Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.03.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 43 A Alyktanir gegn stéttarfélagafrumvarpinu „Eykur miðstýringu í stéttarfélögum“ MARGAR ályktanir verkalýðsfé- laga gegn frumvarpi félagsmálaráð- heira um breytingar á vinnulöggjöf- inni hafa borist seinustu daga. í athugasemdum sem stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur samþykkti 20. mars er fullyrt að frumvarpið muni auka miðstýr- ingu í stéttarfélögum þveröfugt við það sem haldið hafi verið fram og þó finna megi atriði í frumvarpinu sem horfi til betri vegar, miði það fyrst og fremst að því að draga úr möguleikum stéttarfélaga að vinna að bættum kjörum félags- manna. „Vald stjórnar og samninga- nefndar er stóraukið frá því sem nú er. Sem dæmi má nefna, að samkvæmt frumvarpinu teljast samningár, sem samninganefnd hefur undirritað, samþykktir þó að enginn félagsmaður utan samn- inganefndar greiði þeim atkvæði. Fyrir VR þýðir frumvarpið, ef það verður að lögum, að þó 4.000 fé- lagsmenn greiddu atkvæði á móti sáttatillögu en enginn með, væri hún samþykkt. Þeir sem ekki taka afstöðu ráða því meiru en þeir sem greiða atkvæði," segir í athuga- semdum stjórnar VR. Þá hafa borist ályktanir í sömu veru frá Rafiðnaðarsambandinu, Trésmiðafélagi Reykjavíkur og Verkalýðsfélagi Húsavíkur, þar sem frumvarpinu er lýst sem árás á verkalýðshreyfinguná. Opinberir starfsmenn skora á ríkisstjórn Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Bandalag háskólamanna hafa sent frá sér áskoranir á ríkis- stjórnina að draga frumvarpið til baka og gagnrýna samtökin efni þess harðlega. Ráðstefna borgarstj órnarflokks sjálfstæðismanna Framtíðarsýn fyrir Reykjavík BORGARSTJORNARFLOKKUR sjálfstæðismanna og fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins stendur mið- vikudaginn 27. mars nk. kl. 17.30- 21.30 fyrir ráðstefnu í borgarmál- um sem ber yfirskriftina Framtíðar- sýn fyrir Reykjavík. Á ráðstefnunni munu sjálfstæðis- menn kynna sínar hugmyndir varð- andi fjármál borgarinnar, hvernig lækka beri skatta, minnka skuldir en um leið bjóða Reykvíkingum betri þjónustu. Borgarfulltrúar flytja erindi um áhrif stefnu R-list- ans á fjárhag fjölskyldna í borg- inni, vaxandi skuldasöfnun og lang- tímaáhrif stefnu R-listans á fjárhag fjölskyldna í borginni, segir í frétta- tilkynningu. Ennfremur verða kynntar áætlanir sjálfstæðismanna og hvaða beina fjárhagslega ávinn- ing þær hafa í för með sér fyrir borgarbúa. Kynntar verða leiðir til að ná árangri og dæmi verða tekin um lausnir. Þeir sem flytja erindi eru borgar- fulltrúar sjálfstæðismanna auk nokkurra gestafyrirlesara og má þar nefna Maríu S. Héðinsdóttur, skólastjóra Tjarnarskóla, Gunnar B. Kvaran, forstöðumann Kjarvals- staða, Kristinn I. Jónsson, fram- kvæmdastjóra Skeijakots, og Ómar Einarsson, framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs. Ráðstefnan verður haldin að Scandic Hótel Loftleiðum og er aðgangur ókeypis. Barnagæsla verður á staðnum og eru allir vel- komnir. Fyrirlestur um hlut- verk djákna UM þessar mundir er stödd hér á landi fyrrum forseti Diakonia, al- kirkjulegra samtaka djákna, frú Inga Bergstzon. Hún mun m.a. halda fyrirlestur á vegum málstofu Guðfræðistofnunar í Skólabæ, Suðurgötu 26, þriðjudaginn 26. mars kl. 16. Fyrirlesturinn nefn- ist: Hvað er díakonía og hvert er hlutverk djáknans í kirkjunni? Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku. Allir áhugamenn eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Inga Bengtzon hlaut menntun sína í félagsráðgjöf í Stokkhólmi en nam djáknafræði í Uppsölum. Hún starfaði þar að æskulýðsmál- um kirkjunnar en einnig í Gauta- borg um árabil. Þá vann hún á vegum sænsku kirkjunnar að mál- efnum fjölskyldna og heimila. 1967 tók hún við stjórn djákna- stofnunarinnar Samariterhemmet, í Uppsölum, sem hefur auk al- mennrar líknar- og fræðsluþjón- ustu rekið sjúkrahús, hjúkrunar- kvennaskóla og skóla fyrir djákna. Frú Inga Bengtzon hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sænsku kirkjuna. Hingað er hún komin í tengslum við djákna- I nám sem tekið hefur verið upp í guðfræðideild Háskóla íslands. Einmánaðar- fagnaðurí Gjábakka í GJÁBAKKA, sem er félags- og tómstundamiðstöð eldri borgara í Kópavogi, verður einmánuði fagn- aði í Gjábakka með fjölbreyttri dag- skrá og kaffihlaðborði miðvikudag- inn 27. mars. Dagskráin hefst kl. 14 og meðal efnis verður Fjórtánda tertan, leik- glettur eftir Jökul Jakobsson í um- sjón Arnhildar Jónsdóttur, Mikið var gaman að því, Hjördís Geirs- dóttir syngur við undirleik Ragnars Páls. Tónlistaratriði í umsjón Þrast- ar Þórhallssonar, tónmenntakenn- ara. Söngvasveinn, frumsamið at- riði flutt af eldri borgara í Kópa- vogi. Að endingu sýna ungir dans- arar frá Dansskóla Hermanns Ragnars gömlu dansana. Þessi dagskrá er öllum opin með- an húsrúm leyfir. Opið hús hjá Heima- hlynningu SAMVERUSTUND fyrir aðstand- endur verður í kvöld kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags íslands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins verður Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræðingur, og mun hún ræða um viðbrögð við sorg og missi. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum. Styrkir til að kynna niður- stöður krabba- meinsrann- sókna GROSKA er í rannsóknum á krabbameinum hér á landi. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Samtök um krabbameinsrannsóknir á ís- landi héldu nýlega í húsi Krabba- meinsfélagsins en samtökin voru stofnuð fyrir einu ári. Ráðstefnan stóð í tvo daga og þar voru flutt nítján erindi og kynnt átta vegg- spjöld. Að rannsóknunum stóðu alls rúmlega sextíu manns. I fréttatilkynningu kemur fram að rannsóknirnar fjölluðu um krabbamein almennt og einnig um krabbamein í bijóstum, ristli, blöðruhálskirtli, slímhúðum og heila. Bæði var um að ræða grunn- rannsókniur og rannsóknir sem tengjast sjúklingum (klínískar rannsóknir). Á ráðstefnunni var tilkynnt að lyfjafyrirtækin Glaxo Willcome annars vegar og Pharmacia & Upjohn hins vegar ætla ár hvert að veita tvo 150.000 kr. styrki til kynningar á niðurstöðum rann- sókna á krabbameinum á íslandi. Auglýst verður eftir umsóknum um fyrstu styrkina í næsta tölu- blaði Læknablaðsins. Kynning á fjarnámi til M.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð- inga, námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands og heilbrigðis- deild Háskólans á Akureyri hafa að undanförnu kannað möguleika á fjarnámi fyrir hjúkrunarfræð- inga til M.Sc.-gráðu frá University of Manchester á vegum Royal College of Nursing. Forsvarsmað- ur þessa fjarnáms, dr. Bob Price, verður hér á landi dagana 25.-28. mars til frekari viðræðna og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hvort af samstarfi verður á milli háskólanna. Til að kanna áhuga íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur verið ákveðið að efna til kynningarfund- ar kl. 15 miðvikudaginn 27. mars, í námsbraut í hjúkrunarfræði, stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríks- götu 34. Þar gefst hjúkrunarfræð- ingum tækifæri á að kynna sér þær hugmyndir sem eru uppi um fjarnám til meistaragráðu. Dagbók Lögreglunnar 41 kæra vegna inn- brota og þjófnaða 22. - 25. mars 1996 AF 388 bókunum í dagbók helgarinnar voru 22 vegna inn- brota, 19 vegna þjófnaða, 11 vegna eignarspjalla ýmiss konar, 27 vegna ölvunar á almanna- færi, 3 vegna líkamsmeiðinga, 59 vegna of hraðs aksturs, 11 vegna rangstöðu, 16 vegna ölv- unaraksturs, 30 vegna umferð- aróhappa, 17 vegna hávaða utan dyra og innan og 6 vegna heim- ilisófriðar. Þijátíu og fímm þurfti að vista í fangageymslunum vegna ýmissa mála. Þá var til- kynnt um 11 slysatilvik, 3 bruna, eitt mannslát og eina hótun. Auk þess höfðu lögreglumenn afskipti af nokkrum ökumönnum vegna vanrækslu á notkun bílbelta, en lögreglan á Suðvesturlandi er þessa dagana að fylgjast sérstak- lega með því hvernig búið er að börnum í bílum, auk þess sem fylgst er almennt með notkun bílbelta á svæðinu. Fólk er því beðið um að kynna sér vel hvaða reglur gilda um búnað barna í bílum og nota hann eftir því sem við_ á. I flestum innbrotanna og þjófnaðanna var farið inn í bíla, læsta og ólæsta. Þannig var far- ið inn í bíla við Sæviðarsund, Rjúpufell, Ugluhóla, Dúfnahóla, Þorragötu, Stangarholt, Kapla- skjólsveg, Suðurströnd, Haga- torg, Skeljatanga, Birkihlíð, Ás- holt, Furubyggð, Grenibyggð, Krókabyggð, Miðholt, Bleikju- kvísl, Álakvísl og Heiðarás. Þjóf- arnir virðast oftast vera á höttun- um eftir útvarps- og hljómtækj- um, hátölurum, geislaspilurum og radarvörum. Þá hirða þeir með sér það sem lauslegt er í bílunum, s.s. geisladiska o.fl. Það sem af er árinu hefur verið til- kynnt um 202 innbrot í bíla á starfssvæði _ lögreglunnar í Reykjavík. í þessum tilvikum hefur hljómtækjum verið stolið í u.þ.b. 60% tilvika og lausamun- um í u.þ.b. 36% tilvika. Skemmd- ir voru unnar í 4,5% tilvika. Auk innbrota í bíla var tilkynnt um innbrot í söluskála við Vall- holt. Þar fór viðvörunarkerfi í gang. Eigandinn kom að þjófnum, sem lagði á flótta, en sá skildi bíl sinn eftir. Brotist var inn í tvo sumarbústaði við Meðalfellsvatn í Kjós, í hús við Bleikjukvísl, í íbúð við Dúfnahóla og í hús við Sporhamra. Rúða var brotin { sýningarglugga úrsmíðaverk- stæðis við Hafnarstræti og úr honum stolið úrum og hálsfestum. Á föstudagskvöld var maður handtekinn grunaður um innbrot í bíla við Sporhamra og á Suður- strönd. Hann var vistaður í fangageymslu að ósk RLR. Um nóttina voru 3 menn handteknir eftir að hafa brotist inn í bifreið við Skeljagranda. Þýfið fannst í bíl þeirra. Skömmu síðar voru þrír piltar handteknir í Skógars- eli grunaðir um innbrot. Við ieit í bifreið þeirra fundust áhöld til fíkniefnaneyslu. Á laugardags- kvöld voru nokkkrir piltar hand- teknir í húsi í Fellahverfi eftir að spor þeirra höfðu verið rakin þangað frá innbrotsstað í Ásun- um. Þar hafði verið stolið skart- gripum, geislaspilara og geisla- diskum. I íbúðinni fannst þýfi úr öðrum innbrotum. Rannsókn- arlögregla ríkisins fer með rann- sókn málsins. Á laugardagskvöld var tvennt handtekið á Laugavegi þar sem þau voru að sprauta úr úðabrús- um á veggi húss. Þeim var gert að hreinsa eftir sig. Þrír ökumenn voru sviptir öku- réttindum til bráðabirgða vegna of hraðs aksturs. Þeir voru færð- ir á lögreglustöðina ásamt öku- tækjunum en yfirgáfu stöðina síðan án þeirra. Starfsmaður féll af gáirji niður á lestarlúgu á Úranusi í Holta- bakka á föstudag. Hann var fluttur á slysadeild. Á föstudag varð maður á reiðhjóli fyrir bíl í Kambaseli. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið, en meiðslin voru talin óveruleg. Þá slasaðist barn þegar það féll í rúllustiga í Kringlunni á föstu- dag. Meiðsli voru talin minnihátt- ar, en ráðlegt þótti að flytja barn- ið á slysadeild til skoðunar. Á föstudagskvöld lenti bíll útaf Suðurlandsvegi skammt frá Blá- fjallaafleggjara og valt. Ökumað- ur og þrír farþegar voru fluttir í sjúkrabílum á slysadeild. Talið var að lunga ökumannsins hefði fallið saman og einn farþeginn hafi mjaðmargrindabrotnað. Ekki var vitað um eðli meiðsla annarra farþega. Mikil ísing var á veginum þegar óhappið varð. Á laugardag féll 5 ára drengur úr rólu við Laufarima og rotað- ist. Hann var fluttur með sjúkra- bíl á slysadeild. Þá féll kona á bílastæðinu við skautasvellið og meiddist á ökkla. Hun var einnig flutt á slysadeild. Á föstudagskvöld var óskað lögregluaðstoðar að húsi í Mos- fellsbæ vegna samkvæmis. Þar hafði 15 ára unglingur boðið vin- um til veislu, en húsið fylltist af óboðnum krökkum. Heimamað- uriunn óskaði eftir aðstoð við að koma hinum óboðnu gestum út úr húsinu. Reynt hefur verið að vekja athygli foreldra á því að börn og unglingar haldi ekki eft- irlitslaus samkvæmi, m.a. vegna þess að í þau vilja sækja óboðnir gestir með tilheyrandi afleiðing- um. Fyrirlestur um danska héraðs- skólann LONE Torbensen heldur opinber- an fyrirlestur með myndskýring- um um hinn alþjóðlega danska héraðsskóla í Norræna, húsinu 'fimmtudaginn 28. marz. Torbens- en er skólaráðgjafi í Danmörku. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20:30 og honum lýkur um klukk- an 22. • aSCOm Hasler • Frímerkjavél framtíðarinnar • Stílhrein, falleg hönnun • Svissnesk tækni og nákvæmni j j. nsTvniDssoN hf. i Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 552 3580.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.