Morgunblaðið - 04.04.1996, Page 40

Morgunblaðið - 04.04.1996, Page 40
40 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 ATVINN U Lögmaður Vegna breytinga óskast traustur lögmaður sem meðeigandi að gamalgróinni fasteigna- sölu í borginni til margs konar lögfræðistarfa fyrir viðskiptamenn. Einstakt tækifæri fyrir ungan og duglegan lögmann, sem þarfnast aukinna verkefna. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 17 10. apríl nk., merkt: „Trúnaðarmál - 544“. Skólamálafulltrúi Auglýst er laust til umsóknar starf skólamálafulltrúa, sem er nýtt starf hjá Vestmannaeyjabæ Skólamálafulltrúi verður forstöðumaður skólaskrifstofu, sem taka mun til starfa í maí nk., og fer með málefni grunnskólanna og Tónlistarskólans í Vestmannaeyjum. Skólamálafulltrúa er ætlað að vinna að ýms- um verkefnum sem tengjast yfirtöku bæjar- ins á rekstri grunnskóla. Má þar m.a. nefna umsjón og eftirlit framkvæmd grunnskóla- laga, umsjón með kennsluskipan, áætlana- gerð, öflun og miðlun upplýsinga, kostnaðar- eftirliti og úrvinnslu á vinnuskýrslum starfs- manna skólanna. Umsækjendur þurfa að hafa góða menntun, víðtæka þekkingu í kennslu- og skólamálum auk reynslu í stjórnun og skrifstofustörfum. Umsóknarfrestur er tii 12. apríl nk. og skulu skriflegar umsóknir berast til Vestmannaeyja- bæjar, Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar veita Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri, sími 481 1088 og Arnar Sigurmundsson, formaður skólanefndar, sími 481 1950. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. Hafnarfjörður Vinnumiðlun skóla- fólks f Hafnarfirði Vinnumiðlun skólafólks í Hafnarfirði mun opna skrifstofu í húsnæði félagsmiðstöðvar- innar Vitans í Strandgötu 1 miðvikudaginn 10. apríl. Vinnumiðlunin er ætluð skólafólki 17 til 20 ára (fædd 1979 til 1976). Skrifstofan verður opin frá kl. 10.00-16.00. Sími skrifstofunnar er 565 0700. Skólafólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst. Fyrirtæki, sem vantar starfsfólk, eru hvött til að hafa samband við Vinnumiðlunina. Garðyrkjustjóri Hafnarfjarðar - sumarstörf Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði óskar eftir að ráða starfsfólk til sumarstarfa. Lágmarksald- ur umsækjenda er 17 ár (fæddir 1979). Um er að ræða störf í sláttuflokki, fegrunar- flokki og viðhaldsflokki garðyrkjustjóra. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Vinnu- miðlun skólafólks, Strandgötu 1. Tekið verður á móti umsóknum á sama stað dagana 10.-19. apríl. Vinnumiðlun skólafólks. Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði. Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða til framtíðar starfs- mann/konu til sölu- og almennra skrifstofu- starfa. Vinnutími er frá kl. 9-13. Þekking á TOK-hugbúnaði er kostur sem og reykleysi. Viðkomandi þarf að hafa góða framkomu og eiga gott með mannleg samskipti. Æskilegur aldur 35 ára og eldri. Ráðningartími er frá 15. maí. Skriflegar umsóknir, með þeim upplýsingum er máli skipta, sendist til afgreiðslu Mbl. í síðasta lagi 15. apríl, merktar: „S - 15431 “. Varnarliðið - laust starf Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða sálfræðing/félagsráðgjafa til starfa hjá Félagsmálastofnun Flotastöðvar varnarliðsins. Starfið felur í sér ráðgjöf/meðferð við ein- staklinga og fjölskyldur ásamt námskeiða- haldi. Kröfur til menntunar og starfsreynslu eru þær, að umsækjendur uppfylli réttindakröfur bandarisku félagsráðgjafa- eða sálfræðinga- samtakanna. Krafist er mjög góðrar enskukunnáttu ásamt góðri framkomu og lipurð í samskiptum. Umsóknum sé skilað á ensku. Upplýsingar um námsferil og fyrri störf þurfa að fylgja umsóknum ásamt réttindaskírteinum. Umsóknir berist til Varnarmálaskrifstofu, ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, sími 421 1973, eigi síðar en 17. apríl nk. Starfslýsing liggur þar frammi til aflestrar fyrir umsækjendur og er þeim bent á að lesa hana áður en sótt er um. Umsóknareyðublöð fást á sama stað. Verkstjóri Grandi hf. óskar eftir að ráða verkstjóra til þess að hafa umsjón með daglegri vinnslu frystihúss í Norðurgarði. Starfið felur í sér skipulag og umsjón vinnslu frá móttöku til frystiklefa. Við leitum að ábyrgðarmiklum og hörkudug- legum verkstjóra með góða reynslu á sviði fiskvinnslu. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi rekstrarfræðilega menntun eða menntun á sviði fiskvinnslu. Öllum fyrirspurnum ber að beina til Ráðn- ingarþjónustu Hagvangs hf. Upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Verkstjóri 186“ fyrir 15. apríl nk. Tískuverslun - afgreiðslustarf Erum að leita að starfskrafti, sem gæti selt ömmu sína ef því væri að skipta. Þarf að vera hress og þægilegur í framkomu með mikla þjónustulund. Æskilegur aldur 25-40 ára. Vinnutími þriðjudaga-föstudaga til 13-18. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 13. apríl, merktar: „No - 1“. Lausar kennarastöður við Vopnafjarðarskóla Vopnafjarðarskóli er einsetinn með 135 nem- endur frá 1.-10. bekk. Samkennsla er í 3.-4. bekk og 5.-6. bekk. Okkur vantar kennara í eftirtaldar greinar næsta skólaár: Sérkennsla, raungreinar, mynd- og hand- mennt, tungumál, kennsla yngri barna og almenn kennsla. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 473 1256 og 473 1108 (heima) og aðstoðarskólastjóri í síma 473 1556 og 473 1345 (heima). Ráðningarþjónustan auglýsir eftir sölumanni/ afgreiðslumanni Fyrirtækið: Gróið fyrirtæki, sem selur máln- ingu og skyldar vörur til útgerðar, iðnaðar og verslana. Starfið: Sala og afgreiðsla á málningarvörum. Kröfur: Viðkomandi þarf að vera vanur sölu- maður. Framtíðarstarf fyrir framsækinn og sjálfstæðan starfsmann. Upplýsingar: Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni. Umsóknarfrestur er til 12. aprfl. m RAÐNINGARÞJONUST/ Jón Baldvinsson. Háaleitisbraut 58-( Sími 588 3309. fax 588 3659 Fulltrúi skrifstofu- og markaðsmála Innflutningsfyrirtæki á sérsviði í Reykjavik óskar eftir að ráða fulltrúa skrifstofu- og markaðsmála. Starfið felst m.a. í: a) Verkefnum á skrifstofu s.s. bréfaskriftum, töflugerð og skjalavörslu. b) Markaðsmálum fyrirtækisins. Um er að ræða nýtt og krefjandi starf innan fyrirtækisins. Leitað er að aðila með viðskiptaþekkingu (karli eða konu), sem getur unnið sjálfstætt að skapandi og uppbyggjandi verkefnum. Góð tölvu- og tungumálakunnátta (enska og íslenska) nauðsynleg. Góðir framtíðarmögu- leikar hjá traustu fyrirtæki. Umsóknarfrestur er til og með 12. aprfl 1996. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Liósauki Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.