Morgunblaðið - 04.04.1996, Page 22

Morgunblaðið - 04.04.1996, Page 22
22 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Við höfum einnig kannað hjá fyrirtækjum, sem stofnað hafa til nýrrar starfsemi hér eða aukið starfsemi sína frá því sem áður var, hvers vegna þau tóku þær ákvarðanir. Öll nefna þau sem eina af ástæðunum gæði vinnuafls og hreyfanleika. Allt frá árinu 1990 hefa slík atriði verið ráðandi í ákvörðunum erlendra fjárfesta, sem hingað hafa komið.“ Markviss markaðssetning „Hvernig náið þið hjá WDA sam- bandi við erlenda fjárfesta? Leitið þið þá uppi, eða leita þeir ykkur uppi? „Bæði og. Við höfum starfsmenn og skrifstofur erlendis. í Japan, víða í Austurlöndum fjær, í Ameríku og á meginlandi Evrópu. Starfsfólk okkar leitar sérstaklega uppi fyrir- tæki, sem áhuga hafa á að flytja starfsemi sína til Evrópu eða opna þar útibú og gætu haft áhuga á að hasla sér völl í Wales. Þar berjum við_ að dyrum. í öðru lagi rekum við markvissar auglýsinga- og söluherferðir. Við auglýsum m.a. í tímaritum nokk- urra flugfélaga þannig að fulltrúar fyrirtækja, sem ferðast mikið, geti kynnt sér starfsemi okkar á flug- leiðum sínum. Þá auglýsum við einnig talsvert í fagtímaritum í Jap- an, Ameríku, Asíulöndum og víðar og þá alltaf á máli heimamanna. Þessar auglýsingar bera talsverðan árangur þannig að ýmsir leita til okkar um frekari upplýsingar fyrir tilstuðlan þeirra. Svo ég snúi aftur að fyrst talda þættinum, markaðssetningu með beinum samskiptum við aðila, þá gengur okkar fólk ekki um og ber að dyrum í blindni. Við veljum úr. Hér í Wales höfum við t.d. haft mikinn áhuga á að ná til okkar fyrirtækjum í bifreiðaiðnaði. Bif- reiðar eru samsettar úr aðföngum, sem koma mjög víða frá. Við höfum því ef svo má segja klofið fram- leiðsluferli bifreiða niður í einingar. Miðað við staðsetningu slíkrar framleiðslu einhvers staðar í Wales höfum við upplýsingar um hvaða bifreiðahluti er hægt að fá fram- leidda á staðnum, hvaða hluti hægt er að sækja innan 200 mílna ijar- lægðar, hvaða hluti má fá keypta eða búna til innan 500 mílna fjar- lægðar o.s.frv. og þá t.d. í sam- vinnu margra smárra fyrirtækja, sem fyrir eru. Þá hluti, sem þarf að fá að um lengri leið, getum við ekki framleitt eða útvegað á sam- keppnishæfu verði á við framleiðslu Asíulanda. Við einbeitum okkur því að hlutum til bílaframleiðsiu, sem hægt er að framleiða eða fá keypta innan 500 mílna íjarlægðar frá hugsanlegri staðsetningu bflaparta- verksmiðju í Wales. Síðan leitum við uppi hina stóru framleiðendur í bílaiðnaðinum í heiminum og skoð- um þá. Hverjir þeirra hafa enga framleiðslu í Wales, Stórá-Bretlandi eða í Evrópu? Um það bil 80 slík stórfyrirtæki, sem nú framleiða eða gætu framleitt hluti fyrir samsetn- ingarverksmiðjur t.d. General Mot- ors eða Toyota, háfa enga fram- leiðslu í Evrópu. Þessi 80 fyrirtæki tökum við til sérstakrar skoðunar, fulltrúar okkar berja þar að ðyrum og kynna fyrir stjórnendum þeirra þá kosti, sem Wales hefur upp á að bjóða vilji þeir halda innreið sína á evrópskan markað. Erindrekar okkar koma vel undirbúnir til slíkra kynningarfunda og kynningin ber iðulega árangur.“ Mestar fjárfestingar í bifreiða- og rafeindaiðnaði „Hvaða fjárfestingakostir eru vinsælastir hjá erlendum fjárfest- um, sem velja Wales sem athafna- svæði?“ „Um 90% af beinum, erlendum fjárfestingum hafa átt sér stað í framleiðsluiðnaði. Þar er tvennt einkum áberandi. Annars vegar er- lendar fjárfestingar í bifreiðaiðnaði, þ.e. í framleiðslu hluta í bíla, sem fara til samsetningar annars stað- ar. Hins vegar er það tölvu- og rafeindaiðnaður. Um 40% af allri erlendri fjárfestingu í Wales er í sambandi við þann iðnað. Tölvu- og rafeindaiðnaðurinn hér í Wales er bundinn við lokastig framleiðslunnar, þ.e. framleiðslu á tækjum beint til notenda. Við framleiðum ekki örgjörva hér eða önnur aðföng heldur sjáum um samsetninguna sjálfa. Hér í Wales eru framleidd videotæki, hljóm- flutningstæki, útvörp, tölvur og slík tæki undir heimsþekktum merkjum svo sem Sony, Panasonic og Hitachi en hér á sér ekki stað nein framleiðsla á tölvukubbum, örgjörvum, smárásum eða öðrum slíkum hlutum. Við vildum gjarna geta komist inn í þess háttar fram- leiðslu, en það er miklum erfiðleik- um háð. Samkeppnin er þar feiki- mikil og erfitt að btjóta sér braut þangað inn. Um 30% af erlendri fjárfestingu í Wales eru svo í bílaiðnaðinum. Engir bílar eru þó framleiddir hér, þ.e.a.s. samsetningin fer annars staðar fram. í Wales eru hins vegar framleidd ýmis aðföng fyrir sam- setningaverksmiðjurnar, eins og áður sagði. Stærstur hluti hins erlenda fjár- magns kemur frá Bandaríkjunum, eða um 45%. Frá meginlandinu koma um 18% og afgangurinn víða annars staðar frá.“ MARKAÐSSKRIFSTOFAN, WDA, hefur aðalskrifstofur sínar í þessari byggingu í miðborg Cardiff. Stofnunin hefur til umráða þriðjung byggingarinnar. ÖFUGT við það, sem margir gætu haldið, er Cardiff nýtískuleg borg. Miðborgin er sérlega aðlað- andi, mikið um göngugötur, húsin ekki háreist en flest nýuppgerð og vel við haldið. Víðáttumik- ið, gamalt borgarvirki setur svip sinn á miðborgina. Innan virkisveggjanna er oft mikið mannlíf. Breytingar í aðsigi „Eftir hvaða erlendri fjárfestingu sækist þið helst?“ „Við höfum verið á höttunum eftir íjárfestingu til framleiðslu á hátæknivarningi, einkum á sviði bílaframleiðslu og í rafeindaiðnaði. Það hefur borið ágætan árangur. Nú viljum við hins vegar víkka svið- ið og höfum beint athyglinni að stuðningsgreinum við sjálfan fram- leiðsluiðnaðinn svo sem á sviði fjar- skipta og símaþjónustu, hönnunar, trygginga, fjármögnunar, lögfræði- þjónustu o.s.frv. Við töldum upphaflega, að slík starfsemi myndi fylgja sjálfkrafa í kjölfar eflingar framleiðsluiðn- aðarins, en svo hefur ekki orðið. Þrátt fyrir það, að okkur hefur gengið vonum framar að efla grunnframleiðsluna sjálfa hefur þjónustuiðnaðurinn við hana ekki vaxið að sama skapi. Iðnaðarupp- bygging hér hefur t.d. orðið tvisvar sinnum meiri, en í Stóra-Bretlandi og frá 1990 hefur rafeindaiðnaður hér aukist um 50%. Samt hefur þjónustustarfsemi við þessa grunn- framleiðslu lítið vaxið. Það kom okkur á óvart. Þess vegna erum við nú að skoða hvert stórfyrirtæki, sem starfar hér eins og t.d. Sony og önnur al- þjóðleg fyrirtæki, sækja þessa þjónustu. Hvaðan kaupa þau hana, hvert leita þau eftir hönnun, lög- fræðiráðgjöf, bankaviðskiptum, síma- og fjarskiptaþjónustu o.s.frv.? Þetta skiptir miklu máli ekki síst vegna þess, að þessar stuðnings- og þjónustugreinar eru mjög mannaflsfrekar og þar eru yfirleitt borguð há laun. Okkur hefur ekki enn tekist að ná til okk- ar umtalsverðri starfsemi af þess- um toga en við erum að vinna að því. Það er í senn erfitt og krefj- andi viðfangsefni.“ 300 markaðsskrifstofur í Evrópu „Hvað telur þú að gera þurfi til þess að auka erlendar fjárfestingar í Wales í framtíðinni?" „Við verðum að auka samkeppn: ishæfni okkar og markaðssókn. í upphafi áttunda áratugarins voru t.d. aðeins þijár markaðsskrifstofur á borð við okkar í allri Evrópu. Nú eru þær 300 og allar á höttunum eftir að auka ljárfestingar í sínum heimalöndum. Samkeppnin er því mikil og fer vaxandi. I öðru lagi er stöðugt minna um það, að alþjóðleg stórfyrirtæki reisi ný fyrirtæki frá grunni (greenfield site investments). Þessi fyrirtæki, sem áður komu og byggðu nýjar verksmiðjur, eru nú að leita eftir samstarfsverkefnum, samruna við eldri fyrirtæki o.s.frv. Líftími nýrr- ar framleiðsluvöru er stöðugt að styttast, ekki síst í rafeindaiðnað- inum, þannig að mikil fjárhagsleg áhætta er tengd sérhverri nýrri framleiðslu. Stórfyrirtækin fara sér því hægt í að reisa nýjar verk- smiðjur um þessar mundir og því meiri ástæða er til þess fyrir okkur að leggja áherslu á uppbyggingu þjónustu- og stuðningsgreina við framleiðsluiðnaðinn fremur en að reyna að fá fleiri og stærri nýjar verksmiðjur eins og við gerðum áður.“ t Jákvæð viðhorf hjá almenningi „Hver eru viðhorf almennings í Wales til erlendrar fjárfestingar?" „Þau eru mjög jákvæð. Fólki hef- ur skilist, að erlend fyrirtæki hafa margt að bjóða bæði fólki og fyrir- tækjum í Wales. Erlendu fýrirtækin flytja með sér nýja tækniþekkingu og nýja verkkunnáttu. Þau vinna í samstarfi við heimaaðila og fram- leiðendur til þess að bæta framleiðsl- una, bæta skipulag, auka framleiðni og framleiðslu. Áhrif fjölþjóðafyrir- tækjanna á heimafyrirtækin eru mjög áberandi og allur almenningur gerir sér grein fyrir því, að þau hafa einnig mjög jákvæð áhrif á efnahagslífið. Hér gætir ekki Jengur neins ótta um, að útlendingarnir séu að taka völdin. Ef tekið er t.d. dæmi af Sony, sem kom hingað árið 1974, þá hefur starfsemi Sony hér tólffald- ast á árunum, sem liðið hafa síðan, þannig að öllum má ljóst vera að ágóðanum, sem Sony hefur haft hér, hefur verið ráðstafað til fjárfest- inga og til fjölgunar atvinnutæki- færa í Wales.“ Opinberir styrkir til nýrra fyrirtækja „Hvaða opinberir styrkir bjóðast fyrirtækjum, sem setjast að í Wal- es?“ „Þau fá ekki meiri fyrirgreiðslu hér, en á öðrum sambærilegum stöðum í Stóra-Bretlandi. Landinu er skipt upp í svonefnd ljós-græn svæði og dökk-græn svæði, svoköll- uð þróunarsvæði, auk hvíts svæðis. Nýtt fyrirtæki, sem haslar sér völl á dökk-grænu svæði, fær fjárstuðn- ing frá ríkisstjórninni, stofnstyrk, sem getur numið u.þ.b. 10 þús. enskum pundum á starfsmann. Nýtt fyrirtæki á ljós-grænu svæði getur fengið allt að 5 þús. punda stofnstyrk en það fer þó nokkuð eftir því hvers konar fyrirtæki um er að ræða. Nýtt fyrirtæki, sem hefur starfsemi á hvítu svæði, fær ekkert. Þetta er hin almenna regla. Hér hjá WDA bjóðum við hins vegar hugsanlegum fjárfestum „pakkalausn" við þeirra hæfi þar sem m.a. er boðið upp á aðlaðandi og vel skipulögð athafnasvæði og lóðir undir atvinnureksturinn, þjálf- unaráætlanir fyrir starfsfólk í sam- vinnu við verslunarráð og iðn- fræðsluráð svo nokkuð sé nefnt. Við bjóðum þeim ekki bara upp á stofnstyrkinn frá ríkisstjórninni heldur heildarlausn, sem útlending- um þykir mjög aðlaðandi.“ Möguleikar Islands - öflugur einkarekstur og óhindrað markaðsaðgengi að ESB Að lokum spurði ég Brian Morg- an um hvað hann héldi að ísland gæti gert til þess að auka erlenda fjárfestingu í atvinnulífi lands- manna. Brian Morgan vildi ekki tjá sig mikið um það efni, enda sagðist hann ekki þekkja nægilega vel til efnahags- og stjórnmála á íslandi. „Eg get þó sagt,“ sagði Brian Morgan, „að landið hefur haft orð á sér fyrir óstöðugt efnahagslíf og mikla verðbólgu. Þó mikill árangur hafi náðst til þess að auka stöðug- leika og lækka verðbólgu á undan- förnum árum á íslandi, tekur samt nokkurn tíma að breyta þeirri ímynd. Ef ykkur tekst að varðveita stöðugleika og lága verðbólgu áfram mun það þó gerast. I öðru lagi er líklegt, að íslending- ar, eins og aðrar Norðurlandaþjóðir, hafi varasamt viðhorf til hlutverks hins opinbera. Fólk í þessum löndum hefur gjarna haldið, að ríkisvaldið geti eytt stöðugt meiri fjármunum í velferðarkerfið og gert alit fyrir alla; séð öllum fyrir vaxandi gæðum. En einhver verðui' að borga brús- ann. Það er ekki hægt að gera nema atvinnulífíð rísi undir því. Fjármunir verða ekki skapaðir af engu. Ef við lítum til þess, sem gerst hefur hér í Wales til dæmis, þá háttaði svo til í upphafi áttunda áratugarins, að meirihluti vinnu- aflsins var í störfum fyrir hið opin- bera. í opinberri þjónustu, í ríkis- reknum kolanámum, í ríkisreknum stáliðjuverum, í ríkisreknu heil- brigðiskerfi o.s.frv. Á aðeins fimmt- án árum hefur gerbreyting orðið á. Nú er mikill meirihluti fólks starf- andi hjá fyrirtækjum í einkageiran- um. Þessi breyting hefur styrkt atvinnulíf okkar. Traust atvinnu- starfsemi einkaaðila án aðildar rík- isins eða sveitarfélaga er mikils virði í augum eriendra fjárfesta því það ber vitni um sterkt atvinnulíf, sem stendur á eigin fótum. Erlendir íjárfestar eru mjög kröfuharðir um efnahagslegt um- hverfi í þeim ríkjum þar sem þeir setjast að. Þeir vilja sjá sterka, fijálsa atvinnustarfsemi og öflugt einkarekið atvinnulíf með smærri fyrirtækjum, sem geta séð þeim fyr- ir aðföngum. Ef þú getur ekki boðið upp á lífvænlegt umhverfí einka- rekstrar færðu slíka fjárfesta ekki til þín. Sannfærist íslendingar ekki um, að öflugur einkarekstur í at- vinnulífinu sé ákjósanlegur er ekki líklegt að þeim auðnist að fá mikið af erlendu fjármagni til landsins. Að lokum má ekki gleyma mikil- vægi markaðarins,“ sagði Brian Morgan. „Hin mikla atvinnuupp- bygging, sem orðið hefur hér í Wales, hefði aldrei orðið ef við hefð- um ekki getað boðið upp á ótak-. markaðan aðgang að markaði Evr- ópusambandsins. Lítil þjóð, sem ekki hefur á boðstólum hindrunar- laust aðgengi að slíkum markaði fyrir alla framleiðslu sína, á ekki margra kosta völ.“ Höfundur stundaði framhaldsnám íhagfræði við Háskólann í Cardiff 1994-1995 og lauk mastcrsprófi þaðan í alþjóðahagfræði og alþjóð- afjármálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.