Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 1
ÞJOÐSAGIMAPERSOIMA ISLEIMSKRAR djassögu Travolta, tölvuteikningar og Jane Austen 16 FIMMTIJDAGUR 4. APRIL 1996 JMwgtfitMiifrft blab j) Morgunblaðið/Þorkell bP.TTA om alif -vinir- manns, þeir vilja bara láta strjúka sér, ólum um hestana sina. er ég einbúi Ásgeir Júlíusson býr einn í „elliheimili“ sínu á Svínhólum í Lóni, nema hvað hann hefur ráðskonur um sauðburðinn. Hestamir eru bestu vinir hans en álftimar fylla ekki þann flokk enda segir hann mergðina slíka að Lónið sé orðið að sýktum forarpolli og silung- urinn ekki svipur hjá sjón. Helgi Bjarnason kom við á Svínhólum, upphaflega í þeim tilgangi að fræðast um álaveiðar í Lóninu. EKKI eruð þið að leita að einhverjum Gísla í Uppsölum? Ég átti höfuðfat eins og hann og svc er ég auðvitað einbúi,“ sagði Asgeir Júlíussón í Svínhólum í Lóni þegar hann bauð okkur inn. Honum fannst lítið liggja á að ræða álaveiðarnar. Sagðist þurfa að sjóða sér eitthvað í matinn, tók upp sög og hlutaði sundur fisk á eldhúsbekknum. „Það þýðir víst ekki að bjóða ykk- ur upp á siginn fisk?“ sagði hann en blaðamennirnir voru auðvitað búnir að borða! Stundaði álaveiðar „Það hefur alltaf verið áll í Lón- inu, líklega allt frá því land byggð- ist,“ sagði Asgeir þegar fiskurinn var kominn í pottinn. „Seiðin ber- ast hingað glær með straumum og eðlisávísun úr Þanghafinu. Hér vex hann upp og fer svo aftur í hafið þegar hann fer að verða kynþroska. En þið verðið að spyija aðra um þetta.“ Asgeir sagði að álaveiði hafi töluvert verið stunduð í Lóninu á árunum eftir 1960. Þá hafi Jón Loftsson byggingavörukaupmaður í Reykjavík látið Hollendinga veiða fyrir sig mörg tonn á ári. Állinn var veiddur í gildrur og geymdur í kistum í vatninu og síðan fluttur út til Hollands í tankskipum. „Afl- inn skipti líka tonnum þegar ég veiddi fyrir Skúla Pálsson í Laxa- lóni en það var löngu eftir að Hollendingarnir voru hér,“ sagði Ásgeir. I sveitarlýsingu Stefáns Jóns- sonar á Hlíð frá því um 1970 kem- ur fram að álaveiði hefur minnk- að. Sögn er um það, að er ísa leysti af Lóninu eftir frostaveturinn 1881, hafi mikið af dauðum ál rekið á land. Síðan hafi hans minna orðið vart. Álaveiðar hafa eitthvað verið reyndar í seinni tíð en Ásgeir Morgunblaðið/Þorkoll TVEIR járnkarlar og hundurinn Pollý. Ásg’eir Júlíusson hefur hlaðid töluverð mannvirki á bæ sínum með jánikarlinn sem eina verkfærið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.