanir höfðu bent til þess að hann næði ekki 5% fylgi og fengi því engan þingmann kjörinn. Repúblikanar komust á þing í Bad- en-Wúrttemberg í kosningunum árið 1992 með 10,9% fylgi eftir að hafa lagt áherslu á loforð um að stöðva straum innflytjenda og skerða rétt flóttamanna til að fá pólitískt hæli í Þýskalandi. Stóru flokkarnir brugðust við uppgangi flokksins með -því að samþykkja lög sem 'drógu verulega úr straumi flóttamanna til landsihs og virtust þannig hafa slegið vopnin úr höndum Repúblikanaflokksins. Jafnaðarmenn gerðu hins vegar inrrf flytjendur að kosningamáli með kröfu um að fjöldi innflytjenda af þýskum ættum yrði takmarkaður frekar. 200.000 Þjóðveijar frá fyrrverandi sovétlýðveldum fá nú að flytja til Þýskalands á ári. „Kjósendur hafa refsað jafnaðar- mönnum fyrir ,að misnota innflytj- endamálið, sem leiðtogi fiokksins setti á oddinn og stuðlaði að góðri útkomu Repúblikanaflokksins,“ sagði dag- biaðið Hamburger Abendblatt. Erwin Teufel, forsætisráðherra og ieiðtogi Kristilegra demókrata í Bad- en-Wúrttemberg, gagnrýndi málfluth- ing jafnaðarmanna og sagði það eítt af mikilvægustu verkefnum næstu fjögurra ára að „hrekja Repúblikaiia- flokkinn af þingi“. Annar róttækur hægriflokkur, Þýska þjóðarsambandið, fékk engan þingmann kjörinn í Slésvík-Holtseta- landi. Flokkurinn fékk 4,3% fylgi en 6,3% í kosningunum 1992. Fréttaskýrendur segja að þótt Kohl geti andað léttar eftir kosningarnar á sunnudag eigi atvinnuleysið eftir að valda honum frekari vandræðum og hann geti ekki lengur vikið sér undan því að taka á efnahagsvandanum. „Tími kænskubragðanna er nú loksins liðinn,“ sagði viðskiptadagblaðið Handelsblatt. „Samsteypustjórn Kohls kom sér hjá því að taka á viðvæmum málum síðustu vikurnar fyrir kosningarnar." 4,3 milljónir Þjóðveija eru án at- vinnu, eða 10,3 af vinnuaflinu og efnahagssamdráttur hefur leitt til aukins ijárlagahalla. Sigur stjórnarflokkanna á sunnu- dag styrkir stöðu stjórnarinnar í Bonn og ætti að örva hana til dáða í barátt- unni við efnahagsvandann. Stjórnin getur ekki gripið til þess ráðs að auka ríkisútgjöldin til að blása lífi í efna- haginn þar sem hún á þegar í erfið- leikum með að koma fjárlagahallanum undir 3% af vergri landsframleiðslu, sem er skilyrði fyrir aðild að efna- hags- og myntbandalagi Evrópusam- bandsins. Stjórnin verður því að grípa til sparnaðaraðgerða og lækka ríkisút- gjöldin. Hún hefur lofað að spara í velferðarkerfinu og lækka álögur á fyrirtæki til að glæða efnahaginn. „Vorvindar gefa nú Kristilegum demókrötum byr undir seglin," sagði dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung. „Núna geta þeir loksins snú- ið áér að því að stjórna.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.