Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 D 11 við æðruleysi innra með okkur sem er lykillinn að innri ró.“ Huga þarf betur að sálgæslunni Hvemig er hægt að losa sig út úr því lífsferli sem hér hefur verið lýst og taka upp nýja hugsun og hegðun? „Við verðum að byrja á því að sannfæra okkur um að við höfum leyfi til að næra okkur sjálf. Það er líka nauðsynlegt að viðurkenna vanmátt sinn, að við getum ekki gert allt. Við verðum að byija á því að þóknast sjálfum okkur. Staðreyndin er sú að það er nauð- syn en ekki munaður að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig. Þá fer mað- ur að uppgötva gleðina upp á nýtt. Við förum að sinna áhugamálum okkar aftur, verðum ástfangin upp á nýtt bæði af sjálfum okkur, öðr- um og lífinu. Bænin hefur verið mér sterkt haldreipi," segir Andr- és. Allir sem horfast í augu við mikla erfiðleika verða að gefa sér tíma til að hugleiða og skoða sjálfa sig af einurð og einlægni. Einung- is þannig getum við unnið okkur í gegnum það innra stríð sem við höfum lent í; Venjulegt fólk að kljást við óvenjulegar aðstæður! „Eg á líka góða vini og samheldna fjölskyldu sem hefur hjálpað mér. Það hefur líka verið mér ómetan-. legt að vinna að þessum málefnum sem fræðimaður. Ég hef að undan- förnu haldið námskeið um þetta málefni á vegum Endurmenntun- ardeildar Háskóla íslands ásamt Vilhelm Norðfjörð sálfræðingi og hefur það verið afar fjölsótt. Nú er ég kominn á þann punkt að mér finnst fenjalagið skemmtilegt þó að því sé engan veginn lokið,“ heldur hann áfram. „Mér finnst ég lánsamur. Ekki síst fyrir það að ég eignaðist strákinn minn. Hann hefur kennt mér alveg upp á nýtt merkingu hugtaka eins og ást, þakklæti, auðmýkt, lítillæti og fleira í þeim dúr. Eg veit að það gerir mig að meiri og betri fag- manni.“ Hvernig finnst Andrési ástandið í málefnum fatlaðra hér á landi eftir reynslu sína af því? „Mér sýnist að á alþjóðlegan mælikvarða sé ástandið nokkuð gott. Þótt betur megi ef duga skal. Við erum að ganga í gegnum tíma niðurskurðar þar sem hætta er á að þeir sem minnst mega sín verði frystir úti. Því þurfum við að vera vakandi á verðinum yfir því góða sem við eigum og hlúa að því. Ég tel að það þurfi að koma til meiri fjölskyldunálgun á ferlinu sem foreldrarnir ganga í gegnum. Á hverri barnadeild ættu að vera sérþjálfaðir einstaklingar sem veita foreldrunum sálfræðilega aðstoð til að hjálpa þeifn í gegnum fyrsta áfallið. Slík aðstoð er til staðar í nágrannalöndunum og breytir miklu um hvernig fólki tekst að vinna úr þeim erfiðleikum sem eftir koma, og er því mikill sparnaður þegar til lengri tíma er litið. Að lokum langar mig til að segja þetta: Fötlun er aldrei einkamál þeirra sem verða fyrir henni. Ef samfélagið ákveður að bjarga fyrirburum verður það að taka afleiðingunum og kosta til þess sem þarf því afleiðingin er oft ævilöng, „dýr“ fötlun. Ég sakna umræðu um, hver við teljum vera lágmarkslífsgæði sem hveijum manni ber. Hversu langt á þjóðfé- lagið að ganga til að mæta þeim gæðum? Fyrir mér mælist velferð- arsamfélagið eftir því hvernig við mætum þeim sem minnst mega sín. Nú er verið að draga úr fjárveit- ingum til heibrigðismála. Þá koma upp spurningar eins og hvaða þjón- usta á að vera efst á forgangs- listanum. Ég tel að þegar spurn- ingar sem þessar eru ræddar og teknar eru ákvarðanir megi úrræð- in ekki stjórnast einvörðungu af ákvörðunum stjórnmálamanna heldur verði raddir eins og heim- spekinnar og guðfræðinnar að fá að heyrast. Því inn í þetta mál koma fleiri gildi en læknisfræðileg og peningaleg." Tilbob á vorlaukum stykkiö í lausu GRÓÐURVÖRUR RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT - kjarni málsins! • • Nl FÆRIST FJORISOLINA... Plúsferðir hafa slegið í gegn. Þúsundir Islendinga hafa nú þegar bókaðfar í orlofsferðir okkar. Bjóðum nú þessar ferðir suður í sólina: PLAYA DE PALMA Vegna mikillar eftirspumar höfum við nú útvegað viðbótargistingu og getum enn boðið stúdíó íbúðir á Pil Lari Playa hótelinu VERÐDÆMl: pr. mann IVl/VI 1 vika á tímabilinu 20. maí -15. júlí. Verð miðað við 2fullorðna ( studíó Innifalið: Flug, gisting ogJlugv.skattar. Einnig getum við nú boðið ÍBÚÐAGISTINGU á Pil Lari Playa, fyrir 4, sem ferðast saman. VERÐDÆMJ: r. mann 1 vika á tCmabilinu 20. maí - 15. júlí. Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára saman ( (búð Innifalið: Flug, gisting ogflugv.skattar. pr. mann. 1 vika á íbúðahótelinu Gran Playa. í maí, júníjúlí og september. Verð miðað við 4 í íbúð í 1 viku. 2 fullorðnir og 2 böm 2-11 ára .Innifalið: Flug, gisting ogflugv.skattar. 1 vika á Gran Playa í maí, jún(, júlí og september. Verð miðað við 2 í stúdíó í 1 viku. Innifalið: Flug, gisting og flugv.skattar. pr. mann. Bókið sem fyrst vegna mikillar eftirspurnar. pr. mann. Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára saman ( íbúð. Innifalið: Flug, gisting ogflugv.skattar. pr. mann. 1 vika á Feliz Choro ( ma(,jún( og sept. Verð miðað við 2 fullorðna ( íbúð q Innifalið: Flug, gisting og flugv.skatlar. Farþegar PLÚSferða fljúga eingöngu með Flugleiðum. Beintflug ÞYSKALAND FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 i/ VVI Berlín-Köln-Frankfurt-Miinchen Flugv.skattur innifalinn. Bókað og greitt fyrir l.maí. Gildistími: 15. apríl -15. sept.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.