Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
______ERLENT_____
Kissinger boð-
ar varkárni
gagnvart Kína
New York. Reuter.
HENRY Kissinger, fyrrverandi
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði í dálki í dagblaðinu The New
York Post í gær að hann hefði
áhyggjur af því að samband
Bandaríkjamanna við Kína slitni
haldi fram sem horfi í deilunni um
Tævan.
Kissinger átti snaran þátt í því
að Bandaríkjamenn hófu sam-
skipti við Kínveija í forsetatíð Ric-
hards M. Nixons árið 1972. Hann
segir nú að Bandaríkjamenn geti
tryggt jafnvægi í Asíu með því
að forðast ótímabært uppgjör við
Kínveija.
„Kínveijar telja Tævan innan-
ríkismál," skrifar Kissinger í heil-
síðugrein. „Stjórnin í Washington
lítur á afstöðu Kínveija sem vísvit-
andi ögrun. Ráðamenn í Peking
túlka mannréttindastefnu okkar
og aðgerðir varðandi Tævan sem
ráðabrugg til að veikja og taka
Kína í sundur. Haldi þessi þróun
áfram mun samband Bandaríkj-
anna við Kína, sem sex forsetar
úr báðum flokkum hafa hlúð að,
að engu verða.“
Mikil spenna var á Tævansundi
í mars þegar Kínveijar héldu þar
heræfingar. Bandaríkjamenn
sendu þangað stærsta flota, sem
hefur verið á þeirra vegum á þess-
um slóðum frá því að Víetnam-
stríðinu lauk, til að styðja Tævan
meðan forsetakosningar færu þar
fram. Lee Teng-hui sigraði í kosn-
ingunum og hefur ekki látið undan
kröfum Kínveija um að stjórnvöld
á Tævan hætti að sækjast eftir
alþjóðaviðurkenningu. Hins vegar
hefur slaknað á spennunni í sam-
skiptum ríkjanna eftir kosningam-
ar.
Kissinger, sem rekur nú ráð-
gjafaskrifstofu og ráðleggur með-
al annars fyrirtækjum, sem studna
viðskipti í Kína, varaði bandaríska
ráðamenn við því að ögra Kínveij-
um.
Það væri rétt að bjóða Kínveij-
um byrginn ef þeir hefðu í hótun-
um við Bandaríkjamenn, en gerði
Bandaríkjastjórn andúð í garð
Kínverja að stefnu sinni mundi hún
finna sér fáa bandamenn. Skyn-
söm stefna Bandaríkjastjórnar
væri að leita ekki „ótímabærs upp-
gjörs“ heldur nýta stöðu sína til
að geta gegnt því hlutverki að
gæta jafnvægis í Asíu.
DEMPARAR
Bílavörubúðin
FJÖÐRIN,
Skeifunni 2 — Sími 588 2550
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 D 7
flndrea Brabln fyrirsæta
Hahib hauð f
raðherranum
„Dúndranúna" og frúin hans
jjmatj ■
FRIÐF ÍIKVI
i'
AÐGENGÍ
FASTEIGNASALA
íi*
m
sölu
A HOLI FYRIR
Við á Hóli höfum nú tekið í notluin eitt fullkomnasta fasteígnasölukerfi landsins
HÚSIÐ 4.0 frá Úrlausn/Aðgengi hf. - Kerfið byggir á því sem skiptir öllu málli í fasteignasölu.
Draumalistinn - Já nú er það sjálfur Draumalistinn sem er fyrir þá sem eru að lerta sér að íbúð. Þetta er ekkert mál, þú
gefur okkur upp verð, stærð, staðsetningu og fleira sem við skraum á Draumalistann sem lætur síðan vita um leið og rétta
eignin kemur í sölu. Viö hringjum strax/þig- Þú skoðar og kaupir - Einfaldara getur það ekki veriðl!
Kerfið getur sjalfkrafa sentþér upplýsingará fex/eða með tölvupósti um nýjustu eignimar um leið og þær koma í;
Já hjá okkur á Hóli færð þú tyrstur fréttimar!
Viltu skipta á stærrieöa minni eign? Draumalistinn leysir málið. Við skráum niður hverskonar eign þú vilt í skiptum fyrir
þína. Um leið og rétta eignin kemur í sölu til okkar á Hóli lætur kerfið vita og þú getur byrjað að pakka!
Viltuselja? Um leið og þú skráir eignina þína inn í nýja kerfið förum við í gegnum stóran hóp kaupenda á Draumalistanum.
Kannski þarf ekki að leita lengra!
Seljendur geta fengið ferilskrá af eign sinni eftir ákv. tíma og séð þannig hve margir hafa spurt um eignina,
llp> skoðað hana, hvenær, hve oft o.s.frv.
Komdu og kíktu á kerfíö
hjá okkuráHóli eftirpáska
Viö tökum vel á móti þér.
Kerfið þróaö og hannað af
r
tfÍlL
Skipholti 50b -105 - Reykjavík - S. 55 100 90
FRÍTÍMANN UM PÁSKANA
tilaö kynnast kerfínu
er:
http://www.adgengi.is/adgengi