Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 D 27
PÁSKAMYNDIR
hennar er Tævaninn Ang Lee
(Brúðkaupsveislan).
Hann hafði ekki lesið verk Aust-
en þegar hann samþykkti að leik-
stýra myndinni en fannst ekki geta
verið mikill munur á ástarmálum
bresku efristéttarinnar á Bretlandi
á nítjándu öld og þeim tævönsku
ástai-flækjum sem hann hafði feng-
ist við fram að þessu. Austen var
ekki mikið fyrir kossaflens en
Emma Thompson var ekki á því
að sleppa mótleikara sínum, Hugh
Grant, án þess að fá tækifæri til
að kyssa hann loksins; þau hafa
leikið saman í nokkrum myndum
án þess slíkar kringumstæður
sköpuðust. „Ég hef leikið í þremur
bíómyndum á móti Hugh Grant og
ég ætla ijandakornið ekki að leika
í einni enn án þess að kyssa hann,“
var haft eftir Émmu. Kossinn varð
aldrei að veruleika. Önnur páska-
mynd Stjörnubíós er nýja íslenska
kvikmyndin Draumadísir eftir Ás-
dísi Thoroddsen.
Páskamynd Regnbogans er önn-
ur Travoltamynd en fjarska ólík
Náið þeim stutta. Hún er spennu-
tryllir sem heitir Brotin ör og er
einnig sýnd í Háskólabíói en Trav-
olta fer með hlutverk flugmanns í
bandaríska flughernum sem stelur
myndum. Hann gerði áður „Hard
Target“, eina af skárri myndum
belgíska buffsins Jean-Claude van
Damme, og Brotin ör þykir stað-
festing á því að hann eigi hvergi
betur heima en í Hollywood. Önnur
páskamynd Regnbogans er óskars-
verðlaunamyndin Á förum frá Veg-
as með nýkrýndum óskarsverð-
launahafa Nicolas Cage í aðalhlut-
verki.
Gamanmyndin Heim í fríið er
önnur myndin sem Jodie Foster
framleiðir og leikstýrir. Hún er
páskamynd Háskólabíós og segir
af sérkennilegri fjölskyldu sem hitt-
ist um þakkargjörðarhátíðina. Með
aðalhlutverkið fer Holly Hunter en
aðrir leikarar eru m.a. Robert
Downey, Anne Bancroft og Charles
Durning. „Eins og aðrar myndir
mínar fjallar þessi um fólk sem
reynir í örvæntingu að tengjast til-
finningaböndum,“ er haft eftir
Jodie Foster. Og seinna segir hún:
„Að tilheyra Ijölskyldu er svolítið
eins og að lokast inni í lyftu með
fólki sem þú átt ekkert sameigin-
legt með.“ Ekki er nóg með að
Hunter skelfist tilhugsunina um að
eyða nokkrum dögum í faðmi íjöl-
skyldunnar, skömmu áður en hún
flýgur á vit sinna nánustu er hún
BROTIN ör; Christian Slater og Samantha Mathis.
kjarnorkusprengju og ógnar með
henni heimsfriðnum. Hann er
sumsé óbermi myndarinnar, sem
er tilbreyting fyrir hann og áhorf-
endur. Christian Slater leikur fé-
laga hans sem sendur er til að tak-
ast á við hann ásamt aðstoðar-
konu, sem Samantha Mathis leik-
ur. Leikstjóri er hasarmyndajöfur-
inn John Woo, en hann er að hasla
sér völl sem einn af efnilegri hasar-
myndaleikstjórum í draumaverk-
smiðjunni.
Woo hefur um árabil verið
fremsti hasarmyndahöfundur hins
skrautlega kvikmyndaiðnaðar í
Hong Kong en er að mjaka sér inn
á stærri markaði með bandarískum
rekin úr vinnunni og hún fær að
vita að 16 ára dóttir hennar hyggst
missa meydóminn þessa sömu
helgi.
Það var ekkert smámál að kvik-
mynda hátíðarkvöldverðinn með
hinum hefðbundna kalkún í aðal-
rétt. Tökudagarnir urðu tíu, 64
kalkúnar voru steiktir, stöppuð
voru tíu kíló af kartöflumús, 17
kíló af fyllingu þurfti í kalkúnana,
44 eplakökur voru bakaðar og 200
lítrar af djús voru notaðir til að líkja
eftir víni svo eitthvað sé nefnt.
Aðrar páskamyndir Háskólabíós
eru framtíðartryllirinn Skrýtnir
dagar og óskarsverðlaunamyndin
Dauðamaður nálgast.
CHARLES
DURNING
DYLAN
McDERMOT
A | O D 1 E F O S T E R F I I. M
'HOME
FORTffE ilOLIDAYS
GERALDINE
CHAPLIN
CYNTHIA
STEVENSON
HOLLY
HUNTER
ROBERT
DOWNEYJR.
ANNE
BANCROFT
PÁSKAMYND HÁSKÓLABÍÓS
Tryggðu þér
veiðileyfin
tímanlega
SVFR selur veiðileyfi á eftirfarandi
svæðum, meðal annarra:
SOGIÐ:
Er víðfrægur stórlaxastaður og oft hafa
verðlaunalaxar SVFR veiðst þar. Frábær ný
veiðihús með sturtu og góðri aðstöðu fyrir
fjölskyldur í ódýrri veiði. Tveggja manna
herbergi fylgir hverri stöng.
Eigum lausar stangir á víð og dreif á öllum
svæðum frá 16. júní-25. septefnber.
BÍLDSFELL
Stórt og skemmtilegt þriggja stanga svæði.
Flelstu veiðisvæði steinsnar frá vel búnu
veiðihúsi.
Verð á stöng frá kr. 2.900 til 9.900.
ALVIÐRA
Auðvelt yfirferðar og skemmtilegt þriggja
stanga svæði. Notalegt hús.
Verð á stöng frá 3.900 til 13.300.
ÁSGARÐUR
Stórt veiðihús með gufubaði og nógu
gistiplássi fyrir fjölskyldur eða hópa. Þrjár
stangir. Verð á stöng frá 5.800 til 10.900.
SYÐRI BRÚ
Einnar stangar svæði. Lítið gashitað hús.
Verð á stöng frá 7.900 til 9.900.
SILUNGS- OG ÓDÝRARI LEYFI
Snæfoksstaöir - stórlaxavon. 3 stangir.
Verð frá 3.700.
Laugarbakkar - lítið og þægilegt. 2 stangir.
Verð frá I.IOO.
Sog, silungasvæði - bleikja og silungur.
Verð frá 1.800.
Norðurá, Flóðatangi. Gott hús, ódýrt.
Verð frá 2.200.
NQRÐURAI
Fengsælasta veiðiá landsins síðastliðin þrjú ár. Frábær aðstaða,
öll þjónusta á staðnum auk gufubaðs. Eigum lausar stangir i
júlílok, ágúst og september. Verð frá kr. 9.800 i september.
NORÐURÁ II
Nýtt gott veiðihús í landi Hvamms. Eigum lausar stangir á mjög
góðum tíma í júní og einnig í ágúst. Verð frá 11.800 til 17.600.
STORA LAXA III OG IV
Svæði III er lítið tveggja stanga svæði, sem er auðvelt yfirferðar.
Verð á stöng er frá 7.800 til 9.800. Svæði IV er 4-5 stanga svæði.
Verð á stöng er frá 6.800 til 8.800. Báðum svaeðunum fylgja mjög
góð veiðihús með heitum pottum.
TUNGUFLJÖT
Sjóbirtingur - lax - bleikja. Ágætis veiðihús, gaskynt og lýst.
Fjölbreyttir veiðistaðir. Eigum lausar stangir i ágúst.
Verð á stöng frá 3.800 til 7.400.
VATNAVEIÐI
Hítarvatn á Mýrunum og Langavatn í Borgarfirði - á báðum
stöðum er húsnæði og hreinlætisaðstaða fyrir hendi og góð
aðstaða fyrir hópa. Seljum einnig leyfi í Hlíðarvatn,
Djúpavatn og Kleifarvatn.
Allar upplýsingar eru gefnar á skrifstofu SVFR á Háaleitisbraut 68,
í síma 568 6050, á faxi 553 2060 eða tölvupósti: SVFR@ITN.IS
SVFR