Morgunblaðið - 26.03.1996, Side 47

Morgunblaðið - 26.03.1996, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1996 47 ÍDAG Árnað heilla Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. febrúar sl. í Lága- fellskirkju af sr. Guðmundi Karli Ágústssyni Anný Helena Bjarnadóttir og Kolbeinn Hreinsson. Synir þeirra Sig- urður Ingi, Sindri Már og Kolbeinn Þór eru með á myndinni. Heimili þeirra er í Björtuhlíð 35, Mosfellsbæ. Farsi HÖGNIHREKKVÍSI •> Tónlistin, þ/rt i/firgnaefir konsertiAn ttönsí v ÁRA afmæli. í gær, mánudaginn 25. mars, varð fimmtug Hel- ena Bjargey Sigtryggs- dóttir, 48 Manor Road Swanland, Hull, HU14 3PB. Eiginmaður hennar er Baldvin Gíslason, umboðsmaður í Hull. Þau eru að heiman. BRIPS bmsjón Guðmundur Páll Arnarson EINN lítill íjarki skipti sköpum í spiþ dagsins, sem er frá annarri umferð und- anúrslita Islandsmótsins. Stefán Guðjohnsen í sveit Bangsímonar, varð sagn- hafi í fjórum spöðum, sem er hart geim, en þó ekki fyrirfram vonlaust. Norður gefur, NS á hættu. Norður ♦ Á75 ♦ ÁD64 ♦ 52 ♦ G1053 Vestur Austur ♦ DG3 * 4 f K1052 IIIIH * 87 ♦ ÁD3 111111 ♦ KG10764 ♦ D64 ♦ K872 Suður ♦ K109862 ♦ G93 ♦ 98 ♦ Á9 Félagi Stefáns í norður, Kristján Blöndal, ákvað að vekja létt á Standard-laufi. I andstöðunni voru Ingi Agnarsson og ísak Örn Sig- urðsson í sveit þess síðar- nefnda: Vestur Norður Austur Suður Í.Ö.S. K.B. I.A. S.G. 1 lauf 3 tíglar 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Þriggja tígla hindrun Inga neyddi Stefán til að yfirmelda spilin um einn ás, en hann gat tæplega látið þagga niðri í sér með þetta góðan spaðalit. ísak lagði niður tígulás og spilaði drottningunni næst. Ingi yfirdrap og skipti yfir í hjartaáttu. Ekki besta vörnin í þessu spili, en ef suður er með veikan þrílit í hjarta horfir málið öðruvísi við. Stefán lagði hjartaníuna á áttuna og drap tíu vesturs með drottningu. Tók því næst ÁK í trompi og spilaði svo hartagosa. ísak lagði kónginn á, og hjartasjöan féll undir ásinn. Stefán fór þá heim á laufás, spilaði hjartaþristi að 64 og svínaði fjarkanum!! Tíu slagir. LEIÐRÉTT Röng mynd MORGUNBLAÐIÐ birti sl. laugardag (bls 34) grein með yfirskriftinni „Eftir- læti“. Höfundur hennar er Sigurður Gunnarsson fram- kvæmda- stjóri. Þau mistök urðu að . með greininni var birt mynd af nafna höfundar, Sigurði Gunnarssyni fyrrv. skólastjóra. Hér fylgir rétt höfundarmyndy Viðkom- endur eru beðnir . velvirð- ingar á þessum mistökum. Kirkjan og ríkið ÞAU leiðu mistök urðu þegar send var út fréttatil- kynning um fund Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju í Ráðhúsi Reykjavík- ur að nafnaruglingur varð og var nefndur til fram- sögumaður sem ekki kem- ur á neinn hátt nálægt fundi þessum. Sá sem nefndur var var sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Hið rétta er að sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, dómkirkju- prestur, mun sitja fundinn og flytja framsögu. Eru hlutaðeigendur beðnir inni- legrar afsökunar á þessum mistökum. Pennavinir ÍTALSKUR áhugamaður um knattspyrnu og safnari alls kyns hluta sem viðkoma þeirri íþrótt. Getur ekki um aldur: Luciano Zinelli, Via Pergolesi 11, 42100 Reggio Emilia, ltiúy. BANDARÍSKUR 11 ára piltur skrifar fyrir hönd fé- laga sinna í 6. bekk í grunn- skóla í borginni Kutzton í Pennsylvaníu-riki í Banda- íkjunum. Nemendurnir, sem eru 26 talsins, hafa áhuga á að eignast pennavini á Islandi. Hægt er að skrifa pilti og mun hann koma bréfunum á framfæri við bekkinn: Tiffany Goldberger, 629 Baldy Road, Kutztown, Pennsylvania 19530, U.S.A. FJÓRTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á tennis, frímerkjum, bréfaskriftum o.fl.: Chika Sato, 65-122 Yanomezawa. Aza-Takizawa, Ichinoseki Iwate, 029-01 Japan. EINHLEYPUR þrítugur Finni méx) áhuga á bók- menntum, tungumálum, ferðalögum o.fl.: Arto Ala-Pietila, Nastolantie 17A5, 00600 Helsinki 60, Finland. STJÖRNUSPÁ eftir Franccs Drake HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þú vinnur vel með öðrum, en þér hentar betur að ráð'd ferðinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hafðu augun opin í vinnunni, og láttu ekki smáatriði fram- hjá þér fara. Það gæti leitt til mistaka, sem erfitt væri að leiðrétta. Naut (20. aprtl - 20. maí) Þú ættir frekar að bjóða heim gestum en að fara út í kvöld. Á næstu vikum vinnur þú vel að því að treysta stöðu þína. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þótt heppnin hafi verið með þér í fjármálum að undan- förnu, þarft þú að fara að öllu með gát. Eitthvað kemur á óvart í kvöld. Krabbi (21. júní — 22. júlí) *"$S Ef þú einbeitir þér getur þú náð mjög góðum árangri í vinnunni í dag. Reyndu að draga úr kostnaði við skemmtanalífið. Ljón (23. júlf-22. ágúst) 'gf' Varaðu þig á einhverjum, sem reynir að misnota sér göfug- lyndi þitt í vinnunni. Breyting- ar á ferðaáætlun reynast til bóta. Meyja (23. ágúst - 22. september) Einhver nákominn reynir að blekkja þig í dag, en það tekst ekki. Láttu ekki félags- lífið valda þér óþarfa útgjöld- um. Vog (23. sept. - 22. október) Þú hefur gaman af að blanda geði við aðra í dag, en mundu að ekki eru allir jafn sannsög- ulir. Þú gerir ættingja greiða í kvöld. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér býðst tækifæri í vinnunni, sem getur bætt afkomuna. Ef einhver reynir að misnota sér vináttu þína, ættir þú að segja nei. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) $0 Gættu þess að eyða ekki of miklu í óþarfa. Þú færð góð ráð, sem geta fært þér betri afkomu. Ættingi þarfnast umhyggju. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Anaðu ekki að neinu í dag. Gefðu þér góðan tíma til um- hugsunar áður en þú tekur mikilvæga ákvörðun varðandi fjölskylduna. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú getur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni í dag, en í kvöld gefst þér tækifæri til að slaka verulega á í vina- hópi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú þarft tíma útaf fyrir þig í dag til að ganga frá ýmsum lausum endum. Engu að síður tekst þér að ná góðum ár- angri í vinnunni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi' byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ALOE VERA-gelið er ómissandi í sólarlandaferðina (fyiir og eftir sól). ALOE-VERA 98% gelið frá JASON er kristaltært eins og ómengað lindarvatnið úr hreinni náttúrunní. Aríðandi cr að hafa í huga að aðeins ALOE VERA-gel án litar- og ilmefna gefur áþreifanlegan árangur. 98% ALOE VERA gel frá Jason á hvert heimili sem fyrsta hjálp (First Aid). Fæst í öllum apótekum á latidinu og í: /r Minni: 8 MB EDO RAM.1,0 GB harður diskur, Enhanced IDE. 6X hraða geisladrif 16 bita CreativeLabs hljóðkort, tveir hátalarar. 15" litaskjár, 0,28 punktastærð, stafrænn. 2 MB'EDO, Diamond Stealth' 64 Video skjákort, lyklaborð 104 hnappa, MS mús. Windows 95. uppsett. MS Works 95. ára Ö'- Tölvu-Pósturinn Hámarksgæði • Lágmarksverð GLÆSIBÆ ÁLFHEIMUM, SÍMI 533 4600 FAX: 533 4601 • • • uppg/or usfelaga W íslandsbanki býður upp á námskeið fyrir w gjaldkera húsfélaga þar sem farið verður f yfir verksvið gjaldkera, uppgjör, áœtlanagerð, hu endurgreiðslu virðisaukaskatts o.fi. W Námskeiðsgjald er 1.000 kr. fyrirþá sem eru W í Húsfélagaþjómistu ísiandsbanka og þá sem s vilja skrá sig í hana á námskeiðinu, en 2.000 f kr. fyrif aðra. Boðið verður upp á þrjú nátnskeið. Miðvikudaginn 27. mars, fimmtudaginn 28. mars og miðvikudaginn 10. apríl. Námskeiðin verða haldin í húsnceði bankans við Kirkjusand og hefjast kl. 19:30. Skráning er í síma: 560 8576. Leiðbeinandi: Heigi Baldursson viðskiptafrceðingur. í tengslum við námskeiðin munu þau húsféiög sem hefja viðskipti fyrir 16. apríi fá 3 mánaða ókeypis reynsluaðild að Húsfélagaþjónustu íslandsbanka. ISLANDSBANKI jS / QISQH VijAH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.