Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL1996 D 23 Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir EFTIRLITSSTOÐ fyrir gervihnattasambönd sem sett hefur verið upp í Eiðahreppi. Bílgreinasambandið Aðalfundur BGS verður haldinn á Hótel Sögu, 2. hæð, laugardaginn 20. apríl nk. ráðstefnusölum. Kl. 09.15-10.45 Sérgreinafundir. Kl. I 1.00—12.15 Aðalfundur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kl. 12.15 Hádegisverður - Hádegisverðarerindi. Stjórn BGS. Eftirlits- stöðfyrir gervihnatta- sambönd Egilsstöðum -1 landi Snjóholts í Eiðahreppi hefur verið komið upp eftirlitsstöð fyrir gervihnetti og er stöðin ein af fjórum sem nýlokið er að byggja upp í heiminum. Stöð- in er byggð á fjarskiptakerfi sem nefnist IRIDIUM og er það fjár- magnað af alþjóðlegum fjarskipta- og iðnfyrirtækum. Aðalverktaki framkvæmdanna við að koma eftirlitsstöðunum upp er gervi- hnattasambandadeild MOTO- ROLA í Bandaríkjunum. Þessu kerfi er ætlað að flytja símtöl, gagnasendingar, faxsend- ingar og boðkerfasendingar hvert sem er hér á jörðu og hvenær sem er. Til þess að kerfið geti starfað þarf að skjóta upp gervihnöttum en áætlað er að fyrir lok ársins 1998 verði búið að skjóta upp 66 hnöttum auk 6 varahnatta sem geymdir verða „afsíðis“ og verða teknir í notkun ef aðrir bila. Gervi- hnöttum þessum er skotið upp frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Þessum eftirlitsstöðvum er ætlað að koma hnöttunum á ákveðnar brautir og halda þeim þar en svo verða annars konar stöðvar sem sjá um að koma um- beðnum samböndum á milli við- skiptamanna, þá flytja hnettirnir boðin sjálfvirkt á milli sín, að þeim hnetti sem á því augnabliki er næstur þeim stað sem beðið er um að komast í samband við. Ef sam- bandið varir lengi, skilar hnöttur- inn því þegar hann fjarlægist, til þess næsta sem nálgast. Hringferð hnattanna um jörðu tekur rúmlega 100 mínútur. Hnettirnir eru í 780 km hæð og er áætlaður endingar- tími þeirra 5-8 ár. Gert er ráð fyrir að í lok ársins 2000 verði notendur GSM-síma orðnir um 142 milljónir og notend- ur boðtækja um 147 milljónir. Út- reikningar IRIDIUM byggjast á því að þá muni þeir sinna um 650 þúsund símnotendum og um 350 þúsund boðtækjanotendum. GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR KR. 4.7S0 MÖRKINNI 3 • SlMI S88 0640 Skoda Felicia 1300 - 5 dyra FRAMTÍDIN BYCCIST A HEFDINNI Það er ekkert sem mælir gegn því að þú kaupir Skoda í dag. 849.000 kr. fyrír þýsk gæði í glæsilegum fólksbíl Skoda stenst evrópskum og japönskum bílum fyllilega snúninginn þegar þú leitar að vönduðum fjölskyldubíl, en verðið er ennþá jafn ótrúlega lágt. Skoda Felicia hefur slegið rækilega í gegn á íslandi sem annars staðar og seldist þrisvar sinnum upp hjá okkur á síðasta ári. Skoda er nú í meirihlutaeign Volkswagen samsteypunnar og það sést á gæðum bílsins. í árekstursprófunum sem framkvæmdar voru í Þýskalapdi nýlega var Skoda Felicia í einu af efstu sætunum og telst með öruggustu bílum sem framleiddir eru í þessum stærðarflokki. Skoda Felicia er með styrktarbita í hliðarhurðum, höfuðpúðar í fram- og aftursætum, barnalæsingar í afturhurðum, öryggisstýrisstöng og hæðarstillanleg öryggisbelti. Tryggðu þér nýjan fjölskyIdubíl núna. Þýsk gæði á ótrúlega lá Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600 |u verði. a Aukabúnafiur é mynd: Alfelgur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.