Morgunblaðið - 26.03.1996, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 43
A
Alyktanir gegn stéttarfélagafrumvarpinu
„Eykur miðstýringu
í stéttarfélögum“
MARGAR ályktanir verkalýðsfé-
laga gegn frumvarpi félagsmálaráð-
heira um breytingar á vinnulöggjöf-
inni hafa borist seinustu daga.
í athugasemdum sem stjórn
Verzlunarmannafélags Reykjavík-
ur samþykkti 20. mars er fullyrt
að frumvarpið muni auka miðstýr-
ingu í stéttarfélögum þveröfugt við
það sem haldið hafi verið fram og
þó finna megi atriði í frumvarpinu
sem horfi til betri vegar, miði það
fyrst og fremst að því að draga
úr möguleikum stéttarfélaga að
vinna að bættum kjörum félags-
manna.
„Vald stjórnar og samninga-
nefndar er stóraukið frá því sem
nú er. Sem dæmi má nefna, að
samkvæmt frumvarpinu teljast
samningár, sem samninganefnd
hefur undirritað, samþykktir þó
að enginn félagsmaður utan samn-
inganefndar greiði þeim atkvæði.
Fyrir VR þýðir frumvarpið, ef það
verður að lögum, að þó 4.000 fé-
lagsmenn greiddu atkvæði á móti
sáttatillögu en enginn með, væri
hún samþykkt. Þeir sem ekki taka
afstöðu ráða því meiru en þeir sem
greiða atkvæði," segir í athuga-
semdum stjórnar VR.
Þá hafa borist ályktanir í sömu
veru frá Rafiðnaðarsambandinu,
Trésmiðafélagi Reykjavíkur og
Verkalýðsfélagi Húsavíkur, þar
sem frumvarpinu er lýst sem árás
á verkalýðshreyfinguná.
Opinberir starfsmenn skora á
ríkisstjórn
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja og Bandalag háskólamanna
hafa sent frá sér áskoranir á ríkis-
stjórnina að draga frumvarpið til
baka og gagnrýna samtökin efni
þess harðlega.
Ráðstefna borgarstj órnarflokks
sjálfstæðismanna
Framtíðarsýn
fyrir Reykjavík
BORGARSTJORNARFLOKKUR
sjálfstæðismanna og fulltrúaráð
Sjálfstæðisflokksins stendur mið-
vikudaginn 27. mars nk. kl. 17.30-
21.30 fyrir ráðstefnu í borgarmál-
um sem ber yfirskriftina Framtíðar-
sýn fyrir Reykjavík.
Á ráðstefnunni munu sjálfstæðis-
menn kynna sínar hugmyndir varð-
andi fjármál borgarinnar, hvernig
lækka beri skatta, minnka skuldir
en um leið bjóða Reykvíkingum
betri þjónustu. Borgarfulltrúar
flytja erindi um áhrif stefnu R-list-
ans á fjárhag fjölskyldna í borg-
inni, vaxandi skuldasöfnun og lang-
tímaáhrif stefnu R-listans á fjárhag
fjölskyldna í borginni, segir í frétta-
tilkynningu. Ennfremur verða
kynntar áætlanir sjálfstæðismanna
og hvaða beina fjárhagslega ávinn-
ing þær hafa í för með sér fyrir
borgarbúa. Kynntar verða leiðir til
að ná árangri og dæmi verða tekin
um lausnir.
Þeir sem flytja erindi eru borgar-
fulltrúar sjálfstæðismanna auk
nokkurra gestafyrirlesara og má
þar nefna Maríu S. Héðinsdóttur,
skólastjóra Tjarnarskóla, Gunnar
B. Kvaran, forstöðumann Kjarvals-
staða, Kristinn I. Jónsson, fram-
kvæmdastjóra Skeijakots, og Ómar
Einarsson, framkvæmdastjóra
íþrótta- og tómstundaráðs.
Ráðstefnan verður haldin að
Scandic Hótel Loftleiðum og er
aðgangur ókeypis. Barnagæsla
verður á staðnum og eru allir vel-
komnir.
Fyrirlestur
um hlut-
verk djákna
UM þessar mundir er stödd hér á
landi fyrrum forseti Diakonia, al-
kirkjulegra samtaka djákna, frú
Inga Bergstzon. Hún mun m.a.
halda fyrirlestur á vegum málstofu
Guðfræðistofnunar í Skólabæ,
Suðurgötu 26, þriðjudaginn 26.
mars kl. 16. Fyrirlesturinn nefn-
ist: Hvað er díakonía og hvert er
hlutverk djáknans í kirkjunni?
Fyrirlesturinn verður fluttur á
sænsku. Allir áhugamenn eru vel-
komnir meðan húsrúm leyfir.
Inga Bengtzon hlaut menntun
sína í félagsráðgjöf í Stokkhólmi
en nam djáknafræði í Uppsölum.
Hún starfaði þar að æskulýðsmál-
um kirkjunnar en einnig í Gauta-
borg um árabil. Þá vann hún á
vegum sænsku kirkjunnar að mál-
efnum fjölskyldna og heimila.
1967 tók hún við stjórn djákna-
stofnunarinnar Samariterhemmet,
í Uppsölum, sem hefur auk al-
mennrar líknar- og fræðsluþjón-
ustu rekið sjúkrahús, hjúkrunar-
kvennaskóla og skóla fyrir djákna.
Frú Inga Bengtzon hefur gegnt
margvíslegum trúnaðarstörfum
fyrir sænsku kirkjuna. Hingað er
hún komin í tengslum við djákna-
I nám sem tekið hefur verið upp í
guðfræðideild Háskóla íslands.
Einmánaðar-
fagnaðurí
Gjábakka
í GJÁBAKKA, sem er félags- og
tómstundamiðstöð eldri borgara í
Kópavogi, verður einmánuði fagn-
aði í Gjábakka með fjölbreyttri dag-
skrá og kaffihlaðborði miðvikudag-
inn 27. mars.
Dagskráin hefst kl. 14 og meðal
efnis verður Fjórtánda tertan, leik-
glettur eftir Jökul Jakobsson í um-
sjón Arnhildar Jónsdóttur, Mikið
var gaman að því, Hjördís Geirs-
dóttir syngur við undirleik Ragnars
Páls. Tónlistaratriði í umsjón Þrast-
ar Þórhallssonar, tónmenntakenn-
ara. Söngvasveinn, frumsamið at-
riði flutt af eldri borgara í Kópa-
vogi. Að endingu sýna ungir dans-
arar frá Dansskóla Hermanns
Ragnars gömlu dansana.
Þessi dagskrá er öllum opin með-
an húsrúm leyfir.
Opið hús
hjá Heima-
hlynningu
SAMVERUSTUND fyrir aðstand-
endur verður í kvöld kl. 20-22 í
húsi Krabbameinsfélags íslands,
Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins
verður Álfheiður Steinþórsdóttir,
sálfræðingur, og mun hún ræða um
viðbrögð við sorg og missi. Kaffi
og meðlæti verður á boðstólum.
Styrkir til að
kynna niður-
stöður krabba-
meinsrann-
sókna
GROSKA er í rannsóknum á
krabbameinum hér á landi. Þetta
kom fram á ráðstefnu sem Samtök
um krabbameinsrannsóknir á ís-
landi héldu nýlega í húsi Krabba-
meinsfélagsins en samtökin voru
stofnuð fyrir einu ári. Ráðstefnan
stóð í tvo daga og þar voru flutt
nítján erindi og kynnt átta vegg-
spjöld. Að rannsóknunum stóðu
alls rúmlega sextíu manns.
I fréttatilkynningu kemur fram
að rannsóknirnar fjölluðu um
krabbamein almennt og einnig um
krabbamein í bijóstum, ristli,
blöðruhálskirtli, slímhúðum og
heila. Bæði var um að ræða grunn-
rannsókniur og rannsóknir sem
tengjast sjúklingum (klínískar
rannsóknir).
Á ráðstefnunni var tilkynnt að
lyfjafyrirtækin Glaxo Willcome
annars vegar og Pharmacia &
Upjohn hins vegar ætla ár hvert
að veita tvo 150.000 kr. styrki til
kynningar á niðurstöðum rann-
sókna á krabbameinum á íslandi.
Auglýst verður eftir umsóknum
um fyrstu styrkina í næsta tölu-
blaði Læknablaðsins.
Kynning á
fjarnámi til
M.Sc.-gráðu í
hjúkrunarfræði
FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð-
inga, námsbraut í hjúkrunarfræði
í Háskóla íslands og heilbrigðis-
deild Háskólans á Akureyri hafa
að undanförnu kannað möguleika
á fjarnámi fyrir hjúkrunarfræð-
inga til M.Sc.-gráðu frá University
of Manchester á vegum Royal
College of Nursing. Forsvarsmað-
ur þessa fjarnáms, dr. Bob Price,
verður hér á landi dagana 25.-28.
mars til frekari viðræðna og í
framhaldi af því verður tekin
ákvörðun um hvort af samstarfi
verður á milli háskólanna.
Til að kanna áhuga íslenskra
hjúkrunarfræðinga hefur verið
ákveðið að efna til kynningarfund-
ar kl. 15 miðvikudaginn 27. mars,
í námsbraut í hjúkrunarfræði,
stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríks-
götu 34. Þar gefst hjúkrunarfræð-
ingum tækifæri á að kynna sér
þær hugmyndir sem eru uppi um
fjarnám til meistaragráðu.
Dagbók Lögreglunnar
41 kæra vegna inn-
brota og þjófnaða
22. - 25. mars 1996
AF 388 bókunum í dagbók
helgarinnar voru 22 vegna inn-
brota, 19 vegna þjófnaða, 11
vegna eignarspjalla ýmiss konar,
27 vegna ölvunar á almanna-
færi, 3 vegna líkamsmeiðinga,
59 vegna of hraðs aksturs, 11
vegna rangstöðu, 16 vegna ölv-
unaraksturs, 30 vegna umferð-
aróhappa, 17 vegna hávaða utan
dyra og innan og 6 vegna heim-
ilisófriðar. Þijátíu og fímm þurfti
að vista í fangageymslunum
vegna ýmissa mála. Þá var til-
kynnt um 11 slysatilvik, 3 bruna,
eitt mannslát og eina hótun. Auk
þess höfðu lögreglumenn afskipti
af nokkrum ökumönnum vegna
vanrækslu á notkun bílbelta, en
lögreglan á Suðvesturlandi er
þessa dagana að fylgjast sérstak-
lega með því hvernig búið er að
börnum í bílum, auk þess sem
fylgst er almennt með notkun
bílbelta á svæðinu. Fólk er því
beðið um að kynna sér vel hvaða
reglur gilda um búnað barna í
bílum og nota hann eftir því sem
við_ á.
I flestum innbrotanna og
þjófnaðanna var farið inn í bíla,
læsta og ólæsta. Þannig var far-
ið inn í bíla við Sæviðarsund,
Rjúpufell, Ugluhóla, Dúfnahóla,
Þorragötu, Stangarholt, Kapla-
skjólsveg, Suðurströnd, Haga-
torg, Skeljatanga, Birkihlíð, Ás-
holt, Furubyggð, Grenibyggð,
Krókabyggð, Miðholt, Bleikju-
kvísl, Álakvísl og Heiðarás. Þjóf-
arnir virðast oftast vera á höttun-
um eftir útvarps- og hljómtækj-
um, hátölurum, geislaspilurum
og radarvörum. Þá hirða þeir
með sér það sem lauslegt er í
bílunum, s.s. geisladiska o.fl. Það
sem af er árinu hefur verið til-
kynnt um 202 innbrot í bíla á
starfssvæði _ lögreglunnar í
Reykjavík. í þessum tilvikum
hefur hljómtækjum verið stolið í
u.þ.b. 60% tilvika og lausamun-
um í u.þ.b. 36% tilvika. Skemmd-
ir voru unnar í 4,5% tilvika.
Auk innbrota í bíla var tilkynnt
um innbrot í söluskála við Vall-
holt. Þar fór viðvörunarkerfi í
gang. Eigandinn kom að þjófnum,
sem lagði á flótta, en sá skildi
bíl sinn eftir. Brotist var inn í tvo
sumarbústaði við Meðalfellsvatn
í Kjós, í hús við Bleikjukvísl, í
íbúð við Dúfnahóla og í hús við
Sporhamra. Rúða var brotin {
sýningarglugga úrsmíðaverk-
stæðis við Hafnarstræti og úr
honum stolið úrum og hálsfestum.
Á föstudagskvöld var maður
handtekinn grunaður um innbrot
í bíla við Sporhamra og á Suður-
strönd. Hann var vistaður í
fangageymslu að ósk RLR. Um
nóttina voru 3 menn handteknir
eftir að hafa brotist inn í bifreið
við Skeljagranda. Þýfið fannst í
bíl þeirra. Skömmu síðar voru
þrír piltar handteknir í Skógars-
eli grunaðir um innbrot. Við ieit
í bifreið þeirra fundust áhöld til
fíkniefnaneyslu. Á laugardags-
kvöld voru nokkkrir piltar hand-
teknir í húsi í Fellahverfi eftir
að spor þeirra höfðu verið rakin
þangað frá innbrotsstað í Ásun-
um. Þar hafði verið stolið skart-
gripum, geislaspilara og geisla-
diskum. I íbúðinni fannst þýfi
úr öðrum innbrotum. Rannsókn-
arlögregla ríkisins fer með rann-
sókn málsins.
Á laugardagskvöld var tvennt
handtekið á Laugavegi þar sem
þau voru að sprauta úr úðabrús-
um á veggi húss. Þeim var gert
að hreinsa eftir sig.
Þrír ökumenn voru sviptir öku-
réttindum til bráðabirgða vegna
of hraðs aksturs. Þeir voru færð-
ir á lögreglustöðina ásamt öku-
tækjunum en yfirgáfu stöðina
síðan án þeirra.
Starfsmaður féll af gáirji niður
á lestarlúgu á Úranusi í Holta-
bakka á föstudag. Hann var
fluttur á slysadeild. Á föstudag
varð maður á reiðhjóli fyrir bíl í
Kambaseli. Hann var fluttur á
slysadeild með sjúkrabifreið, en
meiðslin voru talin óveruleg. Þá
slasaðist barn þegar það féll í
rúllustiga í Kringlunni á föstu-
dag. Meiðsli voru talin minnihátt-
ar, en ráðlegt þótti að flytja barn-
ið á slysadeild til skoðunar. Á
föstudagskvöld lenti bíll útaf
Suðurlandsvegi skammt frá Blá-
fjallaafleggjara og valt. Ökumað-
ur og þrír farþegar voru fluttir
í sjúkrabílum á slysadeild. Talið
var að lunga ökumannsins hefði
fallið saman og einn farþeginn
hafi mjaðmargrindabrotnað.
Ekki var vitað um eðli meiðsla
annarra farþega. Mikil ísing var
á veginum þegar óhappið varð.
Á laugardag féll 5 ára drengur
úr rólu við Laufarima og rotað-
ist. Hann var fluttur með sjúkra-
bíl á slysadeild. Þá féll kona á
bílastæðinu við skautasvellið og
meiddist á ökkla. Hun var einnig
flutt á slysadeild.
Á föstudagskvöld var óskað
lögregluaðstoðar að húsi í Mos-
fellsbæ vegna samkvæmis. Þar
hafði 15 ára unglingur boðið vin-
um til veislu, en húsið fylltist af
óboðnum krökkum. Heimamað-
uriunn óskaði eftir aðstoð við að
koma hinum óboðnu gestum út
úr húsinu. Reynt hefur verið að
vekja athygli foreldra á því að
börn og unglingar haldi ekki eft-
irlitslaus samkvæmi, m.a. vegna
þess að í þau vilja sækja óboðnir
gestir með tilheyrandi afleiðing-
um.
Fyrirlestur um
danska héraðs-
skólann
LONE Torbensen heldur opinber-
an fyrirlestur með myndskýring-
um um hinn alþjóðlega danska
héraðsskóla í Norræna, húsinu
'fimmtudaginn 28. marz. Torbens-
en er skólaráðgjafi í Danmörku.
Fyrirlesturinn hefst klukkan
20:30 og honum lýkur um klukk-
an 22.
• aSCOm Hasler
• Frímerkjavél framtíðarinnar
• Stílhrein, falleg hönnun
• Svissnesk tækni og nákvæmni
j j. nsTvniDssoN hf.
i Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 552 3580.