Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 12
12 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
má til tíðinda telja, að
„detta“ inn á samkomu
rúmlega 60 bandarískra
hermanna í síðari ’heims-
styijöldinni, þar sem þeir eru að
minnast veru sinnar við mjög frum-
stæðar aðstæður á íslandi á árunum
1941 til 1945.,
Velflestum íslendingum er það
ljóst að atburðir síðari heimsstyij-
aldarinnar og sú þróun sem fylgdi
í kjölfar hennar batt endalok á alda-
langa einangrun lands og þjóðar.
ísland komst smám saman í hring-
iðu heimsins.
Þessir atburðir höfðu ekki aðeins
áhrif á þá íslendinga, sem voru
sjónarvottar að því sem gerðist,
heldur festust þeir einnig í minn-
ingu þeirra hermanna, sem sendir
voru frá sínum heimalöndum til að
hernema landið og búast þar til
sóknar og/eða varnar gegn hættu-
legum óvini sem stefndi að heims-
yfirráðum. Þetta voru kornungir
menn; þetta var þeirra fyrsta mann-
dómsraun; þessi sendiför þeirra tii
Sumir bandarísku her-
mennirnir sem tóku við
hernáminu af Bretum
hittast árlega til að
minnast dvalarinnar á
íslandi. Atli Steinars-
son slóst í hópinn og
og fylgdist með sam-
komunni.
gersamlega ókunns staðar, að
þeirra dómi, gat skipt sköpum um
Ííf þeirra.
Þeir voru þá flestir um tvítugt,
jafnvel 18 ára. Þeir eru nú rúmlega
sjötugir þeir yngstu og vel yfir átt-
rætt þeir elstu. Enn muna þeir
braggahverfin sem þeir bjuggu í
rétt utan við Reykjavík, Akureyri,
á ísafirði, Búðareyri við Reyðarijörð
og víðar. Þessar minningar þeirra
eru svo lifandi, að þeir hafa nú hist
á hveiju ári í nær þijá áratugi.
Þeir koma með myndaalbúm og
aðra muni sem þeir eiga frá fyrstu
manndómsárum sínum á íslandi.
Þeir eru saman í þijá daga, eins
og þeir voru í 2-4 ár á íslandi, þar
sem voru engir vegir eins og þeir
þekktu, engin hús handa þeim svo
þeir urðu að búa í köldum bröggum
og næsta fátt við að vera.
Sumir kvæntust á íslandi og urðu
flest þeirra hjónabanda traust og
góð. Island varð þeim gott að því
leyti, að þar var aldrei barist. Þeir
unnu að mannvirkjagerð til að veija
ísland, en þurftu aldrei að skjóta á
andstæðinga og verða manni eða
mönnum að bana. Þannig var Island
þeim gott og þeir eiga ekkert nema
góðar minningar frá þessum tíma,
eins og fram kemur í meðfylgjandi
viðtölum við nokkra þeirra.
Þeir eru vinir íslands!
HÉR eru nokkrir úr „5th Engineer Combat Battaiion" sem tók við hervernd íslands 1941. Frá vinstri
talið: Joe Beddes, Bill Kosky, Ed Clemenson, Warren Harden, Joe Crute, Mesavitz, Podccasci, Harry
Cameron, aðalhvatamaður að endurfundum herdeildarinnar.
Þannig er
stríðið
„ÞAÐ er svo einkennilegt
hvernig þetta er hjá hernum.
Ef þú ert ljósmyndari ertu
gerður að matsveini og
kannski eru matsveinarnir
gerðir að ljósmyndurum,“
sagði Ernie Donadoni, hressi-
legur náungi úr 5. verkfræði-
deildinni.
„Eg var nefnilega Ijós-
myndari þegar ég fór í stríðið
og var sendur til Islands. En
þá var ég látinn í eldhúsið og
gerður að matsveini eða öllu
heldur bakara! Þó hafði ég
aldrei komið nálægt elda-
mennsku, en í hernum verð-
urðu bara að gera eins og þér
er sagt og ekkert múður með
það.
Eg mætti í vinnuna í eld-
húsinu á kvöldin. Yfirkokkur-
inn sýndi mér
hvað ég átti að
gera og hvernig
og svo var ég
skilinn eftir og
reyndi að gera
eins og mér hafði
verið sagt. Þetta
gekk svo sem
ágætlega, en ég
kunni líka að vélrita svo fljót-
lega var ég látinn á skrifstof-
una!
Minningar úr eldhúsinu
Mér er minnisstætt er ég
stóð uppi kalkúnalaus fyrir
þakkargjörðarhátíðina.
Veðrið var alveg hringsjóð-
andi brjálað og skipið sem
kom með kalkúnana gat ekki
lagst að bryggju heldur lá úti
á flóanum! Það varð þó að
gera mönnunum dagamun
svo ég bakaði handa þeim
kleinuhringi. Ég bakaði
hvorki meira né minna en 800
kleinuhringi fyrir þessa
þakkargjörðarhátíð, skreytti
þá og makaði á þá sætum
glassúr!
Þegar svo veðrinu slotaði
eldaði ég sjötíu kalkúna. í
annað sinn bjó égtil risastórt
kirsubeijapæ, það var 24x24
tommur á stærð. En illt var
að sjá hvernig komið var fyr-
ir pæinu næsta morgun. Mat-
reiðslumaðurinn gleymdi að
segjamér að setja kartöflu-
mjöl í fyllinguna, þannig að
hún var alveg lapþunn og
flutu berin í henni, en lokið
á pæinu var sokkið til botns!
Eftir miklar vangaveltur um
hvað gera skyldi veiddum við
berin upp og bárum þau fram
með pæbotninum. Þetta var
auðvitað borðað með beztu
lyst, því annað var ekki að
hafa.
Villt um fyrir óvininum -
innrásin í Noreg
Donadoni var staðsettur á
Búðareyri við Reyðarfjörð.
Sagði hann að á austurströnd-
inni hafi verið reist mörg
mannvirki til þess að villa
Þjóðverjum sýn. Verið var að
reyna að koma þeim í trú um,
að innrásin í Evrópu yrði gerð
í Noreg.
„Okkar menn áttu bágt
með að skilja þesar fram-
kvæmdir," sagði
Ernie. „Þeir urðu
að hafast við í
tjöldum á meðan
þeir byggðu
ágætis hús og
þegar búið var að
reisa nokkur,
voru þeir fluttir
úr stað, urðu að
liýrast áfram í tjöldunum og
byrjuðu á nýjum húsum.
Þannig er stríðið. Okkar er
að framkvæma og hlýða skil-
yrðislaust en ekki að spyrja
hvers vegna.“
Donadoni fékk þó um síðir
að starfa við iðju sína, ljós-
myndun, því frá íslandi fór
hann á vígvöllinn í Evrópu,
þar sem hann myndaði fram-
kvæmdir verkfræðingadeild-
arinnar og ýmsa aðra at-
burði. Síðar átti hann hlut-
deild í útgáfu heimildarbókar
með fjölmörgum myndum um
afdrif og afrek verkfræð-
ingadeildarinnar. í bókinni
voru nöfn allra sem höfðu
verið í herdeildinni.
Þetta varð til þess að farið
var að garfa í því að hafa upp
á sem flestum og síðan 1966
hafa þessir menn hist árlega.
A hverju ári bætast einhverjir
nýir í hópinn, einhverjir, sem
ekki hefur áður tekist að hafa
upp á. En auðvitað heltast
alltaf nokkrir úr lestinni,
þetta eru orðnir rígfullorðnir
menn, margir komnir á ní-
ræðisaldur.
Ljósmyndari
gerður að mat-
sveini en mat-
sveinn látinn
taka myndir!
Hemám íslands
var þeirra eldraun
„Hvar er Pearl Harbonr?“
„ÉG VAR aðeins átján ára
unglingur þegar ég kom til
Islands í september 1941,“
sagði George Tavani. „Ég var
ákaflega mikill unglingur og
þegar ég heyrði um árásina á
Pearl Harbour hafði ég ekki
hugmynd um hvar sá staður
var og spurði: Hvar er Pearl
Harbour?"
Island var algert „Hell
Hole“. Það var í rauninni ekk-
ert þar, varla vegir, engin tré,
það var kalt og þegar það
rigndi rigndi alveg óskaplega.
En verst af öllu fannst mér
að þurfa að borða sauðakjöt.
Kannski hafa kokkarnir ekki
kunnað að matreiða það,“
sagði George. Hann var mætt-
ur á hermannasamkomuna
með konu sinni og dóttur en
þennan dag áttu þau einmitt
45 ára hjúskaparafmæli. Ge-
orge var mjög unglegur, enda
ekki nema 72 ára gamall og
því meðal yngstu manna á
mótinu ef ekki yngstur!
Útivistarmaður
George Tavani dvaldi í
Belvois herskálabúðunum á
Úlfarsfelli í tvö og hálft ár.
Skammt frá búðunum er Iítið
vatn, sem fraus á vetrum. Ge-
org sagði að þá hefði hann og
fleiri félagar hans notað tæki-
færið og farið á skautum á
vatninu. Skammt frá var einn-
ig ylvolg á þar sem þeir gátu
synt. Þá minntist George þess
að hafa farið í útreiðartúra á
litlu íslenzku hestunum. Hann
þvertók fyrir að hafa átt vin-
gott við íslenzkar heimasætur,
sagðist hafa verið allt of feim-
inn og mikill unglingur til
þess.
George syndir
enn, en þar sem
hann býr nú í
Flórída, getur
hann ekki svo auð-
veldlega farið á
skautasvell og hef-
ur því tekið upp
hjólaskauta. Hann
kemur oft í næsta
nágrenni við bú-
stað blm. Mbl. og
var fastmælum
bundið að honum
yrði boðin íslenzk
fiskmáltíð næst
þegar hann færi á
hjólaskautana
sína.
George er af ít-
GEORGE Tavani
var aðeins 18 ára
þegar hann koin til
íslands 1941.
ölskum ættum, var
búsettur í Phila-
delphia er hann
kom til íslands. Nú
er hann seztur í
helgan stein í
Flórída. Hann seg-
ist ekki fá neitt
betra en íslenzkan
fisk, þorsk, sem
hann fær oft á
akveðnum veitinga-
stað í Orlando! Eitt-
hvað hefur hann
kannski lært í dvöl-
inni á íslandi fyrir
fimmtíu árum, í það
minnsta að meta
nýjan oggóðan
fisk.