Morgunblaðið - 26.03.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 26.03.1996, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MINNINGAR Hættið leikara- skapnum með for setaembættið Dansk-íslenska stjórnarskráin NU ERU liðin 52 ár frá lýðveldis- stofnun. Ennþá er dansk-íslensksa stjórnarskráin óendurskoðuð þó að fyrstu íslensku stjórnvöldin hafi á þeim tíma lýst því yfir að það þyrfti að endurskoða stjórnarskrána við fyrsta tækifæri. En völdin eru sæt og frá upphafi og fram á þennan dag hafa stjórn- völd séð sér leik á borði að viðhalda þessari stjórnskipan óbreyttri. Sam- kvæmt 2. grein stjórnarskrárinnar er að mínu mati einveldisskipulag á ísland, þar sem starfs- svið stjórnvalda er samantengt embættis- vald, bæði iöggjafans Alþingis og forseta- embættis íslands. ý'egna samtengingar æðstu stjómvalda hafa ^tjórnvöld getað gert allt sem þeim hefir ^sýnst og stjórnvöld , samið sín á milli kaup- kaups. T.d. er það ekki vafamál í mínum huga að það var vegna sér- hagsmuna forseta Is- lands, VEr.þegar forseti fór ekki að vilja 30x þúsund kosningabærra manna sem fóru fram á þjóðarat- kvæðagreiðslu, þegar Alþingi var búið að samþykkja inngönguna í EES. Slíkt hefði ekki gerst í alvöru- lýðræðisríki, en ísland var eina þjóð- *ín sem leyfði ekki þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Þannig hefur þjóðin alltaf staðið utan gátta gagn- vart ágengni alþingismanna, en for- setaembætti íslands hefir sinnt sínu innihaldsrýra starfi sem alþingis- menn halda,dauðahaldi í til að við- halda samtengingarvaldi æðstu Stjórnlagaþing á, að mati Asdísar Erlings- dóttur, að fjalla um nýja stjórnarskrá, kjördæmamálið og vægi atkvæða. stjórnvalda landsins. Gagnvart mannréttindum og lífsafkomu fólks- ins í landinu hefir forsetaembættið verið sem dauð þúst, enda býður dansk-íslenska stjórnarskráin ekki upp á annað. Starfssvið forseta íslands Breyta þarf annarri grein stjórn- arskrárinnar og aðgreina starfssvið æðstu stjórnvalda. Alþingi er lög- gjafinn, aéðsta stjórnvald landsins, en forsetaembætti íslands skal vera framkvæmdavald Alþingis, að fram- , kvæma lög Alþingis. Starfssvið for- seta íslands í endurbættri stjórnar- skrá á ekki að vera sjálfstætt fram- kvæmdavald að eigin geðþótta, held- ur skal starfssviðið afmarkast innan lagaramma endurbættrar stjórnar- skrár til að framkvæma Iög Alþing- is. Það er mikilvægt að mínu mati að forseti Islands sitji ekki lengur í embætti en átta ár og alþingismenn ekki lengur en tólf ár. Það er einnig mikilvægt að stjórnarskráin heimili forseta Islands sem framkvæmda- valdi Alþingis að velja sína ráðherra sem ekki sitja á Alþingi, en Alþingi samþykki tölu ráðherra. Annað fyrirkomulag mundi bjóða hættunni heim og gera forseta kleift að vera ábyrgðarlaus í stjórnarathöfnum í líkingu við æðstu stjórnvöld landsins hingað til. Það er mjög mikilvægt að starfssvið forseta sé skýrt orðað í stjórnarskránni svo að almenningur skilji sína réttarstöðu gagnvart „stjórnvöldum. Forseti Íslands þarf að hafa það lykilhlutverk í stjórn- skipunarlögum, að vera dyrnar fyrir almenning til að koma á framfæri beiðni almennings ef lagasetningar Alþingis standa í gegn vilja mikils hluta þjóðarinnar. Ef forseti íslands leyfir sér að fara út fyrir lagaramma stjórnarskrárinnar, t.d. að eyða fram yfir leyfileg Ijárútlát Alþingis, þá gæti meirihluti Alþingis kært forseta fyrir landsdómi og þá er hægara um vik þar sem Alþingi og fram- kvæmdavald Alþingis hafa við breyt- ingarnar ekki sams konar starfssvið í stjórnarathöfnum. JÞjóðholIir Islendingar Þjóðhollir íslending- ar með gott mannrétt- indaskyn hafa af og til í gegn um árin skrifað blaðagreinar til að þrýsta á stjórnvöld að gera ráðstafanir til að endurskoða og semja nýja stjórnarskrá. Fyrr á árum voru fyrstu við- brögð alþingismanna að skipa launaðar stjórnarskrárnefndir og ennþá eru alþingismenn að skipa stjórnarskrárnefndir, en þeir ætla upp á sitt eindæmi að breyta ein- staka lagagreinum stjórnarskrárinn- ar, jafnvel að breyta kjördæmaskip- an og kosningalögunum, ijúfa síðan þing og bpða til nýrra kosninga. Það er kominn tími til þess að alþingis- menn viðurkenni að það er ekki þeirra verk að breyta lagagreinum stjórnarskrárinnar frá 1944 eða að breyta og semja þau stjórnskipun- arlög sem þeir sjálfir eiga að starfa eftir, heldur er það verkssvið þjóð- arinnar, atvinnurekanda þeirra. Enginn getur boðað til kosninga til stjórnlagaþings nema Alþingi, en þeir fulltrúar sem mundu ná kjöri munu sitja á stjórnlagaþingi ca. þrjá mánuði til að semja nýja stjórn- arskrá. Kj ördæmamálið Stjórnlagaþing þarf einnig að fjalla um kjördæmamálið og vægi atkvæða í alþingiskosningum. Vegna innihalds lagagreina dansk- íslensku stjórnarskrárinnar þá skipti það ekki máli þegar Alþingi sam- þykkti að leggja niður efri deild Al- þíngis. En það er einmitt efri deild Álþingis sfem er megnug að gefa þjóðinni þau lýðréttindi, til að hafa jáhrif á endanleg úrslit lagasetningar jÁlþingis. En það skal tekið fram að fyrst fara lagafrumvörpin til um- ræðu og afgreiðslu í neðri deild Al- þingis en þau frumvörp verða endan- lega að lögum í efri deild Alþingis. Það er mín skoðun að í alþingiskosn- ingum til neðri deildar verði kjörnir 27 þingmenn og vægi atkvæða fari eftir íbúaíjölda sérhvers kjördæmis, en í efri deild verði kjörnir 2 þing- menn frá sérhvetju kjördæmi lands- ins burtsséð frá íbúafjölda kjördæm- anna. Þ.e.a.s. 16 þingmenn, ef kjör- dæmin verða áfram 8, en fækka þarf þingmönnum í 43. Að sinni Það þarf að aðgreina starfssvið æðstu stjórnvalda landsins og starfs- svið forsetaembættis íslands þarf að nýtast þjóðinni til halds og trausts gegn ágegni löggjafans, Alþingis. Stjórnarskráin á að vera fáorð og auðskilin. Stjórnarskráin á að vera sá rammi sem öll önnur lög landsins byggjast á. Túlkun dómara í Hæsta- rétti íslands á stjórnarskrárlögum hefir mikil áhrif á réttarfarið í land- inu. Höfundur er húsmóðir í Garðabæ. Ásdís Erlingsdóttir EGILL SIG URGEIRSSON + Egill Sigur- geirsson var fæddur í Reykjavík 21. desember 1910. Hann lést 14. mars síðastliðinn. Egill var sonur Sigríðar Erlendsdóttur, f. 28. ágúst 1875, d. 22. október 1965, og Sigurgeirs Þórð- arsonar sjómanns, f. 30. ágúst 1883, d. 18. mars 1944. Egill lauk stúdents- prófi frá MR 1931 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1936. Hann stundaði framhaldsnám i Kaupmannahöfn 1937-38 og rak síðan lögmannsstofu í Reykjavík frá 1938 fram yfir 1990. Hann varð hdl. 1938 og hrl. 1942. Auk þess gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa, sat m.a. í stjórn Lögmannafélags Islands í 23 ár, lengst af vara- formaður. Hann var gerður heiðursfélagi í Lögmannafé- laginu 1986. Egill kvæntist 27. maí 1932 Ástu Jónsdóttur Dahlmann. Hún var fædd 27. maí 1914, lést 26. október 1980. For- eldrar hennar voru Jón Jónsson Da- hlmann ljósmynd- ari í Reykjavík, f. 14 febrúar 1873, d. 8. apríl 1949, og Ingibjörg Jónsdótt- ir Dahlmann, f. 12. april 1875, d. 13. júní 1940. Börn þeirra eru: 1) Ebba Ingibjörg, f. 10 júlí 1933, gift Pétri Ur- bancic. 2) Agla Sigríður, f. 4. júní 1939, gift Tryggva Ásmunds- syni. 3) Ingibjörg Ásta, f. 30. júlí 1940, gift Svavari Ár- mannssyni. 4) Jón Axel, f. 4. október 1944, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur. 5) Guðrún, f. 25. júní 1947, gift Axel Gomes. 6) Asta, f. 15. ágúst 1950. Var gift Axel Smith (d. 1988). Nú- verandi maki er Karl Ásgeirs- son. Barnabörnin eru 19 og barnabarnabörn 17. Útför Egils fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl 13:30. Ég kynntist Agli tengdaföður mínum fyrst 1964. Mér fannst þetta virðulegur maður, fremur fálátur en afar traustvekjandi. Skömmu síðar fluttist ég af landi burt og raunveruleg kynni okkar hófust ekki fyrr en 1972. Egill var svo seintekinn maður að ég var raun- verulega ennþá að kynnast honum og finna hjá honum nýjar hliðar þegar hann féll frá. Fyrsta mat mitt stóð reyndar alltaf óhaggað. Hann naut sín lítt í fjölmenni, en í litlum hóp var hann ræðinn og skemmtilegur. Hann var óhemju kunnugur íslensku þjóðlífi allt frá 4. áratugnum og fram á þennan dag. Hann var róttækur í stjórn- málaskoðunum í menntaskóla og háskóla, en hallaðist fljótlega að Framsóknarflokknum og var íhaldssamur á stjórnmálaskoðanir eins og reyndar flest sem hann tók tryggð við. Eldskírn hans sem lög- maður var að veija þá sem ákærðir voru í svonefndu „dreifibréfsmáli" sem kom upp snemma á stríðsárun- um og er nú þekkt í íslandssög- unni. Þar voru nokkrir kommúnist- ar ákærðir fyrir að dreifa áróðri meðal breskra hermanna og naut Egill fulltingis Péturs Magnússonar hæstaréttarlögmanns og varafor- jmanns Sjálfstæðisflokksins við jvörnina. Var þetta prófmál Egils Ifyrir Hæstarétti og þreyttist hann seint á að lofa framgöngu Péturs. Aðra hef ég heyrt hrósa þætti Egils og mun hann þá þegar hafa aflað sér mikils álits sem lögmaður. Eftir það var málflutningur hans aðal- starf og munu fáir leika það eftir að stunda slíkt starf í meira en 55 ár, en lögmannsstofunni lokaði hann raunverulega ekki að fullu fyrr en dauðinn tók í taumana. Hann vann lengst af óhemju mikið og tók sér sjaldan frí. Eina raun- verulega fríið sem hann tók var í tilefni silfurbrúðkaups þeirra hjóna árið 1957 er hann fór til Ítalíu með konu sinni og tveimur dætrum. Var sú ferð lengi í minnum höfð því Egill var höfðingi þá sjaldan hann gerði sér dagamun. Auk lögmanns- starfa hlóðust á hann aukastörf. Hann sat 23 ár í stjórn Lögmanna- félags íslands, lengst af varafor- maður. Síðar var hann gerður að heiðursfélaga í lögmannafélaginu en áður höfðu framsóknarmenn í Reykjavík gert hann að heiðursfé- laga í sínu félagi. Á meðan hann starfaði að félagsmálum lögmanna tók hann þátt í alþjóðlegu sam- starfi, var fulltrúi íslands á Evróp- uráðstefnu lögfræðinga í Róm 1962 og á heimsmóti lögfræðinga í Aþenu 1963 um heimsfrið með lög- um. Hann var einn stofnenda World Peace Through Law Center og meðlimur í samtökunum (Charter Member) í 20 ár. Síðar á ævinni gegndi hann fjölmörgum trúnaðar- störfum og má þar nefna for- mennsku í matsnefnd eignarnáms- bóta 1973-1988, formennsku í end- urkröfunefnd vegna umferðartjóna 1973-1988, setu í landskjörstjórn ýmist sem aðalmaður eða varamað- ur 1971-78, dómari í félagsdómi 1971-73 og margt mætti fleira telja. Eitt erfiðasta verkefnið fól Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra honum og Ólafi Björnssyni prófessor, lausn Laxárdeilunnar sem komin var í alvarlegan hnút árið 1971. Tókst þeim að ná sáttum í deilunni 1973. Egill var mikill gæfumaður í einkalífi, átti framúrskarandi góða eiginkonu og afkomendur hans í 3 ættliði eru allt mikið myndarfólk. Missir eiginkonunnar árið 1980 var honum þungbær og eftir það bjó hann einn. Ég hef áður minnst á íhaldssemi og tryggð Egils og ekki voru tíð mannaskipti á lögfræði- skrifstofu hans. Ritari hans, Sigrún Cortes, starfaði hjá honum í meira en 40 ár. Seinustu árin var hún hans stoð og stytta á öllum sviðum og verður vinátta hennar og tryggð aldrei fullþökkuð. Allir sem þekktu Egil munu sakna hans, þeir mest sem þekktu hann best. Blessuð sé minning hans. Tryggvi Ásmundsson. Þá er komið að kveðjustund sem í sjálfu sér mátti búast við en kom þó svo óvænt. Enda þótt afi hafi alla tíð verið einn af föstu punktun- um í tilverunni má segja að kynni okkar séu einungis fárra ára gömul. í upphafi voru samskiptin nokkuð formleg en ekki leið á löngu þar til ísinn var brotinn. Afi var lífsglaður maður. Hann var yfirvegaður og fastheldinn á góða siði. Þannig stóð hann oft fastur á sínu og hvikaði hvergi þó að væri sótt. Þó kunni hann manna best að hlusta en ef umræðan fór út á hálan ís, að hans mati, hafði hann einstakt lag á að skipta um umræðuefni eða eyða talinu. Ekki er ólíklegt að þessa samræðutækni hafi hann lært á löngum ferli en hitt er þó víst að hún var hónum að einhveiju leyti í blóð borin. Umræðuefnin voru óþijótandi. Hann hafði lifað langa og viðburða- ríka ævi og komið að mörgum helstu atburðum aldarinnar. Ná- lægð hans og skilningur glæddu söguna lífi svo að mannlíf og tíðar- andi stóðu ljóslifandi fyrir sjónum. Þá fylgdist hann til hinstu stundar með þjóðfélagsumræðunni og var vel heima á hinum ólíklegustu svið- um. Hann var glettinn í viðræðu, sjaldan umtalsillur og aldrei eyddi hann orðum í einskisvert þras enda var það ekki í hans eðli að æsa sig yfir smámunum. Hins vegar leyndi hann því illa ef honum mislíkaði. Greinilegt var að afi hafði alla tíð þurft að standa sig og treysta á sjálfan sig. Þess vegna átti hann í upphafi erfitt með að sætta sig við að vera að nokkru leyti öðrum háður. Alltaf kunni hann best við sig heima og sannaðist það best á síðasta ári þegar hann þurfti í nokk- ur skipti að dveljast á sjúkrahúsi. Afa væri best lýst í einu orði sem séntilmanni. Við erum þakklátir fyrir okkar góðu og þroskandi sam- verustundir. Egill og Ásmundur. Ég minnist afa á mörgum stund- um. Meðal annars í jólaboðunum sem hann og amma heitin héldu á jóladag, í sumarbústaðnum þegar hann rölti um og sýndi okkur tréin sem hann hafði gróðursett og þegar hann bauð mér á frumsýningar í Þjóðleikhúsinu. Afi var smekkmað- ur á öllum sviðum. Hann var fágað- ur í framkomu og virðulegur, gekk alltaf með hatt og í skóhlífum á veturna. Að koma á skrifstofuna til afa var eins og að fara aftur í tímann, þar var fáu breytt frá því hann opnaði lögmannsstofu og þangað vorum við alltaf velkomin. Á seinustu árum kynntist ég afa betur og þegar ég heimsótti hann á Hringbrautina með ungan son minn hafði hann gaman af að dekra við hann með súkkulaðikexi og að kenna honum að tala. Hann var andlega hress þar til hann dó og umræðuefnin mörg. Hafði hann gaman af að ræða stjórnmál og eftir því sem árin liðu sagði hann oftar sögur af sér og ömmu. Síðastliðið ár var hann á spítala á milli þess sem hann var heima. Þá naut hann góðs af dyggri vináttu og hjálpsemi Sigrúnar Cort- es. Hún ásamt Agli og Ásmundi barnabörnum hans gerði honum kleift að dvelja heima eins og hann óskaði. Ég þakka afa mínum fyrir allar þessar góðu minningar. Sigrún Tryggvadóttir. Nú fer óðum að fækka samstúd- entum okkar Egils. Af þeim f'jöru- tíu sem þreyttu stúdentsprófið frá Menntaskóla Reykjavíkur árið 1931 telst mér að ekki séu fleiri en tólf á lífi sem kynnu að geta haldið upp á 65 ára stúdentsafmælið í vor. Kynni okkar Egil shófust fyrst á undirbúningsnámskeiði sem haldið var fyrir þá sem ætluðu að taka inntökupróf í Ménntaskólann vorið 1925. Við Egill lentum í sömu bekkjardeild, urðum fljótlega góðir vinir og fylgdumst að gegnum allan skólann í sex ár. Vinátta okkar er því orðin rúmlega sjötíu ára gömul! Mér brá illilega er ég frétti um hið skyndilega fráfall hans því ég hafði átt gott samtal við hann í síma fyrir nokkrum dögum, einmitt um væntanlegt stúdentsafmæli. Hann var hress og fjörlegur að heyra og lét svo vel af heilsu sinni að ekki hvarflaði að mér að hann ætti svona stutt eftir ólifað. Með Agli er genginn einn af duglegustu og fjölfróðustu hæsta- réttarlögmönnum þjóðarinnar. Hann var glæsilegur í framkomu, flugmælskur og rökfastur. Hann átti bágt með að láta í minni pok- ann hvað þá að gefast upp, en sótti því líka og varði öll sín mál af mikl- um dugnaði. Mér er sagt að Egill hafi hætt málflutningi í Hæstarétti árið 1988 en þó haft opna lögmannsstofu nokkru lengur. Sjálfur sagði hann mér fyrir skömmu að hann æki bíln- um sínum upp að stofunni sinni við Ingólfsstrætið öðru hveiju til þess að ganga þar frá ýmsu. Egill hefur lengst af verið mjög heilsugóður en um sjötugt þurfti hann þó að gangast undir aðgerð vegna kransæðastíflu og lá í fyrra umtíma á spítala með lungnabólgu. Ásta J. Dahlmann, eiginkona

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.