Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 52
52 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Díana sögð
kaldrifjuð
Lundúnum. Reuter.
DÍANA prinsessa kom unnustu
yngsta sonar Elísabetar drottning-
ar nýverið til að gráta með rætnum
athugasemdum um hár hennar og
fatasmekk. Breska dagblaðið The
Sun skýrði frá þessu í vikunni.
í frétt blaðsins sagði að Sophie
Rhys-Jones, unnusta Játvarðar,
-yngsta sonarins, hefði farið að
gráta í óformlegu teboði hjá
drottningu er Díana prinsessa tjáði
sig óhikað um útlit hennar og
smekkvísi, sem prinsessan taldi lítt
til eftirbreytni. Hefði unnunstan
verið mjög taugaóstyrk við þetta
tækifæri og hefði Díana gjörsam-
lega komið henni úr jafnvægi með
athugasemdum sínum.
Var þetta haft eftir vinum
Sophie en hún þykir líkjast mjög
Díönu í útliti þótt skaphöfnin sé
sögð önnur.
Sophie Rhys-Jones er 31 árs og
hefur hún verið unnusta Játvarðar
í rúm tvö ár. Teikn eru á lofti um
að Elísabet drotning hafi lagt
blessun yfir þetta samband þeirra.
Henni hefur verið heimilað að gista
í Buckingham-höllu og myndir
hafa birst af drottningunni og unn-
ustunni saman í útreiðartúrum.
Byltir snjáld-
urmús by gg-
ingarfræðum?
London. Daily Telegraph.
Dennis Cullinae, vísindamaður við
Cornell-háskólann í New York,
hefur ljóstrað upp leyndardómin-
um á bak við ógurlegan styrk
scutisorex somereni, eða hetju-
snjáldrunnar, eins og menn af
fornum ættbálkum í Rúanda kalla
dýrið.
Talið er að einstakt byggingar-
lag hryggjar snjáldurmúsarinnar
geti orðið verkfræðingum hvatn-
ing til að finna upp ný, öflug og
sveigjanleg byggingarform og
læknum nýjar leiðir við meðhöndl-
un hryggmeiðsla.
Nýjar rannsóknir á músinni eru
ráðgerðar með framagreint í
huga. Músin er um 20 sentimetra
löng þegar mælt er frá trýni og
aftur á enda skottsins. Heimkynni
hennar eru í Úganda, austurhluta
Zaire og norðurhluta Rúanda.
Herkúlesarafl músarinnar er
þjóðsagnakennt og orðstý hennar
er haldið við með sérstakri athöfn
meðal Mangbetu-ættbálksins í
Rúanda. Með sérstökum hætti er
hún tilbeidd og afli hennar lýst.
Síðan stígur stjórnandi athafnar-
innar ofan á snjáldurmús og
stendur á henni. Stígur síðan ofan
og undantekningalaust skýst
músin þá burtu eins og ekkert
hafi í skorist.
Hryggur músarinnar er þeim
kostum búinn að hann þolir, að
allt að 70 kílóa þungur maður
standi ofan á dýrinu án þess að
því verði meint af. Samt er hrygg-
urinn það sveigjanlegur að dýrið
getur auðveldlega hnyklað sig svo
hann verði S-laga.
Cullinane tók snjáldurmús með
sér til New York frá Úganda og
með gengumlýsingartækjum
tókst honum að mynda hrygginn.
Reyndist hann vera settur saman
úr 11 liðum í stað fimm venjulega
og út úr honum stóðu bein eins
og fingur. „Hryggjarmassinn er
fjórum sinnum meiri. miðað við
stærð og þyngd dýrsins, en hjá
öðrum spendýrum," sagði Cul-
linane.
Valið stendur um
þrjár mismunandi
tegundir af
Merrild kaffi:
304-Dökkbrennt
104-Mjög dökkbrennt
Merrild-setut^
Reuler
IRENE Saez.
Ungfrú heim-
ur vinsælust
Caracas. Reuter.
FYRRUM Ungfrú heimur er vin-
sælasti stjórnmálamaður Venesú-
ela, ef marka má skoðanakannanir
þar í landi.
Samkvæmt könnun sem birtist
í dagblaðinu EI Universal er Irene
Saez, núverandi borgarstjóri
Chacao, útborgar Venesúela, vin-
sælasti stjórnmálamaðurinn þar í
landi. Rúmur þriðjungur þeirra
sem þátt tóku kvaðst hafa mest
traust á Irene.
Hún er 32 ára gömul og var i
desember endurkjörinn borgar-
stjóri Chacao til þriggja ára. Það
orð fer af henni að hún sé bæði
strangheiðarleg og kröftug. Segja
aðdáendur hennar að hún gæti
orðið stjórnmálamönnum fyrir-
mynd.
Því hefur verið haldið fram að
Irene Saez hyggi á forsetaframboð
í Venesúela árið 1998 er kjörtíma-
bili Rafael Caldera forseta rennur
út. Hún hefur á hinn bóginn neitað
að tjá sig um áform sín á þeim
vettvangi.
Fjendur henar segja að hún sé
„uppstríluð dúkka“ og væna hana
um stefnuleysi. Halda þeir því og
fram að vinsældir hennar myndu
fljótlega hverfa ef hún hætti sér i
pólitískt embætti utan Chacao sem
innfæddir nefna gjarnan „Irenu-
land“.
------♦----------
Juppé hvetur
til barneigna
París. Reuter.
ALAIN Juppé, forsætisráðherra
Frakklands, skoraði á þriðjudag á
Frakka að eignast fleiri börn.
„Það er áhyggjuefni að það skuli
fæðast svo fá börn í landi okkar
að það tryggir ekki einu sinni við-
hald íbúafjöldans og ætti að vekja
Frakka til umhugsunar," sagði
Juppé á ráðstefnu um börn.
Frökkum hefur aðeins fjölgað
um 0,5 af hundraði á ári undanfar-
in þijú ár þrátt fyrir ýmsar aðgerð-
ir og áróðursherferðir af hálfu
stjórnvalda til að hvetja fólk til að
eignast mörg börn. Um 58 milljón-
ir manna búa í Frakklandi.