Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 14
14 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
„VIÐ vorum ekkert spurðir frek-
ar en aðrir hermenn, og okkur
var ekkert sagt. Er samt ekki frá
því að í það hafi verið látið skína
að kannski, aðeins kannski, yrð-
um við sendir til Islands. Við bið-
um bara og þegar þar að kom,
- þá vorum við komnir til Is-
lands.“
Þannig mælti Ed Clemenson,
sem var í 5. herdeild verkfræð-
ingadeildar Bandaríkjahers, sem
kom til íslands í janúar árið 1941.
Bandarísku hermennirnir komu
til íslands til þess að taka við
vörnum landsins af Bretum.
Bandarikjamenn voru ekki orðn-
ir beinir aðilar að styrjöldinni
þegar þetta var, en Roosevelt,
Bandaríkjaforseti, vildi gjarnan
rétta Bretum hjálparhönd og var
honum bent á að með því að taka
við vörnum Islands hjálpaði hann
Bretum sem þurftu á öllum sín-
um liðstyrk að halda í baráttunni
við Hitler, sem þá geisaði af mik-
illi hörku.
Verkfræðideildin vann við
vegaframkvæmdir á Islandi,
byggði herskála vítt og breitt um
landið. Aðalaðsetur deildarinnar
var í herskálahverfi sem var í
grennd við Úlfarsfell og hét
Camp Belvoir, eftir B. Belvoir í
Virginíu þar sem deildin var við
undirbúningsæfingar. Vegna
starfa sinna vítt og breitt um
landið voru félagar úr deildinni
sendir m.a. til Akureyrar, Búðar-
eyrar við Reyðarfjörð, Reykja-
víkur og Keflavíkur er þeir unnu
að undirbúningi að gerð flugvall-
arins.
Árleg samkoma 5.
herdeildarinnar
Þakklátur alla ævi fyrir
að vera sendur til íslands
ED Clemenson og Bill Zion sameinast um nýlega mynd af Búðareyri við Reyðarfjörð, þar sem þeir
störfuðu báðir sem hermenn 1942.
lúkunum vegna þess að nokkrir
liðsforingjar leigðu á neðri hæð-
inni og við vorum hræddar um,
að ef þeir sæju gæti það haft
alvarlegar afleiðingar. En annað
hvort sáu þeir ekki neitt eða létu
í það minnsta sem þeir sæju það
ekki. En þegar síðasti bíllinn var
á leiðinni til okkar, veitti herlög-
reglan honum eftirför og þá
þorðu mennirnir ekki að koma
til okkar, svo síðasta hlassið fór
í sjóinn, eins og hitt allt átti víst
að fara líka. Þetta var það mikið
magn af matvælum að maður
naut þess að deila því með vinum
og ættingjum. Þegar ég kom í
heimsókn til systur minnar á
Akranesi árið 1951 átti hún enn
eftir af súkkulaðinu!" sagði Dúa.
- Varðstu fyrir vonbrigðum
þegar þú kemst til Bandaríkj-
anna?
„Nei, það varð ég ekki. Þegar
ég kom til New York var Ed
kominn þar að taka á móti okk-
ur. Ég kom með dóttur okkar á
herflutningaskipi, þar sem voru
margar aðrar íslenzkar eigin-
konur með börn sín.
Það var auðvitað erfitt lífið í
Bandarikjunum eftir stríðið, en
það var erfitt fyrir alla. Ég held
að ég hafi verið afskaplega hepp-
in, og sömu sögu er að segja um
aðrar konur frá Akranesi, sem
giftust hermönnum,“ sagði Dúa.
Hún býr nú með manni sínum
í Independence i Missouri. Þau
eignuðustaðeins eina dóttur sem
fæddist á íslandi. Hún heitir Nína
Andersen, er gift og á tvö börn
og rekur gjafavöruverslun í
Scandinavian Place í Independ-
ence.
Örlögin höguðu því svo að Ed
Clemenson kvæntist íslenzkri
konu, Dúu, sem heitir fullu nafni
Guðríður Jóna Jónsdóttir, og bjó
í föðurgarði á Akranesi. Blm.
Mbl. hefur verið í sambandi við
Dúu vegna óskyldra mála er hún
sagði frá því í bréfi að heilmarg-
ir liðsmenn 5. herdeildar verk-
fræðingadeilda-
rinnar myndu hittast
á árlegum fundi sín-
um í Flórida ákveðna
helgi í október.
Fannst tíðindamanni
Mbl. tilvalið að taka
hús á fundarmönnu-
ym og hitta að máli
nokkra af þessum
fyrrverandi verndur-
um Islands, fimmtíu
árum eftir að styij-
öldinni lauk.
Þessir bandarísku
hermenn hafa
kannski bjargað ís-
landi og Islendingum
frá þeim skelfilegu
örlögum að lenda
undir hæl nazismans.
íslendingum þykir
áreiðanlega vænt um
að heyra að þessir
menn eiga góðar minningar frá
íslandi ogþrátt fyrir kulda og
vond veður var íslandsdvölin
þeim alls ekki slæm.
GUÐRIÐUR Jóna
Jónsdóttir frá
Akranesi, öðru
nafni Dúa Clemen-
son.
Kynntust á dansleik
„Við Ed kynntumst á balli á
Bárunni á Akranesi,“ sagði Dúa
er við spurðum hana um þeirra
fyrstu fundi. „Það var áreiðan-
lega ást við fyrstu sýn. Ég hef
alltaf haft mjög gaman af því að
dansa og svo var
einnig um Ed. Og við
byrjuðum okkar við-
kynningu með því að
dansa saman. Við
giftum okkur um leið
og Ed fékk leyfi til
þess og við áttum
gullbrúðkaup í fyrra.
Brúðkaupið átti að
fara fram í kyrrþey
en félagar hans
höfðu af því spurnir,
og þegar við komum
út frá prestinum á
Akranesi stóðu þeir í
heiðursfylkingu fyrir
utan prestsbústaðinn
með byssur sínar á
lofti eins og siður er
í bandarískum her-
brúðkaupum. Mér
brá mjög við þessa
sjón, því ég átti alls
ekki von á þessu, sagði Dúa.
Um þetta leyti vann Ed með
félögum sínum úr 5. verkfræð-
ingadeildinni við að byggja her-
skála á landi Kárastaða skammt
fyrir innan Akranes. Um helgar
fengu hermennirnir leyfi til þess
að koma í bæinn og sækja dans-
leiki og þótt það væri kannski
ekki vel séð af öllum almenningi
sóttust hermennirnir eftir því að
dansa við innfæddar meyjar á
Akranesi. Aðrar voru ekki fyrir
hendi.
Bandaríkjastjórn lagði bann
við því að hermenn kvæntust ís-
lenzkum konum og urðu gifting-
ar ekki almennar fyrr en eftir
1944. „Þess vegna fóru svo marg-
ir hermenn heim og skildu eftir
sig brostin hjörtu og föðurlaus
börn,“ sagði Dúa.
Ungu hjónin fengu afnot af
íbúð í félagi við vinkonu Dúu og
hennar mann sem einnig var
bandarískur hermaður og úr
sömu herdeild og Ed. Þau skiptu
á milli sín tveggja herbergja
íbúð, önnur hjónin höfðu svefn-
herbergið og hin stofuna og síð-
an var eldhúsið notað sameigin-
lega. Árekstrar urðu engir. Fólk
á Islandi var vant að búa þröngt
í þá daga. Þegar leið á styrjöld-
ina var 5. verkfræðingadeildinni
skipt og helmingur mannanna
var sendur til Englands og
Þýzkalands. Sá hluti kom þangað
„D-Day plus 20“, eins ogþeir
segja, en það þýðir að þeir komu
þangað 20 dögum eftir að innrás-
in í Normandy hófst og teljast
þannig hafa tekið þátt í henni.
Hinn hluti deildarinnar var eft.ir
á íslandi og var loks sendur heim
til Bandaríkjanna til að taka við
öðrum störfum á vegfum hersins.
Súkkulaði til
margra ára
„A þessum
ámm var mikill
skortur á öllum
sköpuðum hlut-
um, ekki bara á
íslandi heldur um
allan heim,“ sagði
Dúa. Þegar síð-
ustu mennirnir úr
deildinni fóru af
landi brott, gáfu
þeir fyrirskipun
um, að allt sem
skilið yrði eftir skyldi flutt heim
til Dúu og vinkonu hennar. Menn
þeira voru þá báðir farnir til
Bandaríkjanna.
Þær stöllur rak í rogastanz er
fyrsti flutningabíllinn rann í hlað
hlaðinn dýrindis varningi, bæði
matvælum og ýmsu öðru sem þá
var sjaldséð á Islandi. Þarna var
t.d. píanó og þvottavél auk niður-
soðinna matvæla og annars góð-
gætis m.a. kynstur af súkkulaði.
„Við vorum alveg með lifíð í
Þá þurfti ég aldr-
ei að skjóta á
neinn, segir einn
af bandarísku
hermönnunum
sem komu til Is-
lands fyrir meira
en 50 árum
Fær marga íslenzka gesti
Dúa og maður hennar Ed hafa
oft farið í heimsókn til íslands
að hitta vini og ættingja. Þau
taka einnig á móti íslenzkum
gestum opnum örmum. Hafa ís-
lenzkir háskólanemendur sem
stundað hafa nám í Missouri og
Kansas átt góðan
griðastað á heim-
ili þeirra. I mörg
ár hefur Dúa
starfað með litlu
íslendingafélagi í
Kansas City, og
er Nína dóttir
hennar nú vara-
formaður félags-
ins, en Dúa gjald-
keri. Dúa hefur
tekið þátt í undir-
búningi þorra-
blóta og matreitt
hangikjöt og svið
ofan í landa sína.
- Hver finnst þér eftirtektar-
verðust breyting á íslandi síðan
þú fórst þaðan fyrir 51 ári?
„Þar hefur auðvitað mikið ver-
ið byggt og veglega, en mér
finnst samt mesta breytingin
vera hvað tijáræktina varðar.
Mér þykir vænt um að sjá þá
alúð sem lögð hefur verið við það
að græða og fegra landið," sagði
Dúa (Guðríður Jóna Jónsdóttir)
Clemenson.
Herspítalar með tvö þúsund
sjúkrarúm byggðir á Islandi
„ÞAÐ voru byggðir einir fímm
herspítalar á Islandi. Einn þús-
und rúma, einn fimmhundruð
rúma og tveir tvö hundruð og
fimmtiu rúma,“ sagði Lt.Col.
Gene Kline, sem kom til íslands
í september 1941 frá Ft. Belle-
voir i Virginíu og var staðsettur
í Camp Bellevoir á Úlfarsfelli.
— Hvers vegna voru allir þess-
ir spítalar nauðsynlegir á Is-
landi?
„Þeir voru vel útbúnir og áttu
að taka við særðum mönnum úr
innrásinni á meginlandið," sagði
Kline.
Hann sagði að ýmis mannvirki
hefðu verið byggð á íslandi bein-
línis til þess að slá ryki í augu
Þjóðverja. Njósnaflugvélar
þeirra, svokallaðar „pack wol-
ves“, voru skotnar niður af
Bandaríkjamönnum þegar til
þeirra náðist.
„Þetta var áður en Bandaríkja-
menn voru opinberlega komnir í
stríð við Þjóðveija. Þetta var
ekki á allra vitorði, en ég held
að það hljóti að vera í lagi að
segja frá þessu núna,“ sagði
Kline. Flestar flugvélanna voru
skotnar niður yfir hafinu milli
íslands og Noregs, en fyrir kom
að þær voru skotnar niður yfir
landi og sagði Kline að þá hefðu
líkin verið flutt á sjúkrahús til
nánari skoðunar.
„Ég á góðar minningar frá
dvöl minni á Islandi. Við reynd-
um að stytta okkur stundir, fór-
um á dansleiki á Hótel Borg. Þar
léku jafnan góðir hljómlistar-
menn. Ég kynntist
nokkrum íslending-
um, sem voru í bygg-
ingariðnaðinum.
Átti meira að segja
viðskipti við einn
byggingameistara
eftir að styijöldinni
lauk, er sá kom til
Chicago og fyrir-
tækið sem ég vann
hjá seldi honum stál-
mót, sem hann flutti
til íslands. Ég held
að það hafi verið
fyrstu stálmótin sem
notuð voru á íslandi.
Nú er ég bara búinn
að gleyma hvað
þessi maður hét en
mig minnir að nafn-
ið hafi verið Karl Sæmundsson,“
sagði Kline og brosti góðlátlega
er hann minntist
löngu liðinna ára á
köldu og oft blautu
íslandi.
Kline var í hópi
þeirra, sem sendir
voru með herdeild
sinni til Evrópu. Þar
tók hann meðal ann-
ars þátt í frægri brú-
argerð í Maastrict í
Belgíu. Deildinni var
falið að byggja á
aðeins tveimur vik-
um brú, sem þyldi
mesta hugsanlegt
álag.
Allt efni til brúar-
gerðarinnar var að
fá hjá belgískum að-
ilum enallttókstþað
vel og brúarsmíðinni lauk á ell-
efu dögum!
GENE Kline ofursti
var yfirmaður her-
deildarinnar.