Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 8
8 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
+
|
t
Faraóaþorp
AÐKOMAN að bátnum sem flytur gesti
út í faraóaþorp dr. Ragabs.
AÐ GANGA á vit fortíðar eins og
gerist þegar farið er út í litla
faraóaþorpið á Níl vekur með
manni skrýtna tilfmningu. í fárra
mínútna fjarlægð er Kairó með sínum
óendanlega ys og þys og hér er gengið inn
í fortíðina. Fortíð sem er kyrrlát og hljóð.
Ég horfí á fólkið, klætt búningum sem
notaðir voru fyrir 3.500 árum, hvernig það
gengur að vinnu með frumstæðum verkfær-
um, hreyfir sig hægt, það er engu líkara en
ég horfi á kvikmynd sem er sýnd ofurhægt.
Þó eru allir að, ekki vantar það; unnið við
pappírsgerð í einni „myndinni", annars stað-
ar sýnt hvemig plægt
er og sáð, gert vín, rið-
in net, og bakað brauð.
Það tekur ekki nema
5 mínútur með báti út
í eyjuna og fyrst er siglt
hægt og rólega um-
hverfis hana. Þar hafa
einnig verið settar upp
eftirlíkingar af guðum
Forn-Egypta. Amon Ra
- konungur guðanna
sem hefur hrútshöfuð -
tákn vitsmunanna.
Thoth tunglguðinn
sem taldi stjörnur him-
inhvolfíns _ og skapari
ritlistar. í mannslíki
með höfuð íbisfuglsins.
Osiris sem var myrt-
ur af afbrýðisömum
bróður sínum. Hann var
brytjaður í spað og lík-
amsleifunum dreift vítt
og breitt um landið. En
eiginkona hans, og
jafnframt systir, sú
mæta Isis, safnaði sam-
an líkamspörtunum og
með kynngi fékk hún lífgað Osiris við nætur-
langt og var þá sonur þeirra Horus getinn.
Hún er þarna líka með piltkornið í kjöltu
sér. Nílarguðinn Hapy, gerður með mikið
skegg til að sýna vald hans og konubijóst
er tákna frjósemi, útblásinn kviðurinn er
merki um gnægð hans. Og ótal aðrar guða-
styttur, mér fínnst þær mynda eins konar
varðlið fyrir eyjuna.
Sendiherra á eftirlaunum
kom upp þorpinu
Þessu var öllu komið upp fyrir tilstilli og
atbeina dr. Hassans nokkurs Ragabs. Hann
hafði verið sendiherra Egyptalands m.a. í
Kína og þegar hann komst á eftirlaun settist
hann öldungis ekki í helgan stein, heldur
sneri sér þá að rannsóknum, í fyrstu á pap-
írusmyndum og þær eru til af öllum gerðum,
stærðum og gæðum. En merkilegt nokk eru
innan við þrír áratugir síðan Hassan Ragab
uppgötvaði tæknina við að búa til papírus,
bæði til að teikna og mála á og til að hnýta
úr þeim fleti í faróaþorpið. Þá hafði tæknin
við gerð papírus verið mönnum ráðgáta í
meira en þúsund ár.
En Ragab lét ekki staðar numið, rannsókn-
ir hans á papírusjurtinni og notkun hennar
höfðu vakið forvitni hans um lífsháttu Forn-
Egypta og hann ákvað að koma upp þorpi,
sem sýndi lifnaðarháttu þeirra, hvernig þeir
Á lítilli eyju á Nílarfljóti
hefur fortíðin veríð endur-
sköpuð og dregnar upp lif-
andi myndir af lífsháttum
Fom-Egypta fyrir 3.500
ámm. Jóhanna Kristjóns-
dóttir skoðaði sig um þar.
bjuggu, hvað þeir höfðust að og hvernig.
Umfram allt hversdagslífið, smáatburðina og
það sem fólk er ekkert endilega að velta
fyrir sér að öðru jöfnu.
Hann byrjaði á því að leita að heppilegum
stað og fann þá jakobseyju sem er um 32
ekrur að stærð. Aður en hann sneri sér að
gerð þorpsins sjálfs, plantaði hann mörg
þúsund tijám - m.a. papírus umhverfis eyj-
una. Hann vildi losna við Kairó úr sjóndeildar-
hring eyjunnar. Það hefur að vísu ekki tekist
algerlega enn, á stöku stað grillir í háhýsi
Kairó þegar horft er frá eyjunni. Gerir um-
hverfíð kannski enn frekar óraunverulega
raunverulegt.
Dr. Hassam plantaði einnig aðskiljanlegum
öðrum tijátegundum sem eru á fornum rist-
um og listaverkum þessa tíma. Sum tijánna
uxu ekki lengur hér í landi en hann leitaði
þeirra og fann flest í Súdan og Eþíópíu. Einn-
ig náði hann fuglategundum sem voru út-
dauðar hér og flutti til Jakobseyjar, auk alls
konar blómategunda.
Hefðarmaður þorpsins að ráðgast við
skrifarann og frúin að punta sig
Þegar stigið er á land eftir að hafa flotið
umhverfis eyjuna þar sem þessar lifandi
myndir fólks að ýmsum störfum birtast eins
og á leiksviði, fer ég með Olu leiðsögustúlku
að húsi hefðarmannsins í þorpinu.
Við húsið er stór garður og í honum miðj-
um er tjöm með vatnaliljum og lótusblómum.
Sjálfur situr húsbóndinn úti fyrir húsi sínu
og gæðir sér á vínbeijum, hugsandi og alvöru-
gefinn. Þegar inn kemur tekur við mikill
salur, mér skilst að Ragab telji að þar hafi
verið aðalbænastaður hússins.
í einu herbergjanna er frúin í húsinu að
snyrta sig og bera á sig fegrunarlyf. Stundum
eru þjónustustúlkur hjá henni og eins kemur
hljóðfæraleikari og styttir henni stundir ann-
að veifið.
Síðan skoðaði ég svefnherbergi þeirra
hjónanna, rúm þeirra voru gerð úr papírus
og bakatil eru vistarver-
ur hjúanna, öllu óhijá-
legri og síðan tóku við
gripahúsin.
Þegar ég gekk aftur
í gegnum húsið var frúin
enn að dúlla við að líta
fagurlega út en hús-
bóndinn var hættur að
borða ávexti og sat nú
og ráðgaðist við skrifara
sinn.
Rólegt á markaðs-
torginu þennan daginn.
Þegar ég hélt áfram
um þorpið gafst enn
betra tækifæri til að
horfa á menn og konur
að störfum. Það var
unnið við bátasmíði,
korninu sáð og uxar síð-
ar leiddir yfir til að
trampa því vel niður í
jörðina. Konur flestar
kíæddar hvítum serkjum
og karlmenn sömuleiðis
en þegar hlýnar eru
karlmenn í mittisskýlu
einni fata, ég skal ekki
segja hvort konurnar mega vera svo dirfsku-
lega klæddar.
Karlar ráku fjárhóp á undan sér, á einum
stað voru leirkerasmiðir að störfum og það
var unnið við múrsteinagerð, myndskurð og
aðrir máluðu á papírus eða blönduðu dular-
full ilmvötn svo angan iagði yfir. Úti á ánni
reru tveir menn til fiskjar og köstuðu netum
sínum.
Það er engu líkara en manni fínnist um
stund að maður hafi raunverulega færst aft-
ur til fortíðar þegar gengið er um og ein-
hverra hluta vegna talar enginn hátt hér.
Að því leyti hafa Forn-Egyptar sannarlega
verið ólíkir þeim sem nú byggja þetta land.
Auðvitað væri þorpið ekki fullkomnað
nema þar væri markaður. Óla sagði mér að
oft rækjust gestir á Rageb sjálfan en ekki
var ég svo heppin þennan dag. Og það var
lítið um að vera á markaðstorginu enda hafði
íbúum verið gefið frí og þeir höfðu augsýni-
lega farið í land. En þarna mun oft vera líf
og fjör og seldar vörur sem framleiddar eru
á eyjunni sjálfri, hvort sem er ilmvötn, pap-
írusmyndir, vín eða jafnvel nýr fiskur.
Pýramídi í byggingu
í jaðri þorpsins er veitingahús og fyrir
utan það situr ein forn-egypsk og bakar brauð
í leirofni. Maður getur keypt af henni brauð,
farið með það inn í veitingahúsið og fengið
VERIÐ er að reisa eftirlíkingu af pýramída. Nú eru sex ár síðan verkið hófst.
ISIS með son sinn í kjöltu sér.
HEFÐARMAÐUR þorpsins sat úti fyrir
húsi sínu og gæddi sér á ávöxtum.