Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 36
36 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Er sameining hátækni- sjúkrahúsa æskileg? MORGUNBLAÐIÐ hefur í Reykjavíkurbréfi og tvisvar í leiðurum sínum fjallað um sam- runa sjúkrahúsanna í Reykjavík og talið tímabært að heilbrigðis- ráðherra beiti sér fyrir könnun á kostum og göllum slíkrar samein- ingar. Blaðið vitnar til skrifa Sig- . urðar Guðmundssonar læknis á Landspítalanum (Lsp.) sem birtust í Mbl. í ársbyijun. Hann ásamt fleirum, sem einkum tengjast Lsp., telja sameiningu Lsp. og Sjúkra- húss Reykjavíkur (SR) vænlegan kost frá faglegu og rekstrarlegu sjónarmiði. Vitnað er til nokkurra ára gamallar skýrslu ráðgjafafyr- irtækisins Ernst & Young. Vert er að rifja upp að stjórn Ríkisspít- ala (Rsp.) fékk að eigin frum- kvæði umrætt fyrirtæki til ráð- gjafar um innra skipulag Rsp. og var það heilbrigðisyfirvöldum með öllu óviðkomandi. Forsendur ráð- gjafanna byggðu á hagsmunum og sjón- armiðum Rsp. I skýrslunni segir, að í henni komi fram skoð- anir stjórnar, læknis- menntaðra sérfræð- inga og starfsmanna Ríkisspítalanna varð- andi almenna stefnu sem þróast hefur og væntingar hvað snert- ir stefnumótun spítal- ans til langs tíma. Engra upplýsinga var aflað frá heilbrigðisyf- irvöldum né sjónar- miða frá öðrum en Rsp. Skýrsla ráðgjafanna er því varla meira en fundargerð þeirra með stjórn og starfsmönnum Rsp. enda algjörlega hafnað af heil- brigðisráðuneytinu á sínum tíma. Helstu rök fyrir sameiningu stóru sjúkrahúsanna eru þau'að með hlið- sjón af Ijárhagslegum og faglegum sjónar- miðum sé ekki æski- legt að dreifa mjög tæknivæddri, óal- gengri og mjög sér- hæfðri heilbrigðis- þjónustu. Taka má undir þetta, en hafa verður í huga, að mik- il og á margan hátt rökrétt verkaskipting hefur þróast milli spít- alanna í Reykjavík. Nánast öll sérhæfð- asta læknismeðferðin er nú þegar á einum stað í hveiju tilviki. Þannig hafa Lsp. og Bsp. þróast sem „parsjúkrahús“ en það er hugtak sem menn víða um heim festa vonir við til lausnar fjárhags- vanda sjúkrahúsa. Þróun hér hefur Jóhannes M. Gunnarsson AUGLYSINGAHÓNNUÐIR NAMSKEIÐ ijih - 'vr. ‘'h'H.i - •W.L Ój‘7 . ‘ ' I/ Z’ll f'M i;u /i. "‘"l/'.tó •itl Morgunblaðið efnir til námskeiðs fyrir auglýsingahönnuði eins og undanfarin misseri. Námskeiðið er haldið fimmtudaginn 18. apríl kl. 8-12. *•!' 't Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu hönnuða í ýmsum tækniiegum atriðum eins og myndvinnslu, skjástilIingum, leturvali, I itavalí og frágangi tölvugagna, svo eitthvað sé nefnt. Þá verður farið með þátttakendur í skoðunarferð í nokkrar deildir blaðsins. Námskeiðið er öllum þeim, sem eru að hanna auglýsingar í Morgunblaðið, opið og er ókeypis. Þe/'r hönnuðir, sem vilja skrá sig á nám- skeiðið, hafi samband við Ólaf Brynjólfsson í síma 569 1150 sem veitir allar frekari upplýsingar. íslensk sjúkrahúsaþjón- usta, segir Jóhannes M. Gunnarsson, er ódýr miðað við vestræn lönd. að þessu leyti verið á undan þróun í mörgum öðrum löndum. Flest rök fyrir sameiningu stóru sjúkrahúsanna eiga einungis við ef þau yrðu sameinuð á einum stað. Vegna skorts á bygginga- rými á Landspítalalóðinni og ógreiðfærs gatnakerfis að spíta- lanum er uppbygging sameinaðs sjúkrahúss óhugsandi þar. Hins- vegar er rými á lóð SR í Fossvogi þar sem uppbygging gæti átt sér stað og til tals hefur komið upp- bygging frá grunni á lóð Rsp. í Garðabæ. í báðum tilvikum er sennilega um tugmilljarða fjár- festingu að ræða. Engar horfur eru á að ríkissjóður verði aflögu- fær til slíks og líklegt að sjúkra- húsin verði rekin í núverandi húsa- kynnum næstu áratugi. Með sameiningu Rsp. og SR skapaðist sú sérstaka staða að aðeins eitt sérhæft sjúkrahús yrði á einangruðu landi, fjarri öllum erlendum samanburði. Slík stofn- un hefði með hendi nærri 90% sjúkrahúsþjónustu í landinu. Ein- okun á þessu sviði eins og öðrum leiðir til skorts á frumkvæði, skorts á hvatningu til árangurs og tilhneigingar til stöðnunar. Örvandi samjöfnuður rekstrar og faghópa hyrfi. Valmöguleikar sjúklinga til almennrar þjónustu sjúkrahúsa yrðu litlir. Þekkt er að stundum missa sjúklingar traust á starfsfólki einnar stofnunar. Hvort sem það er með réttu eða röngu er mikilvægt að sjúklingur eigi annan valkost, a.m.k. þegar um er að ræða algenga, ekki mjög sérhæfða þjónustu. Fyrir óheppi- legt val yfirmanns getur heil sér- grein liðið lengi án möguleika til þróunar annars staðar. Þar sem *®Cd D0®íf Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Ðömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás ehf., Langholtsvegi 84, s. 533 1330. sérhæfðir starfsmenn, sem geta ekki sætt sig við stefnu eða störf yfirmanns síns, ættu heldur engan annan kost en að flytja úr landi vilji þeir starfa áfram á sínu sviði. Þetta eru m.a. hinar séríslensku aðstæður sem ráðgjafar Lsp. nefna ekki. Þrátt fyrir alla hátækni stóru sjúkrahúsanna er uppistaðan í öllu þeirra starfí tengd mannlegum samskiptum, þekkingu og færni starfsfólks, framkomu og afstöðu þess gagnvart skjólstæðingunum. Því stærri sem sjúkrastofnanir verða þeim mun ópersónulegri verða tengslin innan þeirra. Stjórnendur íjarlægjast sjúkling- inn, sem fer að skipta minna máli við ákvarðanatöku. Með samein- ingu Lsp. og SR væri búinn til sjúkrahúsrisi, jafnvel mælt á er- lendan kvarða. Þeir sem halda fram fjárhags- legum ávinningi við sameiningu stóru sjúkrahúsanna hafa bent á vannýtingu tækja og mannafla. Mér er ókunnugt um þann mann- afla og tæki sem vannýtt eru á SR, en verð að játa að ég er ekki jafn kunnugur á Rsp. Vannýtt tæki og mannafli þar hafa ekki verið tilgreind í umræðunni til þessa. Sameining sjúkrahúsa er flókin og erfið aðgerð. Af því höfum við reynslu eftir sameiningu Landa- kots og Borgarspítala. Erlend reynsla er hin sama. Að samein- ingu Bsp. og Landakots var unnið í nær áratug og þó er henni ekki að fullu lokið enn. Til að ná fullri hagræðingu af sameiningunni skortir enn nokkra fjárfestingu, sem allir aðilar voru þó sammála um að til þyrfti. Fjárveitingavald- ið hefur enn ekki séð sér fært að fjárfesta í þeim sparnaði. Engin tilraun hefur verið gerð til að meta hvaða fjárfestinga er þörf við hugsanlega sameiningu Rsp. og SR. Víst er að þær yrðu um- talsverðar jafnvel þótt núverandi húsnæði beggja spítalanna yrði notað. Samkvæmt skýrslum OECD er íslensk sjúkrahúsþjónusta ódýr miðað við vestræn lönd. Þrátt fyrir þetta telja flestir að gæði þjónustunnar og aðgengi sé með því besta sem þekkist. Þjóðhags- stofnun hefur staðfest að kostn- aður vegna sjúkrahúsa í landinu hafi lækkað allt frá árinu 1988, hvort sem miðað er við krónutölu á föstu gengi eða kostnað á íbúa. Engu að síður er enn svo hart sótt að sjúkrahúsunum í Reykja- vík að menn leita í örvinglan allra leiða til að mæta kröfum fjárveit- ingavaldsins. Sú örvinglan má þó ekki verða til þess að menn hrapi að sameiningu sjúkrahúsanna á svo ótraustum grunni sem skýrsla Ernst & Young er. Gælur rit- stjórnar Morgunblaðsins við hug- myndir um sameiningu sjúkra- húsanna virðast stangast harka- lega á við ritstjórnarstefnu blaðs- ins fram að þessu. Engin rok eru fyrir því að einokun í rekstri sjúkrahúsa eigi meiri rétt á sér en einokun í öðrum rekstri. Að- halds í formi virks samanburðar og samkeppni um gæði þjónustu og menntunar er ekki síður þörf á þessu sviði. Höfundur er lækningaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur. vorsala á íþróttaskóm Rýmum fyrir nýjum sendingum 30 - 50% afsláttur Opið laugardag kl. 10 -14 Skóverslun Kópavogs Hamraborg 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.