Morgunblaðið - 26.03.1996, Síða 34

Morgunblaðið - 26.03.1996, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ ’Í Leikhús skatt- borgaranna ÞAU ÁTÖK sem uppi eru í Borgarleik- húsinu um þessar mundir hafa ekki farið fram hjá neinum. Stjórn leikhússins ós- ammála, stjórnar- menn segja af sér, nýir stjórnarmenn taka sæti þeirra, leik hússtjórinn rekinn áður en hann tók til starfa, leikstjórar og aðstoðarmenn telja að sér hafi líka verið sagt upp störfum og hætta, allir telja sig hafa ver- ið beitta órétti og krefjast uppsagnarlauna og skaða- bóta og öll sú vinna og kostnaður sem lögð hefur verið í undirbúning afmælisleikársins er kastað fyrir róða. Kemur okkur borgarbúum þetta eitthvað við? Er þetta ekki bara hagsmunapot og valdabarátta ákveðinna einstaklinga í leikara- stéttinni sem okkur almenningi kemur ekki við og höfum ekki vit á? Er þetta list? Er þetta menn- ing? Þessi leikþáttur minnir mann jafnvel á presta. Hver borgar svo brúsann? Það er ekki ríkið. Það eru ekki leikararnir. Það eru ekki leikhúsgestir. Nei, það eru skatt- greiðendur í Reykjavík. Reykjavík- urborg lagði hundruð milljóna sennilega vel á annan milljarð í að byggja Borgarleikhúsið og leggur leikfélaginu það til endur- gjaldslaust. Auk þess borgar Reykjavíkurborg um það bil 140 milljónir á ári í 'styrki til leikfélags- ins. Þrátt fyrir þessar himinháu upphæðir sem borgin leggur þessari menningar- starfsemi til á Reykja- víkurborg aðeins einn fulltrúa í stjórninni og það í stjórn sem hefur engin völd. Meirihluti stjórnarinnar telur sig bundinn af ákvörðun- um annarra en ekki sinnar eigin samvisku og er því einungis ijarstýrt verkfæri annarra í stjórninni. Til hvers er þá verið að hafa stjórn ef hún á bara að framfylgja ákvörðunum einhverra annarra? Samningur milli Reykjavíkur- Borgin á ekki að taka þátt í þessum leikara- skap, segir Gunnar Levý Gissurarson, borgin á að draga full- trúa sinn út úr . stjórn LR. borgar og leikfélagsins og stjórnunarstrúktúr þama er þann- ig úr garði gerður að hann hlýtur að hafa verið gerður í ölæði. Þetta virðist bara vera sýndarleikhús. Auðvitað þarf og á að stoppa svona vitleysu. Það er ekki líðandi að fámennur hópur menningarvita Gunnar Levý Gissurarson ráðskist með svo mikla fjármuni borgarbúa í eiginhagsmunaskyni og jafnvel neiti að gefa viðhlítandi skýringar á ákvörðunum sínum. Reykjavíkurborg á þegar í stað að draga fulltrúa sinn út úr stjórn- inni. Borgin á ekki að taka þátt í þessum leikaraskap. Reykjavíkurborg á að krefjast þess að samningur borgarinnar og leikfélagsins verði endurskoðaður og mynduð verði óháð og sjálfstæð rekstrarstjórn. Stjórn sem er ekki skipuð meirihluta fastráðinna starfsmanna leikhússins. Stjórn sem ber ábyrgð á rekstri hússins. Stjórnin á að hafa óskorað vald til að ráða tvo aðalstjórnendur hússins. Annars vegar skal ráða íjármálalegan framkvæmdastjóra sem hefur með ráðningarmál og aðra daglega rekstrarstjórn húss- ins að gera. Fjármálalegi fram- kvæmdastjórinn skal ekki ráðinn tímabundinni ráðningu heldur með lögbundnum uppsagnarfresti. Hinsvegar skal stjórnin ráða menningarlegan framkvæmda- stjóra sem er ráðinn tímabundinni ráðningu til tveggja ára og er stjórninni að sjálfsögðu heimilt að endurráða hann ef hún telur það fýsilegan kost. Menningarlegi framkvæmdastjórinn skal hafa með val á verkefnum að gera og hafa heimild til að lausráða leikara- í einstök verk, telji hann ekki unnt að nota fastráðna leikara hússins í verkið. Viðkomandi aðilar verða að gera sér grein fyrir því að hér er um mikla ljármuni að ræða. Fyrir eitthundrað og fjörutíu milljónir kr. 140.000.000.-, sem er árlegur styrkur Reykjavíkurborgar til leik- félagsins, er hægt að skapa 230 störf á ári og það er ekki vanþörf á í þessu atvinnuleysi sem nú rík- ir. Hér er mál sem þarf að taka strax og leysa með varanlegum hætti til frambúðar. Höfundur er varaborgarfulltrúi R-listans. Með samstöðunni hefst það ÞESSA dagana taka félagar í SFR þátt í kosningum um for- mann félagsins til næstu ára og er undir- skrifaður annar tveggja frambjóðenda. Þegar fólk kýs forystu í verka- lýðsfélagi er eðlilegt að það vilji vita hvaða að- ferðum frambjóðendur hyggist beita í kjara- baráttunni. Ég er þeirrar skoð- unar að menn verði jafnan að vera opnir fyrir nýjum hugmynd- Jens um án þess þó að rasað Andrésson sé um ráð fram. Nýjar leiðir Á undanförnum árum hefur SFR verið að reyna fyrir sér með ýmsar Tssr Bsm ■■■■■■ 26.3. 1996 .405 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4543 3700 ÓÓ14 6913 Erlend kort: 4581 0981 2741 8138 4925 6550 0001 1408 AfaralAalufAlk. vinsamlagaal takiO ofangroind kort úr umfarA og ■ondiAVISA (alantll ■undurklippt. VERD LAIN KR. 6000.- fyHr afi klófosta kort og wiaa á vágat VaktþjónusU VI8A or opln allan j ■Alarhrlnginn. Þangafi bor aO | tllkynna um gltttuO og atolln kort 8lMI: B67 1700 Alfabakka 18 - 108 Raykjawik nýjungar í kjarabar- áttunni. Má þar nefna þá áherslu sem lögð hefur verið á starfsmat til að rétta hlut kvenna og um- fangsmikið nám- skeiðahald sem er þegar farið að skila sér í launaumslagið. Og til marks um vilja til að reyna ný ráð hefur SFR lýst vilja til að gera tilrauna- samninga á grund- velli einstakra stofn- ana. Þar höfum við lagt megináherslu á að slíkir samningar séu á félagslegum grundvelli en ekki einstaklingssamningar sam- kvæmt Nýja-Sjálandsformúlum eins og nú virðist vera í tísku hjá stjórnvöldum. Þessu starfi vil ég halda áfram enda er ég þeirrar skoðunar að ekki sé til nein ein rétt leið í kjara- baráttunni heldur margar og til að ná árangri þurfi menn að vera opnir fyrir nýjungum. Engin kraftaverkaloforð Hins vegar vara ég við krafta- verkaloforðum. Formaður stétt- arfélags er enginn lausnari; í besta falli er hann verkstjórí sem byggir allt sitt á samstöðu félagsmanna. Á undanförnum árum hefur mjög verið sótt að launafólki og hefur verið á brattann að sækja í kjarabaráttunni. Launafólk hefur verið í varnarstöðu gegn skerðing- um stjórnvalda; alls kyns þjónustu- gjöldum - ekki síst á sjúka - en einnig hafa kjörin verið skert hjá barnafólki. Þá hefur kjörum hús- Ef við stöndum saman, segir Jens Andrésson, lætur árangurinn ekki á sér standa. næðislána verið breytt, tekjuskatt- ur á einstaklinga hækkaður og þannig mætti áfram telja. Samstaða launafólks Ekki leikur á því nokkur vafi að eina leiðin til að hrinda slíku er samstaða launafólks og þarf SFR ekki að bera kinnroða fyrir hlut sinn í slíkri baráttu á liðnum árum og verður vonandi ekki um ókomin ár. Þegar launafólki tekst að standa saman lætur árangurinn ekki á sér standa. Hinu verður ekki horft framhjá að launafólk verður að taka til alvarlegrar skoðunar hvað hægt er að gera til þess að reisa kaup- taxtana við. Þegar kaupmáttur kauptaxta hér á landi er borinn saman við kauptaxta á Norðurlönd- um kemur í ljós hve skammarlega lágur hann er hér. Það eru engar fréttir fyrri hinn íslenska launa- mann. Þetta þekkir hann af eigin pyngju. En vonandi eru það fréttir fyrir atvinnurekendur og ríkisvald, sem bera ábyrgð á þessum skamm- arlega lágu launum. Til þess að breyta þessu þarf hugarfarsbreytingu hjá atvinnurek- endum, samstöðu innan okkar raða og opinn huga til að reyna nýjar leiðir. Á þessu vil ég byggja nái ég kjöri sem formaður SFR. Höfundur er í framboði til for- manns í SFR. Eru ellilífeyris- þegar helst aflögufærir? ÞAÐ ER ekki hægt að segja að það hafi verið stórmannleg af- staða þingmanna þeg- ar þeir ákváðu að draga til baka þá leið- réttingu á tvísköttun ellilífeyris, sem fólst í þeirri heimild að draga 15% greidds lífeyris frá, við álagningu stað- greiðsluskatts. Þessi heimild, svo réttmæt sem hún var, stóð að- eins í eitt ár og var leiðrétting á þeirri tvís- köttun ellilífeyris sem staðið hafði frá og með árinu 1988. Ég leyfi mér að ætla að þing- menn hafi ljáð þessu samþykki sitt, án þess að hafa skoðað málið í heild, vegna þess hvernig fjármála- ráðhérra tengir þetta við þá ákvörð- un að hætta að skattleggja 4% ið- gjald launþega til lífeyrissjóða. Þar er aftur á móti um réttmæta lausn að ræða til þess að koma í veg fyr- ir tvísköttun iðgjalds þeirra laun- þega sem eru í starfi. Hins vegar bætir það í engu hag þeirra lífeyris- þega sem þegar eru hættir störfum. Þeir eru hættir að greiða iðgjald til lífeyrissjóðanna og þess vegna er staða þeirra nákvæmlega sú sama og þegar ákvörðunin var tekin um að leiðrétta tvísköttunina. Af þeim sökum eiga þeir skýlausan rétt til þess að aftur verði tekin upp þessi 15% frádráttarregla, enda var hún aðeins hugsuð til þess að leiðrétta þá tvísköttun lífeyris sem viðgeng- ist hafði. Þetta er grundvallar atriði sem þingmenn verða að átta sig á. Að velja þessa 15% frádráttar- leið til afnáms tvísköttunar var ein- hliða ákvörðun ijármálaráðuneytis- ins, en var um leið viðurkenning á ranglæti þessarar tvísköttunar, sem rétt væri að leiðrétta. Öll þau rök sem lágu til grundvallar þess að 15% frádráttarreglan var tekin upp, eru enn í fullu gildi varðandi ellilíf- eyrisþega sem hættir eru vinnu og þar með hættir að greiða iðgjald til lífeyrissjóða. Það voru ekki aliir sáttir við þessa reglu, margir töldu að þeir fengju ekki að fullu bætta tvísköttunina, en sjálfsagt er erfitt að finna lausn sem allir geta verið ánægðir með. Þess vegna sætti fólk sig við þessa leiðréttingu. Við þá ákvörðun að að taka aftur upp tvísköttun á ellilífeyri, var ver- ið að lækka lífeyri þeirra sem minnst hafa úr að spila og nemur sú lækkun á lífeyrinum allt að 9%. Þessi ákvörðun er vægast sagt ill- skiljanleg, þó ekki sé meira sagt, nema litið sé til þeirrar tilgátu hér að framan, að þingmenn hafi ekki áttað sig á málinu í heiid og það skulum við vona að sé rétt tilgáta. Þessi lækkun á lífeyri eftirlauna- fólks var framkvæmd á sama tíma og iaun hækkuðu almennt í landinu. Sagt er að manneskjan vaxi við það að viðurkenna mistök sín og ekki hvað síst ef hún getur leiðrétt þau. Þess vegna skora ég enn á ný á þingmenn að ieiðrétta þetta tví- sköttunarranglæti varðandi þá sem hættir eru að greiða iðgjöld og koma aftur á þessari 15% frádrátt- arreglu varðandi þá, og verða af þvi menn að meiri. Það er verulega sérkennilegt að stöðugt sé verið að skerða lífskjör þeirra sem verst eru settir og varn- arlausastir í þjóðfélaginu, en alltaf virðist vera hægt að finna leiðir til þess. Það hefur lengi verið klifað á nauðsyn sparnaðar í landinu og geta víst flestir verið sammála um réttmæti þess, en það er ekki sama hvar eða hvernig sparað er. Flestir telja nú að einhvers staðar væri feitari gölt að flá en ellilífeyris- þega, sem eingöngu lifa á sínum lífeyri. Fólk hefur verið hvatt til þess að spara, með- al annars með því að greiða til lífeyrissjóða og tryggja sér með þeim hætti betra lífs- viðurværi í ellinni. Árið 1979 var skylduaðild að lífeyrissjóðunum lögfest. Allir hafa greitt með sköttum sínum til Trygginga- stofnunar ríkisins og eiga þar með að öðlast rétt til ellilífeyris frá þeirri stofnun. Hvernig hefur samspil þessara sjóða nú virkað? Jú, þetta virkar þannig að eftir því sem fólk hefur verið löghlýðnara og samviskusam- ara með að greiða til lífeyrissjóð- anna, þeim mun meira er réttur þeirra skertur hjá Tryggingastofn- un. Þarna er um þriðju skattlagn- inguna að ræða. í raun, segir Helgi Arnlaugsson, er verið að refsa fólki fyrir þjóð- hyggju, samviskusemi og löghlýðni. Fólk átti að greiða af öllum sínum dagvinnulaunum lengst framan af eftir að lífeyrissjóðirnir voru stofn- aðir, og síðustu árin af öllum sínum launum. Ýmsir þeirra, sem sam- kvæmt lögunum áttu að greiða gjald til lífeyrissjóðanna, höfðu að- stöðu til þess að sniðganga lögin og komast hjá þeirri greiðslu, og áunnu sér þar með ekki rétt í lífeyr- issjóðum. Þeir sáu engan tilgang í þessum greiðslum, það væri aðeins til þess að skerða þeirra bætur frá Tryggingastofnun. Aðrir hættu að greiða til sjóðanna þegar þeir höfðu áunnið sér rétt að því marki að ekki yrði um skerðingu bóta þeirra hjá Tryggingastofnun að ræða. Báðir þessir hópar fá þetta síðan bætt hjá Tryggingastofnun með tekjutryggingu, heimilisuppbót og öðrum bótum, eftir því sem við á. Þetta eru fylgifiskar þessarar sam- tengingar. Þannig virkar fyrir- hyggjan, samviskusemin og lög- hlýðnin í þessu tilviki. Það er í raun verið að refsa fólki fyrir slíkt. Ég sé ekki annað en að eftirlaunafólk þurfi að taka höndum saman og efla samstöðu sína gegn síendur- teknum aðgerðum stjórnvalda til þess að skerða kjör þeirra. Það er full ástæða til að taka undir orð Halldórs S. Rafnar í grein í Morgun- blaðinu 9. mars sl., er hann nefnir „Svo lengi má brýna deigt járn að bíti“, en þar bendir hann m.a. á að við eigum þó ennþá atkvæðisrétt til alþingiskosninga og að helsta ráð okkar sé að láta ekki atkvæði okk- ar falla til þeirra sem standa fyrir aðför að lífsmöguleikum okkar í eliinni. Þetta er bæði satt og rétt, það virðist fyllilega vera kominn timi til þess að eldri borgarar sameinist í sterka fylkingu, og leiti allra leiða til þess að sporna við síendurtekn- um árásum á kjör sín og þar með möguleikann á að geta lifað síðasta áfangann með mannlegri reisn. Höfundur er fyrrverandi starfs- maður Samiðnar. Helgi Arnlaugsson « c i I í i c i i ( ( i t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.