Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 2
2 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ SJÁLFDAUÐAR álftir finnast í tugatali meðfram Lóninu og Ásgeir á Svínhólum vill fækka þeim svo þær sem eftir verða fái nóg að éta. kvaðst ekki vita um árangur. Vissi hann til þess að eigandi Hvalsness hafi reynt fyrir sér og svo voru gildrur lagðar í Lónið síðastliðið sumar eins og víða með suður- strönd landsins. „Ég verð var við ál þegar ég er á silungsveiðum en veit ekki hvað mikið er um hann,“ sagði Ásgeir þegar hann var spurður hvort enn væri mikið af ál í vatninu. Þá sagðist hann stundum sjá ál hlykkjast á fleygi- ferð í grasinu þegar blautt væri á og hann héldi sig eitthvað í keldum og tjörnum. Álftin eyðileggur Lónið „Annars er ómögulegt að segja nokkuð um þetta. Álftin er að eyðileggja allt hér. Hún fer um undirlendið og skilur við það eins og það hafi verið sviðið með gló- andi járni - og eyðileggur einnig gróðurinn í vatninu. Hun meira að segja étur álaseiðin og hrognin úr silungnum, maður sér það í saurnum og hvemig hún raðar sér í lækina á hrygningartímanum. Lónið er nú orðið sýktur forarpoll- ur úr saurnum frá álftinni," sagði Ásgeir. Hann sagði að álftinni hefði fjölgað svo mjög að hún hefði ekki lengur nóg að éta og dræpist því úr hor. Á hveiju ári væru tugir dauðra álfta meðfram vatninu. „Fuglafræðingamir vilja frekar láta hana hrynja niður sjálf- dauða en að leyfa okkur að fella vissan fjölda á ári. Fuglinum myndi líða vel hér og hafa nóg fyrir sig að éta ef fjöldinn væri hæfílegur.“ „Lónið var mjög gott veiðivatn. Hér var svo góður silungur, rauð og fín sjóbleikja. Þegar verið var að sjóða hana kom brák ofan á í pottinum, eins og feiti þegar kjöt er soðið. Núna er þetta orðinn hvítur horfískur, bragðlaus og ekki borðandi,“ sagði Ásgeir. Hann sagðist oft hafa borðað ál, á meðan hann var veiddur. Sagði steiktan ál mjög góðan mat. Ásgeir dró fram reyktan ál, sagðist hafa fengið hann sendan frá þeim sem vora með tilraunim- ar í sumar. Þetta sælgæti ætlar hann að geyma sér til páskanna. Hlóð allt sjálfur Ásgeir slökkti undir fiskinum og gekk með okkur út á hlaðið. Við íbúðarhúsið er skemmtilega hlaðin hestarétt og veggir geymsl- unnar era líka hlaðnir. Ásgeir sagðist hafa hlaðið þetta allt sjálf- ur með járnkarl sinn einan að vopni. En hann viðurkenndi að stundum hafi þurft að taka hressi- lega á þegar stærstu björgin vora sett á sinn stað og hann sagðist vera hættur að geta staðið í þessu. Hann sagðist líka vera hættur að smíða sér skeifur þegar hann sýndi okkur amboltann sinn. Lón er austasta sveit Austur- Skaftafellssýslu, austan Homa- fjarðar. Sveitin fær nafn sitt vænt- anlega af lóninu sem myndast hefur innan við sandrif. Bærinn Svínhólar stendur á landræmu milli Lónsins og Svínahólaijalls, sem er hrikalegt blágrýtisfyall, snarbratt, stórgrýtt og gróður- laust, en við loft ber ævintýralegar klettastrýtur í kynlegum myndum. Má ekkert eiga í þessu umhverfi ólst Ásgeir Júlíusson upp. Hann keypti jörðina og hóf búskap um miðjan sjötta áratuginn en flutti svo til Reykja- víkur þar sem hann var við akstur vörabfls og verktöku. Og ekki má gleyma sjómennskunni, hann sagðist hafa verið 26 ár á sjó, bæði fyrir sunnan og austan. Hann hélt jörðinni og byggði sér þar eigið „elliheimili" til að eiga þegar hann hætti á sjónum. Ásgeir verð- ur sjötugur í haust. Hann er með fé og hross en sagðist hafa orðið að fækka fénu. „Maður má ekkert eiga, það er bara tekið af ellilífeyr- inum. Þingmennirnir era að hækka við sig kaupið, skattfrjálst, en klípa svo af ellilífeyrinum. Þetta er dæmalaust." Ásgeir sagðist vera einbúi nema hvað hann fengi sér ráðskonur á vorin, yfir sauðburðinn. Þær væru ágætar, misjafnar þó. Ekki hafði hann fleiri orð um það. Allt vinir mínir „Þetta era allt vinir rnanns," sagði Ásgeir þegar við gengum að hestunum. Nokkrir koma strax að okkur, greinilega vanir atlotun- um. „Ég eyði mörgum stundum með trippunum mínum þó ég fari minna á bak en áður. Hestamir vilja bara láta strjúka sér.“ Ásgeir sagðist hafa mikla skömm á því hvemig hirt er um blessaðar skepnumar víða um land. Þær gengju um bæði horaðar og lúsugar. „Mínir hestar hafa nóg að borða, fá heyrúllur og síld í tunnu eftir því sem líkaminn þarfnast." „Ég hleypti ekki á meramar í sumar en sýnist að ég eigi samt von á einhveijum folöldum. Þeir veturgömlu hafa fyljað, það kemur stundum fyrir með stælta fola,“ sagði Ásgeir. Hann sagðist hafa selt marga hesta, verið með fasta kaupendur í Þýskalandi. Þeir hafi hins vegar báðir dottið út, annar maðurinn lent í bflslysi en hinn fengið hjartaáfall. Þá sagðist hann varla vera maður til að temja baldna fola. Og nóg væri af hross- um í landinu þó ekki bætti hann þar við. Ekki þóttist hann vita fjöldann, ekki frekar en aðrir hrossarækt- endur. „Ég geri lítið af því að telja hestana mína en ég sé þó strax ef eitthvað vantar,“ sagði hann. Ásgeir sagðist hafa riðið mikið út. „Hér er friðsælt og gott að vera. Ákaflega skemmtilegt er að fara í útreiðartúra inn í dalina og inn á Lónsöræfí. Og það stendur til að fara í stóran túr þangað í sumar.“ Eins og úr hrossum Við voram komnir niður að Lóni. Ásgeir brá sér aðeins á skauta í vetur þegar það gerði góðan ís. Sagðist hann enn hafa þetta í sér enda mikið farið á skauta sem strákur. En hann hafði hugann enn við eyðileggingu vatnsins. „Heldur þú að það sé ekki svolítill saur úr mörg þúsund álftum. Þú ættir að sjá haugana eftir þær, þetta er eins og úr hrossum. Þær rífa í sig þann litla gróður sem eftir er í vatninu og ála og fleira úr leirnum líka,“ sagði hann. Sagði hann að ekkert hefði veiðst í sumar. Reyndar hafí lítið verið lagt enda hefði hann litla lyst á silungnum eins og hann væri orðinn. Hins vegar hefði veiðst ágætlega um tíma í fyrra- sumar en ekki þýtt að stunda það því ekkert væri hægt að gera við fiskinn, fólk vildi bara borða eldis- fisk. „Þetta er mikil breyting frá því sem var, til dæmis á sjöunda áratugnum. Einu sinni vora 1.700 fiskar í netinu eftir nóttina, allt falleg bleikja. Ég kom þessu öllu á markað í Reykjavík," sagði Ás- geir Júlíusson og vildi nú fara að komast heim í signa fískinn. Brúðhjón Allur lioróbiínaóur - Glæsilcij gjafavara Bníöarhjdna listar VERSLUNIN Laugnvegi 52, s. 562 4244. - frábær lausn þú aö koma skipulagi á tvinna- keflin — þá er þetta lausnin! Standur fyrir 48 kefli kr. 3.100.- Standur fyrir 70 kefli kr. 4.100.- Standur fyrir 120 kefli kr. 5.900.- Sendingarkostnaður bætist við vöruverð Pöntunarsími 567 5484

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.