Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 D 19
Fræðslu-
miðstöð um
kristna trú
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
OLAF Engsbráten skólastjóri Biblíuskólans á Eyjólfsstöðum og
Fanney Hauksdóttir starfsmaður skólans.
Egilsstöðum - Á Eyjólfsstöðum,
um 10 km frá Egilsstöðum, er
starfræktur biblíuskóli og
fræðslumiðstöð um kristna trú.
Byijað var að byggja skólann
1979 og haldin voru stutt nám-
skeið í háifkláruðu húsnæði í um
10 ár en 1989 var skólinn tekinn
formlega í notkun og hefur starf-
að síðan.
Starfið er rekið af leikmanna-
hreyfingu innan þjóðkirkjunnar
sem nefnist Ungt fólk með hlut-
verk. Sú hreyfing er meðlimur í
alþjóðlegum samtökum, Youth
with a Mission, og byggist,
fræðslustarf skólans á fyrirmynd
frá þessum alþjóðlegu samtök-
um. Starfsmenn skólans eru að
meðaltali 6-8 og eru það bæði
Islendingar og útlendingar sem
koma þá í gegnum alþjóðasam-
tökin til starfa. Skólastjóri Bibi-
íuskólans á Eyjólfsstöðum er 01-
af Engsbráten.
Biblíu- og boðunarstarf
Aðalstarf skólans er námskeið
sem stendur frá hausti og fram
á vor. Það nefnist Biblíu- og boð-
unarnámskeið og inniheldur
fræðslu m.a. um hjálpræðisverk
Jesú Krists, kraft fyrirgefning-
arinnar, kristniboð, bænalífið
o.fl. Kennarar eru bæði íslenskir
og erlendir en á nýloknu nám-
skeiði voru þrír erlendir fyrirles-
arar, þeir Andy Glover og lan
Peters frá YWAM í Skotlandi og
Eyvind Fröen fjölskylduráðgjafi
frá Noregi. Einn liður í nám-
skeiðinu er svokallað boðunar-
tímabil þar sem nemendur fá
þjálfun í boðun fagnaðarerindis-
ins. Þá fara þeir og taka þátt í
safnaðarstarfi í kirkjum, barna-
starfi, heimsóknum í skóla,
barnaheimili og sjúkrahús svo
eitthvað sé nefnt. Ennfremur eru
nemendur með hugleiðingar og
segja frá eigin reynslu af Guði,
svo er leikræn tjáning og söng-
ur. Nýlokið er einu slíku nám-
skeiði hjá skólanum og var m.a.
farið í 3ja vikna boðunarferð til
Færeyja.
Olaf segir námið byggjast á
því að sama efni er kennt eina
viku í senn og fengnir eru sér-
hæfðir kennarar. Nemendur
geta fengið persónulega ráðgjöf
ef þeir óska. Fólki er leiðbeint
með t.d. bænaiðkun og því hjálp-
að að upplifa bænina. Höfð er til
hliðsjónar hugmyndafræði Jesú
þar sem hann kenndi lærisvein-
um sinum og þeir voru með hon-
um og upplifðu. Olaf segir að
þjóðfélagsleg þróun í hinum vest-
ræna heimi hafi gert kristna trú
að bóklegum lærdómi, en mikil-
vægt sé að lærdómurinn og
reynslan fái að haldast í hendur.
Námskeið Biblíuskólans hafa
gagnast fjölmörgu fólki af ýmsu
þjóðerni. Skráning er þegar haf-
in á næsta námskeið sem hefst í
september. Ungt fólk með hlut-
verk tekur þátt í barna- og ungl-
ingastarfi á Egilsstöðum og
margt fólk hefur fengið þjálfun
hjá þeim til þess að starfa í kristi-
legum sumarbúðum. Önnur
starfsemi fer einnig fram á Ey-
jólfsstöðum, s.s. samkomur á
hveijum sunnudegi, haldnar eru
fjölskylduvikur á hverju sumri
og svo eru 3ja daga mót um versl-
unarmannahelgar.
Aðilar að Ferðaþjónustu
bænda og Héraðsskógum
Biblíuskólinn rekur gistiþjón-
ustu á sumrin og er aðili að sam-
tökum Ferðaþjónustu bænda.
Skólinn hefur góða aðstöðu og
getur vel tekið á móti hópum.
Ennfremur er skólinn aðili að
Héraðsskógum og rækta starfs-
menn skóg i landi skólans en
landið er stórt og af nógu að
taka.
JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS - OPIÐ HUS!
Verið velkomin í ókeypis Kripalújóga, umbreytingardans
og á námskeiðskynningar
laugardaginn 13. apríl
Jógatímar: Kl. 7,30,10.30,14.30 og 16.00. Umbreytingardans: Kl. 9.00,13.00 og 17.00.
Kynningar: Kl. 12.00 Ölduvinna, vinna með tilfinningar.
Kl. 13.00 Grunnnámskeið og Bikramjóga.
Kl. 14.00 Listin að lifa í gleði og heilbrigði.
Listin að lifa í gleði og heilbrigði
18. apríl-6. júní, fim. kl. 20-22.
Námskeið um þig og lífið, samskipti, streitu, slökun
mataræði, leik og gleði, líkamann og hugleiðslu.
Leiðbeinandi: Nanna Mjöll Atladóttir.
Helgarnámskeið með Dayashakti
(Söndru Scherer) 10.-12. maí.
Undir öruggri handleiðslu Dayashakti lærum við að
vinna úr tilfinningum og að upplifa lífið til fulls.
Næstu grunnnámskeið: 30. aprll-16. maí þri./fim.
kl. 20-22 og 6.-22. maí mán./mið. kl. 20-22.
Tilboð á 3ja mán. kortum kr. 9.000 og
4ra mán.kortum kr. 11.000 til 15. maí.
JÓGASTÖÐItS
HEIMSLJOS
Ármúla, 2. haeð
Sími 588 4200 kl. 1 5
Næstu námskeið:
Grunnnámskeið 15. apríl-1. maí T sjSJ
mán./mið. kl. 20-22.
Undirstöðuæfingar Kripalújóga, öndun og slökun. Él''5! M
Leiðbeinandi: Áslaug Höskuldsdóttir.
Vellíðunarnámskeið 16.-26. apríi. jUi
Þrið./fim. kl. 20-22.
Vöðvabólga, höfuðverkir og orkuleysi.
Kanntu að lesa úr skilaboðum líkamans?
Leiðbeinandi: Kristín Norland.
17
Pósthólf:
Heimilisfang:.
lystaukandi
glös
fyrir lítið?
Þú kaupir uppáhaldstegundirnar þínar
af ljúffengu Göteborgs-kexi,
sendir Qj strikamerki af þeim ásamt
399 krónum - og glasið er þitt.
Þú getur valið úr fjölmörgum gerðum af
Ritzenhoff glösum með myndskreytingum
eftir heimsfræga listamenn þ.á.m. Erró.
Fáðu þér bækling í næstu matvöruverslun.
Njóttu vel!
Sendist til: GÖTEBOGRS-KEX, Pósthólf 4132, 124 Reykjavík
Ég sendi hcr með 6 strikamerki og 399 krónur.
Innan 3ja vikna fæ ég sent kort frá Casa jiar sem mér verður boðið að koma
í verslunina og velja mér glas, eða að láta senda mér, að kostnaðarlausu.