Morgunblaðið - 26.03.1996, Page 46

Morgunblaðið - 26.03.1996, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hreinsum alll fyrii hátíðarnar Góð þjónusta í yfir 40 ár. Fagmennska í fyrirrúmi Háaleitisbraut 58-60, simi 553 1380 • Álfabakka 12, sími 557 2400 _____________Grímsbæ v/Bústaðaveg, sími 568 5480._______________ UPPÁHALDSLAGIÐ MITT í Háskólabíói fi mmtudaginn 28. mars kl. 20.00 ásamt Sinfóníuhljómsveit fslands SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS (*\ Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HIJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN Það er alltaf mikið líf og fjör á kompuhátíðum í Kolaportinu Salan á helginni var 55.000 krónur Kompubásinn á kr. Þórdís Alfreðsdóttir á Brekku- stíg seldi á sinni fyrstu helgi í Kolaportinu búsáhöld, fatnað og fleiri notaða muni frá sjálfri sér fyrir heilar 55.000 krónur. Hressar og spjölluðu mikið "Við vorum hressar, spjölluðum mikið og fannst í raun þetta allt saman vera frábaer skemmtun. Dagurinn leið hjá á skömmum tíma” sagði Þórdís. 1800,- um helgina Ótrúlegustu hlutir seldust Þórdís sagði að ótrúlegusta vara hefði selst s.s. notað strauborð, hraðsuðuketil, gömul hárþurrka, notuð hnífapör og fleira. Kompuhátíð um helgina Um helgina verður Kompuhátíð og þá er þoðið upp á lægra básaverð fyrir kompudót eða kr. 1800,- á dag. Básapantanir eru í síma 5625030 virka daga kl. 9-17. - kjarni málsins! ÍDAG SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Hvítur á leik STAÐAN kom upp á VSB- stórmótinu í Amsterdam í Hollandi sem hófst fyrir helgina. Frakkinn Joel Lautier (2.630) var með hvítt og átti leik, en Bretinn Nigel Short (2.665), hafði svart. 26. Rxd5! - Bxd5 27. Bxd5 — Rxd5 28. Hxd5 — Hf5? (Jafngildir uppgjöf. Svartur varð að sýna kjark °g þiggja fórnina, því eftir 28. — Dxd5 29. Rxg6+ — hxg6 30. Dxg6 — Hf7 31. e4 á hann ótrúlegan varn- arleik: 31. — Db7! og verst eftir bæði 32. Hhl+ — Bh4 33. Hxh4 - Hh7 og 32. Dh5+ - Hh7 33. De5+ - Bf6!) 29. Hd2 - g5 30. Rc6 - Hbf8 31. Rxe7 — Dxe7 32. Dc3+ - Kg8 (Með peði meira og yfir- burðastöðu blasir sigur við hvíti. Lok- in urðu) 33. Dc4+ — H8f7 34. Hd5 - Kf8 35. Hxg5 - Hxf4 36. Dxa6 — Hxf2 37. Dc8+ - De8 38. Hg8+ og svartur gafst upp, því drottningin er fallin. Kasparov tapaði glæsi- lega í fyrstu umferð fyrir Topalov, en hefur síðan unnið þá Piket og Anand. Staðan eftir þrjár umferðir: 1—5. Kasparov, Kramnik, Lautier, Short og Topalov 2 v., 6. Gelfand 1 ‘/2 v., 7-9. Piket, Seirawan og Timman 1 v. 10. Anand 'U v. Það eru allar líkur á því að þetta verði sterkasta mót ársins. COSPER KONAN mín var ekkert í sérlega góðu skapi þegar hún kyssti mig bless. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Ábending til hundaeigenda EFTIR að lesa grein um óréttlæti heimsins gagn- vart hundaeigendum og þá sérstaklega í Reykja- hverfinu í Mosfellsbæ, sem birtist í Bréfí til blaðsins 22. mars sl., finnst mér alveg rakið að nota tækifærið til að minna hundaeigendur í sama hverfi á að hirða skítinn upp eftir hunda sína sem ég sé þá aldrei gera. Þeir senda hundana sjálfa út til að gera þarf- ir sínar eða senda með þeim smábörn sem sjaldnast eru með þá í bandi. Ég er sammála því að það þyrftu líka að vera leyfisgjöld fyrir ketti til að fólk hugsi sig um áður en dýr kemur á heimilið og hversu vel á að sinna því. í mitt hús hefur aldr- ei komið óboðinn köttur og þegar sandkassi var í garðinum var breitt yfir hann þegar hann var ekki í notkun. En aftur á móti er hundaskítur út um allan garð, á gang- stígum og opnum svæð- um. Húsmóðir í Reykjahverfi. Maður óskast með reynslu ÉG las í Morgunbiaðinu sl. fimmtudag viðtal við Sigfús Sigfússon for- stjóra Heklu um rekstur fyrirtækis hans. Væri ekki hægt að fá svona menn til að aðstoða við ríkisreksturinn? Ef hægt væri að géi;a svipaða hluti við rekstur landsins og margir góðir forstjór- ar vel rekinna fyrirtækja eru að gera í fyrirtækjum sínum, myndu hlutirnir ganga hér betur. Stefanía Ólafsdóttir. Þakkir til ljóðaunnenda GUÐRÚN Jacobsen hafði samband við Vel- vakanda og vildi biðja fyrir kærar kveðjur til þeirra mörgu sem höfðu samband við hana út af vísubrotum sem birtust í Velvakanda. Er þeim þökkum hér með komið á framfæri. Tapað/fundið Úr týndist ÚR týndist á Flyðru- granda eða innst í Ála- granda á fimmtudaginn var. Úrið er silfurlitað. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 551-7082. Gleraugu töpuðust BRÚN gleraugu týndust í anddyri Loftkastalans þann 7. mars sl. eftir sýningu á skólaleikriti Kvennaskólans í Reykja- vík. Finnandi vinsamleg- ast hringi í síma 552-4152. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI hefur velt því nokkuð fyrir sér að undanfömu hvers vegna kvenþjóðinni sé eins illa við að aka bíl og raun ber vitni. Eða er konum bara illa við að keyra þegar eiginmennimir sitja við hlið þeirra? Eru þær haldnar minnimátt- arkennd eða eru þeir alltaf að gagn- rýna? Þessar vangaveltur Víkvetja hafa ekki gefið honum nein svör. Hann hefur hins vegar veitt því at- hygli um nokkurt skeið, að oftar en ekki þegar samstarfsmenn hans af hinum ýmsu deildum koma til starfa og eiginkonan eða kærastan eru samferða, stíga þau bæði út úr bíln- um. Hann kemur út bílstjóramegin og hún farþegamegin, hann gengur inn í húsið en hún sest undir stýri og ekur í burtu. Hún er sem sagt að skutla honum í vinnuna en hann keyrir! Þegar Víkveiji bar þetta und- ir tvo samstarfsmenn sína fannst þeim þetta hreint ekkert fýndið! Þetta var nefnilega líka svona hjá þeim. Annar kom með þá skýringu að konunni hans leiddist að keyra en hinn hafði sér til afsökunar eða útskýringar að þegar frúin sækti hann í vinnuna sæti hún áfram und- ir stýri!: Hitt er annað mál að hefðin er svo mikil í þjóðfélaginu að sjá karl undir stýri að undrun vekur ef kon- an keyrir. Varstu að koma úr kok- teilpaifýi? er karlinn kannski spurð- ur af einhveijum sem til sá, því ekki er gert ráð fyrir að hann sitji farþegamegin nema undir sérstök- um kringumstæðum. Víkveiji þekkir þó til tvennra hjóna, þar sem kon- uraar keyra alltaf, þó svo að menn- imir séu samferða. Og meira að segja úti á landi! Víkveijir hefur aldr- ei spurt hvers vegna, en hefur þá trú að eiginkonunum finnist karlam- ir keyra svo illa. Það er fleira í umferðinni sem má ræða. Víkveiji ekur nánast dag- lega um gatnamót Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar og finnur mikinn mun á því þegar myndavélin var sett upp og menn óttuðust að verða teknir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi og ástandinu eins og það er nú. Greinilegt var að fólk vildi ekki láta hanka sig á því og af þeim sökum höfðu bílar sem voru á beygjuljósum góðan tíma til að koma sér yfir áður en grænt ljós kom á beinu brautina. Nú er allt komið í sama horf og áður og fólk hikar ekki við að aka yfir á rauðu ljósi. xxx TVÖ AF stærstu einkafyrirtækj- um landsins, Hekla hf. og Hof sf, móðurfyrirtæki Hagkaups, ákváðu í síðustu viku að birta í fyrsta sinn opinberlega upplýsingar úr ársreikningum sínum. Þetta eru óneitanlega nokkur tímamót í við- skiptalífinu, því áratugum saman hafa þessi fyrirtæki eins og önnur lokuð fjölskyldufyrirtæki farið með upplýsingar um rekstur og efnahag sinn sem trúnaðarmál. Ný lög um ársreikninga gera kröfu til þess að ársreikningar allra hlutafélaga í landinu verði aðgengilegir fyrir al- menning á þessu ári en einnig má segja að birting slíkra upplýsinga sé í takt við breytt viðhorf almenn- ings gagnvart fyrirtækjarekstri. Fyrir aðeins fáum árum voru vel rekin fyrirtæki sem nutu velgengni jafnvel litin hornauga og öfundar- menn voru fljótir að snúa öllu á versta veg í umræðu um þau manna á meðal. Núna virðist góður hagn- aður fyrirtækja almennt litinn mun jákvæðari augum. Meiri skilningur er ríkjandi á nauðsyn þess að hlut- hafar fái góðan arð af sínu hlutafé og að fyrirtækin þurfi að hagnast til að þau geti treyst rekstur sinn í sessi og búið í haginn fyrir fram- tíðina. Þetta er ekki síst að þakka hlutabréfamarkaðnum sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á síð- ustu árum. xxx VÍKVERJA finnst ástæða til að hvetja alla til að sjá kvik- myndina Dauðamaður nálgast sem Háskólabíó sýnir um þessar mund- ir. Þó að myndin sé engan veginn hlutlaus í afstöðu til dauðarefsing- ar, eru hinar tvær hliðar dauðarefs- ingar þar skoðaðar af meiri hlut- lægni en venja er í bandarískum kvikmyndum í krufningu þeirra á áleitnum þjóðfélagsmálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.