Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 6
6 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
V\
ÍV'f1
ið var Jonni Hamborg spurður
hvort hann ætlaði ékki að
mennta sig eitthvað í Iistínni
þegar hann kæmi til Dánmerk-
ur og hefði lokið starfinu með
Elsu Sigfúss.
„Jú, ef mér tekst að fá góða
kennslu - annaðhvort í jassi eða
klassískri músík, en þó helst í
hvoru tveggjá. Annars langar
mig að fá tækifæri til að spila
með einhverri danskri hljómsveit
ef tök verða á sllku.“
Um tónleikana sagði hann að
sig hefði lengi langað að halda
konsert og nú væri að hrökkva
eða stökkva því ekki væri víst
hvenær hann kæmi heim frá
Danmörku. Jonni var ánægður
með kappana er áttu að leika með J
honum og sagði að vel hefði borið 1
í veiði.
„Karl Karlsson verður með mér
á trommur. Við erum búnir að
spila saman í mörg ár. Hann hef- "
ur léttan og skemmtilegan áslátt. I
Baldur Kristjánsson spilar á píanó 1
í hljómsveitinni. Hann er þekktur
píanóleikari og spilar á Borginni
eins og allir vita. Björn R. Einars-
son, eini maðurinn á íslandi sem
kann að spila jass á básúnu, verður
líka með. Hann hefur stjórnað
hljómsveitinni í Listamannaskálan-
um í vetur. Mér þykir ekki ólíklegt
að hann verði einhverntíman virtúós
á básúnu. Gunnar Egilsson er yngsti
maðurinn í hljómsveitinni. Hann
hefur spilað með Birni í Listamanna-
skálanum í vetur. Gunnar er þegar
orðinn fær klarinettleikari og mér finnst
hann sérstaklega efnilegur.“
Forsala aðgöngumiða var í Bókabúð
Lárusar Blöndal og seldust miðarnir einsog
heitar lummur og því voru tónleikarnir
endurteknir fjórum dögum síðar og hefur
efnisskráin frá þeim tónleikum varðveist.
í gagnrýni í Morgunblaðinu var sagt að
tónleikarnir hefðu tekist afbragðsvel og
„þetta væru einir bestu og líklega þó þeir
bestu djasshljómleikar sem hér hafi heyrst.
Um einleik Jóhannesar er það að segja
að hann var með ágætum. Það var sama
<<o .
t<-
v<,\í-vv.
V.’N aA.
v.\V o'tvi ’- V
hvort lögin voru hæg og rómantísk eða
hröð. Alls staðar kom .fram örugg
tækni, skemmtileg hugkvæmni í
improvisationum og frábær smekkvísi.
Ekki er gott að segja hvert laganna
hann lék best því ekki mátti á milli
sjá. M.a. lék Jóhannes lag eftir sjálf-
an sig, sem hann nefnir Wallers
Weight, til minningar um eftirlætis-
píanóleikarann sinn Fats Waller. Jó-
hannes varð að endurtaka mörg lag-
anna. Bárust honum blómvendir og
fögnuður áheyrenda var með ein-
i dæmum. Hljómsveitin lék með mik-
í illi prýði. Jóhannes mun hafa komið
flestum á óvart með trompetleik
sinum, tæknin er góð og tónninn
laus við að vera grófur- eða rifinn
; eins og við hér eigum svo mjög
að venjast. Baldur Kristjánsson
lék á flygil með prýði og gaf
hljómsveitin góðan rythma. Björn
R. hefur náð mikilli leikni á bás-
únuna, það erfiða hljóðfæri og
hefur fallegan tón. Gunnar Egils-
son lék á klarinett af mikilli
smekkvísi og tók margar góðar
sólóar. Hann er ekki nema átján
ára gamall og má það mikið
vera ef hann á ekki eftir að
BLAÐSÍÐA úr bókhaldsbók Kalla á Felli þar sem kaupið fyrir tónleikana er
tíundað. - HLJÓMSVEIT Björns R. í Listamannáskálanum.
verða í fremstu röð hljóðfæraleikara. Karl
Karlsson hafði léttan áslátt og góðan ryt-
hma. Hljómsveitin varð að leika tvö auka-
lög. Yfir leik hennar var hreinn og ósvik-
inn dixílandblær“.
Það var rétt hjá Jonna í Morgunblaðsvið-
talinu að nú væri að hrökkva eða stökkva,
ekki væri víst hvenær hann kæmi frá Kaup-
mannahöfn. Það varð aldrei. Þangað hélt
hann eftir tónleikana í fylgd Elsu Sigfúss
og eftir að hafa unnið með henni spilaði
hann víða og sögusagnir eru um að hann
hafi ma. leikið inn á hljómplötu. Sú upptaka
hefur ekki fundist.
í júlí 1946 lést Jonni af slysförum - vo-
veiflega - í Kaupmannahöfn. Hvað gerðist
veit enginn með vissu.
I áranna rás hafði nafn Jonna nánast
fallið í gleymsku, en nú þegar fimmtíu ár
eru liðin frá tónleikunum frægu í Gamla
bíói verða þeir endurgerðir í minningu
hans eins og kostur er. Það er RúRek djass-
hátíðin sem stendur fyrir tónleikunum. Þar
mun einn af þeim er léku með Jonna blása
í básúnu: Björn R. Einarsson, Árni Elfar
mun leika á básúnu og píanó og Guðmund-
ur R. Einarsson á trommur. Þetta eru allt
kappar sem eiga hálfa öld að baki í djassin-
um. Tveir af yngstu kynslóð íslenskra
djassleikara, sem báðir stunda framhalds-
nám í djassspili erlendis, munu koma hing-
að sérstaklega til að leika á tónleikunum:
Veigar Margeirsson trompetleikari og
Agnar Már Magnússon píanisti og síðan
mun danski klarinettuleikarinn Jorgen
Svare blása í klarinettið, en hann blés með
Víkinga dixílandsveit Papa Bue um langa
hríð.
Tónleikarnir verða að sjálfsögðu haldnir
í íslensku óperunni - Gamla bíói - þann
11. apríl og síðan endurteknir á Hótel KEA
á Akureyri þann 12. apríl. Þá mun andblær
hans leika um æskuheimilið, Hamborg,
steinsnar frá.
Það er við hæfi að minnast Jonna Ham-
borg á þessum tímamótum og það er merki-
leg tilviljun að sama árið og hann dó flutt-
ist ungur strákur til íslands frá Kaup-
mannahöfn. Sá átti eftir að verða mesta
nafn íslenskrar djasssögu. Gunnar Ormslev
hét hann og þarmeð var lokið sögu frum-
herjanna og gullöld íslenskrar djasstónlistar
hófst.
*
Attalus
binding-lanúnating
✓ Plasthúðun
- innbinding
✓ Allur vélbúnaður
- og efni
✓ Úrvals vara
- ún/als verð
J. ÁSTVfllDSSON HF.
Skipholli 33,105 Reykjavik, sími 552 3580
Leiklistarstúdíó
Eddu Bjorgvins
Gisla Rúnars
wímvmsa_____________________
Fullorðinsnámskeið • Unglinganámskeið • Helgarnámskeið
SÍMAR 588-2545, 581-2535, 551-9060
Rosatilboð
á skíðum
°g
um
■
OPIÐ
ALLA
PÁSKANA
20-60%
afsláttur
Skíðaskiptimarkaður
in2
Esja Mjódd
11.30-22 00 16:00-21 00
17:00 - 22:00 Lokað
11:30-23:00 12:00 - 22 00
Lokað Lokað
17:00-22:00 17:00-21:00
Skirdagur
Föstudagurinn langi
Laugardagur
Paskadagur
Annar í páskum
Páskaec/r*,-.
barnaboxin
’v korró^